Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
59
Ford Scorpio í Evrópu og Ford Taurus í Bandaríkjunum - báðir útnefndir sem „bíll ársins“ sinn hvorum megin
Atlantshafsins. Á myndinni eru þeir Robert A. Lutz, stjórnarformaður Ford í Evrópu (til hægri með Scorpio),
og Louis R. Ross, einn stjórnenda Ford í Bandaríkjunum (til vinstri með Taurus) að fagna útnefningunni. Lin-
coln-Mercury deild Ford í Bandaríkjunum mun setja sporðdrekann á markað í Bandaríkjunum undir nafninu
Merkur Scorpio síðari hluta ársins.
Tvöfaldur sigur
- Ford Scorpio og Ford Taurus „bílar
ársins“ báðum megin Atlantsála
hann „Hall of Fame“ viðurkenning-
una og „Design of the year“ á Auto
Exop 1986, auk annarra viðurkenn-
í fyrsta skipti hafa bílar frá sama
framleiðanda verið valdir sem „bíll
ársins" báðum megin Atlantsála.
Það hefur áður verið sagt frá vali á
bíl ársins í Evrópu en þar hlaut Ford
Scorpio útnefninguna. Nú nýlega var
svo hinn nýi Ford Taurus valinn sem
bíll ársins af bandaríska bílablaðinu
Motor Trend.
Auk þessarar tilnefningar hefur
Ford Taurus verið valinn sem einn
af tíu bestu bílum ársins 1986 af
bandaríska bílablaðinu Car and
Driver, hjá Consumer Digest fékk
mga.
Hjá Motor Trend hlaut Taurus,
sem nú lítur dagsins ljós eftir fimm
ára hönnun, viðurkenninguna vegna
yfirburða á ýmsum stigum prófana.
Þessi framhjóladrifni fjölskyldubíll
varð efstur í fimm flokkum: Gæðum,
útliti, hönnun yfirbyggingar, akst-
urseiginleikum og verðgildi. Systur-
bíll hans, Mercury Sable, varð alls
staðaríöðrusæti.
Scorpio safnar
viðurkenningum
Auk viðurkenningarinnar sem
„bíll ársins“ hefur Scorpio fengið
fjöldann allan af öðrum viðurkenn-
ingum. Meðal þeirra má nefna „Top
Car 1986“ hjá British Guild of Motor-
ing Writers, „Irish Car of the Year“
„Bíll ársins“ í Noregi og Danmörku
gullverðlaun á Scottish Motor Show
„Premio Dell Attualita" viðurkenn-
inguna hjá ítalska blaðinu Motor
fyrir framúrstefnuhönnun og öryggi
þýsku öryggisviðurkenninguna fyrir
bremsulæsivörn, og „gullna stýrið'
sem Bild am Sonntag veitti fyrir
hönnun og tækni.
Umsjón:
Jóhannes Reykdal
Ford aftur í rallakstur
BÍLÆR
Stórir fletir úr lituðu gleri gefa Chasseur sérkennilegt yfirbragð.
Eftir meira en sex ára fjarveru
hefur Ford ákveðið að taka aftur
fullan þátt í keppni í rallakstri með
því að senda tvo af hinum nýju
RS200 sportbílum í alþjóðlega
sænska rallið sem byrjar ó föstu-
daginn kemur, 14. febrúar.
RS200 er með miðjuvél og 2/4
hjóla drifi og þykir sigurstrangleg-
urí rallakstri.
Þátttaka Ford var ákveðin eftir
að eftirlitsmenn F.I.A., sem eru
alþjóðasamtök þeirra sem standa
að keppni í bílaíþróttum, höfðu
skoðað bílinn og staðfest að smíð-
aðir hefðu verið meira en 200 bílar
af þessari gerð, sem er skilyrði fyrir
þátttöku í B-flokki.
Lokasmíði RS200-bílsins fer fram
hjá Reliant Motor Company í
Englandi. „Samvinnan sem við
höfum átt við Reliant og fjölmarga
aðra aðila sem lagt hafa hönd á
plóginn hefur verið einstök," segir
Stuart Turner, forstjóri Motor-
sport, þeirrar deildar Ford í Evrópu
sem sér um keppni í kappakstri og
rallakstri. „Sveigjanleiki og vilji
þeirra til að ljúka verkinu á réttum
tíma mneð því að vinna langan dag
og ó öllum tímum sólarhringsins
er sérstakur."
f Svíþjóð munu RS200-bílarnir
þreyta frumraun sína undir stjórn
fyrrum heimsmeistara, Stig Blomq-
vist, sem áður hefur unnið þessa
keppni sjö sinnum og annar Svíi,
sem jafnframt er Þýskalandsmeist-
ari í ralli, Kalle Grundel, mun stýra
hinum bílnum. Aðstoðarökumaður
Stig Blomqvist verður Bruno Berg-
lund en Benny Melander mun sitja
við hlið Kalle Grundel.
Sænska rallið, sem er alls 1670
kílómetrar, byrjar og endar í Karl-
stad í Suður-Svíþjóð og á leiðinni
eru alls 557 kílómetrar sérleiðir, sú
lengsta 47 km. Allar sérleiðirnar
verða eknar ó ís og snjó.
Lúxusútgáfa af Ford Transit - Chasseur.
Ford Chasseur:
Lúxusútgáfa
Sérhannaður dráttarbíll
í sambandi við hinn nýja RS200
hefur Ford smíðað nýjan dráttarbil,
„Tug“, sem ætlaður er sem aðstoð-
arbíll í rallkeppni. Þessi nýi bíll er
byggður á nýja Transit-sendibíln-
um en búinn verulegum aukabún-
aði.
„Tug“ er með fjórhjóladrifi,
styrktri V6 bensínvél og búinn
svipuðum búnaði og Chasseur, sem
sagt er frá hér til hliðar. Bílnum
er ætlað að flytja verkfæri, vara-
hjólbarða og viðgerðarbúnað fyrir
RS200 í rallkeppni. Hann er búinn
spili og ljóskösturum til að mæta
hvaða aðstæðum sem er. Sérstakur
dráttarvagn var hannaður til að
flytja RS200 á milli staða.
Auk þess að þjóna sem aðstoðar-
bíll í ralli þó er ætlunin að smíða
aðrar gerðir af Tug sem björgunar-
bíl og einnig sem drátrarbíl fyrir
svifflugur og sportbáta.
af Transit
Með 1986 árgerðinni er Ford Transit
sendibillinn kominn með alveg nýtt
útlit og er í raun alveg nýr bíll þótt
hann sé ætlaður til sömu verka og
fyrirrennarinn.
Á alþjóðlegu vörubílasýningunni í
Genf í síðasta mánuði var sýnd sérleg
lúxusútgáfa af hinum nýja Transit,
sem hlotið hefur nafnið Chasseur. í
þessum bíl eru sameinaðar hug-
myndir hönnunardeildar Ford í
Dunton í Englandi og nokkurra leið-
andi yfirbyggingarverkstæða í Evr-
ópu. Þarna var sýnt hvernig hægt
er að breyta nýja Transit bílnum í
lúxus ferðabíl og er hann þar með
gott dæmi um fjölhæft notagildi
Transit.
Hugmyndinni um Chasseur var
hrint á flot í ársbyrjun 1985 þegar
hönnunardeildin kynnti tvo valkosti
í slíkri hönnun. Önnur þeirra var
valin, fimm sæta lúxusferðabíll
byggður á Transit LCX 2100 og fékk
nafnið Chasseur.
Séreinkenni Chasseur er mikið gler
í hliðum og þaki, sameinað „grill"
og framstuðari úr ABS-plasti. Plastið
er einnig notað í neðri hluta hlið-
anna.
Hliðargluggarnir eru ekki aðeins
úr lituðu gleri, heldur einnig úr
tvöföldu gleri til aukinná þæginda
og hljóðeinangrunar.
Að innan er Chasseur búinn venju-
legum sætum úr Transit, sem eru
sérstaklega klædd með gráu leðri.
Litur grindarinnar er sá sami og
gólfklæðningarinnar. Sætin eru með
lyftanlegum örmum og stillanleg
með gasdempurum. Ökumannssætið
er svipað, en búið sjálfvirkri hæðar-
stillingu að auki.
Allir málmfletir að innan eru mál-
aðir með sérstakri mattri málningu
og klæðningar eru mjög vandaðar,
svo og gólfteppi. Bíllinn er búinn
sérstakri lýsingu og loftkælingu sem
byggð er inn í þakið og hægt að stýra
þeim frá hverju sæti fyrir sig. Loft-
kælingin er örtölvustýrð og sérstak-
ur hitamælir sýnir bæði hitastig inni
í bílnum og úti fyrir.
í hverju sæti eru tengingar fyrir
útvarp og segulband ásamt mynd-
bandi. Hvert sæti hefur sitt eigið
símtól. Þegar kveikt er á mynd-
bandstækinu lokar sjálfvirk gardína
fyrir afturgluggann.
Glerhliðarnar eru með rafdrifinni
opnun og aftur í bílnum eru geymslu-
hólf fyrir kaffikönnu ósamt ísskáp
fyrir kældadrykki.
Það fer óneitanlega vel um farþegana í þessum ferðabíl. Hægt er að snúa
sætunum við á áningarstað.