Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Qupperneq 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Söguleg rettarhöld
yfir mafíumönnum
í haíharborginn Palermo á Sikiley
fara nú fram ein sögulegustu réttar-
höld sem um getur í ítalskri réttar-
sögu.^Á sakbomingabekknum eru
474 menn úr mafíunni og eru þeir
meðal annars ákærðir fyrir morð,
vopnasmygl og eiturlyfjasölu.
Sjálft ákæmskjalið er 8607 síður
og fylgiskjölin em margfalt fleiri.
Flestir hinna ákærðu em smábófar
og hlaupastrákar en nokkrir hátt-
settir menn innan mafíunnar em
einnig ákærðir.
Þekktastir þeirra em Pippo Calo,
sem sagður er hafa séð um að koma
„skítugum" eiturlyfjapeningum í
löglegar fjárfestingar, og guðfaðir-
inn don Luciano, sem hefur það orð
á sér að vera blóðþyrstastur allra
mafíuleiðtoga.
Sakborningar í búrum
Viðbúnaðurinn vegna þessara
réttarhalda er gífurlegur. Sakbom-
ingamir sitja í sérsmíðuðum, skot-
heldum glerbúrum og þeirra er
stranglega gætt allan sólarhringinn.
Sömu sögu er að segja af dómurum
og öðrum sem unnið hafa að rann-
sókn málsins, þeir em stöðugt um-
kringdir lífvörðum. Og á öllum göt-
um, sem liggja að dómshúsinu, em
vopnaðir lögreglumenn á verði.
Ströngust er þó sennilega gæslan
á aðalvitni saksóknara, Tommaso
Buscetta. Hann var lykilmaður í
eiturlyfjaviðskiptum mafíunnar
milli Evrópu og Bandaríkjanna fram
til ársins 1984. Þá missti mafian
oPto , «■ Bón- og þvottastöðin hf.
« +*■*■ Sigtuni 3,
'a“,a' Sími 14820.
Bón- og þvottastöðin Kf.
Sigtúni 3
AUGLYSIR: ^
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
Ath. eftirfarandi:
Móttakan er í austurenda hússins, þar er
bíllinn settur á færiband og leggur síðan af
stað í ferð sína gegnum húsið. íigendur
fylgjast með honum.
Síðan er hann þveginn með mjúkum burst-
um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand-
þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að
sleppa burstum og fá bílinn eingöngu
handþveginn.
Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Að þessu loknu er þurrkun og snyrt-
ing.
8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og
öruggari á hreinum bíl.
Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-
þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein-
indi, sandur og því um líkt, eru skoluð
af honum, um leið fer hann í undir-
vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög
ánægðir með þá þjónustu, því óhrein-
indi safnast mikið fyrir undir brettum
og sílsum.
Tíma þarf ekki að panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeður á stuttum tíma (15 minútum).
Stundum eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar.
traust sitt á honum og það var
ákveðið að drepa hann og fjölskyldu
hans. Buscetta sneri sér þá til lög-
reglunnar og lofaði að ljóstra upp
öllu sem hann vissi um starfsemi
mafíunnar gegn því að hann fengi
lögregluvemd.
Vitnisburður Buscetta er það f'eit-
asta sem ítalska lögreglan hefur
komist í í áralangri baráttu við
mafíuna, því hann var vel kunnugur
skipulagi og starfsemi glæpahrings-
ins. Því skyldi engan undra þó hans
sé vel gætt.
Vilja mafíuna
Réttarhöldin hafa haft mikil áhrif
á Sikiley og reyndar um alla Italíu.
Stúdentar hafa farið í kröfugöngu
gegn mafíunni og kirkjunnar menn
hafa opinberlega gagnrýnt stjórn-
völd fyrir slælega frammistöðu í
baráttunni við glæpamennina.
En það em ekki allir ánægðir með
að vegið sé að mafíunni. Ymis fyrir-
tæki, sérstaklega í byggingariðnað-
inum, hafa orðið að hætta starfsemi
sinni meðan tengsl þeirra við maf-
íuna hafa verið rannsökuð. Af þess-
um sökum hefur atvinnuleysingjum
fjölgað töluvert og hafa verið famar
mótmælagöngur vegna þessa. At-
vinnulausir múrarar hafa til að
mynda marsérað um miðbæ Palermo
með spjöld þar sem stóð: „Við viljum
mafíuna aftur“ og „Mafían útvegaði
okkur vinnu“.
„Ein lög fyrir alla“ stendur stórum
stöfum framan á dómarapúltinu og
það er einmitt það sem réttarhöldin
snúast um: Er raunvemlega hægt
að koma lögum yfir Kolkrabbann
eins og almenningur á Sikiley kallar
mafíuna. Mafían er valdamikil og
rótgróin á Sikiley og ítök hennar í
samfélaginu sterk. Mafían hefúr
ekki vílað fyrir sér að drepa þá sem
hún telur að ógni veldi sínu. Hefur
þá engu skipt hvort í hlut áttu^lög-
reglumenn, dómarar, almennir Dorg-
arar eða hennar eigin menn, og fóm-
arlömb hennar em orðin mörg.
Margir óttast því að erfitt muni
reynast að fá mafíósana dæmda.
Áfellisdómur yfir samfélaginu
Réttarhöldin yfir mafíumönnunum
em ekki bara spuming um lög held-
ur er þetta siðferðilegt og ekki síst
stórpólitískt mál. í raun er það ekki
bara mafían sem situr á sakarbekkn-
um heldur em réttarhöldin lika
þungur áfellisdómur yfir samfélag-
inu sjálfú sem í allan þennan tíma
hefur leyft mafíunni að lifa og dafna.
Síðast en ekki síst em réttarhöldin
ásökun á hendur þeim fjölmörgu
stjómmálamönnum sem hafa lifað
með mafíunni - og lifað á henni.
Málið snýst í raun um það hvort
ítalska ríkinu og réttvísinni tekst að
sanna að hægt sé að berjast gegn
glæpahringum á borð við mafíuna
og draga þá til ábyrgðar fyrir dóm-
stólum eða hvort mafían stendur
utan við lög og rétt - sé ríki í ríkinu
og fari sínu fram.
Takist mafíunni á einhvern hátt
að eyðileggja þessi réttarhöld eða
koma í veg fyrir að sakborningarnir
verði dæmdir yrði það stærsti sigur
sem mafían hefur nokkm sinni
unnið.
Hinir ákærðu vel geymdir í skotheldum búmm.