Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 18
62 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Grínþátturinn Staupasteinn, sem sýndur er í íslenska sjónvarpinu á laugardagskvöldum, byggir vinsæld- ir sínar á hnyttnum tilsvörum og kátlegum viðbrögðum persónanna og slíkur þáttur nær ekki almennri hylli strax á fyrsta kvöldi heldur hægt og bítandi eftir því sem áhorf- endur kynnast persónunum betur. Margurinn kann að ætla að það sé hreint ekki svo eríítt að reikna út formúluna fyrir vinsælum sjónvarps- þætti en í Ameríku hefur öðrum en framleiðendum Dynasty og Dallas gengið það brösuglega. Bræðumir Glen og Les Charles og leikstjórinn Jim Burrows urðu afar kátir við þegar NBC sjónvarpsstöðin ákvað að hleypa Staupasteini af stokkunum árið 1981, eftir að for- ráðamenn þar höfðu lesið fyrsta handrit bræðranna að þættinum. Burrows og Charlesbræður voru þó ekkert ákaílega hissa á að ná samn- ingum við einhverja af sjónvarps- stöðvunum þrem sem þeir buðu Staupastein því allir voru þeir vel þekktir í sjónvarpsþáttabransanum og Burrows tvöfaldur Emmyverð- launahafi fyrir leikstjórn. Erfitt að finna rétta leikara Erfiðasta vandamálið, sem blasti við Staupasteinsmönnum í upphafi, var að finna leikara sem hæfðu per- sónunum á bamum góða. Önnur aðalpersónan er Sam, kvenhollur bareigandi og fyrrum atvinnumaður í hafnarbolta. Hin er Diane, greind, vel menntuð og falleg framreiðslu- stúlka. Þau þurftu að vera eins og sköpuð fyrir hvort annað en lenda þó í stöðugum deilum. Árekstramir milli þeirra em sú hryggjarsúla sem þarf til að bera uppi þáttinn. Um það bil 300 leikarar vom reynd- ir í þessi hlutverk og á endanum stóð Burrows uppi með þrjú pör sem til greina komu: William Devane og Lisa Eichhom, Fred Dryer og Julia Duffy og Ted Danson og Shelley Long. Devane og Eichhom vom bæði vel þekkt og vinsæl úr öðrum sjónvarpsþáttum en Danson hafði á hinn bóginn fengið einn af stjórnend- um NBC upp á móti sér. Danson hafði leikið í sjónvarpsþáttum sem misheppnuðust gersamlega og verið kennt um ófarimar. Engin bananahýði né rjómatertur Á endanum varð það samt úr að Danson var tekinn fram yfir Devane því sá fyrrnefndi væri geðþekkari og elskulegri persónuleiki. Þumalfing- ursregla í sjónvarps- og kvikmynda- iðnaðinum vestra segir nefnilega að áhorfendur vilji hugsa sér að faðma og klappa sjónvarpsstjörnum en sofa hjá kvikmyndastjömum. Þegar fyrsti þátturinn af Staupa- steini var svo tilbúinn til útsending- ar þótti sýnt að vinsældirnar myndu láta á sér standa. Ted Danson og Shelly Long vom svo til óþekkt og í þáttunum dettur enginn á banana- hýði né fær rjómatertu framan í sig. Eða eins og bandarískur gagnrýn- andi sagði: „Það em álíka miklar líkur á að Staupasteinn verði vinsæll og að Khomeini æðstiklerkur verði kjörinn ríkisstjóri í Iowa.“ Gífurlegur kostnaður við gerð bandarískra sjónvarpsmynda er þess valdandi að vanalega er þáttur sem stígur hægt á vinsældalistanum dauðans matur., Vorið 1983 var Staupasteinn í 74. sæti á lista yfir vinsældir 124 sjónvarpsþátta. NBC ákvað þó að reyna að halda áfram annan vetur og sendi leikarana i Staupasteini vítt og breitt um Bandaríkin svo þeir gætu komið fram í viðtalsþáttum hjá svæðissjón- varpsstöðvum. Til samanburðar má geta þess að leikaramir í Hill Street Blues borguðu sjálfir undir sig farið þegar þeir unnu að því að bjarga þáttaröðinni sinni frá glötun með því að taka þátt í gestaþáttum sem kol- legár Bryndísar Schram stjóma í amerískum útkjálkasjóbvarpsstöðv- um. Emmyverðlaunin í höfn Og viti menn. Ted Danson og Shelly Long vom fengin til að lesa upp útnefningar til Emmyverðlauna sumarið 1984 og hlutu bæði útnefn- ingu sem bestu leikarar. .1 september Gamanþátturinn Staupasteinn fórhægtaf stað ávinsældalistum sjónvarpsstöðva íBandaríkjunum þegar honum var hleyptaf stokkunum 1982 en síðan hefur hann hlotið margháttaðar viðurkenningar sama ár vann Shelley svo verðlaunin en Ted varð að lúta í lægra haldi fyrir aðalleikaranum í Taxi, sjón- varpsþáttum sem teknir höfðu verið af dagskrá. Sama ár fengu Charles- bræður líka Emmyverðlaun fyrir besta handrit að gamanþáttaröð og Staupasteinn var valinn besta gam- anþáttaröðin. Staupasteinn nýtur ekki bara vel- þóknunar hjá æðstu mönnum sjón- varpsiðnaðarins heldur eru langar biðraðir fyrir utan stúdíóið þar sem þátturinn er tekinn upp því að áhorf- endur fá að vera viðstaddir sjálfa upptökuna og telja ekki eftir sér að bíða klukkustundum saman eftir að vera hleypt inn í salinn. Þættirnir eru vanalega æfðir og hver taka útspekúleruð fyrirfram en upptakan á hverjum 22 mínútna þætti tekur þó um tvo klukkutíma. Áhorfendur eru þá látnir fara en nokkur atriði tekin enn einu sinni til að leikstjór- inn sé öruggur um að hafa náð öllu eins og hann vildi. Persónur sem vinna á Persónumar í Staupasteini eru ofurvenjulegt fólk. Carla er heldur. ófríð framreiðslustúlka en með munninn fyrir neðan nefið og ekki alltof hrifin af stöllu sinni, Diane. Þjálfi er einfaldur og iðulega úti á þekju og fastagestimir tveir mestu grallarar. Hvössustu orðaskiptin eru svo ævinlega milli Diane, sem veit sínu viti, og Sam sem ekki getur viðurkennt að hann fylgi henni ekki alltaf á fluginu. Og þó Diane þykist líta niður á vinnueitandann bráðnar hún fyrir kvennagullinu rétt eins og allar hinar. Skrýtinn hópur en vinn- ur á hér eins og í Bandaríkjunum. -SKJ Ted Danson í hlutverki barþjónsins Sam Malone og Shelly Long sem þjónustan Diane Chambers elda grátt silfur saman á Staupasteini. Neðst: John Ratzenberger, George Wandt og Nicholas Colasanto í aftari röð. Shelley Long, Ted Danson og Rhea Perlman fyrir framan, allt úrvalsleikarar sem gert hafa Staupastein vinsælan. Skál fyrir Staupasteini

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.