Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífejoissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 óra afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefúr stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6
mánuði 37%. Frá 11.02.1986 verða vextir eftir
12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé
ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum gildir hún um hávaxtareikn-
inginn.
18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarbga en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariQár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heil;»
ársfjórðung.
Sparisjóðír: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með 8vokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir Qögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höftiðstól hv'erju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfúð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn veröbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvikr
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins /extir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir em 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggmgarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699.
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÖÐA (%)
01.-10.02. 1986
innlAn með sérkjörum
sjAsérlista
ili!
iiiiiiíiliilihi
INNLAN úverðtryggð
SPARISJ0OSBÆKUR öbundin inmtaða 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mén. uppsögn 31,0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mén. uppsöan 32,0 34.6 32,0 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mén. 25,0 23.0 23.0 23.0 23,0 25.0 25,0
innlAnsskIrteini Sp. 6 mén. og m. 29,0 26.0 28.0 29.0 28.0
Til 6 ménaða 28,0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareiknmgar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10.0
INNLANVERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 6mén. uppsögn 2.0 3.5 1.5 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 2.0 3.5 1.0 3.0
INNLÁN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7,5 7.5 8,0
Starlingspund »1.5 11.5 12.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vastur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 1.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10,0 9,0
útlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvaxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30,0
VIÐSKIPTAVlXLAR (fenrextir) 34.02) kga 34,0 kOt 32.5 kga kflt kga 34.0
ALMENN SKULDABRÉE 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIDSKIPTASKULOABRÉF 35.02) kga 35.0 k0« 33,5 kfl* kga kg. 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5
útlAnverðtryggð SKULDABRÉF AA21/2éri 4,0 4.0 4.0 4,0 4,0 4,0 4.0 4.0 4.0
Langrí an 21/2 ér 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 6.0
útiAntilframledslu sjAnedanmAlsi)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutningB, í SDR 10%,
í BandaríkjadoUurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýakum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskÚalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nana í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Aukin samkeppni á leiðinni Reykjavík-Akranes:
Ferja Norðurskips
veróur sem strætó
„Við ætlum okkur að reka ferju
milli Reykjavíkur og Akraness á
vetuma og Akureyrar og Grímseyjar
á sumrin,“ sagði Haukur Snorrason',
framkvæmdastjóri Norðurskips h/f, í
samtali við DV.
Töluverður hiti hefur verið í mönn-
um á Akranesi vegna ótta margra
við að samkeppnin muni gera út af
við Akraborgina sem þegar er rekin
með tapi.
„Við stefnum að því að auka veru-
lega þjónustuna á þessari leið og
auka þannig umferðina á milli
Reykjavíkur og Akraness. Akra-
borgin fer 4 sinnum á dag frá Reykja-
vík en við ætlum að fjölga um hvorki
meira né minna en 17 ferðir. Ferjan
mun eingöngu taka gangandi far-
þega þannig að þessi rekstur skiptir
i sjálfu sér ekki öllu fyrir Akraborg-
ina. Það hefur átt sér stað samdrátt-
ur á þessari leið vegna þess að ekki
hefur verið hægt að auka þjón-
ustuna. Meiningin er að gefa fólki
beggja vegna flóans tækifæri á að
skjótast í stuttar ferðir, t.d. til að
sækja ýmsa þjónustu eða skemmtan-
ir. Við teljum að það sé grundvöllur
fyrir bæði skipin, ferju Norðurskips
sem strætisvagns og Akraborgina
sem bílfeiju. Markmiðið hjá okkur
er alls ekki að setja Akraborgina á
hausinn heldur að stækka markað-
inn þó auðvitað verði um einhverja
samkeppni að ræða,“ sagði Haukur.
Ferja Norðurskips, sem getur tekið
120 farþega, kemur til með að verða
mun fljótari í förum en Akraþorgin
eða aðeins 20 mínútur milli hafna
og ferðir verða á klukkutíma fresti.
Þá mun ferjan ganga til 12 á kvöldin
virka daga og lengur um helgar en
sem kunnugt er hættir Akraborgin
að ganga klukkan 19.
Norðurskip h/f er í startholunum
og hefur mikil vinna verið lögð í
undirbúning þessa máls. Grímseyjar-
ferðirnar hafa verið kynntar víða
erlendis, m.a. á íslandskynningunni
í London sl. haust, og hefur verið
mikið um fyrirspumir. Ferjan, sem
nota á í þessar ferðir, bíður tilbúin
í höfn í Póllandi. Sótt var um lán
úr Byggðasjóði sl. haust en beiðnin
hefur ekki verið tekin fyrir þar enn-
þá. Að sögn Hauks hefur það komið
sér mjög illa fyrir fyrirtækið að hafa
ekki fengið svar frá Byggðasjóði þar
sem ekki hefur verið hægt að svara
þeim fyrirspurnum sem fram hafa
komið frá ferðaskrifstofum heima og
erlendis vegna Grímseyjarferðanna.
„Það eina sem vantar er grænt ljós
frá Byggðasjóði sem vonandi tekur
málið fyrir á þriðjudaginn kemur.
Ég á ekki von á öðru en jákvæðri
niðurstöðu. Við lögðum fram skýrsl-
ur og rekstraráætlun sem sýnir að
hægt er að reka þetta með hagnaði.
Ferjan verður ódýr í rekstri, það
verða fáir í áhöfn og skipið eyðir
hófiega af olíu, þannig að nýting
þarf ekki að verða svo mikil til þess
að standa undir þessu. Við munum
taka alla áhættu sjálfir, það stendur
ekki til að gera út á neina ríkis-
styrki. Ef einhverjir fara á hausinn
verðum það við en það er mjög áríð-
andi að við fáum svar um lánið sem
allra fyrst,“ sagði Haukur Snorra-
son, framkvæmdastjóri Norðurskips.
-VJ.
Norðurskipsferjan sem að öllum líkindum mun sigla milli Akraness og
Reykjavíkur næsta vetur.
Flugleiðir falla
f rá forkaupsrétti
Hlutabréfin
í Arnarflugi:
Flugleiðir ætla ekki að reyna að
ná meirihluta í Amarflugi. Þvert á
móti ætla Flugleiðir ekki að taka
neinn þátt í fyrirhugaðri hlutafjár-
aukningu Arnarflugs.
Stjórn Flugleiða samþykkti í gær
að verða við þeirri ósk meirihluta
stjórnar Amarflugs að falla frá for-
kaupsrétti sínum við hlutaíjáraukn-
inguna. Jafnframt samþykkti stjóm-
in að leggjast ekki gegn aukning-
unni.
Stjórn Amarflugs samþykkti fyrir
viku að leggja til allt að tvöföldun
hlutafjár, um allt að 96,7 milljónir
króna. Tillagan verður lögð fyrir
fund hluthafa 25. febrúar næstkom-
andi.
Flugleiðir eiga nú um 44 prósent í
Arnarflugi. Með því að nýta sér for-
kaupsrétt hefðu Flugleiðir getað náð
meirihluta í Arnarflugi þar sem
margir aðrir hluthafar myndu ekki
taka þátt í hlutaijáraukningunni.
Verði hlutafé Arnarflugs tvöfaldað
án þátttöku Flugleiða minnkar hlut-
ur Flugleiða niður í 22 prósent. KMU
Verðbólgan
31,1 prósent
Framfærsluvísitalan hefur hækkað
um 2,28% frá janúar til febrúar. Þessi
hækkun svarar til þess að verðbólga
væri 31,1% á ársgrundvelli.
Ástæður fyrir hækkun vísitölunn-
ar eru m.a. 0,9% hækkun matvara,
0,4% hækkun fatnaðar og 0,1%
hækkun á húsnæðislið framfærslu-
vísitölunnar.
Akureyri:
Iðnsýning
í haust?
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Fjórungssamband Norðlendinga
kannar nú áhuga fyrirtækja á Norð-
urlandi á að halda kaupstefhu eða
iðnsýningu á Norðurlandi. Sendir
hafa verið spumingalistar til um 200
fyrirtækja og einstaklinga á Norður-
landi.
Spurt er um hvort áhugi sé á að
halda sýningu á framleiðslu og þjón-
ustu á Norðurlandi, hvort sýningin
eigi jafnframt að vera kaupstefna,
hvaða sýningarstaður komi helst til
greina og hvort stofna eigi samtök
um sýningar.
Vonast er til að svör berist fyrir
1. mars næstkomandi. Verði undir-
tektimar góðar má búast við iðnsýn-
ingu á Norðurlandi í haust.
Starfsmenn banka- og tolladeildar Frums hf.
Frum hf. í Sundaborg 10 ára:
Sjá um tollinn
og bókhaldið
Um þessar mundir á Frum hf. í sviðinuoghefurjafnframtsöluum-
Sundaborg 10 ára afmæli. Fyrir- boð fyrir IBM-tölvur og ýmiss
tækið hefur haslað sér völl á sviði konar hugbúnað. Loks annast
alls konar þjónustu við önnur fyr- skrifstofudeild allt frá telexsend-
irtæki. Það rekur nú banka- og ingum til fullkomins bókhalds fyrir
tolladeild, tölvudeild og skrifstofu- stórfyrirtæki.
deild og sér almennt um að hemja Upphaflega var Frum stoftíað til
pappírsflóðið sem ógnar öllum þess að þjóna innflutningsfyrir-
rekstri. Auk þess sér það um að aka tækjum í Sundaborg við Sunda-
vömm heim í vörugeymslur við- höfn. Með tímanum hefur þjónust-
skiptavinanna. an teygt sig miklu víðar og nær
Banka- og tolladeildin sækir nú ekki síður til iðnfyrirtækja og
frumgögn til viðskiptavinanna, verslunarfyrirtækja almennt. Að-
útbýr aðflutningsskjöl, leysir vör- alstjómendur eru Jón Baldvinsson,
umar út og skilar þeim í vöm- Linda Metusalemsdóttir, Helgi
geymslur. Tölvudeildin annast Guðmundsson og Guðmundur
hvers kyns þjónustu á viðskipta- Skarphéðinsson. HERB