Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 16
60 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Kvenna- hvaxfið í Marche Urðu Jeannette May og Gahriella Guerin úti í hríð eða voru þær myrtar? Jeannette May, fyrrum de Rothscliild. í nóvember 1979 hurfu tvær konur í Appenínafjöllum á austanverðri Mið-Italíu. Onnur þeirra var enska konan Jeannette May en hin var ítalska konan Gabriella Guerin. Fannfergi og hríðarveður var er þær hurfu og lík þeirra fundust ekki fyrr en rúmu ári síðar. Italska lög- reglan taldi að konurnar hefðu orðið úti en athugun breskra blaðamanna bendir hins vegar til þess að konurn- ar hafi verið myrtar. Jeannette May var fyrrum eigin- kona Evelyns de Rothscbild, enska bankaeigandans, og getgátur eru um að henni hafí verið rænt af því hún hafði ekki fengið nýtt vegabréf, þótt hún væri gift á ný, og hefði þvi skráð sig undir Rothschildnafninu.Önnur skýring er þó talin hugsanleg. Þrátt fyrir ákafa rannsókn og allháa fjár- upphæð, sem heitið var þeim sem upplýst gæti málið, hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það sem gerð- ist. Jeannette May var gift enskum kaupsýslumanni, Stephen May, sem var einn yfir- manna John Lewisverslunarinnar í London. Hún keypti og seldi listmuni og fomgripi en rak að auki lítið fyrirtæki sem sá um innanhússinn- réttingar. Þetta var annað hjóna- bandjeannette. Hún hafði skilið við fyrri mann sinn, bankaeigandann Evelyn de Rothschild, árið 1971. Fjórum árum síðar hafði hún svo gifst May og 1979 höfðu þau keypt 300 ára gamlan bóndabæ í þorpinu Schito í fjallahéraðinu Marche á Ítalíu. Þangað höfðu þau farið nokkrar ferðir því að þau voru að endurbyggja bóndabæinn. Gabriella Guerin var rólynd og heimakær kona sem var komin af bændafólki í Friuli í norðausturhéruðum Ítalíu, um miðja vegu milli Feneyja og Trieste. Hún og maður hennar höfðu verið þjón- ustufólk hjá Evelyn de Rothschild í sextán ár. Jeannette og Gabriella þekktust því vel. Guerinhjónin flutt- ust aftur til Ítalíu 1977 en er hér var komið sögu var Gabriella ekkja með tvö börn því að maður hennar hafði látist í bílslysi 1978. Þegar Jeannette heimsótti Ítalíu var Gabriella alltaf við hlið hennar. Ai Pini 25. nóvember Jeannette kom til bæjarins Sarn- ano, sem er skammt frá Schito þar sem bóndabærinn er, 25. nóvember og settist að í Ai Pinigistihúsinu. Þar skráði hún sig í gestabókina undir nafninu de Rothschild, Dorothy Jeannette Ellen. Var það í samræmi við það sem stóð í vegabréfi hennar að öðru leyti en því að þar hafði nafninu May verið bætt við, en það rúmaðist ekki í dálkinum í gestabók- inni. Hún borðaði ein um kvöldið en daginn eftir ók hún í bíl sínum, svörtum Peugeot, til járnbrautar- stöðvarinnar til þess að taka á móti Gabriellu. Þann dag og þann næsta, fimmtudag og föstudag, fóru þær til bóndabæjarins, gerðu innkaup og heimsóttu vini. Á laugardaginn hurfu þær svo. Niðurstaða rannsóknarlöqreql- unnar Tvenns konar niðurstöður hafa fengist við rannsókn málsins. Önnur er niðurstaða ítölsku lögreglunnar en hin er niðurstaða enskra blaða- manna. Fara meginatriði þeirra fyrri hér á eftir. Stundarfjórðungi fyrir klukkan tíu á laugardagsmorgninum hringdi Nazzareno Venanzi, sem hafði um- sjón með endurbyggingu sveitabæj- arins, til Jeannette. Var ákveðið að hann skyldi hitta konurnar klukkan hálfellefu á torginu í bænum en þaðan héldu þau þrjú svo til Murra- byggingavöruverslunar þar sem Je- annette ætlaði að kaupa gólfklæðn- ingarefni. Á hádegi var konunum boðið upp á drykk hjá Venanzihjón- unum og höfðu þær á orði að þær ætluðu í skoðunarferð seinna um daginn. Rétt rúmlega hálfeitt sáust þær svo fara inn í bíl Jeannette og leggja af stað í átt til fjalla. Lögreglan segir að síðan hafi ekki sést til þeirra fyrr en um fjögurleytið er þær hafi komið aftur í bygginga- vöruverslunina. Þá hefur hún eftir tannlækni í Sarnano að hann hafi séð þær við gistihúið um klukku- stundu síðar, en síðan hafi ekki til þeirra sést. Um tíuleytið um kvöldið skall á hríð og næstu tvær klukkustundirn- ar kyngdi niður svo miklum snjó að um miðnætti voru allir vegir á þess- um slóðum orðnir ófærir. Næsta morgun var snjórinn sums staðar orðinn þrír metrar á þykkt. Venanzi verður órólegur Er klukkan var orðin ellefu á sunnudagsmorguninn komst Ven- anzi að því að konurnar höfðu ekki komið í gistihúsið kvöldið áður. Hann tilkynnti þá lögreglunni hvarf þeirra. Hún taldi þó ekki ástæðu til að vera með miklar áhyggjur af ' konunum því þær hefðu sennilegast leitað skjóls í óveðrinu. Daginn eftir, á mánudag, hófst svo leitin og þá um kvöldið kom Stephen May frá London. Enginn varð þó neins vísari og svo var fram til 19. desember er lögreglu- þyrla kom auga á þak Peugeotbílsins í snjóskafli. Lögregluþjónar fóru þegar á vettvang og vakti það strax athygli að enginn snjór var undir 'bílnum og var því ljóst að honum hafði verið lagt áður snjókoman byrjaði. Skór, sem Jeannette notaði við aksturinn, voru í bílnum en gönguskór, sem hún geymdi ætíð i honum, voru horfnir. Þá fannst úll- arhálsklútur Gabriellu í aftursætinu. í nágrenninu var lítill bústaður, Casa Golloppa, sem smalar nota hluta úr ári. Honum hafði verið lokað fyrir veturinn, 11. október, en nú kom í ljós að einhverjir höfðu verið i honum. Um fjórðungi af smálest af eldiviði hafði verið brennt í arninum og óhreinir diskar og önnur merki um dvöl einhverra fund- ust. Lögreglan segir málið leyst Lögreglan taldi nú ekki ástæðu til að halda áfram leitinni. Augljóst væri að konurnar tvær hefðu leitað skjóls í bústaðnum í snjókomunni. Er þær hefðu verið búnar að þurrka föt sín þar og talið að enginn væri væntanlegur á næstunni hefðu þær ákveðið að ganga til byggða, en ekki náð. Líkin myndu fmnast er snjóa leysti. Þótt málið væri þannig talið upp- lýst voru ekki allir, sem hlut áttu að því, á sama máli. Því ákváðu bresk'r blaðamenn að hefja rannsókn á eigin spýtur í janúar 1981. Þá yai; þeim kunnugt um nokkur atríði sem' þeim fannst réttlæta slíkt. Það sem vakti grunsemdir blaðmannanna Athygli blaðamannanna á því að önnur skýring kynni að vera á hvarfi kvennanria en sú sem ítalska lögregl- an gaf vaknaði meðal annars af því að einkennilegt þótti að konurnar skyldu ætla í skoðunarferð undir myrkur. Þá hafði komið í ljós að smalarnir höfðu ekki skilið eftir Bústaður smalanna. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.