Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
5
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Verðlag má ekki hækka umf ram 6% til áramóta, samkvæmt markmiðum ríkisstjórnarinnar:
„EF EITT SP1LIÐ FELL-
UR ÞÁ HRYNUR ALLF’
„Lykillinn að leyndardómnum er að
sjávarútvegurinn í heild standi undir
sér og geti bætt starfsfólki sínu þá
lífskjaraskerðingu sem orðin er síð-
an í haust, án þess að til gengis-
breytinga komi. Takist þetta er
heimatilbúna verðbólgan sama og
dauð,“ sagði einn af áhrifamestu
hagfræðingum þjóðarinnar í samtali
viðDV.
Markmiðið 9% verðbólga
Fyrir hann var lögð sú spurning
hvort heil brú væri í því markmiði
ríkisstjórnarinnar að almennar verð-
hækkanir í landinu, svokölluð verð-
bólga, verði undir 9% frá upphafi til
loka ársins. „Þetta er hægt ef allar
aðstæður leyfa. En hér er auðvitað
búið að byggja spilaborg sem á örlög
sín undir mörgum og margvíslegum
áhrifum. Ef eitt spilið fellur hrynur
allt.“
Ferns konar forsendur
Forsendurnar sem ríkisstjórnin
gefur sér eru ferns konar: í fyrsta
lagi fast gengi. í öðru lagi launa-
hækkanir innan við 9% verðbólgu-
markið. í þriðja lagi að erlendar
verðbreytingar verði mjög litlar, sem
er breyting frá fyrri spám í alþjóða-
viðskiptum. 1 fjórða lagi lækkun á
gjaldskrám opinberra stofnana og
skattalækkanir og sérstök lækkun á
bensíni og olíum.
Við samþykkt ijárlaga ríkisins og
fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir
þetta ár var reiknað með 22% verð-
bólgu á árinu, eða 22% hækkun á
almennu verðlagi á árinu. Síðan hafa
aðstæður breyst og með ráðstöfunum
í framhaldi af þeim breytingum er
sem sagt stefnt niður í eða jafnvel
niður fyrir 9% verðbólgu á árinu.
Staða sjávarútvegsins
Með hækkun fiskverðs á erlendum
mörkuðum og lækkun olíuverðs
metur Þjóðhagsstofnun að við-
skiptakjör okkar batni um að
minnsta kosti tvo milljarða króna á
árinu, frá fyrri spá. Þar með eiga þau
á heildina litið að batna frá síðasta
ári í stað þess að versna.
Báðar aðalástæðumar fyrir batn-
andi viðskiptakjörum koma sjávar-
útveginum til góða fyrst af öllum.
Þess vegna stendur hann nú í fyrsta
sinn í langan tíma sæmilega föstum
fótum. Það á sérstaklega við um
útgerðina og saltfiskverkunina.
Frystingin á örðugra uppdráttar. En
hún mun nú fá 70 milljóna króna
endurgreiðslur vegna gengismunar
og 330 milljóna hagstæð lán til hag-
ræðingar.
í þessu efni veldur það þó von-
brigðum að Bandaríkjadollar hefur
tekið að falla í verði aftur í stað þess
að styrkjast. Spár sneru að því að
með lækkandi olíuverði færi dollar-
inn hækkandi. Þær háfa ekki ræst,
enn að minnsta kosti. Þetta hefur
slæm áhrif einmitt á þær útflutnings-
greinar sem standa hallari fæti en
aðrar, þar á meðal frystingu í sjávar-
útvegi og ullariðnaðinn.
Kjarasamningarnir
Af þeim forsendum sem ríkisstjóm-
in gefur sér fyrir markmiðinu um 9%
verðbólgu á árinu em launahækkan-
ir innan þeirra marka einn burðar-
ásanna. Bæði vinnuveitendur á al-
menna vinnumarkaðnum og ríkið
hafa boðið 7% hækkun launa til
áramóta. Sú hækkun jafngildir ekki
nema um 5% hækkun launakostnað- '
ar á árinu og er því augljóslega langt
innan markanna. Á hinn bóginn hafa
bæði Alþýðusambandið og Bandalag
þurfa launin að hækka um 14-17%,
eftir því hvenær launahækkanirnar
koma fram.
Mikiöberá milli
Þannig er einsýnt að enda þótt
samningsaðilar tali nú um minni
launabreytingar en oftast áður á
síðustu misserum þá ber mikið á
milli. Einnig er öllum ljóst að bæði
hefur kaupmáttur rýrnað og að
samið verður á viðkvæmum forsend-
um. Loks hafa samningamenn laun-
þega á sér fyrirvara um efndir á
ýmsum 'vilyrðum ríkisstjórnarinnar,
einkum á því að búvöruverð hækki
ekki úr hófi fram.
Af þessum ástæðum er krafa laun-
þegasamtakanna um einhvers konar
verðmætistryggingu þeirra launa
sem samið verður um efst á baugi á
þessari stundu. Vinnuveitendur og
stjórnarflokkarnir hafa ekki ljáð
máls á því að endurverkja vísitölu-
kerfið í kjarasamningum. Samninga-
nefnd ríkisins hefur þó, í umboði
fjármálaráðherra, fallist á uppsögn
samninga með skömmum fyrirvara,
fari verðlagshækkanir fram úr
launahækkunum. Ósamið er þó um
hvar á að setja mörkin.
Næðir um spilaborgina
Það eru því margir lausir endar í
kjarasamningunum, enn sem komið
er, þótt farið sé að „ræða um tölur'",
eins og það er orðað. Á meðan næðir
um verðbólguspilaborg ríkisstjórn-
arinnar. Þegar er liðinn hálfur annar
mánuður af þessu ári. I janúar hækk-
aði almennt verðlag um 2,28% og
hækkunin frá áramótum er án efa
komin yfir 3%. Svigrúmið er því
innan við 6% hækkun almenns verð-
lags til áramóta. Naumara getur það
varla verið. HERB
RYMINGARSALA
húsgögnum
10-30%
afsláttur
Athugið,
breytt
aðkeyrsla
I__II—i
* ♦
SNýja . . .
^ólsturgcrðin
GARÐSHORN ™
Suðurhlíð, Fossvogi, símar 40500 & 16541
Þannig var það við upphaf samninga ríkisins og BSRB, torræður svipur á mönnum. Þetta eru kunn andlit,
Þorsteinn, Steingrímur og Kristján, formaður BSRB. Þeir tveir fyrrnefndu eru nú staddir inni í spilaborginni
sem stendur eða fellur meðal annars með kjarasamningunum. DV-mynd: GVA.
starfsmanna ríkis og bæja krafist
hækkana umfram verðbólgu, eða
kaupmáttaraukningar.
BSRB hefur ekki lagt fram kröfur
um aukningu kaupmáttar í hörðum
tölum en ASÍ krefst 8% kaupmáttar-
Fréttaljós
HERBERT GUÐMUNDSSON
aukningar. ASl metur dæmið svo að
til þess að kaup haldi í við þá 9%
verðbólgu sem ríkisstjórnin setur
markið við þurfi launin að hækka
um 12-14% til áramóta. Er þá sýnt
að ef auka á kaupmáttinn um 8%