Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Page 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
Viðskipti Vióskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innián með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5‘X* á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun. eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25‘X*
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6
mánuði 37%. Frá 11.02. 1986 verða vextir eftir
12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé
ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð-
ura reikningum gildir hún um hávaxtareikn-
inginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, cða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
mn sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. f>á ársfjórðunga sem innstæða er
óhrcyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34.8'%, eða eins og á verðtrvggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almonnir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum. 32%. með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum. sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Víð innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. f>au eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með affollum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna. 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán. nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa. annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3.5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt. lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%!
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0.125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21.-28.02. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM SJA sérlista li i j II il if 1l IlH li li
INNLAN 0VERÐTRYGGÐ
SPARISJÓBSBÆKUR Óbundin innstæða 22,0 22,0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31,0 33,4 30.0 28.0 26.5 30,0 29,0 31,0 28.0
12 mán.uppsogn 32.0 34,6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR- UNSRÉHUR Sparað 3 5 mán. 25,0 23.0 23,0 23.0 23,0 25.0 25.0
29,0 26,0 28.0 29.0 28,0
INNLÁNSSKÍRTEINI Til 6 mánaða 28,0 30,0 28,0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avísanareikningar 17,0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10,0
Hlaupareikningar 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10,0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGG0
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 12.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vestur þýsk mörk 5.0 4.5 4.0 4.0 4,5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 8.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIOSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.02) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULOABRÉE 32,03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIOSKIPTASKULDABRÉF 35.0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU
SJÁNEDANMÁLS1)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og V(?rslunarbankanum.
Seðlabankinn gefur tóninn ívaxtamálum:
Sparisjóðsvextir
lækka í 12 prósent
í tengslum við kjarasamningana og
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til nið-
urfærslu á verðlagi hafa seðlabanka-
menn ákveðið verulega lækkun á þeim
vöxtum sem bankinn ákveður. Þannig
eiga almennir sparisjóðsvextir að
lækka á morgun, 1. mars, úr 22% í
12%.
Víxilvextir eiga að lækka úr 32% í
19% og skuldabréfavextir úr 32% í
20%. Þá verða afurðalánavextir,
vegna framleiðslu á innanlandsmark-
að, að lækka úr 28,5% í 19,25%. Og
loks lækka vanskilavextir úr 45% í
33% á ári.
Þessi vaxtalækkun er ákveðin til
samræmis við niðurfærslu verðlags og
þar með verðbólgunnar, sem áætlað
er að fari niður í 7% yfir 12 næstu
mánuði. Verðbólgan minnkar ört á
næstunni standist áætlanir og vextir
þá væntanlega einnig enn frekar en
ákveðið hefur verið.
Þegar verðbólguhraðinn verður
kominn niður í 7% verða raunvextir
á almennum sparisjóðsbókum 5%,
haldist 12% grunnvextir á bókunum.
Eins verða þá 12% raunvextir á víxl-
um, haldist 19% grunnvextir á þeim.
Vextir á öðrum innlánsreikningum
og skuldum en Seðlabankinn ræður
munu vafalítið breytast í kjölfar þess-
ara aðgerða sem nú hafa verið ákveðn-
ar. Þó er ljóst að áfram verður sam-
keppni um sparifé milli innlánsstofn-
ana, ríkisins og verðbréfamarkaðar-
ins, með mismunandi vöxtum og kjör-
um.
HERB
Bætt þjófavamarkerfi
handa íslenskum iðnaði
Nú er fyrirhugað að stofna samtök
til vamar því að hugverkum og fram-
leiðsluvörum á sviði iðnaðar á Islandi
sé rænt af samkeppnisaðilum. Samtök-
in eiga að heita Samtök um vemd
eignarréttinda á sviði iðnaðar. Fyrir
stofriuninni standa Félag íslenskra
iðnrekenda, íslenska einkaleyfa- og
vörumerkjastofan og Faktor Comp-
any. Þessir aðilar spyrja sig hvers virði
sé atorkusemi, framleiðni, vömþróun
og markaðssetning ef ekki er hægt að
tryggja það að þessir þættir eigi sér
vemd í réttarríkinu.
Eignarréttindi á sviði iðnaðar mætti
líka nefna iðnaðarréttindi. í víðtæk-
asta skilningi er hér átt við réttindi
sem einkaleyfi, vörumerki og útlist-
vemd taka til, en að nokkm leyti nær
réttarsvið þetta einnig til reglna um
firmanöfii og samkeppni í viðskiptum.
Fyrirhugað er að samtökin stuðli að
bættu þjófavamarkerfi til handa is-
lenskum iðnaði, skoði samsvarandi
kerfi í útlöndum, kynni fyrir þeim sem
hagsmuni eiga þær leiðir sem færar
em og fylgist með þróuninni á þessu
sviði.
Stofnfundur samtakanna, sem verða
öllum opin, verður haldinn á Hótel
Esju 4. mars næstkomandi.
-KB
Starfsfólk við Hestasölu Halldórs, f.v. Halldór Sigurðsson gullsmiður, Halldór Jónsson, Margrét Halldórsdóttir og
Eggert Helgason.
Gullsmiður selur hesta
„Ég mun selja mína eigin hesta, taka
hesta í umboðssölu gegn umboðslaun-
um, kaupa sjálfur hesta, taka hesta í
þjálfun og bjóða ýmsa aðra þjónustu,"
sagði gullsmiður í Reykjavík, Halldór
Sigurðsson, sem hefur komið á fót
hestasölu, Hestasölu Halldórs, á fé-
lagssvæði Fáks í Reykjavík.
Þeir hestaeigendur, sem áhuga hafa,
geta komið hestum sínum þama í sölu
alla virka daga. Tamningamenn munu
líta á hestana og gefa ráð um verðlagn-
ingu. Þurfi hestamir á þjálfun að
halda er unnt að veita hana, og einnig
eru hestar teknir í fóður eftir því sem
húsrými leyfír.
Nú þegar eru um 15 til 20 reiðhestar
í sölu hjá Halldóri. Sýningar verða á
söluhestum alla sunnudaga mi'.Ii
klukkan 13 og 17 og í fyrsta skipti
næsta sunnudag. _KB
Þjóðfélagsfræðingur
ráðinn markaðsstjóri
Nýlega var Esther Guðmundsdóttir
þjóðfélagsfræðingur ráðin markaðs-
stjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og
Esther Guðmundsdóttir þjóðfélags-
fræðingur ráðin markaðsstjóri
nágrennis. Ester er fædd árið 1948 og
lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræðum frá
Háskóla Islands árið 1975.
Síðan þá hefur hún unnið að ýmsum
rannsóknum á stöðu kvenna í þjóð-
félaginu og síðastliðin tvö ár starfaði
hún sem fræðslu- og upplýsingafúlltrúi
hjá Vinnuveitendasambandi Islands.
Esther er gift Björgvini Jónssyni
tannlækni og eiga þau þrjár dætur.
-KB