Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál FJÖLSKYLDAN ÞARF 1.2 MIUJÓNIR í ÁR —f ramfærslukostnaður milljón, skattar 200 þúsund Það sem vísitölufjölskyldan þarf til þess að lifa sœmilegu lífi á þessu ári eru svona ein milljón og tvö hundruð þúsund krónur. í þessari fjölskyldu eru hjón eða sambýlis- fólk og tvö börn. Annað verður að vera af minni gerðinni, því samtals telur fjölsky ldan 3,66 persónur. Þessi niðurstaða um fjárþörf vísi- tölufjölskyldunnar byggist á bú- reikningshaldi allmargra fjöl- skyldna á höfuðborgarsvæðinu og í nokkrum kaupstöðum annars staðar á árunum 1979 og 1980. Þetta er grundvöllur núgildandi framfærsluvísitölu. Meðalútgjöld fjölskyldnanna eru framreiknuð lið fyrirlið. í síðasta mánuði var svo komið að vísitölufjölskyldan þurfti tæp- lega 966 þúsund krónur á ári fyrir venjulegum útgjöldum. Það var fyrir utan skatta. Hér er áætlað að þeir nemi um 200 þúsund krónum sem er innan við 20% af þeim brúttótekjum sem þarf til þess að lifa þetta af á eigin aflafé. En, sem sagt, fyrir utan beina skatta er framfærslukostnaður vísitölufjölskyldunnar á árinu þessi, reiknaður á janúarverðlagi: Matvörur .......................................................... 223.007,54 Drykkir og tóbak ................................................. 48.027,56 Föt og skór ...................................................... 81.335,98 Húsnæöi, rafmagn, hiti............................................. 146.957,82 Húsgögn og hcimilisbúnaður ......................................... 81.932,83 Heilsuvemd ..................................................... 20.040,06 Rekstur bifreiður ............................................... 143.111,68 FerÖir og flutningur ............................................. 25.607,18 Tómstundaiökun og menntun ...................................... 102.250,35 Aðrar vörur og þjónusta ............................................ 86.158,41 önnur útgjöld ............................................... 7.273,51 Samtals ..................................................... 965.702,94 HERBJ Byrjað er að grafa fyrir gríðarlegu holræsi sem fer meðal annars i gegnum tún Kópavogshælis. Með því á allur úrgangur úr Kópavogsdalnum og hlíðunum upp af honum að berast út fyrir alla byggð. DV-mynd. Opinberar f ramkvæmdir í Kópavogi fyrir 212 milljónir: Níutíu milljónir í götur og ræsi Framkvæmdir á vegum Kópavogs- bæjar eru áætlaðar fyrir 211,9 millj- ónir króna á þessu ári, að meðtöldu ríkisframlagi sem er 63,5 milljónir. Mestu fé verður varið til gatna og holræsa, 92,5 milljónum. Þar af fara 30 milljónir í tvö stór ræsi, Kópa- vogsræsi og Sæbólsræsi. Til framkvæmda í fræðslumálum á að verja 39,6 milljónum, aðallega til áframhaldandi framkvæmda við Snælandsskóla, Digranesskóla og Hjallaskóla. 1 félagsmál á að verja 33,3 milljónum. Það fé fer í ljúka við dagheimili við Marbakkabraut og að opna skóladagheimili við Ástún. Þá á að verja vérulegu fé í byggingar íbúða fyrir aldraða' og til verka- mannabústaða. Áætlað er að verja 27 milljónum króna til framkvæmda í æskulýðs- málum, íþróttamálum, skrúðgörðum og útivistarmálum. Þar á meðal 7 milljónum til að hefja framkvæmdir við nýja 50 metra langa sundlaug á Rútstúni. í gatnagerð eru uppi áform um að leggja bundið slitlag á götur í Sæbólshverfi og á Marbakkabraut. Einnig á að gera átak í frágangi Nýbýlavegar, Norðurvarar, Vestur- varar, Laufbrekku og Dalbrekku. Einnig á að hefja gatnagerð í nýju hverfi í Suðurhlíð. Til svokallaðra fjármagnshreyf- inga á að verja 46,7 milljónum, aðal- lega til greiðslu á lánum umfram lántökur. Rekstrargjöld bæjarsjóðs Kópavogs eru áætluð 606,3 milljónir króna, en að frádregnum sértekjum 380.6 milljónir. Nærri þriðjungurinn á að fara til félagsmála, 120,4 milljón- ir króna. f fræðslumál ó að verja 79.6 milljónun króna. Heildartekjur bæjarsjóðs eiga að verða 575,8 milljónir króna á árinu og sértekjur ýmissa stofnana, svo sem strætisvagna og dagheimila, 225,7 milljónir króna. HERB „Ekki of margar utanlandsferðir” — segir Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs Upplýsingar um utanlandsferðir ráðherra og embættismanna voru lagðar fram á Alþíngi í gær. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem óskað er eftir upplýsingum um utan- landsferðir. Matthías Bjarnason óskaði eftir sömu upplýsingum 1982. Ekkert svar barst hins vegar við fyrirspurn Matt- híasar sem þá var í hópi stjómarand- stæðinga. Geir Gunnarsson, Alþýðubanda- lagi, óskaði einnig eftir upplýsingum um utanlandsferðir á kostnað ríkis- sjóðs og ríkisstofnana 1978. í þetta skipti varfyrirspuminni svarað. „Menn rak í rogastans þegar þess- ar upplýsingar birtust. Það kom meðal annars í ljós að sumir embætt- ismenn voru allt að þrjá mánuði erlendis á ári,“ sagði Geir. Þá var gripið til þess að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem átti að hafa yfir- umsjón með þessum ferðum. Nefndin varð fljótlega óstarfhæf vegna þess að vilji hennar var hafður að engu í mörgum tilfellum. Geir telur að stjórn þessara ferða ætti að vera undir fjármálaróðuneyt- inu og jafnvel að sérstakur fjárveit- ingaliður ætti að vera á fjárlögum um þessar ferðir. Einnig að þröngur kvóti yrði settur á ráðuneytin fyrir þessar ferðir. Það sem þyrfti umfram þennan kvóta yrði háð samþykki fjármálaráðherra. Sá sem fór í flestar utanlandsferðir var Jón Júlíusson í viðskiptaráðu- neytinu. Ferðir hans voru flestar tengdar norrænu samstarfi. „Það hefur verið mikið gagn að því starfi sem Jón Júlíusson hefur gegnt. Hann hefur sinnt þessu með mikilli alvöru. Aðstaða okkar í norrænu samstarfi hefur verið mun betri fyrir bragðið,“ segir Páll Pétursson, for- seti Norðurlandaráðs. Páll telur að ekki sé farið í of margar ferðir vegna samstarfsins við Norðurlöndin. Það sé farið þegar talin sé þörf ó því og ef íslendingar ætlist til þess að málefni tengd þeim nái fram að ganga séu þessar ferðir nauðsynlegar. -APH Barist í Iðiu í dag og á morgun standa yfir kosn- ingar um nýja stjórn og trúnaðar- mannaróð verkalýðsfélagsins Iðju. Þær fara fram á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 16. Tveir listar eru í framboði. Annars vegar listi sem núverandi formaður, Bjami Jakobsson, teflir fram og svo listi þar sem núverandi varaformað- ur Iðju, Guðmundur Þ. Jónsson, er formannsefni. -APH Guðmundur Þ. Bjarni Jakobs-1 Jónsson. son. Flóamarkaður verður haldinn í Lionsheimilinu, Sigtúni 9, laugardaginn 15. febrúar, frá kl. 2-5, til styrktar Hjálparstöð RKI fyrir böm og unglinga, Tjarnarg. 35. Lionessuklúbbur Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.