Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 14
14 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Þrýst á sjóð Minna hefur farið fyrir tíðindum af endursölu Fisk- veiðasjóðs á Helga S. en á Kolbeinsey og Sigurfara II. Er sú sala þó dularfull eins og sala Kolbeinseyjar var og sala Sigurfara II virtist ætla að verða. Skýringum hefur verið lofað, en engar fengizt, svo vitað sé. Særún á Blönduósi bauð hæst í Helga S., 70,6 milljón- ir króna. Samt var á gamlársdag óvænt gengið frá sölu bátsins til næstbjóðanda, Samherja á Akureyri, sem hafði boðið 68 milljónir. Samherji lét síðan bátinn- snarlega í skiptun fyrir stærra skip að sunnan. Bankastjóri Fiskveiðasjóðs hafði áður haft símasam- band við Særúnu til að fá á tilboði hennar skýringar, sem hann fékk. Að öðru leyti var ekkert rætt við fyrir- tækið, hvorki fyrr né síðar. Særúnarmenn fréttu í blöð- unum, að Helgi S. hefði verið seldur öðrum. Síðan hefur Særún í tvígang sent stjórn sjóðsins bréf til að óska skýringa á meðferð hans á málinu. Þar er bent á, að Særún hafi aldrei fengið að ræða við sjóðinn um greiðslutryggingar eða önnur framkvæmdaatriði. Þessum bréfum var ekki svarað fyrr en seint og illa. I blaðaviðtali hefur bankastjóri Fiskveiðasjóðs lofað útskýringum. Ekki er vitað til, að þær hafi enn litið dagsins ljós, þótt langur tími sé liðinn. Ekki verður hjá því komizt að draga þá ályktun, að sjóðurinn eigi í erfiðleikum með að verja hina undarlegu málsmeðferð. Endursala sjóðsins á Sigurfara II var í þann veginn að falla í sama farið og salan á Kolbeinsey, þegar sjóðs- stjórnarmenn börðu loks í borðið. Komið hafði í ljós í Kolbeinseyjarmálinu, að þeir létu stjórnmálamenn ráða ferðinni. Það orðspor gátu þeir ekki sætt sig við. Nokkrir stjórnarmanna hótuðu að segja af sér, ef alþingismenn Vesturlands létu ekki af þrýstingi á sölu Sigurfara II til Grundarfjarðar í stað Akraness, alveg eins og alþingismenn Norðausturlands höfðu stjórnað sölu Kolbeinseyjar til Húsavíkur í stað Akureyrar. Batnandi mönnum er bezt að lifa. Vonandi hafa ráðamenn Fiskveiðasjóðs lært nóg af mistökunum við endursölu Kolbeinseyjar og Helga S. Vonandi er upp- reisn þeirra í Sigurfaramálinu vísbending um, að fram- vegis ráði efnisatriði, en ekki pólitískur þrýstingur. í báðum tilvikum er athyglisvert, að ekki er um að ræða hagsmunaágreining milli kjördæma, heldur innan þeirra. í báðum tilvikum voru þingmenn og sjávarút- vegsráðherra að reyna að ýta skipinu til eins staðar í kjördæminu á kostnað annars. Ennfremur er athyglisvert sjónarmiðið, sem hefur komið firam í máli þrýstiþingmanna. Þeir virðast telja, að þjóðfélagið í heild eigi að taka ábyrgð á útgerð fiski- skipa. Ef útgerð verði gjaldþrota, sé rétt að opinber sjóður beri tjónið og láti skipið síðan til sama staðar. Annað sjónarmið réð, þegar Grandi var stofnaður í Reykjavík. Þá tók borgin á sig 150 milljónir af skuldum Ottós N. Þorlákssonar til að búa skipinu rekstrar- grundvöll í framtíðinni. Menn töldu sér ekki sæma að vaða í Fiskveiða-, Byggða- eða Framkvæmdasjóð. Ef skoðun þrýstiþingmanna yrði ríkjandi, mundi hún efla byggðagildruna enn frekar en orðið er. Gildran felst í, að fólk er fengið að setjast einhvers staðar að eða til að halda áfi-am búsetu á grundvelli afar van- máttugra atvinnufyrirtækja, sem fara sí og æ á höfuðið. Hún mundi einnig leiða til, að hætt yrði útboðum fiskiskipa, sem gjaldþrota hafa orðið. Slík útboð eru marklaus, nema bezta tilboði sé jafnan' tekið. Jónas Kristjánsson Vímuefnavandinn hefur að mati flestra farið vaxandi í þjóðfélagi okkar á sl. árum, ekki síst að mati þeirra sem hafa mest afskipti af fómarlömbum vímuefnaneyslu. Þessi þróun hérlendis helst í hend- ur við það sem gerst hefur i ná- grannalöndum okkar. Þó hefur hún orðið talsvert hægari hér en víða annars staðar meðal íjölmenn- ari þjóða og það gefur okkur aukið svignim til að bregðast við. Haft hefur verið á orði að vímu- efnafíkn mætti líkja við smitsjúk- dóm sem berst frá svonefndum hörðum kjama reglulegra neyt- enda til jaðarhópa sem neyta vímu- efna óreglulega eða stopult. Eng- inn veit þó í raun hve stórir þessir hópar em hérlendis. Hverjir ánetjast? Því hefur verið haldið fram að þeir sem helst verða vímuefnafíkn að bráð búi við erfiðar aðstæður á heimili og í skóla og komi frá lág- launaheimilum þjóðfélagsins. Víst ánetjast hafa vímuefnaneyslu. Þeirri tillögu var vísað til ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar um auk- ið fé til fíkniefnalögreglu. Sú til- laga var felld. Auk þess hafa þing- konur Kvennalistans flutt fjölda mála á þingi til að styrkja fjöl- skylduna. Hver er stefna stjórnvalda í fjölskyldumálum? Þrátt fyrir miklar umræður og vaxandi áhyggjur alls þorra fólks hafa stjómvöld ekki séð ástæðu til þess hingað til að beina sérstökum aðgerðum að því að sinna þeim unglingum sem illa eru staddir vegna vímuefnaneyslu. Rauði kross íslands hefur samt nýlega komið á fót neyðarathvarfi. Þetta framtak er jafnframt könnun á því hve mikil þörf er á slíku athvarfi og mun því ætlað að starfa a.m.k. í 6 mánuði til reynslu. Það hefur nú þegar sinnt um 15 unglingum á fjölskylduna. Þar segir: „Traust heimili, nægilegur tími til samvista foreldra við börn sín, gott samlíf, aðhald í uppeldi, samfara góðum menntunarmöguleikum og tóm- stundaiðju eflir sjálfstraust og sál- arstyrk unglinga og gagnar þeim vel á lífsbrautinni." Blásið í herlúðra Eitt fyrsta verk núverandi menntamálaráðherra eftir að hann tók við embætti var að vitna í skýrslu frá landlækni um vímu- efnaneyslu unglinga og lýsa áhyggjum sínum vegna þess sem þar kom fram. Jafnframt lýsti hann yfir nauðsyn þess að leita úrbóta. Þetta var í nóvember sl. Síðan hefur menntamálaráðherra verið önnum kafmn við að hreinsa ís- lenska tungu, Lánasjóð íslenskra námsmanna og skipa menn í emb- ætti. Síðasta dag janúarmánaðar kall- aði hann svo samráðherra sína til fundar um þessi mál til að fræðast Ekki lúðraþyt heldur aðgerðir er að ýmsar kannanir á Vestur- löndum hafa sýnt að sundrung í fjöiskyldu, vímuefnaneysla for- eldra, erfiðleikar í námi og at- vinnuleysi eru mun algengari hjá þeim sem verða reglulegir vímu- efnaneytendur. Ennfremur virðist þeim unglingum, sem byrja áfeng- isneyslu snemma, mun hættara en öðrum við því að ánetjast neysiu annarra vímuefha. Þetta er þó ekki einhlítt því að böm, sem alist hafa upp við góðar aðstæður, geta líka ánetjast vímu- efnafíkn. Það er ótrúlegt að nokkur ætli sér eða vilji verða háður vímu- efnum, en það sem byrjar annað- hvort sem flótti frá raunvemleika, sem unglingurinn ræður ekki við, eða þá sem mótþrói eða fikt, rekið af ævintýralöngun eða löngun til að upphefja sig í augum félaganna, getur fyrr en varir orðið að líkam- legum og sálrænum bindandi vana og unglingurinn missir stjórn á neyslu sinni. Verst eru þeir svo staddir sem minnstan stuðning hafa. Flóknar og margþættar orsakir I raun má líta á þann faraldur vímuefnaneyslu, sem gengið hefur yfir menningarþjóðfélög nútímans, líkt og menningarsjúkdóm, sjúk- dóm sem má rekja til þeirrar þjóð- félagsgerðar sem við byggjum. Þjóðfélagsgerðin leiðir í vaxandi mæli af sér félagslega einangrun, rofin tilfinningatengsl, skerta sjálfsvirðingu, vonleysi og öryggis- leysi gagnvart framtíð í ótryggum heimi. Allt eru þetta vandamál sem reka fullorðna jafnt sem unglinga á flótta. Vaxandi þunglyndis gætir hjá bömum og unglingum og sjálfs- vígum hefur fjölgað meðal þeirra. Vímuefnavandinn á sér margar og flóknar orsakir og er nauðsyn að hafa góða heildarsýn yfir þær til þess að nokkur von eigi að verða um árangur aðgerða til úrbóta. Ef litið er á vímuefnaneyslu sem smitsjúkdóm eru eðlileg viðbrögð til vamar að finna og meðhöndla smitberana og uppræta þann jarð- veg þar sem smitsjúkdómurinn þrífst. Þó að fyrra verkefnið sé ekki einfalt er hið síðara þó sýnu flókn- ara. Þessi tvö ólíku meginviðfangs- efni, sem blasa við, eru þó í nánu samhengi hvort við annað og þarf í raun að taka á þeim samtímis. Annars vegar að sinna þeim sem þegar hafa oðið vímuefnaneyslu að bráð og hins vegar að stemma stigu við frekari útbreiðslu vímuefna- neyslu. Þingflokkur Kvennalistans hefur gert tillögur um bæði þessi verkefni á Alþingi. Annars vegar um athvarf og meðferð fyrir þá unglinga sem Kjallarinn GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR FYRIR SAMTÖK UM KVENNALISTA þeim rúma mánuði sem það hefur verið starfrækt. Enn vantar aðstöðu til að með- höndla þau börn og unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki er til meðferðarheimili fyrir unglinga sem hafa ánetjast vímu- efnaneyslu. Nú á allra síðustu dögum hefur hópur áhugafólks sameinast um það að kaupa Krísu- vikurskólann í þeim tilgangi að koma þar á fót meðferðarheimili fyrir slíka unglinga. Þessar mikilvægu aðgerðir eru báðar á vegum félagasamtaka eða almennings en ekki stjórnvalda. Þær eru lofsvert framtak og þeim fylgja allar góðar óskir. Stjórnvöld geta hins vegar ekki firrt sig ábyrgð í þessum efnum og hljóta að styðja við þessar aðgerðir og bæta við því sem þarf. Síðara viðfangsefnið, að koma í veg fyrir fi-ekari útbreiðslu vímu- efnaneyslu, er langtum yfirgrips- meira og erfiðara en hið fyrra og varðar í raun pólitíska stefnu- mörkun í málefnum fjölskyldunn- ar. I athyglisverðri grein um fi'kni- efnaneyslu eftir landlækni í Mbl. 28/1 sl. er einmitt lögð meginá- hersla á nauðsyn þess að styrkja og samræma aðgerðir sínar. Það er vel. En nú bíða menn líka eftir að- gerðum. Bíða eftir því að ríkisstjórnin tryggi fjölskyldunum meiri tíma til samskipta. Það getur hún t.d. gert m.þ.a.- standa þannig að komandi kjarasamningum að menn geti lifað mannsæmandi lífi af dagvinnu- launum sínum. Bíða eftir því að búa við öryggi í húsnæðismálum. Bíða eftir því að njóta góðra menntunarmöguleika, þar sem jafnrétti ríkir til náms. Menn bíða eftir því ótal marga sem hægt er að gera með pólitískri stefnumótun í þágu fjölskyldunnar til að efla sjálfstraust og sálarstyrk þeirra unglinga sem nú eru að búa sig undir það að erfa landið. Tillaga Kvennalista felld Við þriðju umræðu fjárlaga flutti þingflokkur Kvennalistans breyt- ingartillögu þar sem farið var fram á aukið fé til fíkniefnalögreglunn- ar. Hún annar því ekki að vinna að öllum þeim upplýsingum sem henni berast og þeim verkefnum sem henni er ætlað að sinna. Þetta er ekki unnt vegna fámennis og aðstöðuleysis. Ein þeirra mörgu aðgerða, sem stuðlað gætu að minni vímuefna- neyslu, er að draga úr framboði efnanna. Hlutverk lögreglu við að hindra innflutning og dreifingu vímuefna er því einn af mörgum, mikilvægum samverkandi þáttum sem nauðsyn er að sinna. Starfshópur, sem skipaður var til að skipuleggja lögreglu- og toll- gæsluaðgerðir á sviði fíkniefna, sendi dómsmálaráðherra tillögur sínar til úrbóta á sl. sumri. Tillög- um þessum hefur enn ekki verið sinnt og breytingartillögur Kvennalistans voru felldar af stjómarflokkunum. Enginn efast um áhyggjur stjómvalda af vímu- efnavandanum eða löngun þeirra til að leysahann. Hingað til hefur þó allt of litið verið gert. Herlúðrar Sverris Hermannsson- ar hafa verið þeyttir en það er ekki nóg. Við viljum heyra verkin tala. Guðrún Agnarsdóttir. a „Menn bíða eftir því ótal marga sem ^ hægt er að gera með pólitískri stefnu- mótun í þágu fjölskyldunnar til að efla sjálfstraust og sálarstyrk þeirra unglinga sem nú eru að búa sig undir að erfa landið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.