Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 33
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
45
Sviðsljós Sviðsljós
En það hefur henni samt sem
óður tekist, vinnur til skiptis í New
York og París. Fyrrnefnda borgin
er aðalvinnustaðurinn en París
uppáhaldsaðsetrið. Eiginmaðurinn
er kvikmyndaframleiðandi, Rafael
Lopez-Sanchez og þau búa í íbúð á
Manhattan þar sem alla mögulega
öryggisvörslu er að finna. Sjón-
varpskerfi er tengt viðvörunar-
bjöllum og bókstaflega allir hlutir
eru læstir inni. Enda varla vanþörf
á með heimilið troðfullt af ómetan-
legum og ekta píkassóum.
Skartgripir Palomu eru hágæðavara og er mál manna að hún hafi erft
listhæfileika beggja foreldranna þótt ekki séu þeir nýttir ó sama sviði.
Dóttir föður síns
Skartgripahönnuður Tiffanys i
New York heitir hvorki meira né
minna en Picasso að eftirnafni og
er einmitt afkomandi listamanns-
ins heimsfræga. Þetta er dóttirin
Paloma sem er lærður gullsmiður
og nýtir listhæfileikana í sínu fagi.
Móðir hennar var bæði málari
og rithöfundur, föðurinn Pablo
Picasso þekkja allir sem einn mesta
málara sem fæðst hefur og Paloma
er eina bamið sem lagt hefur í það
að hasla sér völl í listinni líka.
Vinir Palomu eru flestir annað-
hvort listamenn eða fólk því tengt
og árum saman var hún þekkt sem
meðlimur í jetsettinu svonefnda.
Lífið fór í alls kyns sýndarmennsku
þar til stokkað var upp og mið tekið
af vinnunni eingöngu.
„Það er ekki auðvelt að bera
svona frægt nafn,“ segir Paloma
hugsi. „Enginn vill tala um annað
en pabba þinn og það er erfitt að
komast á blað sem listamaður fyrir
eigin verðleika."
sýningar tiskukóngsins Yves Saint Laurent. Þar situr hún fyrir miðju
salarins ásamt Catherine Deneuve en þær tvær hafa klæðst fatnaði meist-
arans í áraraðir.
Sá heimsfrægi Picasso með börnin
tvö, Palomu og Claude.
Full-
djarft,
eöa...
Órangútanapynjan Twiggy er orð-
in leið á lífinu og vill brjóta lífs-
mynstrið hressilega upp. I næsta
búri í dýragarðinum í Twycross
Zoo er líka með afbrigðum myndar-
legur api, svo hvað skal til bragðs
taka?
Twiggy er á því að dansinn með
rósina milli tannanna kunni að
vera fulldjörf hugmynd til þess að
vekja á sér athygli og meðfædd
feimni yrði líka íjötur um fót í
framkvæmdinni. En smáblóm í
munninn og rétta augnaráðið er
bara apalegt og allt í lagi að reyna,
eða hvað?
- Af myndinni að dæma hefur hún
skapgerðina sem þarf til að sigra
hvaða apa sem er í viðureign af
þessu tagi.
m-------------------—>-
„Það er fulldjarft þetta með rósina
milli tannnanna, en eitthvað aðeins
minna gæti dugað.“ Twiggy þungt
hugsi.
DANSKA
SMURBRAUÐIÐ
Auðbrekku 32,
Löngubrekku
megin.
Hjá okkurfáið þið ekta
danskt smurbrauð,
einnig kaffisnittur og
kokkteilsnittur.
Uppl. og pantanir i sima
45633.
Opiðfrá kl. 10-20 alladaga.
ATH. Sendum heim ef óskað er.
Laus staða
Staða brunamálastjóra til að veita Brunamálastofnun
ríkisins forstöðu er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er
að umsækjandi hafi sérþekkingu á brunamálum og
sé arkitekt, verkfræðingur eða tæknifræðingur.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir 20. mars nk.
12. febrúar 1986.
Félagsmálaráðuneytið.
TIL SÖLU
Árg. Ekinn Verð
Opel Kadett 1982 60.000 280.000
Alfa Romeo 1500 1982 52.000 340.000
Oldsmobile Delta 88, dísil 1978 139.000 370.000
Volvo 144, nýsprautaður. 1973 160.000 150.000
Scout II nýsprautaður. 1976 138.000 350.000
upphækkaður
Plymouth Volaré, 6 cyl., ss, 1979 85.000 320.000
Dodge Aspen, 8 cyl., ss, 1978 78.000 280.000
Lada 1500 station 1983 32.000 180.000
Range Rover, bill í sérfl. 1980 70.000 890.000
Mikro Plus bátur, 18 feta.
mjög lítið notaður, með
innréttingu og flutningsvagni.
45 hesta mótor 290.000
Bens 309 rúta, innréttuð, sann-
kallað sumarhús á hjólum, ís
skápur, vaskur, eldavél, gasofn-
ar, sturta, heitt vatn, svefn-
pláss fyrir 6 til 8 manns,
disilvél 1970 570.000
Þessir bílar fást á góðum kjörum eða í
bílaskiptum, 2ja til 3ja ára skuldabréf.
Haraldur gefur upplýsingar í síma 28830 milli kl. 13 og 19.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stöður við íslenska
málstöð, sbr. 4. gr. laga nr. 80/1984.
Staða sérfræðings í íslenskri málfræði. Verkefni eink-
um á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og
fræðsla og ritstjórnarstörf. 1
Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um
menntun og til lektors í íslenskri málfræði.
Staða fulltrúa sem hafi. m.a. umsjón með skrifstofu,
reikningshaldi og skjalavörslu, auk aðstoðar við fræði-
leg störf og útgáfu.
Fulltrúi hafi lokið háskólaprófi í íslensku (málfræði),
eigi lægra en BA-prófi, og æskilegt er að hann hafi
nokkra reynslu af málræktarstörfum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf,
rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 20. mars
1986.
11. febrúar 1986.
Menntamálaráðuneytið.