Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Qupperneq 7
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Fiskvinnslan fær
400 milljónir
útf lytjendum heimilaðar beinar erlendar lántökur
Fiskvinnslan fær 70 milljónir frá
Seðlabankanum upp í tap sem varð
í fyrra vegna misgengis á afurðal-
ánum í erlendum myntum. Byggða-
stofnun mun lána 150 milljónir til
fjárhagslcgrar endurskipulagning-
ar fiskvinnslufyrirtækja. Þá mun
Fiskveiðasjóður lána 100 milljónir
til tæknivæðingar og Byggðastofn-
un 80 milljónir í sama tilgangi.
Þetta meðal annars fólst í svari
ríkisstjórnarinnar til Sambands
fiskvinnslustöðvanna, en það lagði
sérstakt erindi fyrir 10. desember
síðastliðinn. Þetta er samband fisk-
vinrislustöðva með aðild að Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna. Ríkis-
stjórnin tilkynnir einnig áherslu á
stöðugt meðalgengi krónunnar,
endurskoðun sjóðakerfisins og
virðisaukaskatt í stað söluskatts.
Á þessu ári rennur endurgreiðsla
á söluskatti til sjávarútvegsins í
gegn um Aflatryggingarsjóð og
þaðan til útgerðar og sjómanna.
Þessu verður ekki breytt, segir
ríkisstjórnin. Með breyttu sjóða-
kerfi og virðisaukaskatti eiga
framleiðendur að njóta jafnræðis í
þessu efni. Þá tilkynnir ríkisstjórn-
in að settar verði reglur sem heim-
ili útflytjendum beinar erlendar
lántökur.
I svari ríkisstjórnarinnar segist
hún munu beina tilmælum til
Rannsóknasjóðs um að leggja fram
fé til þess að leysa tæknileg vanda-
mál í útflutningsatvinnuvegunum.
Einnig að hún muni beina því til
fulltrúa ríkisins í stjórn Þróunarfé-
lags íslands hf. að beita sér fyrir
þátttöku í þessum verkefiium.
HERB
Sjómenn skipa
sjálf ir út
gámafiskinum:
Um 7o tonnum af þorski var í fyrra-
dag skipað út hjá Granda h/f í
Reykjavík úr togaranum Ottó N.
Þorlákssyni. Fiskurinn fór á markað
í Englandi. Gámaútflutningur sem
þessi er ekkert nýtt fyrirbæri, en það
sem er óvenjulegt við þennan út-
flutning er að skipverjar á Ottó sáu
sjálfir um að koma aflanum í gáma.
Þessi breyting er til komin fyrir
þrýsting frá sjómönnum sem vildu fá
hlut i samræmi við það verð sem
fékkstfyrir fiskinn á erlendum mörk-
uðum. Áður höfðu sjómenn hjá
Granda fengið greitt fyrir aflann eins
og hann var metinn upp úr skipinu
hér heima. Útgerðin sá hins vegar
alfarið um gámaútflutninginn. Sjó-
menn voru mjög óánægðir með þetta
þar sem oft fékkst verulega hærra
verð fyrir fiskinn erlendis.
Að sögn Magnúsar Magnússonar,
yfirverkstjóra hjá Granda, eru sjó-
menn ánægðir með þetta nýja fyrir-
komulag þó það þýði aukavinnu fyrir
þá, þannig að þessu verður haldið
áfram hj á Granda. - V J.
Skipverjar á aflaskipinu Ottó N.
Þorlákssyni hlaða fisk í gáma
Fá greitt miðað
við verð erlendis
Bflddælingar
fálokaséns
Stjórn Fiskveiðasjóðs hefur frestað
að taka ákvörðun um Sölva
Bjarnason. Útgerðarfélagi Bíld-
dælinga var gefið lokatækifæri ul
að uppfylla skilyrði fyrir kaupum
á togaranum.
Á venjulegui máli þýðir þetta a>'
Bílddælingar fái enn einn séns til
að skrapa saman peningum.
Fyrir fund stjórnar Fiskveiða-
sjóðs næstkomandi föstudag þurfa
Bílddælingar að hafa gert ná-
kvæma grein fyrir sínum málurn,
greiðslutryggingum og rekstrará-
ætlunum. Annars má búast við að
Fiskveiðasjóður slíti viðræðunum,
sem hófust fyrir hálfum mánuði,
og kalli inn næstbjóðanda.
-KMU
Atvinnuleysi
2% í janúar
— atvinnuástand var
verst á Húsavík
„Miðað við mannafla er skráð
atvinnuleysi í nýliðnum janúar-
mánuði minna en í sama mánuði
síðastliðin fjögur ár, eða 2,0 pró-
sent,“ segir í yfirliti félagsmála-
ráðuneytisins um atvinnuástand í
landinu.
Tvö prósent atvinnuleysi í janúar
jafngildir því að 2.400 manns hafi
verið á atvinnuleysisskrá allan
mánuðinn. Þetta eru rösklega 51
þúsund atvinnuleysisdagar á
landinu öllu.
„Þessar tölur benda ótvírætt til
þess að atvinnuástandið sé óðum
að leita jafnvægis á ný eftir árvissa
stöðvun fiskvinnslu víða um land
í desember og janúar." segir ráðu-
neytið.
Átvinnuástand var verst á Norð-
urlandi eystra. Þar voru skráðir
tæplega 12 þúsund atvinnuleysis-
dagar, þar af á fimmta þúsund
dagar á Húsavík, sem svarar til
þess að 214 Húsvíkingar hafi verið
án vinnu allan janúarmánuð.
Á Akranesi voru einnig 214 at-
vinnulausir í fyrsta mánuði ársins,
á Bíldudal 20, á Sauðárkróki 95, á
Hofsósi 33, á Ólafsfirði 88, á Dalvík
41, í Árskógshreppi 22, á Raufar-
höfn 21, í Borgarfirði eystra 32, á
Fáskrúðsfirði 28, í Þorlákshöfn 64,
á Eyrarbakka 44, á Stokkseyri 38,
í Keflavik 197, í Njarðvík 73 og í
Sandgerði 66, svo nefndir séu
helstu íverustaðir atvinnuleysisv-
ofunnar í janúarmánuði.
-KMU
1007. MEIRI LÝSING
OSRAM HALOGEN perur lýsa 1 oo/. meira en
venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.
h y
OSRAM fæst
á bensínstöðvum
Hinn velupplýsti maður
er með peruna í lagi
OSRAM