Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. 39 Menning Menning Menning Menning Þá þurfti ég á hvatningu að halda -segir Einar Jóhannesson sem hlaut Menningarverðlaun DV fyrir tónlist á síðasta ári STÓR HAPPDRÆTTI FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA 3,i V.W'° SKATTFRJALSIR VINNINGAR 10 stk. m, .... * 5 stk. NORDMENDE Myndbandsupptökutæki. . 5 stk. XCiPPlG Einkatölvur. Macintosh Einkatölvur. NORDMENDE Myndbandstæki. 1 Skíðaferð fyrir tvo + skíðaútbúnaður. 2 Utanlandsferðir. 100 Soda-Stream tæki. rra 50 stk.b^i GoldStar Ferðahljómflutningstæki. STYRKIÐ BJÖRGUNARSTARFIÐ í LANDINU! 17. FEBRUAR 1986 SI'ADISIOUUI) DI'AKI.WIKlll) OUNÁUDKNMS FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR í Norræna kvartettinum. Þeir eru Roger Carlsson slagverksmaður, Joseph Fung, gítarleikari og tór> skáld, og Áskel) Másson, tónskáld og slagverksmaður. Síðan er það klarínettuleikurinn með Sinfóníu- hljómsveitinni sem er aðalatvinnan. „Verkefnin bjóða því upp á ágæta blöndu af fastri vinnu og flögri um heiminn," segir Einar. Hefur batnað Skömmu eftir að Einar hlaut Menningarverðlaun DV í fyrra lýsti hann óánægju sinni með rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar í viðtali við blaðið. „Því er ekki að neita að síðan hafa orðið nokkrar framfarir í starfi hljómsveitarinnar. Þetta er stór hópur sérhæfðs fólks sem þarf á mjög fagmannlegri verkkunnáttu þeirra sem.sjá um daglegan rekstur og framtíðarpólitík hljómsveitarinn- ar að halda,“ segir Einar þegar hann rifjar upp vegferð hljómsveitarinnar á árinu. „En okkur sem störfum hjá hljómsveitinni ber að segja til þess ef eitthvað fer í taugarnar á okkur og Hamra á því þar til úrbætur fást. Það er besta aðhaldið." -GK „Verðlaunin komu á mjög góðum tíma fyrir mig. Ég þurfti þá á hvatn- ingu að halda. Eftir á að hyggja finnst mér að þau hafi hvatt mig meira en ég gerði mér grein fyrir í fyrstu,“ sagði Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Hann hlaut í fyrra Menningarverðlaun DV fyrir tónlist. „Ég hugsa til verðlaunanna með talvert mikilli virðingu og ánægju." Dramatískur undirtónn Einar hefur nýverið lokið við að leika inn á hljómplötu sem Sinfóníu- hljómsveitin gefur væntanlega út áður en langt um líður. Þar gefst almenningi kostur á að hlýða á klarí- nettukonsert Mozarts - þann sama og Einar lék við góðar undirtekir i Frakklandsferð Sinfóníuhljómsveit- arinnar síðasta sumar. Platan var tekin upp í Langholts- kirkju á einum degi við aðstæður sem ekki geta talist ákjósanlegar í hljóðverum. Guðshúsið er ekki hljóðeinangrað. Því ber það við að óþægilega mikið gnauðar í rjáfri og á góðum flugdögum verður að hætta upptökum. „En þetta var eitt af síðustu verk- um Mozarts þannig að svolítill dra- matískur undirtónn kemur ekki að sök,“ sagði Einar. Gottár Einar sagðist telja að árið hefði verið fremur gott hjá sér og þar hefðu verðlaunin góðu síst orðið til að spilla fyrir. „Ég er að hugsa mitt mál og safna kröftum. Það hefur ekki verið mjög annasamt til þessa en það er mikið framundan. Ég er því bjart- sýnn,“ sagði Einar. Næsta stóra verkefnið hjá Einári eru tónleikar á Englandi. Þangað fer hann nú á útmánuðum. I sumar er síðan ætlunin að taka upp plötu í Lundúnum með Philip Jenkins píanóleikara. Þá er Einar að undirbúa ferð til Suðaustur-Asíu með félögum sínum 99% líkur á að við fáum húsið -segir Inga Bjarnason hjá Alþýðuleikhúsinu Einar Jóhannesson - annasamt ár að baki. „Það er erfitt að drepa okkur. Við höfum síðasta árið sett upp fjórar sýningar við ómennskar aðstæður,“ sagði Inga Bjarnason, leikstjóri hjá Alþýðuleikhúsinu, í samtali við DV. Alþýðuleikhúsið hlaut á síðasta ári Menningarverðlaun DV fyrir leik- list. Á því ári sem liðið er hefur Alþýðuleikhúsið haldið áfram að vera í fararbroddi íslenskra leikhúsa þrátt fyrir að gatan hafi verið helsti samastaður þess. Á götunni „Listrænt stöndum við vel en hús- næði höfum við ekkert enn og þeim virðist fækka stöðunum sem við eigum innkomu í. Verkefni okkar hafa fengið góða dóma og aðsókn hefur verið góð en það er varla hægt að bjóða fólki upp á aðstöðuna öllu lengur," sagði Inga um stöðu leik- félagsins. Nú er þó sennilega komið að þeirri stund að úr rætist í húsnæðismálun- um. Alþýðuleikhúsið hefur, sem og fleiri leikhópar, haft augastað á Fleiri taka mark á okkur Alþýðuleikhúsið er nú komið á ellefta aldursár. Ævin hefur verið stormasöm til þessa. Opinber stuðn- ingur hefur verið lítill en viðurkenn- ingarnar fleiri. Menningarverðlaun DV eru þar á meðal. „Menningar- verðlaunin hafa hjálpað okkur,“ segir Inga Bjarnason. „Það er tekið gamla Sigtúni við Austurvöll. Það hefur staðið lítið notað undanfarin ár. „Ég held að það séu 95-99% líkur á að við fáum húsið. Sverrir Her- mannsson hefur sýnt málinu mikinn áhuga og það hafa aðrir ráðherrar og þingmenn einnig gert. Þetta er yndislegur staður. Ég trúi að við getum boðið upp á góðar sýningar þarna. Starfið hjá okkur ætti ekki að þurfa að rekast á við reksturinn sem fyrir er í húsinu. Við eru vön að hliðra til í okkar rekstri.“ meira mark á okkur á eftir. Við höfum ekkert á bak við okkur nema viljann. Því er mikilvægt að fá svona hvatningu." -GK .,Klassapiur“ Alþvðuleikhússins vöktu mikla athygli á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.