Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR198,
13
Neytendur Neytendur Neytendur
Áætlað er að selja þær 100 tonna umframbirgðir sem safnast hafa upp á liðnum mánuðum og væntanlega verða
flestar verslanir búnar að iækka verðið um helgina.
Svínakjötsútsala
-15% verðlækkun
Síðastliðinn mánudag lækkaði
svínakjöt um 15% og kemur sú verð-
lækkun til með að gilda þar til þær
umframbirgðir sem til eru í landinu
eru uppseldar.
Halldór Kristinsson, formaður
Svinaræktarfélags íslands, sagði að
nú væru til töluvert meiri birgðir í
landinu en á sama tíma í fyrra, en
þau 100 tonn sem hér um ræðir eru
u.þ.b. mánaðarbirgðir.,, Þetta stafar
af því að samkeppnin á kjötmarkað-
inum er orðin mjög hörð og útsala á
lambakjöti og kjúklingum fyrir jólin
hefur einnig haft ahrif í þá átt að
eftirspurnin eftir svínakjöti hefur
dregist nokkuð saman frá því sem
við bjuggumst við.“ Halldór sagði
að markaðurinn fyrir svínakjötið
hefði samt sem áður aukist jafnt og
þétt og nefndi að hjá einum slátur-
leyfishafanum hefði salan aukist um
305 frá því í fyrra en slátrun hefði
aukist um 42%. Þetta segir þá sögu
að jafnvel þótt eftirspurnin hafi
aukist hefur framleiðslan aukist
umfram hana og orsakar því birgða-
söfnun sem framleiðendur kæra sig
ekki um að bera frekari kostnað af.
Halldór taldi fulla ástæðu til að
vara menn við að fara út í frekari
framleiðsluaukningu og sérstaklega
þá bændur sem nú er þrengt að vegna
búmarksins og eru að huga að nýjum
framleiðslugreinum í landbúnaði.
„Það þarf ekki marga til að yfirfylla
markaðinn og þeir sem eru nýbyrjað-
ir verða því verst úti í samkeppninni.
Það er því engum greiði gerður með
því að auka framleiðsluna á svínaaf-
urðum frekar," sagði Halldór Krist-
insson að lokum.
Flestar verslanir verða komnar
með nýtt svínakjöt í kjötborðin í dag
eða um helgina. í þeim verslunum
sem Neytendasíðan hafði samband
við nú fyrir helgina var nýja verðið
Heillaráð:
Tyggjóklístrið
Eflaust hafa margir orðið fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu að fá
tyggjó í fatnað. Algengast er að fólk
setjist ofan í slíkan óþverra sem
ýmist hefur verið komið fyrir af ein-
hverjum óforskömmuðum illgirnis-
púka, eða að óvitar hafa „geymt“
tyggjóið sitt á nálægri stólsetu.
í stað þess að skemma viðkvæman
fatnað með ýmiss konar sterkum
efnum, s.s. þynni, terpentínu e.þ.h.,
er einfaldast að stinga flíkinni ofan
í frystikistu eða kæli og hafa hana
þar í nokkurn tíma. Þegar tyggjóið
ekki endanlega ákveðið nema í
Nóatúni þar sem búið var að verð-
merkja á nýja verðinu.
Læri 275,- kg
Bógar 275,- kg
Lundir 556,- kg
Hryggur 465,- kg
Kótelettur 475,- kg
Rifjasteik 270,- kg
Júlíus Þór Jónsson, verslunarstjóri
Nóatúns, sagði að kóteletturnar
seldust mest og læri og bógar þar á
eftir. Hryggur væri alltaf vinsæll í
stórsteikur og hefði svo verið um
langt skeið. „Ég býst við mikilli
verslun nú fyrir helgina, enda er
svínakjöt nú orðið talsvert ódýrara
en lamb,“ sagði Júlíus að lokum.
í tilefni útsölunnar er góðgæti
helgarinnar unnið úr svínakjöti sem
ef að líkum lætur verður áberandi á
helgarmatseðlum landsmanna.
-S.Konn.
ífrost
frýs er auðvelt að mylja það úr flí-
kinni án þess að á henni sjái.
Því miður mun þetta annars ágæta
heillaráð ekki gagna ef tyggjó klístr-
astíhár...
-S.Konn.
p---------Stór-----------■*
■ skó-útsala [
Margs konar skófatnaður
I Stóra skóútsalan, Hverfisgötu 89.1
'llLBOÐ
DAGSINS
L EEDS
HORNSÓFI
ÚTBORGUN
10.000
Afgangur á 6 mánuðum.
Leeds B 220 x L 285 — Áklæði.
Þú getur að sjálfsögðu greitt
útborgunina með greiðslukorti
eða staðgreitt með því og fengið
hæsta staðgreiðsluafslátt.
BÚS6ABNABÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK » 681199 og 681410