Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Síða 2
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Frönsk matargerðarlist er víðfræg - og það með réttu (leyf- ir nefndin sér að fullyrða), en eins og svo margt annað í heimsmenning- unni sem vel hefur tekist þá byggir þessi list kokkanna í Frakklandi á áhrifum sem innflytjendur hafa fært með sér til Frakklands. Og má það vera athugunarefni fyrir okkur Is- lendinga sem höfum verið tregir að taka við útlendingum hingað til starfa - Fransmenn og aðrir hafa aðeins hagnast, fengið ríkari menn- ingu af samneyti sínu við fólk úr fjarlægum heimsálfum. Þegar Rómverjar réðust inn í suð- urhluta Gallíu (en það var Frakk- land nefnt á þeim tíma) sat þar fyrir þjóð sem kjammsaði á fáu öðru en pönnukökum og sötraði bjór og mjöð. Reyndar voru menn byrjaðir að rækta olífur og framleiða vín, en það var ekki fyrr en á dögum Róm- verja sem fólk í Frakklandi fór að nota ofna og kvarnir við eldhúsverk- in. Á þessum tíma bárust möndlur til Frakklands og fíkjur. Herskáir þjóðflokkar Þegar Rómaveldi liðaðist sundur flæddu yfir landið herskáir og bar- áttufúsir þjóðflokkar, sem höfðu í för með sér að minnsta kosti eina sið- venju sem Fransmenn hafa síðan betrumbætt: nautakjöt og mjólkura- furðir. I kjölfarið komu fáeinar aldir og blóðið hélt áfram að renna, gömlu Frankarnir treystu sig í sessi og hin þekkta, franska matargerðarlist byrjar að verða til. Það var á þessum tíma sem menn byrjuðu að útbúa sérstakar garðholur þar sem sniglar voru aldir upp. Og gæsaræktin hófst! 13I7MV ABLAÐSÖLUSTÖÐUM Upplifi fólkmikið eins og músik Viötal við Steinunni Sigurðardóttur rithöfund Lífsreynsla: Trompetinn þagnaður í vélarrúminu Kristján Magnússon segir frá sjávarháska Erguðtil? Þrír íslendingar svara spurningunni Það verður að teljast stórviðburður í sögu matreiðslunnar. Þegar fór að hilla undir árið 1000 kom Göngu-Hrólfur labbandi með víkinga sína og settist að í Norm- andí. Og fólkið þar lærði að meta síld og hafra. Krossferðirnar höfðu aldeilis áhrif: í kjölfar þeirra kom mikil þekking á arabískum mat, því kryddi, sem fólk í Austurlönd\tm þekkti til, kaffi og sítrusávextir. ' Lystugir munkar hugsuðu margt í klaustrum landsins - þeir lærðu að láta ostinn mygla rétt og bvrjuðu að% rækta býflugur. Það er vissulega hughreystandi að vita hverju matarlystin hefur fengið áorkað. Sú gleði, sem góður matur veitir manninum, verður seint drepin og hefur lifað af krossferðir, bólu- sótt og hundraðárastríð. Þrátt fyrir allar þær hörmungar héldu Frakkar áfram að framleiða sinn Roquefort, sitt kanínukjöt og sína búðinga. Og landvinningaferðir miðalda færðu þeim heim nýja rétti: sorbet, kalk- úna, baunir, maís og kakó. Kringum 1790 varð mikill hveiti- skortur í Frakklandi. I staðinn fóru menn þá að rækta kartöflur og sy- ’ kurrófur og frá nýlendunum í N-Afr- íku bárust ávextir. Nú er matvælaiðnaðurinn í Frakklandi sú atvinnugrein sem veitir flestum vinnu. Arsveltan sam- svarar liðlega 2300 milljörðum ísl. kr (og ættum við víst að segja 2,3 billjónir - og enginn veit í raun hve mikið það er, allra síst Breiðsíðu- nefndin). SkotirmíYoko Ungur maður, sem segist vera ofsa- lega skotinn í Yoko Ono, lét sig síga niður eftir kaðli af þaki hússins þar sem hún býr (Dakota-house í New York) og tókst að ^omast inn í íbúð hennar í gegnum hálfopinn glugga. Þar inni skildi hann eftir tvö ástar- bréf, undirrituð með nafni og heimil- isfangi ásamt mynd og orðunum: „Ég elska þig“. Löggan þurfti víst ekki annað en þetta til að hafa upp á loftfimleika- manninum. Ákærandinn hefur lofað því fyrirfram að refsingin verði mildileg. Eða svo segir Reuter. Ekki þakklætinu fyrir að fara! Maður nokkur í Hong Kong fór til tannlæknis um daginn og lét draga úr sér brennda tönn. Að því loknu rændi hann 24 þúsund krónum af tanna. Hlaupið langa Tveir bræður, kínverskir, hlupu nýlega frá nyrsta bæ í Kína, Mohe, til eyjunnar Hainan og voru 136 daga á leiðinni. Systur þeirra hjóluðu við hlið þeirra alla leið og önnuðust þá. Ætli þeir í Kíria séu farnir að gefa út metabók? ífótspor Marco Polo Landamærin milli Pakistan og Kína í Khjunjreabskarði verða opn- uð aftur í maí í vor fyrir þá útlend- inga sem vilja þramma í fótspor Marcos Polo. Um þetta skarð liggur Karakoramvegurinn til Kína, 800 km langur. Keisari beit son sinn Fyrrum keisari í Miðafríku, Jean-Bedel Bokassa, beit son sinn, hann Georges, í þumalfingurinn þegar þeir voru að rífast um daginn. Og fannst víst ekki nóg að gert, því hann ógnaði honum líka með skammbyssu. Sonurinn hefur stefnt föður sínum fyrir rétt. Þeir voru að rífast um það hvor þeirra hefði rétt á að búa í tólf her- bergja stórhýsi nærri Meulan í Frakklandi. 'í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.