Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 49 „Þunglyndi meðal barna fer vax- andi,“ segir Ólafur Oddsson, for- stöðumaður Hjálparstöðvar Rauða kross íslands. „Ég held að það megi meðal annars rekja til þess að bömin vita ekki hvað þau eiga að gera eða hvert skal stefna. Börn hafa ekki lagalega vernd gagnvart foreldravaldinu. Mér finnst að i æskulýðsmálum vanti opinbera stefnu sem spannar yfir misjafna þætti mála. En það getur verið að þessi afstaða mín sé önnur en margra annarra þvi ég sé allt út frá vandamálavinkli. Unglingar í dag eru upplýstari og opnari en nokkru sinni fyrr. Þeir þurfa ekki lengur á þvi að halda að „detta í það“ til að stofna til léttra samskipta við hitt kynið. Það er öðruvísi að farið við að kynnast en áður var. En vímuefnaneyslan fer niður í aldri og efnin eru hættulegri. Það er reynsla mín að skilnings- og tilfinn- ingaskortur sé mikið vandamál og líklega það stærsta.“ Vandamálin rædd Sjúkrastöðin var opnuð í desemb- er og er til húsa að Tjarnargötu 35 í Reykjavík. Húsið er gamalt og notalegt og hefur áður gegnt því hlutverki að hýsa sjúka en þarna var í eina tíð sjúkrahúsið Sól- heimar. Þegar við vorum þar í heimsókn fyrir skömmu var ráðs- konan að baka kleinur og ilminn lagði um allt hús. „Við erum hér til hjálpar, meðal annars með því að ræða við þá sem hingað koma um vandamál þeirra. Við reynum að vinna í málinu án þess að bregðast trúnaði. Skortur á tilfinningatengslum við fóreldra og heimilisaðstæður eru oft ástæð- an fyrir vanlíðan krakkanna. Nauðsynlegt er að fara inn í íjöl- skyldupólitíkina því þangað liggja allarrætur." Fyrsta aðhlynning Markmiðið með starfrækslu hjálparstöðvar af þessu tagi fyrir börn og unglinga er að að veita móttöku og fyrstu aðhlynningu þeim sem vegna vímuefnaneyslu eða af öðrum félagslegum eða per- sónulegum ástæðum þurfa á slíkri þjónustu að halda. Neyðarathvarfi sem þessu hafa menn talið að væri bráðnauðsyn- legt að koma á fót og nú er það RKÍ sem leggur sitt af mörkum til hjálpar börnum og unglingum í vanda. Rekstur stöðvarinnar verð- ur til reynslu í sex mánuði en þá eru líkur á að þörfin fyrir slíka starfsemi verði komin í ljós. Ólafur Oddsson forstöðumaður segir í greinargerð sem hann vann um skipulag, rekstur og innra starf stöðvarinnar: 1 ljósi þeirrar staðreyndar að ekki fyrirfinnast hér á landi hjálparúr- ræði fyrir unglinga með geðræn vandamál né heldur langtímameð- ferðarúrræði fyrir unglinga i alvar- legum vímuefnavanda áskilur hjálparstöðin sér rétt til að mega koma í veg fyrir gegnumstreymi slíkra einstaklinga á stöðinni, einkum og sér í lagi ef það kemur niður á öðrum einstaklingum sem fyrir dvelja á stöðinni. Gróflega má skipta gestum hjálp- arstöðvarinnar í eftirfarandi hópa: 1. Börn í vanda vegna neyslu vimuefna, áfengis eða annarra efna.. 2. Andlega, líkamlega og eða fé- lagslega vannærð börn. 3. Börn sem orðið hafa fyrir and- legu eða líkamlegu ofbeldi. 4. Börn sem lögð eru í einelti. 5. Böm sem orðið hafa fyrir kyn- ferðisáreitni eða árásum. 6. Börn sem eiga í vanda til dæmis vegna erfiðleika í samskiptum við foreldri, stjúpforeldri eða vegna samskiptaerfiðleika for- eldra sinna. 7. Börnsemvísaðerútafheimilum sínum. 8. Félagslegaeinangruðbörn. Kippa í spotta Síðan hjálparstöðin var opnuð Ólafur Oddsson, forstöðumaður heimilisins, hefur unnið sem uppeldisráðgjafi i nokkur ár og segist sjá flesta hluti út frá „vandamálavinklinum". En hann segir „að það passi ekki að vera í rugli í dag“ að mati flestra unglinga. Því sé brýnt að reyna að hjálpa þeim sem lent hafa í „rugli“ og eru utanveltu. DV-myndir: Páll Kjartansson Hjálparstöðin við Tjarnargötu Skortur á tilfinn ■ mi ■■ mn _ tengslum” Hún er ung að árum, hefur flækst um og prófað flest vímuefni. Hún leitaði skjóls í athvarfinu við Tjarnargötu og þar var brugðist við vandamálum hennar. um miðjan desember hafa fimmtán krakkar leitað þangað. Sumir hafa aðeins staldrað við eina nótt og horfið síðan á braut aftur. Aðrir hafa staðnæmst lengur. Umhverfið þarna er heimilislegt. Að sögn Ólafs er það líka markmiðið fyrst og fremst að láta krökkunum líða vel. Ráðskona staðarins hefur holl- an og staðgóðan heimilismat á borðum. Síðan eru tengsl við aðra aðila i þjóðfélaginu, meðferðarað- ila, skóla og foreldr'a, sem reynt er að vísa „skjólstæðingunum" til. „Stundum nægir að kippa í nokkra spotta. Þá er smáskilnings- skortur á milli krakkanna og for- eldranna eða annarra sem þarf að lagfæra. Við gerum það sem við getum til að leysa vandamálin sem upp koma og vísa þeim til lausnar á rétta staði,“ segir Ólafur. Friðarljós á tröppunum En ástand þeirra sem komið hafa í stöðina er ákaflega misjafnt. Á jóladag var komið með unga stúlku í annarlegu ástandi vegna neyslu vimuefna. Aðfaranótt jóladags hafði hún barið að dyrum hjá ókunnugu fólki og fékk hún að gista þar um nóttina. Stúlkan sá friðarljós logandi á tröppum húss- ins um nóttina og barði því upp á. Hún hafði stutta viðkomu í neyðar- athvarfinu við Tjarnargötu. Ung stúlka utan af landi, fimmt- án ára gömul, dvaldi þar um tíma. Hún hafði prófað flest í fíkniefna- málum og var búin að koma sér út úr húsi hjá öllum nákomnum og fór á flæking. Hún hætti í skóla, var atvinnulaus og flæktist í af- brotamál. Sextán ára strákur, taugaveikl- aður og eirðarlaus, búinn að reyna á þolrifin i sínum nánustu, gisti þama nokkrar nætur. Hans vanda- mál voru geðræn. Dæmin eru mörg og misjöfn. Og í athvarfinu við Tjarnargötu er brugðist við vandamálunum eftir bestu getu. Aðhlynningin er ókeyp- is. Reykjavíkurborg styður rekstur stöðvarinnar en húsnæðið er eign borgarinnar. Allan sólarhringinn er vakt og símaþjónusta. Sérstök stjórnarnefnd, valin af RKÍ, ber ábyrgð á rekstrinum og er Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður nefndarinnar. í upphafi var áætlað að verja allt að einni og hálfri milljón króna til starfseminnar til- raunatímabilið eða sex mánuði. Það liggur beinast við að segja í lok þessa greinarstúfs að vonandi verði starfsemin lögð niður eftir að reynslutíminn rennur út. Ef engin aðsókn verður er þörfin ekki fyrir hendi. Athvarfið hefur þegar veitt á annan tug ungmenna skjól og það segir nokkuð um ástandið í þjóð- félaginu okkar. ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.