Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
15
Vinnan göfgar... eða hvað?
Nám er tímafrekt
Það er yfirlýst markmið fram-
haldsskólans að veita nemendum
almenna menntun, þroska þá og
búa þá einnig undir íramhaldsnám,
t.d. í háskóla og ýmsum sérskólum.
Ég tel núverandi framhaldsskóla
ekki mjög hæfa til þessa en ætla
ekki að fjölyrða um þá skoðun hér.
Það þarf vissulega að stórhæta
framhaldsskólana. Annað verkefni
er þó brýnna. Skyndilega steðjar
mikil hætta að þessum stofnunum,
a.m.k. ef Menntaskólinn við
Sund er dæmigerður fyrir þær.
Framhaldsskólanemendum er
gert að sækja um 34-36 kennslu-
stundir í viku á tveimur þrettán
vikna önnum. Til viðbótar kemur
svo töluvert heimanám eða sjálfs-
nám. Flestir skólar eru þokkalega
búnir til lestrar og náms nemenda
utan kennslustunda. Má ýkjulaust
telja t.d. menntaskólanám vera
ígildi 50 vinnustunda ef vel á að
vera og nemendur tileinka sér
námsefni þannig að þeir eru vel
ofan við svonefnd miðjumörk (5,0).
Nú kemur í ljós að nærri 2/3
hlutar nemenda stórs menntaskóla
vinna með námi, flestir sem nemur
1/4 til 1/2 vinnuviku. í þessu felst
hættan.
Víðtæk könnun
I janúar sl. var gerð víðtæk könn-
un í Menntaskólanum við Sund.
Hún náði til um 90% nemenda og
t
Kjallarinn
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON,
KENNARI, MENNTASKÓLANUM
VIÐ SUND
var einkum beint að tvennu: Spurt
var um hvort menn ynnu launa-
vinnu, hve mikið og hvenær sólar-
hrings. Einnig var spurt um svo-
nefnda heimavinnu. Miðað var við
haustönn 1985. Tilefnið var sá
grunur skólastjórnenda og kenn-
ara að veruleg vandræði væru til
orðin vegna tímaskorts nemenda í
námi og báru flestir við mikilli
vinnu. Urtakskönnun árið áður
hafði leitt í ljós að um helmingur
nemenda stundaði vinnu með námi.
Ógnvekjandi niðurstöður?
Niðurstöður könnunarinnar eru
svona:
1. I 1. bekk vinna um 4 af hverjum
10 nemendum, mest á kvöldin
og um helgar. Nærri 17% nem-
enda vinna 11-20 stundir á viku.
Samtímis stundar hverfandi
hluti þeirra nám i skólanum
utan kennslustunda og 136 af
um 280 vinna að námi aðeins 2-6
stundir á viku heima við.
2. í 2. bekk vinnur rúmlega helm-
ingur nemenda með náminu,
mest um helgar og á kvöldin.
Rúmlega 17% þeirra vinna 11-20
st/viku. Svipað er uppi ‘á ten-
ingnum varðandi heimanám og
í l.bekk.
3. I 3. bekk er atvinnuþátttakan
orðin 65% og aðrar niðurstöður
svipaðar og í hinum bekkjunum.
Dálítið fleiri nemendur stunda
þó heimanám 7-12 stundir - á
viku i 3. bekk en í 1. og 2. bekk.
4. I 4. bekk stunda 7 af hverjum
10 nemendum vinnu, þar af um
10% 21 til 40 stundir á viku.
Sárafáir nemendur vinna utan
kennslustunda í skólanum og
nærri 2/3 hlutar þeirra vinna
2-12 stundir á viku heima við.
Við þetta má bæta að allt að 53%
nemenda í einum bekk (28 manna
hópi) vinnur i 1. bekk en hæsti
hundraðshlutinn í 4. bekk er 88%.
Heildarniðurstaðan er þessi: Enn
fleiri nemendur stunda launavinnu
en i fyrra, alls hátt i 2/3 hlutar
nemenda. Þorri nemenda má nán-
ast ekki vera að því að vera í skól-
anum nema því sem mætingar-
skyldu nemur og vinnur lítið heima
við að námi.
Þegar þess er gætt að margir af
þeim nemendum sem ekki tóku
þátt í könnuninni eru einmitt
mikið fjarverandi vegna vinnu má
telja tölur síst ofreiknaðar.
Ástæður og ábyrgð
Menn geta velt vöngum yfir því
hvaða áhrif þetta óhóflega vinnuá-
lag og fjarvera úr skólanum hefur
á námið, á námsefnið, á þekkingar-
öflun nemenda og skólastarfið í
heild. Hætta er á að skólinn versni
til muna og tíma sé eytt í hálfkarað
nám. Það kemur flestum í koll.
Menn geta b'ka velt vöngunum
yfir ástæðum. i\f minni reynslu tel
ég ástæður eins og ijárþörf vegna
tískufatnaðar, dýrra skemmtana
eða bílareksturs og „græjukaupa"
vega minna en augljósasta ástæð-
an: Þröngur fjárhagur mikils
meirihluta heimila í landinu. Hann
leiðir til þess vinnuálags sem fram
kemur í því að flestir heimilismenn,
sem vettlingi geta valdið, verða
að vinna. Framfærsla fjögurra
manna fjölskvldu kostar nú um 60
þús. kr. á mánuði.
Menn geta líka velt vöngum yfir
ábyrgðinni. Hún hvílir samkvæmt
ofansögðu þyngst á þeim sem bera
ábyrgð á kaupráni upp á þriðjung
launa á 5-7 árum: Atvinnurekend-
um, stjórnvöldum, verkalýðsfor-
ingjum, sem hafa stéttasamvinnu
að leiðarljósi, og almennum launa-
mönnum sem gera ekki uppreisn
heldur bíta á jaxlinn og vinna enn
meira en áður.
Nú er bara spurningin hvort
nemendur, kennarar og foreldrar
gera eitthvað í málinu, hvort t.d.
menntamálaráðherra vilji hafa
skóla menntastofnanir en ekki
vinnuhæli o.s.frv. eða hvort menn
yppa bara öxlum.
Ari Trausti Guðmundsson.
„ Af minni reynslu tel ég ástæður eins og fjárþörf vegna tískufatnað-
ar, dýrra skemmtana eða bílareksturs og „græjukaupa“ vega
minna en augljósasta ástæðan: Þröngur fjárhagur mikils meiri-
hluta heimila í landinu.“
a „Tilefnið var sá grunur skólastjórn-
^ enda og kennara að veruleg vandræði
væru til orðin vegna tímaskorts nemenda
í námi og báru flestir við mikilli vinnu.“
Eru vel menntaðir og hæfir kennarar
þjóðfélaginu einhvers virði?
Grunnskólinn gegnir mikilvægu
hlutverki í þjóðfélagi okkar. Hann
er uppeldis- og geymslustofnun þar
sem uppeldishlutverk heimila hef-
ur færst í síauknum mæli yfir á
skólana án þess að þeir væru undir
það búnir.
Aukin verkefni
65-80% íslenskra húsmæðra
inn getur ekki sinnt þörfum þeirra?
Það er best að hver svari fy rir sig.
í öðru lagi á skólinn að sinna
upplýsinga- og fræðsluhlutverki.
Hvers konar þjóðfélag bíður nem-
enda okkar að loknu námi? Því er
vandsvarað. Við höfum öll fylgst
með hversu ört þjóðfélag okkar
hefur breyst og vitum að þróunin
a „Nú er ástandið þannig að aðeins
™ 76,6% þeirra sem starfa að kennslu
eru með réttindi. Stór hluti réttindalausra
er fólk sem prófar kennslu í 1 ár og hverf-
ur síðan á braut.“
STELLA_
GUÐMUNDSDOTTIR
KENNARI í REYKJAVÍK
vinna utan heimilis hálfan eða
heilan vinnudag, oftast af brýnni
nauðsyn.-Álag er mikið á mörgum
heimilum og oft ætlar fólk sér
óþarflega nauman tíma til að sinna
börnum sínum. Afleiðingin verður
sú að við fáum fjölda nemenda sem
hafa mikla þörf fyrir að spjalla við
fullorðna. Ótrúlega algengt er að
fá forskólanemendur sem enn hafa
ekki tileinkað sér einföldustu leik-
reglur í mannlegum samskiptum.
Öryggisleysi þessara einstaklinga
er átakanlegt og þörfin fyrir hlýju
og umhyggju mikil. Hvemig fer
fyrir þessum einstaklingum ef skól-
heldur stöðugt áfram. Þróun sem
gerir kröfur um hæfni einstaklings-
ins til að aðlagast breyttum þjóð-
félagsháttum.
Búast má við að starfstími sty ttist
almennt hjá þjóðfélagsþegnum og
að tími til tómstunda aukist að
sama skapi.
Hvað á að kenna?
Ljóst hlýtur því að vera að ekki
nægir að kenna börnum að lesa,
skrifa, reikna og að tileinka sér
ákveðnar valdar staðreyndir. Hver
veit nú hvaða upplýsingar verða
mikilvægastart.a.m. árið 2020? Það
hlýtur að skipta öllu máli að okkur
takist að kenna nemendum sjálf-
stæð vinnubrögð, leita sér heim-
ilda, skipuleggja tíma sinn, meta
eigin vinnu, leggja mat á eigin
stöðu og vera með í að skipuleggja
skólastarfið, þ.e. axla ábyrgð og
vera virkir þátttakendur.
Nemendur eru mjög ólíkir bæði
hvað áhuga, getu og vilja snertir.
Verkefnin sem nemendur kljást við
verða því að vera fjölbreytt. Hver
og einn miðlungsnemandi verður
að fá verkefni við sitt hæfi hvort
sem um afbragðsnemanda eða sein-
færan nemanda er að ræða. Verk-
efni sem hann ræður við en gerir
jafnframt kröfur til hans og þokar
honum áleiðis á þroskabrautinni.
Verkefnin verða auk þess að örva
sköpunargleði, frumkvæði og frjóa
hugsun nemandans. í umræðum
nóbelsverðlaunahafa í sjónvarpi
fyrir skemmstu kom fram hversu
dýrmætt það væri að hafa haft frjóa
og hugmyndaríka kennara sem
legðu áherslu á frumkvæði og
sköpun nemenda sjálfra. Þeir töldu
og afar mikilvægt að nemendur
lærðu að keppast við og taka á af
innri þröf og löngun en ekki vegna
innbyrðis samkepþni.
Flótti úr stéttinni
Til að uppfylla fyrrgreindar kröf-
ur, sem gera verður til grunnskóla,
þurfum við vel menntaða kennara
með sterka fagvitund. Þeir munu
ekki haldast í stéttinni nema kjör
þeirra verði stórlega bætt og þeir
viðurkenndir sem sérfræðingar.
Nú er ástandið þannig að aðeins
76,6% þeirra sem starfa að kennslu
eru með réttindi. Stór hluti rétt-
indalausra er fólk sem prófar
kennslu í 1 ár og hverfur síðan á
braut. Hvers eiga nemendur að
gjalda? Hefur þjóðfélagið efni á
þessu? Er æskan ekki dýrmæt-
asta eign þjóðarinnar?
Þetta er ekki bara mál kennara
heldur mál allra landsmanna.
Bætum úr áður en það er of seint.
Stella Guðmundsdóttir.
„Ótrúlega algengt er að fá forskólanemendur sem enn hafa ekki
tileinkað sér einföldustu leikreglur í mannlegum samskiptum."