Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 18
18 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. íþróttir • John Barnes, nælir Arsenal i þennan snjalla leikmann? Fær Arsenal John Barnes? Don Howe, stjóri Arsenal, hefur mikinn hug ó að fá enska landsliðs- manninn John Barnes fró Watford, skiptir ekki máli þó það kosti Arsen- al eina milljón sterlingspunda. Hvort hins vegar Elton John vill selja sinn besta mann er enn ekki komið i ljós - peningar hafa ekki skipt móli þegar hann er annars vegar. Hins vegar hefur Elton John ekki staðið i vegi leikmanna ef þeir telja að þeirra bíði meiri frami hjá öðru félagi. Sam- kvæmt fréttum frá Englandi hefur Don Howe gaukað því að þjálfara Watford að hann sé reiðubúinn til að láta Watford hafa þekkta leik- menn, einn eða fleiri, í skiptum fyrir Barnes auk verulegrar peningaupp- hæðar. Þar eru nefndir Steve Will- iams, Tony Woodcock, Paul Marin- er, leikmenn sem leikíð hafa í enska landsliðinu, svo og Tommy Caton. Williams hefur mikinn hug á að komast fró Arsenal þó ekki færi hann til QPR á dögunum eins og til stóð. Mariner er nýbyrjaður að leika með Arsenal á ný eftir langvarandi meiðsli. Alan Ball hjá Portsmouth hefur áhuga á að fá Mariner til sín og John Bond, stjóri Birmingham, hefur reynt að fá Caton. Þegar Bond var hjá Man. City lék Caton með City. Hann hefur hins vegar misst stöðu sína sem miðvörður hjá Arsen- al vegna írans unga, Martin Keown. -hsím Badminton: Frederiksen stigahæstur Daninn Ib Frederiksen er nú lang- efstur í stigakeppninni á Grand Prix mótunum í badminton. Hefur hlotið 455 stig og er þá miðað við stöðuna um síðustu helgi eða eftir opna, hollenska meistaramótið. 1 öðru sæti er Icuk Sugiarto, Indónesíu, með 360 stig og þriðji er Sze Yu, Ástralíu, með 340 stig. Af þekktum köppum má nefna að Prakash Padukone, Indlandi, er í 6. sæti með 250 stig, Misbun Sidek, Malasíu, í 8. sæti með 210 stig og Liem Swie King, Indónes- íu, í 15. sæti með 100 stig. Daninn Morten Frost er ekki meðal 20. bestu. í kvennaflokki er Helen Troke, Englandi, stigahæst með 465 stig. Kirsten Larsen, Danmörku, önnur með 430 stig. Þær eru í sérflokki. Þriðja er Li Lingwei, Kína, með 280 j stig. -hsím Bautamótið á Akureyri Bautamótið í innanhússknatt- spymu fer fram um helgina á Akur- eyri og er viðamikið að venju. Alls taka tuttugu lið þátt i mótinu að þessu sinni, nítján frá Akureyri og Grótta frá Seltjamarnesi. Undanúr- sUt verða á sunnudag en reikna má með að úrsHtaleikurinn verði klukk- an hálfþrjú á sunnudaginn. Að þessu sinni er keppt um nýjan bikar því Þórsarar unnu bikarinn til eignar í fyrra. -SK. Iþrottir Iþróttir Iþróttir Ekki samið hjá Gísla og Einari forráðamenn Hvidovre stóðu ekki við orð sín við þá félaga „Það verður ekkert af því að við Gísli semjum við Hvidovre. Forráða- menn félagsins hafa sagt síðan við komum til liðsins að þeir væru að vinna í málum fyrir okkur en það voru ekkert nema orðin tóm. Við höfum ekki mætt á síðustu æfingar hjá liðinu og við gemm ekki ráð fyrir því að æfa neitt meira með þeim,“ sagði Einar Ásbjörn Ólafsson en nú er ljóst að hann og Gísli Eyjólfsson munu ekki semja við danska liðið Hvidovre eins og flest benti til. Þeir Einar og Gísli léku með Víði á síðasta keppnistímabili en fluttu í haust til Danmerkur. Þrátt fyrir að samningamálin við Hvidovre hafi farið í vaskinn munu þeir dvelja áfram í Danmörku. -fros lúggar unnu Ungverja — íþriðja leik þjóðanna i Júgóslavíu Það gekk mikið á sl. mánudag þegar Júgóslavar og Ungveijar léku þriðja landsleik sinn í handknattleik á jafnmörgum dögum. Fyrir leikinn hafði hvor þjóð unnið einn leik. Ungverjar fóru á kostum í fyrri hálfleik og voru komnir með mjög vænlega stöðu í leikhléi, 10-17, en leikið var í Júgóslavíu. Slíkt forskot ætti að nægja svo sterku liði sem ungverska liðinu en það var öðru nær. í síðari hálfleiknum komu Júgóslavar mjög ákveðnir til leiks og náðu að sýna handknattleik eins og hann gerist bestur í heiminum. í síðari hálfleiknum skoruðu þeir 15 mörk gegn 6 mörkum Ungverja og sigruðu því í leiknum með 26 mörk- um gegn 23. Tveir leikmenn voru í nokkrum sérflokki í júgóslavneska liðinu. Það voru þeir Cvetkovic, vinstri handar skytta, og Mlabenovic sem báðir skoruðu 8 mörk í leiknum. Vujovic er meiddur þessa dagana en hann lék engu að síður með síðustu tuttugu mínútur leiksins og skoraði 3 mörk. Rénic skoraði 2 og þeir Vukovic, Isakovic, Memic og Mrkonja skor- uðu eitt mark hver. Hjá Ungverjum var Peter Kovac að venju marka- hæstur með 8 mörk og skoraði sam- tals 20 mörk í leikjunum þremur gegn Júgóslövum. Þeir Sabo og Jurca skoruðu 5 mörk hvor fyrir Ungverja. Nú eiga Júgóslavar eftir að leika tvo landsleiki fyrir HM í Sviss. Þeir leikir eru gegn Rúmenum í Rúmeníu. Þess má geta að Júgóslavar eru í riðli með Rússum, Austur-Þjóðverj- um og Kúbumönnum en þrjár efstu þjóðimar komast áfram í milliriðla. Það er því ljóst að þungur róður er framundan hjá Júgóslövum á HM. -SK. • Norska landsliðið í handknattleik við komuna á Loftleiðahótelið í gær en í kvöld í LaugardalshölUnni en sá seinni á morgun í íþróttahúsi Seljaskólans. Dregið íEvrópuke Verður Is með Dönum „Ég hef trú á að þessi tillaga verði samþykkt og það jafnvel fyrir úrslita- keppnina 1992. Hún á hljómgrunn innan UEFA,“ sagði Hermann Neu- berger, formaður vestur-þýska knattspyrnusambandsins, í Frank- furt í gær eftir að tillaga frá honum hafði verið felld ú fundi fram- kvæmdanefndar UEFA. Neuberger bar fram þá tillögu að aukaumferð yrði eftir forriðla Evr- Haukar ættu að vera öruggir í úrslitin sigruðu IBK, 90-75, ífyrri leik liðanna íundanúrsHtum bikarkeppninnar Haukarnir ættu að vera öruggir úrslitaleikinn i bikarkeppninni í körfu eftir að þeir sigraðu Keflvík- inga örugglega í fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar í Hafnar- fírði í gærkvöldi með 90 stigum gegn 75. Staðan í leikhléi var 42-36 Hauk- um í vil. Síðari leikur liðanna fer fram í Keflavík og ætti þessi fimmtán stiga munur að nægja Haukunum í úrslitaleikinn. Leikurinn í gærkvöldi var ekkert sérlega vel leikinn hjá liðunum en þó sáust góðir kaflar í síðari hálfleik, sérstaklega hjá Haukunum. Þeir höfðu forustuna allan leikinn utan einu sinni er jafnt var, 28-28. Hauk- amir hafa oft leikið betur í vetur og greinilegt var í gærkvöldi að þeir vanmátu andstæðinginn. Það er kannski ekki skrítið því síðast unnu Haukar Keflvíkinga í úrvalsdeild- inni með rúmlega fjörutíu stiga mun. ívar Webster var maðurinn sem Keflvíkingar réðu ekki við i gær- kvöldi. Hann var yfirburðamaður í Haukaliðinu og skoraði margar fal- legar körfur. Hefði getað skorað mun meira ef heilladísimar hefðu verið honum hliðhollar. Pálmar átti rispur en var mjög daufur í fyrri hálfleik. Eyþór Ámason er heldur betur að taka við sér þessa dagana og leikur orðið við hvem sinn fingur í leikjum Hauka. Nú skoraði hann 14 stig og sérstaklega er frammistaða hans góð þegar það er haft í huga að honum gekk ekkert í byrjun en gafst ekki upp og tók sig á og útkoman í heild var mjög þokkalegur leikur. Hauka- liðið er mjög sterkt og þeir verða ekki margir leikimir sem læiðið tapar þar til keppnistímabílinu lýk- ur. Betra en síðast Það er á mörkunum að hægt sé að segja að Keflvíkingar hafi leikið illa í þessum leik en ofsögum sagt að ’00‘6I- ’W J!Ua 608ÞZ 6o Þ69Þ39 etuis i jeruqai OZ ISiuuAjjib e^eineq ‘9861 Jenjqaj £Z~'IZ eueBep ujpieq jnpjaA jenojq INdd3>IVÐV13d ÐO“VIAItíld þeir hafi verið góðir. Byrjunin var afleit hjá liðinu og þá gat enginn neitt. Fjórar mínútur tók að skora fyrstu körfuna og það segir sína sögu. Óheppnir vom Keflvíkingar og brenndu af í mörgum upplögðum tækifærum. Meiri aga virðist vanta hjá sumum leikmönnum liðsins eins og þeim Guðjóni Skúlasyni og Sig- urði Ingimundarsyni. Guðjón var sérstaklega órólegur í gær, mótmælti hárréttum dómum og lét síðan skapið bitna á boltagreyinu með því að sparka honum langar leiðir upp í áhorfendastæði. Hreinn Þorkelsson var bestur Keflvíkinga í gær ásamt Jóni Kr. Gíslasyni en báðir hafa þessir leikmenn leikið betur. Nokkrar tölur úr leiknum 4-0, 8-0,10-2,14-6, 20-12, 24-20, 28-28, 36-35, 42—36 í leikhléi. 50-43, 55-51, 61-55,65-56,74-64,81-67 og 90-75. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 24, ívar Webster 20, Eyþór Árnason 14, Ólafur Rafnsson 14, Kristinn Krist- insson 10, ívar Ásgrímsson 6 og Henning Henningsson 2. Stig IBK: Hreinn Þorkelsson 16, Jón Kr. Gíslason 14, Sigurður Ingi- mundarson 12, Guðjón Skúlason 12, Ólafur Gottskálksson 9, Hrannar Hólm 5, Magnús Guðfinnsson 4 og IngólfurHaraldsson3. -SK ópukeppni landsliða. Þ.e.a.s. tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sjö lékju innbyrðis um réttinn til að komast í sjálfa úrslitakeppnina. Til- lagan var felld og fyrir úrslitakeppn- ina 1988 ræður gamla fyrirkomulag- ið. Það er að efsta liðið í hverjum riðli kemst í úrslitin ásamt gestgjöf- unum, Vestur-Þjóðverjum. Dregið verður í riðlana sjö á hádegi í dag í Frankfurt. Löndunum 32 verður skipað í sjö riðla - fimm lönd í fjórum riðlum, fjögur í þremur. Löndunum hefur verið raðað í fimm styrkleikaflokka og þeir voru birtir hér í opnunni fyrr í vikunni. ísland er í fimmta og lakasta flokknum. í fyrsta flokknum eru England, Dan- mörk, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía og Frakkland. Fyrst verður dregið um það í hvaða riðlum þessi lönd leika, síðan um hvaða lönd verða í riðlunum með þeim. Það vakti verulega athygli, þegar raðað var í styrkleikaflokkana, að heims- meistarar Ítalíu voru í fjórða flokkn- um, þeim næstlakasta. Það verður mikil spenna þegar dregið verður í riðlana í dag. Þau lönd, sem sleppa við heimsmeistar- ana, munu eflaust þakka sínum sæla þrátt fyrir þá staðreynd að Ítalía komst ekki í úrslit síðustu Evrópu- keppni og árangur ítala hefur verið hörmulegur eftir að þeir unnu heims- meistaratitilinn á Spáni 1982. Þá eru Skotar einnig í sama styrkleika- flokki og Italir, þeim fjórða. Úrslitakeppni Evrópumótsins 1988 hefst í Dússeldorf lO.júní en úrslita- Gissur hittnastur Gissur Skarphéðinsson sigraði á opnu móti í skotkeppni sem fram fór í Baldurshaga í vikunni. Keppt var með 22 kaUbera rifflum og sýndi Gissur mestu leiknina. Hlaut 196 stig. í öðra sæti varð Karl J. Eiríksson með 194 stig og í þriðja sæti varð Láras Fjeldsted með 187 stig. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.