Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 28
40
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
~9
Sfc
*
Andlát
Afmæli
Þorleifur Thorlacius lést 3. febrú-
ar sl. Hann fæddist á Akureyri hinn
18. apríl 1923, sonur hjónanna Þor-
steins Thorlacius og Þorbjargar
Þorleifsdóttur. Þorleifur lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1943. Hann gekk ungur til
starfa í utanríkisþjónustunni og
vann henni að heita mátti óslitið til
dauðadags, þar af yfir 20 ár í sendi-
ráðum íslands erlendis. Hann lætur
eftir sig eiginkonu og fjögur böm.
Útfor hans verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Áki Gíslason bókasafnsfræðingur
lést fimmtudaginn 13. febrúar.
Óskar S. Jónsson, Njálsgötu 49, lést
í Borgarspítalanum fimmtudaginn
13. febrúar.
Jón Jósteinn Guðmundsson frá
Kleifum, sem lést 8. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hvalsneskirkju
laugardaginn 15. febrúar kl. 14.
Jón Einarsson frá Húsatóftum,
Grindavík, verður jarðsunginn frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 15.
febrúar kl. 14.
Verkfalls-
lok hjá
kennurum
Verkföll grunnskólakennara eru
að öllum likindum úr sögunni i bili.
Stjórn Kennarasambands Islands
samþykkti samhljóða í gær ákvörð-
un fjármálaráðherra um að kennarar
þess sambands fái sömu laun og
kennarar i Hinu íslenska kennarafé-
lagi frá 1. febrúar. Aðgerðanefnd KÍ
stendur ekki að frekari verkföllum.
I dag átti að fella niður grunn-
skólakennslu á Suðurlandi og Norð-
urlandi vestra. Áður var búið að gera
dagsverkfall á öðrum kennslusvæð-
um. -HERB
Eva Hrönn Hreinsdóttir lést í Borg-
arspítalanum 5. febrúar sl. Hún
fæddist 27. janúar 1965. Hún var
einkadóttir hjónanna Þrúðar Ing-
varsdóttur og Hreins Eyjólfssonar.
Lengst af starfaði Eva í Arnarholti
en nú síðustu mánuðina vann hún
hjá Sjálfsbjörg. Eftirlifandi eigin-
maður hennar er Árelíus Þórðarson.
Útför Evu var gerð frá Dómkirkjunni
í morgun.
70 ára er í dag, 14. febrúar, Sigríöur
R. Michelsen, Krummuhólum 6,
Reykjavík. Maður hennar er Paul
Michelsen, fyrrv. garðyrkjumaður í
Hveragerði. Þau hjónin verða að
heiman í dag.
Jóhannes Kristjánsson fulltrúi, er
lést að heimili sínu, Skeiðarvogi 127,
þann 6. febrúar sl., verður jarðsung-
inn frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 15. febrúar kl. 14.
Matthias Helgason, Skólavegi 14,
Keflavík, sem lést 9. febrúar sl., verð-
ur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 15. febrúarkl. 14.
Kristin Sigurðardóttir lést 6. febrúar
sl. Hún fæddist í Hafnarfirði þann
10. október 1921. Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar Böðvarsdóttur og
Sigurðar Valdimarssonar. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Ólafur
Frímannsson. Þeim hjónum varð
fjögurra barna auðið. Útför Kristín-
ar verður gerð frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði í dag kl. 13.30.
Fundir
Kvenfélag Neskirkju
heldur fund nk. mánudagskvöld kl.
20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar.
Leynigestur kemur á fundinn.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 111116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Bergstaða-
stræti 8, þingl. eign Sigurðar B. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 17. febrúar 1986 kl.
14.45.
Borgarfógetaembaettið i Reykjavik.
Uppboð
Lausafjáruppboð verður haldið í tollvörugeymslunni í Keflavík í dag, föstudag,
kl. 16.00.
Uppboðshaldarinn í Keflavík, Njarðvík f
og Gullbringusýslu. 1
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Aðalstræti 105, Patreksfirði, þingl. eign Ólafs
Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl. og Bruna-
bótafélags íslands hf. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl.
10.00.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðs 1985 á eigninni
Móatúni 1, Tálknafirði, þingl. eign Einars J. Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu
Veðdeildar Landsbanka islands, Stefáns Pálssonar hrl., Sigurðar Guðjónsson-
ar hdl, Gunnars Sæmundssonar hdl. og innheimtu rikissjóðs á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 14.00.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Utvarp
Sjónvarp
Ólafur Emilsson prentari:
Neikvæðum fréttum
fækkar í sjónvarpi
Þar sem ég vinn er opið fyrir rás
2 mestan hluta dagsins. Þetta fer
svona jafiióðum út um hitt eins og
sagt er. Útvarpið er nefnilega yfir-
leitt stillt á þann hátt að tónlist
heyrist og það er oftast þannig að
talaða málið á milli laga heyrist
ekki nógu vel. Einhver hleypur þá
til og hækkar þegar fréttir eru
lesnar og ef eitthvert annað talað
mál vekur athygli. Svo þarf að
hlaupa aftur og lækka í tónlistinni
svo hún ætli ekki allt að æra. Mér
finnst það ekki hafa minnkað
hlaupin til og frá útvarpstækinu
að svokallaðir tæknimenn útvarps
séu nefndir. Það er óþarfi að nefna
þá frekar en aðra starfsmenn út-
varpsins.
Ég er ánægður með dagskrá bæði
útvarps og sjónvarps. Auðvitað
reikna ég ekki með að allt sé við
mitt hæfi því þá væri maður alltaf
að missa af einhverju og manni
yrði lítið úr verki. Hins vegar
finnst mér eins og efnið frá Akur-
eyri hafi minnkað og sakna ég þess
þó að ég sé Sunnlendingur. Ég
fagna því að í sjónvarpinu hefur
dregið úr útsendingum á neikvæð-
um fréttum, s.s. af stríði, hermdar-
verkum og öðnun hörmungum sem
áður virtust vera eitt helsta upp-
fyllingarefnið í fréttatíma sjón-
varpsins. Það er eins og fréttir séu
meira úr nágrenni okkar og mann-
legri. Það neikvæða er niðurdrep-
andi eins og allir vita og eykur
hugarvíl. Kannski geta fjölmiðl-
arnir með jákvæðum fréttum aflétt
þeim drunga sem virðist einkenna
þjóðina.
í kvöldfréttum útvarpsins í gær-
kvöldi kom fram að horfur séu á
lækkandi olíuverði og að búið sé
að ákveða fiskverð. Þetta tvennt
ætti með öðru að liðka til með því
að kjarasamningar næðust. En eitt
finnst mér alveg furðulegt varð-
andi viðræðumar um þessa nýju
samninga. Þegar flestir eru sam-
mála um það að laun séu almennt
of lág og meira að segja alþingis-
menn kvarta með sín 60-70 þús. á
mánuði sem eru þó allt að þreföld
laun verkafólks. Af hverju er þá
verið að ræða það að setja eitthvað
af mögulegri kjarabót eitthvað
annað en í launaumslagið? Er það
virkilegt að í núverandi ástandi
eigi eitthvað af kjarabótinni að
fara í lífeyrissjóðsgreiðslur sem svo
ríkið ætlar að ná tangarhaldi á og
setja í byggingarsjóð. Hvers konar
kjarabót er þetta fyrir hinn al-
menna launamann sem þarf ekki á
byggingarsjóði að halda. Það á
ekki að taka af mögulegri lagfær-
ingu á kaupmætti í lífeyrissjóði,
heldur verður að leita annarra ráða
til að hjálpa lífeyrisþegum sem svo
sannarlega eru vel að því komnir
að fá meiri kjarabót en um semst
milli atvinnurekenda og launa-
fólks.
Fulltrúi kaupenda um fiskverðið:
„Óskynsamleg niðurstaða”
„Ég hefði kosið aðra niðurstöðu.
2 og 1/2 prósent hækkun fiskverð
í stað 3 og 1/2 prósent hækkunar
fiskverðsins hefði verið eðlilegt að
mínu mati. Það hefði verið eðlilegt
að gera ráð fyrir einhverjum hagn-
aði til handa fiskvinnslunnni, hún
stendur nú í kjarasamningum við
verkafólk og stendur nú á núlli
samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar. Þeir útreikningar
fara ekki alveg saman við okkar,
það munar 1 til 2 prósentum. Okkar
reikningar sýna verri stöðu fisk-
vinnslunnar. Auk þess hefur átt sér
stað gengissig núna og ekki bætir
það stöðu okkar,“ sagði Gunnar
Tómasson, fulltrúi kaupenda í
yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins um fiskverðshækkunina
sem ákveðin var í gær.
„Mín hugmynd var sú að olíu-
verðslækkunin kæmi eingöngu
sjómönnum til góða en ekki út-
gerðinni og þá hefði verið hægt að
halda 2 og 1/2 prósent hækkun án
þess að skerða hlut sjómanna. Með
3 og 1/2 prósent hækkun er gert ráð
fyrir að útgerðin og sjómenn skipti
hagnaðinum á milli sín en fisk-
vinnslan fái ekkert. Fiskvinnslan
hefur greitt sérstakan kostnað
vegna olíuverðsins og fór ekki fram
á lækkun þó olíuverðið hafi lækk-
að. Við gerðum ráð fyrir að sjó-
menn nytu góðs af því en ekki
útgerðin. Þetta var óskynsamleg
niðurstaða,“ sagði Gunnar.
f frétt frá Verðlagsráði sjávarút-
vegsins segir að fiskverðsákvörð-
unin sé byggð á því að sá hluti
kostnaðarhluta útgerðar, sem
kemur til skipta samkvæmt lögum,
verði aukinn um 2 og 1/2 prósent
þegar landað er innanlands en 1
prósent þegar veiðiskip selur afla
sinn erlendis. Forsenda þessarar
breytingar sé m.a. sú að gasolíu-
verð lækki hér á landi sem næst 7
prósentum frá 1. mars næstkom-
andi og um 3 prósent frá 15. mars.
Ennfremur segir að fari almenn
launahækkun á verðtímabilinu,
sem er 1. febrúar til 31. maí, sam-
kvæmt kjarasamningum fram úr 5
prósentum, sé heimilt að segja upp
fiskverðinu er slík launahækkun
tekur gildi. Verðinu verður þó ekki
sagt lausu fyrr en frá 15. mars 1986.
-KB
Ekkert þokast á yfirborðinu í samningum BSRB og ríkisins:
Visitölubinding launa
er veggurinn
Samninganefnd Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja forðast það enn
að nefna nokkrar tölur í viðræðun-
um við samninganefnd ríkisins. Rík-
isnefndin lagði sem kunnugt er fram
tilboð um 7% launahækkun í þrem
áföngum á þessu ári. Bandalags-
nefndin vill að áfangamir verði fjór-
ir.
Fram að þessu hefur veggurinn í
samningaviðræðunum verið krafa
BSRB um verðtryggingu umsaminna
launa. Ríkið hefur fallist á skamman
uppsagnarfrest fari verðlag fram úr
áætlun á tilteknum dögum. BSRB
vill sem fyrr sjálfvirkar verðbætur á
launin að vissu marki en síðan að
samningar verði sjálfkrafa lausir fari
verðlag úr böndunum.
í gær var skipaður vinnuhópur
aðila í þetta mál og launatölurnar.
Annar hópur var skipaður i samn-
ingsréttarmál og ýmislegt annað sem
ber á góma. Hóparnir störfuðu sam-
an í gær en í morgun þingaði hvor
aðili fyrir sig. Samninganefndimar
mæta síðan hjá ríkissáttasemjara
klukkan 15 í dag.
HERB
Lann kennara leiðrétt
— frumvarp um lögverndun kennarastarfsins lagt fram á næstunni
Fjármálaráðherra hefur ákveðið
að kennarar innan Kennarasam-
bands íslands fái greidd sömu laun
og kennarar innan Hins íslenska
kennarafélags frá og með 1. febrúar.
Þessi ákvörðun er tekin með tilliti
til þess að kennarar þessara samtaka
hafa ákveðið að semja innan sama
félags, Bandalags kennarafélaga.
Fjármálaráðherra skýrði frá þessu
á Alþingi í gær og ritaði KÍ bréf um
i_-c~: -------
þessu vegna fyrirspurnar Hjörleifs
Guttormssonar, Álþýðubandalagi,
um kjaramál kennara og lögverndun
starfs þeirra. Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra skýrði einnig
frá því að tilbúin væru frumvarps-
drög um lögvemdun kennarastarfs-
ins. Þau yrðu bráðlega lögð fyrir
stjórnarflokkana og síðan yrði stefnt
að því að leggja fram frumvarp á
Alþingi hið fyrsta. í þessum drögum
'•<"4- A Atwtt* 1 nrr»rinn n
starfi kennara í grunnskólum og
framhaldsskólum, einnig ákvæði um
endurskoðun á embættisgengi kenn-
ara.
Ljóst er að nokkur óánægja er hjá
kennurum með að þessi leiðrétting
gildir aðeins frá 1. febrúar. Hinn
umtalaði 5% launamunur nær allt
aftur til 1. nóvember og krafa kenn-
ara hljóðaði upp á að þessi munur
yrði leiðréttur frá þeim tíma.
A DU