Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
61
érstæð sakamál - Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Bóndabœrinn sem Mayhjónin ætluðu að endurbyggja.
menn sem höfðu séð tvær konur í
íylgd með manni sem svaraði til lýs-
ingarinnar á manninum sem þær
höfðu áður sést með á hæð skammt
frá Sarnano síðdegis á laugardegin-
Stephen May hefst handa
Stephen May þótti nóg komið er
ítalska lögreglan fékkst ekki til að
taka upp málið þrátt fyrir þær upp-
lýsingar sem nú höfðu fengist. Réð
hann tvo einkaleynilögreglumenn í
sína þjónustu. Fengu þeir að rann-
saka bústaðinn sem talið var að
Jeannette og Gabriella hefðu verið í
og þar fundu þeir meðal annars hár
sem reyndist vera af höfði Gabriellu.
Rannsókn þeirra stóð þó ekki lengi
því að þeir komust brátt á þá skoðun,
að skýring ítölsku lögreglunnar væri
rétt. May líkaði ekki þessi niður-
staða mannanna, sem höfðu báðir
starfað fyrir Scotland Yard fyrr á
árum, og bauð nú 112.000 pund þeim
sem fundið gæti konurnar lifandi en
þeim sem komið gætu með upplýs-
stöðvast átta mínútur fyrir sex, en
annað tólfta desember og hitt þann
nítjánda. Úr Jeannette var sjálf-
trekkjandi en úr Gabriellu með raf-
hlöðum.
Italska lögreglan var kvödd á vett-
vang en hún kvaðst ekki hafa fúndið
nein merki um að konurnar hefðu
verið ráðnar af dögum.
Mótsagnirnar
Ýmsir hafa ekki getað fellt sig við
þá skýringu að konurnar hafi orðið
neinn mat í bústaðnum. Hvemig
gátu konurnar hafa borðað mat sem
var ekki til þar? Þá þótti ljóst að
tekið hefði um viku að brenna þann
við sem augljóslega hafði verið lagð-
ur á arineldinn. Þá hafði umgangur
allur í bústaðnum verið þannig að
afar ólíklegt þótti að konurnar hefðu
gengið þannig um.
Nýjar vísbendingar
Frumrannsókn blaðamannanna
leiddi í ljós að sjö óhreinir diskar
voru í bústaðnum en ekki tveir eins
og ítalska lögreglan hafði talið. Þá
fundust níu glös og smám saman
komust blaðmennirnir á þá skoðun
að þarna hefði um tíma verið hópur
fólks. Allt benti því til þess að um
mannrán hefði verið að ræða.
Það verður að segjast að þessi
niðurstaða var greinilega ekki úr
lausu lofti gripin. Margt í bústaðnum
minnti á umgengni glæpamanna frá
Sardiníu, sem þekktir eru fyrir
mannrán, og blaðmönnunum var enn
í fersku minni Schildmannránið á
Sardiníu 1979. Ekki tókst þeim þó
að upplýsa málið en áhugi þeirra á
því var enn mikill.
Nýtt vitni
I maí 1981, um hálfu ári eftir hvarf-
ið, kom skyndilega nýtt vitni, Ortelio
Valori, eigandi Sibillagistihússins í
grannþorpinu Sassotetto, til sögunn-
ar. Hann lýsti yfir þvi að konumar
hefðu komið í gistihúsið laugardags-
morguninn sem þær hurfu og fékkst
það staðfest af gestum sem þar höfðu
þá verið. Síðan höfðu konurnar sést
aftur um tvöleytið síðdegis, þá í fylgd
með hávöxnum og vel klæddum
manni sem hefði verið um 35 ára
gamall.
Bresku blaðamennirnir fóru nú
aftur til Ítalíu og ekki leið á löngu
þar til þeim tókst að finna tvo veiði-
Úr kvennánna. Vísarnir á því neðra
eru ógreinilegir.
ingar „sem leitt gætu til lausnar
gátunnar" 45.000 pundum.
Líkin finnast
Tólf dögum síðar, eða 27. janúar
1982, fann Domenico Panunti, veiði-
maður einn, líkamsleifar kvennanna
tveggja í um átta kílómetra fjarlægð
frá staðnum þar sem Peugeotbíllinn
hafði fundist.
Lítið var eftir af líkunum annað
en bein en taska Jeannette fannst
og í henni ferðaávísanir að upphæð
400 pund og jafnvirði um 90 punda í
lírum. Fundarstaðurinn var í brattri
skógarbrekku. Þá fannst einnig
handtaska Gabriellu og meðal þess
sem fannst í henni var gaffall sem
reyndist kominn úr bústað smal-
anna. Úr beggja kvennanna höfðu
úti, eins og fyrr segir. Má þar nefna
að ályktanir ítölsku lögreglunnar
voru á þann veg að konurnar hefðu
fest bílinn í snjó en ljóst er að honum
var lagt, áður en snjókoman byrjaði.
Þá taldi lögreglan að konurnarhefðu
verið um tvo daga í bústað smalanna
en viðurinn, sem þar var brenndur,
bendir til um vikudvalar. Þá hefur
engin skýring fengist á því hvaðan
maturinn, sem konurnar eiga að hafa
neytt í bústaðnum, kom því að vitað
er að smalamir höfðu engan mat
skilið eftir. Þá var það talið furðulegt
að Gabriella, sem verið hafði á há-
hæluðum skóm, hefði getað gengið
að þeim stað þar sem líkin fundust
án þess að nokkuð sæi á hælunum
því að þarna er grýtt og svo erfitt
yfirferðar að nokkrir vanir fjall-
göngumenn úr 34 manna hópi slö-
suðust er þeir reyndu að fara þarna
um í góðu veðri. Þá er engin skýring
til á því hvers vegna úr kvennanna
stönsuðu á sömu mínútunni, en með
viku millibili. Telja sumir að einhver
hafi ætlað að láta líta svo út að
konumar hafi fallið og þá hafi úrin
stöðvast en viðkomandi hafi sést yfir
að dagatöl voru á þeim.
Hver getur þá skýringin verið?
Hafi konurnar ekki orðið úti virð-
ast aðeins tvær skýringar koma til
greina. Önnur er sú að um mannrán
hafi verið að ræða, eins og fyrr er
vikið að. Mikið var um mannrán á
þessum tíma á Ítalíu. Þau teljast
sérgrein glæpamanna frá Sardiníu
og vitað er að allmargir Sardiníu-
menn koma til Marche á hveiju ári.
Stoðum undir þessa kenningu rennir
það að Jeannette skyldi skrá sig
undir Rothscildnafninu, en ættin er
ein sú auðugasta í heimi. Þykir
ýmsum það afar gáleysislegt af henni
að hafa gert það á þessum slóðum.
Hin skýringin er sú að Jeannette
hafi staðið í leynilegum viðskiptum;
kunni jafnvel að hafa ætlað að kaupa
skartgripi sem stolið var í Róm um
þetta leyti. í ljós kom við rannsókn
málsins að hún hafði fengið skeyti
frá Róm á meðan hún dvaldist í A1
Pinigistihúsinu í Sarnano. í því stóð:
„Bíð eftir þér á fimmtudag í húsinu
númer 130 við Tito Livio, íbúð 3.
Roland."
30. nóvember, daginn eftir að kon-
urnar hurfu, var brotist inn í útibú
breska uppboðsfyrirtækisins Christi-
es í Róm. Var stolið þaðan skart-
gripum fyrir um 500.000 pund. Lög-
reglan komst að því að tengsl voru
á milli hússins 130 Tito Livio og
ránsins. Talið er koma til greina að
Jeannette hafi verið boðið að kaupa
skartgripi, farið til fundar við þá er
selja vildu, verið hjá þeim um hríð
en áttað sig svo á því er skartgripirn-
ir voru lagðir fram að þeir væru
stolnir og ekki getað leynt grun-
semdum sínum.
Það þykir renna nokkrum stoðum
undir þessa kenningu að hluti skart-
gripanna, sem stolið var, hafði verið
í eigu Giustiniani Bandini Gravina,
greifynju sem búið hafði í Marche,
og var brotist inn í hús hennar þar
um svipað leyti.
Þótt ítalska lögreglan hafi verið
sökuð um að hafa ekki rannsakað
málið sem skyldi, ef til vill vegna
þess að hún átti um þessar mundir í
miklum erfiðleikum vegna tíðra
mannrána, þá má vera að einn leyni-
lögreglumannanna, sem rannsakaði
innbrotið hjá Christies í Róm, hafi
ekki verið fjarri sannleikanum er
hann sagði um hugsanleg tengsl þess
og kvennahvarfsins: „Getur það
verið tilviljun að málin skuli tengjast
svona.?“
Þýð: ÁSG
LOPI - LOPI
Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, að auki rauð-
ir, bláir og grænir litir. Opið frá 8-5 mánudaga—
föstudaga, laugardaga 10-12. Sendum í póstkröfu
um landið.
ULLARVINNSLAN SF.
Súðarvogi 4,104 Reykjavík.
Sími 30581.
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum.
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ.
Nafn...........................
Heimilisfang......................................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 08/02 1 986.
Á ÍÞRÓTTAFRÉTTiR HE
'NNAR
VARAHLUTAVERSLUNIN
|pifc 'mg HP w
AMC
varahlutir
í miklu úrvali í Eagle,
Jeep, Wagoneer
og Cherokee.
SIÐUMULA3
Sendum um allt land.
DANSKA
SMURBRAUÐIÐ
Auðbrekku 32,
Löngubrekku
megin.
Hjá okkur fáið þið ekta
danskt smurbrauð,
einnig kaffisnittur og
kokkteilsnittur.
Uppl. og pantanir i síma
45633.
Opið frá kl. 10-20 alla daga.
ATH. Sendum heim ef óskað er.