Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Qupperneq 19
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. 31 róttir Iþróttir Iþrottir Iþrottir Iþróttir liðið mun leika tvo Ieiki við íslenska landsliðið um helgina. Sá fyrri fer fram DV-mynd Bjarnleifur. ippni landsliðaídag: land/ riðli i og ítölum? | leikurinn verður á ólympíuleikvang- inum í Munchen 25.júní. Leikið verð- ur einnig í Hamborg, Hannover, Gelsenkirchen, Köln, Frankfurt og Stuttgart. Ekkert er getið um það í frétta- skeytum Reuters í gær hvort eitt- hvað verður farið eftir landafræð- inni, það er að reynt verði að koma í veg fyrir mjög löng ferðalög lands- liðanna. Ef ekki, og lítil ástæða virð- ist til þess á þotuöld, þá gæti riðill sá sem ísland lenti í hugsanlega litið þannig út: Danmörk, Sovétríkin, Pólland, Ítalía og ísland - fjögur úrslitalönd á HM í Mexíkó 1986 og Island!! hsím Leikur Karl með á ný? íslenska landsliðið leikur tvo landsleiki við Noreg um helgina. Tekst Noregi að sigra í fyrsta sinn í fimm ár? Tekst Noregi að sigra Ísland í fyrsta skipti í fimm ár? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra en þjóðirnar leika tvo leiki um helgina. Sá fyrri fer fram í kvöld í Laugardals- höllinni og hefst klukkan 20. Sá seinni verður í Seljaskólanum á morgun klukkan 18. Leikirnir við Norðmenn eru síð- ustu leikir landans fyrir heimsmeist- arakeppnina er hefst þann 25. þessa mánaðar. Að undanförnu hefur liðið æft upp ný leikkerfi og fróðlegt verð- ur að sjá hvort þau duga í leikjunum tveimur. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og óvíst er hvort hornamenn- irnir Guðmundur Guðmundsson, Valdimar Grímsson og Jakob Sig- urðsson geta leikið. Allir þessir leik- menn eiga við smávægileg meiðsli að stríða og óvíst er hvort Bogdan Kowalzyk landsliðsþjálfari treystir þeim í slaginn. Sigurður Gunnarsson leikur líklega ekki með liðinu en hann meiddist í leik a- og b-liðsins í Keflavík um síðustu helgi. Þá munu þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Alfreð Gíslason ekki geta komið í leikina. Landsliðsæfing verður í dag og þá verður liðið valið. Gaman verður að sjá hvort Karl Þráinsson leikur með liðinu að nýju eftir langt hlé vegna meiðsla á öxl. -fros UBK og Valur ef st á leynimótinu Breiðablik og a-lið Vals hafa nú forystuna í æfmgamóti HKKR í hand- knattleik eða leynimótsins eins og það er gjarnan nefnt. - Tíu lið taka þátt í mótinu og leikin er einföld umferð. í verðlaun eru 100 þúsund krónur. Sigurvegari mótsins fær helming, annað lið 30 þúsund og það lið er lendir í þriðja sæti fær 20 þúsund. Ekki hefur tekist að fá öll úrslit úr þessu móti en þau er við höfum náð að komast yfir fylgja hér á eftir Stj arnan~V íkingur........29-30 UBK-Víkingur...............31-28 Valur-a-Afturelding........29-28 Valur-b-ÍR.................27-26 Fram-Grótta................31-26 Víkingur-Valur-a...........34-31 UBK-FH.....................31-37 Afturelding-Fram...........29-23 FH-ÍR......................38-29 i Valur-a-Stjarnan.........35-29 UBK-Grótta.................31-22 Valur-b-Fram............. 21-22 ÍR-Víkingur................23-22 Valur-a-Grótta.............33-28 FH-Valur-a.................28-30 UBK-Stjarnan....:..........24-22 V alur-b-Afturelding......29-26 Stjarnan-Grótta............36-27 FH-V íkingur...............30-25 UBK-ÍR.....................34-26 V alur-b-Víkingur.........20-40 Valur-b-Grótta.............26-34 Fram-Grótta................31-25 Samkvæmt þessum úrslitum eru Breiðablik og Valur efst á mótinu. Bæði liðin hafa hlotið átta stig eftir fimm leiki en markatala Blikanna er þó nokkuð betri. Þijú lið hafa sex stig. FH Og Fram úr fjórum leikjum og Víkingur úr sex leikjum. Lestina reka Stjarnan, Afturelding, ÍR og Grótta, öll með tvö stig. -fros Siggi Held ráðinn • Sigfried Held. Strachan með á morgun — í leiknum gegn West Ham íbikarnum Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í Englandi: Gordon Strachan, litli miðjumað- urinn hjá Manchester United, hefur nú náð sér af meiðslum og mun leika sinn fyrsta léík á árinu gegn West Ham í bikarnum á morgun. Sjúkra- liði Man. Utd veitir eflaust ekkert af snilli Strachan og hann mun koma í stað Bryan Robson sem er í leik- banni. Liverpool mun geta stillt upp sínu sterkasta liði gegn York að undan- skildu því að Steve Nicol mun ekki geta leikið. Þeir Paul Walsh, Gary 'Gillespie og Steve McMahon eru > allir búnir að ná sér af meiðslum sínum. -fros til Itveggj ja ára — sem landsliðsþjálfari ísiendinga í knattspymu — KSÍ með stórsamning við Adidas Vestur-Þjóðverjinn Sigfried Held var í gærkvöldi ráðinn landsliðsþjálf- ari íslands í knattspyrnu. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, og Gylfi Þórðarson, stjórnarmaður í KSÍ, gengu frá samningnum er gildir tií tveggja ára eða fram yfir undan- keppni Evrópukeppninnar. Held er 43 ára og lék á gullaldar- árum sínum með Borussia Dort- mund. Hann lék 41 landsleik fyrir V-Þýskaland. Tók síðan upp þjálfun og þjálfaði meðal annars lið Schalke og BV Luttringhausen. Hann hætti hjá síðarnefnda liðinu fyrir tveimur árum og hefur verið atvinnulaus síðan. „Ég hefði ekki trúað því að ég þyrfti að vera svona lengi atvinnu- laus og þegar kom svona áhugavert tilboð frá Islendingum var ég ekki í neinum vafa og sló til,“ sagði Held. KSÍ samdi við Adidas En stjórnarmenn KSl stóðu í fleiri stórræðum í gærkvöldi. Þeir Ellert og Gylfi sömdu við Adidas um fram- lengingu á auglýsingasamningi sín- um og íslenska landsliðsins. Samn- ingur aðilanna mun vera sá stærsti í sögunni hjá íslensku sérsambandi innaníSl. Samið við Þjóðverja Þá var samið við v-þýska knatt- spyrnusambandið um tvo landsleiki. V-þýska kvennalandsliðið mun leika hér á landi við íslenskar stöllur sínar næsta sumar og þá er nær öruggt að landslið þýskra, skipað leikmönnum undir 21 árs, muni einnig leika hér ánæstasumri. hsím/-fros 450 keppendur á sundmóti KR Sunddeild KR gekkst í fyrra fyrir einu stærsta unglingamóti sem háð hefur verið hér á landi. Stóð í einn dag og tókst mjög vel. Sams konar mót verður um næstu helgi, keppni stendur þá í tvo daga. Keppt í fleiri greinum en áður og keppendur verða um 450 víðs vegar af landinu. Keppt í flórum aldursflokkum í 42 greinum. Riðlar verða um 300 og sigurvegara í hverjum riðli veitt sérstök verð- laun. Sundfatafyrirtækið Speedo hefur gefið bikara og verðlaun verða auk þess fjölbreytileg. Júlíus Haf- stein, formaður ÍBR, setur mótið kl. 12 á laugardag í Sundhöll Reykjavík- ur. Keppni stendur til kl. 19 en hefst aftur kl. níu á sunnudagsmorgun. Lýkur um tvö leytið. • Ray Wilkins. Wilkins enn óborgaður Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV i Englandi: • Manchester United hefur samþykkt að geía ítalska liðinu AC Milano frest til 29. nóvember á að greiða 275 þúsund króna útborgun í Ray Wilkins en leik- maðurinn var seldur til Milanolisðins á 1,3 milijónir punda. ítalska liðið er illa statt fiárhagslega og hefur ekki getað staðið við greiðslur á leikmanninum. ítalska liðið skuldar einnig dágóða summu í Mark Hateley er liðið keypti fra Portsmouth á eina milljón punda. Stjórn Portsmouth hefur nú sent mann til ítalíu til að reyna að fá forráðamenn Miianoliðsins til að greiða meira af Hateley. Ef það tekst ekki þa hefur liðið hugsað sér að lögsækja... • Samskipti Manchester liðsins og AC Milano voru heldur vinalegri. Auk jtess sem enska liðið gaf frest á útborgun sömdu liðin einnigsín á milli um vináttu- leik er fram mun fara 29 apríl á ltalíu. Leikur liðanna mun líkloga verða sá fyrsti á miili ensks og ítalsks félagsliös eflir hörmungamar á Del Heysel síðast- liðið vor. • Samningur ensku knattspyrnudeild- arinnar við japanska ljósmyndafyrirtæk- ið Canon lýkur í vor eflir þriggja ára samstarf aðilanna. Knattspyrndudeildin mun því fá sér nýjan styrktaraðila eftir þetta keppnistímabil. Þrír aðilar eru nú taldir Hklegastir en það er gosdrykkja- framleiðandinn Coca-Cola, rakvörufyrir- tækið Gillette auk ónefnds bílaframleið- anda frá Japan. Talið er að samningur- inn muni hljóða upp á fimm milljónir ...........fÉÉÍll um að fá að leika á gervigrasi. Það eru Prcston, Lincholn, Blackpool, Torquay og Brentford. Það er enska knattspyrnu- sambandið sem þarf að gefa leyfi fvrir notkun gervigrass. -fros ir áhersla á unglinga- golfid” ÁrsþingGSÍ haldiö um helgina „Ég á ekki von á þvi að jietta verði mikið átakaþing. Þó er Ijóst að höf- uðáherslan verður lögð á uppbygg- ingu unglingastarsfins,“ sagði Frí- mann Gunnlaugsson hjá Golfsam- bandi íslands í samtali við DV. Ársþing Golfsambands íslands verður haldið um helgina og hefst ' það klukkan níu í fyrramálið og því lýkur á sunnudag. Þingið fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Við vorum með stórt þing í fyrra og þar voru mörg stór mál afgreidd. Þetta þing verður því eflaust frekar rólegt en vonandi gott engu að síð- ur,“ sagði Frímann ennfremur. Eins og Frímann gat um hér að framan verður höfuðáherslan í fram- tíðinni lögð á unglingagolfið. í landinu er mikill fjöldi ungra kylf- inga sem lítið hefúr verið gert fyrir á undanförnum árum. Nú hefur verið ákveðið að snúa þeirri þróun við og geta þeir unglingar sem stunda golf vænst þess að þeirra mál verði tekin ■ föstumtökmníframtiðinni. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.