Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Side 8
52
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
ÚRVALS NOTAÐIR
Lada 1200 st.
Buick Skylark
Ford Bronco
isuzu Trooper disil
Skoda 120 L
Ch. Citation sjálfsk.
M. Benz 240 dísil
Datsun Cherry 1500
Opel Corsa
Opel Kadett Luxus, 5 d.
Opel Kadett Luxus
Mazda 929 sjálfsk. st.
Fiat Ritmo 65
Lada Sport
TalbotSalora
m/vökvast., 5 gíra
Subaru 4x4 st.
Isuzu Gemini
Datsun Cherry GL
Honda Accord EX sjálfsk.
Oldsm. Cutlass D.
Opel Ascona Fastback
Oldsm. Cutlass 2ja d.
Árg. Km Kr.
1984 45.000 1.150.000
1978 98.000 50.000
1981 31.000 430.000
1979 70.000 450.000
1982 81.000 695.000
1981 40.000 135.000
1980 290.000
1983 157.000 700.000
1983 39.000 295.000
1984 30.000 340.000
1985 9.000 480.000
1984 29.000 410.000
1978 150.000
1981 64.000 190.000
1981 79.000 230.000
1982 53.000 350.000
1984 26.000 530.000
1981 47.000 210.000
1982 31.000 265.000
1982 63.000 420.000
1979 50.000 295.000
á vél
1983 25.000 420.000
1979 65.000 330.000
Opið virka daga kl. 9 — 18 (opiö í hádeginu).
Opiötaugardaga kl. 13 — 17.
Simi 39810 (bein lína).
BÍLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMl 687300
LEIKRITA
SAMKEPPNI
RÍKISÚTVARPSINS
1986
Með þessari auglýsingu boðar Ríkisútvarpið/Hljóð-
varp til verðlaunasamkeppni um útvarpsleÍKrit. Leikritin
skulu vera frumsamin og mega hvergi hafa komið fram
áður. Miðað skal við að leikritin séu á milli 40 og 60
mínútur í flutningi. Höfundar sendi verk sín
leiklistardeild Hljóðvarps, pósthólf 120, fyTir 15.
sept. nk. í umslagi merktu Leikritasamkeppni
Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undir
dulnefni og rétt nafn höfundar að fylgja með í lokuðu
umslagi.
Fyrstu verðlaun í þessari sarnkeppni verða ekki
lægri en kr. 200.000, en alls hefur dómnefnd kr.
350.000 til ráðstöfunar. Áskilur Ríkisútv^rpið sér rétt
til að flytja það verk, sem 1. verðlaun hlýtur, einu sinni
án þess að frekari greiðsla komi fyrir þann flutning.
Fyrir allan flutning verksins síðar verður greitt
samkvæmt samningum Ríkisútvarpsins og
Rithöfundasambands íslands. Fyrir flutning annarra
verka, sem verðlaun hljóta, verður greitt sérstaklegá
samkvæmt fyrrnefndum samningupn.
RÍKISÚTVARPIÐ \M/
Rósa
hóf
baráttuna
Rósa Parks segir næstum undrandi
að þegar hún síðast var í Mont-
gomery þá hafi hún ekki séð einn
einasta hvítan strætóbilstjóra.
Hún er orðin gráhærð, augu henn-
ar brún og stór á bak við þykk gler-
augu og hún ræðir við blaðamann
hæglætisleg í fasi, talar Suðurríkja-
mállýsku.
Rósa Parks býr núna í Detroit í
Michigan. En þegar hún bjó í Mont-
gomery lengst í suðri voru allir
strætóstjórar borgarinnar hvítir.
- Sjáðu til, sagði hún. - Þeirra starf
gekk einnig út á að framfylgja að-
skilnaðarlögunum. Þeir áttu að sjá
til þess að hinir svörtu væru ævin-
lega aftast í vagninum.
Rósa Parks varð f'rápg fyrir 30 árum.
Það var desemberdag einn árið 1955.
Þá neitaði hún að taka við skipun
frá hvítum strætóstjóra í Mont-
gomery í Alabamaríki.
Hún var saumakona. Og þennan
dag var hún óvenjulega þreytt í
öxlum og höfði eftir að hafa staðið
og pressað föt tímunum saman í
vöruhúsi. í strætisvagninum var
hyert sæti upptekið aftast þar sem
þeir svörtu voru.
Rósa Parks settist í autt' sæti um
miðjan vagn; þar leyfðist svörtum að
sitja svo fremi að enginn hvítur
þyrftiaðstanda.
Kannski lygndi hún aftur augun-
um þar sem hún sat bg lét líða úr
sér. Hún þurfti að komast heim til
að gera eitt og annað. Hún var ritari
í hverfisdeild NAACP (Framfarafé-
lagi litaðs fólks) og ungliðadeild þess
félags ætlaði að halda fund næsta
sunnudag. Það þurfti að senda út
boðskort og hún þurfti að finna gisti-
rými fyrir þá ráðstefnugesti sem
kæmu langt að.
Nokkrum viðkomustöðum seinna
kom hvítur maður í vagninn og öll
sætin framan til í vagninum, þau sem
ætluð voru hvítum, voru þá upptek-
in.
Rósa Parks neitaði að rísa úr sæti
fyrir hvíta manninum. Strætostjór-
inn skipaði henni að' færa sig. Hún
peitaði aftur. Það var kallað á lög-
regluna. Rósa Parks var handtekin
ög látin dúsa í dýflissu um nóttina.
Þessi viðburður virtist ekki sérlega
markverður. En það var aðeins á
ytra borði. í raun hafði hann mikil
áhrif. Hinir svörtu í Montgomery
beindu nú fornri óánægju sinni á
eina braut - gegn óréttlæti strætófé-
lagsins. Þeir settu viðskiptabann á
strætófélagið og hinn ungi prestur,
Martin Luther King, stjórnaði að-
gerðum.
Viðskiptabannið bar árangur. Einu
ári seinna úrskurðaði hæstiréttur í
Washington að aðskilnaður svarfra
og hvítra í strætisvögnunum stríddi
gegn landslögum.
Nú gat Rósa Parks sest þar sem
henni sýndist í strætó. Og Martin
Luther King var orðinn leiðtoginn í
réttindabaráttu svartra.
Mótmæli saumakonunnar, sem ók
þreytt heim frá vinnu, voru ekki til
einskis. King lýsti þessu með eftirfar-
andi orðum:
- Hún sat föst við sætið í strætis-
vagninum, föst þar vegna niðurlæg-
ingar liðinna daga, föst vegna tak-
markalausrar vongleði ófæddra
kynslóða.
Þetta var upphaf endaloka kyn-
þáttaaðskilnaðarins í Bandaríkjun-
um sem enn á sjötta áratugnum var
svo algengur þar.
I kjölfar þessa fylgdu friðsamleg
mótmæli, mótmælagöngur og „set-
ur“ utan við veitingahús sem ekki
hleyptu svörtum inn.
1964 voru sett lög um borgararétt.
Þau lög bönnuðu mismunun kyn-
þátta á vinnumarkaði, í verkalýðs-
félögum, öllum opinberum stofnun-
um, allt frá salemum og leikvöllum
til hótela og bókasafna - og svo komu
lög 1965 sem bönnuðu allt sem kall-
ast mætti hindranir á atkvæðisrétti
svartra.
Ku Klux Klan og fleiri
Á þessum árum varð einnig til
skipulögð andstaða hvítra. George
Wallace stóð eitt sinn í dyrum skóla-
húss og æpti: „Aðskilnaður nú, að-
skilnaður að eilífu!“ Sprengjur
spmngu og hleypt var af skotum,
fólk var hýtt, Ku Klux Klan brenndi
krossa sína að næturlagi. Connor,
lögreglustjóri í Birmingham, réðst
með hunda sína gegn svörtu fólki.
Á þesöum tíma myndaðist gjá milli
þeirra svörtu manna serh höfðu trúað
því að hægt yrði að ná rétti 'án valds
og þeirra sem töluðu um „svart vald“
(Black Power). Og uridir merkjum
uppreisnar þeirra svörtu spmttu upp
eldar í stórborgunum i norðri þegar
Martin Luther King var myrtur árið
1968. Og árin kringum 1970 fóru
Svörtu hlébarðarnir með þýðingarm-
ikið hlutverk í umræðunum og átök-
unum milli hvítra og svartra.
Líf Rósu Parks eftir atburðina í
Montgomery er dæmigert fyrir þróun
baráttu svartra síðustu áratugi.
Nokkrum ámm eftir að hún hafði
brotið strætófélagið á bak aftur flutti
hún að sunnan eins og svo margir
aðrir svartir menn.
Meira en fjórar og hálf milljón
svartra flutti norður eða vestur á
ámnum milli 1940 og 1970.
1940 bjuggu 77% svartra manna í
Bandaríkjunum' í Suðurríkjunum
þar sem þeir vom þá um einn fjórði
hluti íbúanna. 1970 bjuggu 53%
svartra Bandaríkjamanna í Suður-
ríkjunum þar sem þeir töldust innan
við fimmta hluta íbúanna.
En hvers leitaði Rósa Parks í
Detroit?
Hún fór þangað af persónulegum
ástæðum en einnig vegna þess að
hún þráði að komast burt frá skiltun-
um sem á stóð „hvítir“ við einar dyr
og „svartir“ við aðrar.
1 Detroit var einnig aðskilnaðar-
stefiia eins og í heimabæ hennar. Og
eftir á segir Rósa Parks að samband-
ið á milli hvítra og svartra, að
minnsta kosti á meðal þeirra fátæku,
hafi jafrivel verið betra í suðri.
Hún var áhorfandi að upphlaupun-
um 1967. Þá létu 43 menn lífið, flestir
svartir. Fjöldi íbúðarhúsa eyðilagð-
ist, flest í hverfum svartra. Eftir
rannsókn á ástæðum þessara at-
burða var skuldinni skellt á atvinnu-
leysi, slæma skóla, þjóðfélagsleg
vandamál, eiturlyfjaneyslu, afbrota-
tíðni - og að baki þessu öllu: „kyn-
þáttahatri hvítra“.
Rósa var með í réttindagöngunum.
Hún gekk oft í Montgomery. Árið
1963 var hún ein í hópi 200.000
svartra sem þátt tóku í göngunni sem
nefridist „gengið gegn Washington"
þegar Martin Luther King hélt sína
„ég á mér draum“-ræðu.
Nú er gata í Detroit kölluð eftir
Rósu Parks.
Stórkostleg framför
Vinnustaður Rósu Parks er til vitn-
is um þær breytingar á stöðu svartra
sem orðið hafa í hennar tíð. Hún
vinnur nú á skrifstofu svarta þing-
mannsins John Conyer i Detroit.