Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 19
18
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
31
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Ingcmar Stcnmark.
82. sigurinn
hjá Stenmark
Ingemar Stenmark, Svíþjóð, vann
sinn 82. sigur í keppni heimsbikarsins
i gær þegar hann varð fyrstur í stór-
svigi i Hemsedal i Noregi. Kcyrði ó
2:26,04 min. Annar varð V-Þjóðverj-
inn Hans Stuffer, mjög óvænt, ó
2:36,32 mín. Náði bestum tíma allra
keppenda i síðari umferðinni. Þriðji
varð Hubert Strolz, Austurríki, á
2:26,67 mín. Marc Girardelli, Lúxem-
borg, varð fjórði og bætti því tíu stig-
um í safn sitt. Hann er efstur með
268 stig. Peter Miiller, Sviss, annar
með 199 stig. Stenmark er i fimmta
sæti með 162 stig. Hann verður þrít-
ugur eftir mánuð sem þykir hár aldur
hjáskíðagörpum. -hsim
Pólverjinn á
leiðtilEyja
Pólverjinn Griegorz Bielatowicz,
sem þjólfar nýliða Vestmannaeyja í
1. deildar keppninni í knattspymu,
kemur til landsins um helgina. Eyja-
menn byrja því að æfa undir stjórn
hans í næstu viku.
Eyjamenn hafa orðið fyrir blóð-
töku. Hlynur Stefónsson, hinn efni-
legi leikmaður þeirra, fcr til Noregs
og Tómas Pólsson hefur ákveðið að
ganga til liðs við Selfoss. Þá er ekki
vitað hvað Viðar Elíasson gerir en
hann hefur haft hug á að leggja
knattspyrnuskóna á hilluna.
Þórður Hallgrímsson er byijaður
að æfa af fullum krafti eftir smáhvíld
og þá æfir Siglfirðingurinn Baldur
Benónýsson með Eyjamönnum.
-SOS
Hlaut „Irfs-
tíðarbann"
Korfuboltamaður
íkókinu
Bandaríski körfuknattleiksmaður-
inn Michael Ray Richardson, sem
leikur með bandaríska liðinu New
Jersey Nets í NBA-deildinni, hefur
verið dæmdur í lífstiðarbann frá
körfuknattleik vegna eiturlyljanotk-
unar (kókaín).
Richardson var færður í lyfjapróf
á þriðjudagskvöldið eftir að hann
hafði stífdópaður ráðist inn á heimili
fyrrverandi eiginkonu sinnar. Niður-
stöður lyfjaprófsins leiddu i ljós að
Richardson hafði neytt kókaíns í
ríkum mæli.
Micheal Ray Richardson er mjög
snjall leikmaður og á mánudags-
kvöldið lék hann með New York
Nets gegn Washington Bullets og
skoraði þá 16 stig og átti átta send-
ingar á leikmann sem skoraði. En
daginn eftir fór sem sagt allt í hund
og kött hjá kappanum og hann leikur
ekki körfuknattleik íbráðina.
Að sögn eins forráðamanna New
Jersey Nets var vitað um eiturlyfja-
neysfu Ríchardsons og reyndi félagið
að gera allt sem í þess valdi stóð til
að komast hjá þessu mikla slysi sem
kemur sér mjög illa fyrir félagið.
Þetta mál hefur vakið mikla athygli
í Bandaríkjunum og þykir mikil
niðurlæging fyrir bandarískan
körfuknattleik. -SK.
Biynjar skor-
aði sextán mörk
þegar Olympia varð Skánarmeistari
Frá Gunnlaugi A.Jónssyni, frétta-
mann DV í Svíþjóð.
Helsingborgarliðið Olympia varð
Skánarmeistari í handknattleik í
Svíþjóð í vikunni og sigurinn getur
félagið fyrst og fremst þakkað íslend-
ingnum Brynjari Harðarsyni. Hann
skoraði 16 - sextán - mörk i úrslita-
leiknum. í keppninni var bikarfyrir-
komulag og tóku þátt i því lið úr
Allsvenskan og 1. og 2. deild. Hún
hefur staðið yfir síðustu mánuðina
og á leið í úrslitin sigraði Olympia
m.a. H43 frá Lundi, sem leikur í
Allsvenskan.
I úrslitum lék Olympia, sem leikur
í 2. deild, við 1. deildarlið IFK
Malmö. Sigraði 33-32 eftir fram-
lengdan leik. Um tíma virtist stefna
i öruggan sigur IFK Malmö. Liðið
náði sjö marka forustu, 23-16.
Olympia jafnaði hins vegar í 27-27
og þurfti því framlengingu til að
knýja fram úrslit. Sænsku blöðin
segja að Brynjar hafi verið yfir-
burðamaður í leiknum eins og mörk-
in hans 16 gefa vel til kynna. Það
er sjaldgæft að leikmenn skori 16
mörk í leik.
hsím
• BrynjarHarðarson.
Kóreumenn vinsælir í Sviss:
Kunnu lagið sem HM
lið íslands sóng
Það er ekki ofsögum sagt að lands-
lið Suður-Kóreu sé langvinsælasta
liðið hér á HM keppninni. Hvar sem
þeir koma eru þeir umkringdir fólki
og þeir veita aðdáendum sinum eigin-
handaráritanir í löngum bunum.
Það hefur komið í ljós að leikmenn
Suður-Kóreu vissu mjög mikið um
íslenska liðið. Þeir kunnu meira að
segja lagið „Það er allt að verða
vitlaust” sem kom út á hljómplötu
með íslenska landsliðinu fyrir HM.
Þetta kom í ljós þegar þeim var gefin
platan hér í Sviss.
Suður-Kóreu menn leika mjög sér-
stakan handknattleik og svo sannar-
lega er hægt að segja að þeir leiki
handknattleik fyrir augað enda er
uppselt á alla leiki þeirra í keppn-
inni. Landslið þeirra minnir mjög á
landslið Norður-Kóreu sem lék í
úrslitakeppni HM i knattspyrnu í
Englandi árið 1966.
-SK.
Mikilvægasti landsleikur
íslendinga í langan tíma
Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða-
manni DV á HM í Sviss:
„Ég er á því að þetta sé mikilvæg-
asti landsleikur sem íslenska lands-
liðið hefur spilað í mjög langan tíma.
Við þurfum líklega að ná í stig í gegn
Rúmenum og það tekst ekki nema
með toppleik hjá strákunum,” sagði
Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri ís-
lenska landsliðsins í handknattleik, í
samtali við DV í gærkvöldi.
„Þessi leikur er hreinlega upp á líf
og dauða fyrir íslenskan handknatt-
leik. Ég veit að strákarnir munu
leggja sig alla fram en þetta verður
gífurlega erfiður leikur. Það er gífur-
leg spenna á leikmönnum og öllum
sem standa að landsliðinu en við
verðum bara að vona það besta. Það
er þannig í þessum bransa að þegar
vel gengur átt þú marga góða vini
en þegar illa gengur fækkar þeim
stöðugt. Neikvæðar umsagnir í blöð-
um eins og til dæmis Helgarpóstinum
eru ekki til að hjálpa til. En við sem
stöndum að þessu landsliði munum
standa og falla með okkar verkum,”
sagði Guðjón ennfremur.
Rúmenar öruggir með sig
Pana, þjálfari Rúmena, er mjög
Þeir gráklæddu voru
í aðalhlutverkunum
-þegarHaukarunnu
naumansiguráVal
í urslitakeppninni
íkörfu, 80-77
Valsmenn komu mjög á.óvart í
gærkvöldi með því að veita Haukum
harða keppni í leik liðanna í úrslita-
keppni úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Valsmenn,
sem flestir bjuggust við að myndu
ekki standa uppi í hárinu á Hafnar-
fjarðarrisunum, komu mjög á óvart
Fjöldi hvatning-
arskeyta barst
Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða-
manni DV á HM í Sviss:
íslenska landsliðinu í handknatt-
leik barst í gær og fyrradag aragrúi
af símskeytum frá Islandi þar sem
landsliðsmennirnir voru hvattir til
dáða.
I flestum skeytunum var sagt að
viðkomandi stæði heilshugar að baki
landsliðinu og hvatningarorðin voru
ekki spöruð. Skeyti þessi komu bæði
frá fyrirtækjum og einstaklingum og
að sögn eins forráðamanna lands-
liðsins hafði þessi óvænta hvatning
frá Islandi mikil áhrif á íslensku
strákana fyrir leikinn gegn Tékkum
og eflaust á hún eftir að hafa góð
áhrif á íslenska liðið fyrir leikinn
gegn Rúmeníu í kvöld.
Eiginkonur landsliðsmannanna og
þeirra sem að landsliðinu standa létu
ekki sitt eftir liggja og í gærdag kom
kröftugt hvatningarskeyti frá þeim
til landsliðsins og kunnu þeir sem í
hlut áttu mjög vel að meta þetta
framtak kvenfólksins. _SK
Ellertræðirvið
Hollendinga í Róm
- írar hafa mikinn áhuga á að koma til Reykjavíkur
Það bendir allt til að þriggja lands-
liða keppni í knattspyrnu verði í
Reykjavík í byijun júní, með þátt-
Ellert Schram.
töku íslands, Írlands og Hollands.
Ellert B. Schram, formaður KSÍ, er
nú staddur á UEFA-fundi á Ítalíu.
Þar mun hann ræða við einn af for-
ráðamönnum hollenska knatt-
spyrnusambandsins.
Miklar likur eru á að hollenska
landsliðið komi og einnig það írska.
frar hafa sýnt mikinn áhuga á að
koma hingað og Ieika. Jackie
Charlton, sem hefur verið ráðinn
þjálfari írlands, fengi þá tilvalið
tækifæri til að byija uppbyggingu
sína á írska landsliðinu - fyrir Evr-
ópukeppni landsliða.
-SOS
með sterkum Ieik og ef ekki hefði
verið fyrir hlut gráklæddu mannanna
með flauturnar, þeirra Jóhanns Dags
og Sigurðar Vals, þá má allt eins
álykta að Valsmenn hefðu unnið leik-
inn. Þeir tvemenningar virtust aldrei
komast í takt við leikinn og það sem
meira er, virtust vera fullhliðhollir
Haukum sem náðu að knýja fram
þriggj a stiga sigur, 80-77.
Sem fyrr sagði komu Valsmennirn-
ir sterkir til leiks og höfðu undirtök-
in allan fyrri hálfleikinn. Liðið náði
um tíma þrettán stiga forystu, 26-13,
en munurinn var níu stig í hléi,
42-33.
Heimamenn tóku sig nokkuð sam-
an í andlitinu í seinni hálfleik, vörn
þeirra styrktist og munurinn á liðun-
um minnkaði jafnt og þétt. Haukar
náðu síðan yfirhöndinni, 68-66, og
héldu forystu sinni allt til loka.
Það var mikill munur á leik Vals
í gærkvöldi frá frammistöðu liðsins
í megninu af forkeppninni. Leik-
menn voru mun einbeittari og greini-
legt var að alvaran var hafinn. Liðið
átti sérstaklega góðan leik í fyrri
hálfleik og eftirminnilegt var að sjá
hve þeir Páll Arnar og Jón Stein-
grímsson höfðu góð tök á heila
Haukaliðsins, Pálmari Sigurðssyni,
í fyrri hálfleik er hann gerði aðeins
tvö stig. Tómas Holton átti einnig
frábærar rispur í fyrri hálfleiknum
og þeir Leifur Gústafsson og Torfi
Magnússon skiluðu sínum hlutverk-
um einnig vel, sá síðarnefndi þurfti
reyndar að burðast með íjórar villur
eftirfyrri hálfleikinn.
Pálmar Sigurðssn og Ólafur Rafns-
son léku mjög vel í síðari hálfleikn-
um og þá komst ívar Webster einnig
vel frá sínu.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 22,
Ólafur Rafnsson 18, Ivar Webster 17,
Kristinn Kristinsson 9, Eyþór Árna-
son 8, Henning Henningsson 7.
Stig Vals: Tómas Holton 22, Leifur
Gústafsson 14, Jón Steingrímsson 12,
Torfi Magnússon og Sturla Örlygs-
son 8, Kristján Ágústsson 7, Páll
Arnar 4, Jóhannes Magnússon 2.
Igol/-fros
„Aldreiséðdóm-,
gæslu sem þessa
-sagöi Lárus Hólm, form. körfudeildar Vals
„Ég er ekki vanur því að kvarta
undan dómurum en þetta var einum
of mikið af því góða. Eg hef aldrei séð
dómgæslu sem þessa,“ sagði Lárus
Hólm, formaður körfuknattleiks-
deildar Vals, eftir leik Valsmanna við
Hauka í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Valsmönnum var mjög heitt í hamsi
eftir leikinn og töldu að þeir Sigurður
Valur og Jóhann Dagur dómarar
hefðu ekki haft vald á dómgæslunni.
„Það var eins og þeim fyndist að Haukar
ættu að sigra þar sem þeir eru ofar a stigatöfl-
unni og það var eins og við værum fimm gegn
6 7 Haukum í leiknum. Við fengum á okkur
sautján villur í fyrri hálfleik gegn sex villum
Hauka og hver vitleysan af annarri bitnaði á
okkur í þeim síðari. Ég vil sórstaklega greina
frá þremur atvikum. Fimmta villan er dæmd
var á Sturlu var þegar hann stóð með hendur
niður með síðum þegar Haukamaður hljóp að
honum. hað var ekki nóg með að dómararnir
gæfu Sturlu villu heldur var einnig dæmt á
hann ásetningsbrot sem þýddi tvö vítaskot fyrir
Hauka. í öðru lagi er brotið var á Tómasi í
þriggja stiga skoti. Dómararnir sniðgengu regl-
urnar þá og dæmdu honum aðeins eitt vítaskot
(aukaskot ef hann hitti úr því) en ekki þrjú
eins og reglurnar gera ráð fyrir. hriðja atriðið
á lokamínútunum var þegar við pressuðum stíft
og náðum að króa Pálmari úti í horni. Að-
þrengdur gekk hann á Bjöm Zoega og steig
þar að auki út fyrir línuna en dómararnir gáfu
Birni villu,“ sagði Lárus.
Þess má geta í lokin að það kemur í hlut
Jóns Otta Ólafssonar að gefa skýrslu um
frammistöðu Sigurðar og Jóhanns en Jón var
eftirlitsdómari á leiknum. -fros
bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld gegn
Islandi. Hann sagði í gær að Rúmen-
ar myndu vinna öruggan sigur og
nefndi hugsanlegan mun á liðunum
í lokin sex til sjö mörk. Hann sagði
þó einnig að íslenska liðið væri ekki
auðunnið og að möguleikar íslenska
liðsins á að komast í milliriðlana
væru enn fyrir hendi.
Gífurleg spenna
Það ríkir ótrúleg spenna hér í Bern
og loft er lævi blandið svo ekki sé
sterkara að orði kveðið. íslenska
landsliðið æfði í íþróttahöllinni í
Bern í eina og hálfa klukkustund í
gærdag en leikið verður í þessari
- þegar HM-leikur Islands og Rumeníu verður háður í kvöld
sömu íþróttahöll í kvöld. 1 gærkvöldi
voru taldar miklar líkur á því að
franskir dómarar myndu dæma leik
Islendinga og Rúmena í kvöld en það
var þó ekki fastákveðið.
Eins og allir ættu að vita er þessi
leikur mjög þýðingarmikill og ef Is-
land tapar og Tékkar vinna Suður-
Kóreu þá eru yfirgnæfandi líkur á
því að við sitjum eftir með sárt ennið
og þá er komin upp sú staða að fall
í c-riðil gæti orðið endanleg útkoma
landsliðsins eftir þessa heimsmeist-
arakeppni en auðvitað vona allir hið
besta. -SK
STEFAN
KRISTJÁNSSON
BLAÐAMAÐUR
DV SKRIFAR
FRÁHM
í SVISS
Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri
íslenska landsliðsins.
Lánið framlengt um
fjórarvikur
- og Sigurður Jónsson mun því leika með Bamsley áfram
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritaraDV í Englandi:
Barnsley framlengdi i gærkvöldi
lánssamning sinn við Sheffield Wed-
nesday á Sigurði Jónssyni um fiórar
vikur. Sigurður mun því leika með
2. deildar liðinu fram til 27. mars.
Samningur sá er félögin undirrit-
uðu er nokkuð frábrugðinn hinum
fyrri. Þannig getur Sheffield liðið
kallað Sigurð til sín aftur án fyrir-
vara ef meiðsli setja strik i reikning-
inn hjá félaginu.
„Mér líður mjög vel hér hjá Barns-
ley þrátt fyrir að hafa enn sem komið
er aðeins leikið tvo leiki. Barnsley
byggir knattspyrnu sína ekki upp á
kýlingum upp í loftið og hlaupum
og það er ekki næstum því jafn-
strangur agi hjá liðinu eins og hjá
Sheffield. Mér líkar vel við Allan
Clark framkvæmdastjóra
ávallt léttur í lund og hefur góð áhrif
á leikmennina.
Sigurður hefur nú alveg náð sér
af meiðslum og hann verður líklega
í eldlínunni á laugardaginn er
Barnsley leikur á heimavelli gegn
Middlesbrough, það er að segja ef
afleiknum verður. -fros
RÚMENAR BAÐU
UM GOTTVEÐUR
-ottuöust hávaða íslendinga á hótelinu
Rúmenska landsliðið, sem leikur
gegn íslendingum hér á HM í
kvöld, býr á sama hóteli og mikill
fiöldi íslendinga sem kom gagngert
hingað til að fylgjast með heims-
meistarakeppninni. Þetta er stór
og fiörugur hópur og lifnaði heldur
betur yfir honum eftir sigurinn
gegn Tékkum. Rúmenarnir óttuð-
ust það mjög í fyrrakvöld að Islend-
ingarnir tækju sig saman og héldu
fyrir þeim vöku fyrir leikinn gegn
íslandi í kvöld. í fyrrakvöld báðu
þeir fararstjóra hópsins, þá Kjart-
an Steinback og Kjartan L. Pálsson
um að tala við hópinn og biðja liðið
um að vera ekki með hávaða og
óþarfa læti. „Við lofuðum að gera
það og að sjálfsögðu verður það
gert,” sagði Kjartan L. Pálsson i
samtali við DV. „Einn af farar-
stjórum rúmenska liðsins hringdi á
herbergi mitt í fyrrakvöld og kvart-
aði þá mjög undan hávaða frá
landanum. Ég sagði honum að ég
kannaðist ekkert við það og sagði
honum að eini hávaðinn á hótelinu
þá stundina væri í honum sjálfum,
svo hátt öskraði hann í símanum.
Hann róaðist þá og baðst afsökun-
ar og bað um „gott veður” á hótel-
inu næstu nótt (sl. nótt) fyrir leik-
inn gegnfslandi.
Kjartan sagði ennfremur að þessi
aðdáendahópur væri ekkert fyrir-
ferðarmeiri eða hávaðasamari en
venjulega. „Þetta eru allt saman
hressir Islendingar sem komnir eru
til Sviss til að skemmta sér og
styðja við bakið á íslenska liðinu,”
sagði Kjartan L. Pálsson.
-SK
• Sigurður Jónsson.
RöðáHM
Ef þijú lið verða jöfn í riðli í heims-
meistarakeppninni í Sviss fer röð í
fyrsta lagi eftir markatölu einstakra
liða. Það efst sem besta hefur marka-
töluna. Ef lið eru jöfn að markatölu
ræður hvert liðanna hefur skorað
flest mörk. Hafi ekki fengist úrskurð-
ur um röð eftir þessi tvö atriði, sem
er ákaflega ólíklegt, ráða innbyrðis
úrslit. SK.
„Rétt leikskipulag
Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða-
manni DV á HM í Sviss:
„Ég tel að það hafi fyrst og fremst
verið rétt leikskipulag sem réð því
að íslenska liðið vann Tékkana hér i
kvöld,” sagði Viggó Sigurðsson, fyrr-
verandi landsliðsmaður í handknatt-
- sagði Viggó Sigurðsson
leik, í samtali við DV i gærkvöldi.
„Annars er þetta alltaf sama sagan
þegar við leikum gegn Tékkum.
Þetta er alltaf sami barningurinn og
oft hefur það komið fyrir að við
höfum tapað niður unnum leik gegn
þeim á lokamínútunum. Það hefði
því alveg verið eftir bókinni ef við
h' ðum tapað þessum leik með eins
marks mun i lokin. Ég er hæfilega
bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmen-
um. Ég hef mikla trú á íslenska lið-
inu og það gæti gert góða hluti annað
kvöld en leikurinn verður mjög erfið-
ur fyrir íslenska liðið.
-SK.
ÚrslitáHM:
Annaðtapið
HjáSovét
Sovétmenn, sem margir spáðu
mikilli velgengni á HM, mátti sætta
sig við annað tap sitt í jafnmörgum
leikjum er liðið tapaði með fimm
marka mun fyrir A-Þýskalandi í
gærkvöldi. Annars urðu úrslit þessi:
A-Riðill
Júgóslavía-Kúba 32-28
A-Þýskaland-Sovétríkin 23-18
D-Riðill
Danmörk-Alsír 27-18
Svíþjóð-Ungveijaland 22-23
TVEIMUR FRESTAÐ
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í Englandi:
Tveimur leikjum, er fram áttu að
fara í ensku knattpyrnunni á laugar-
dag, hefur verið frestað. Það eru leik-
ir Nottingham Forest og West ham
og Sheffield United og Leeds. Reikn-
að er með að fresta þurfi fleiri leikj-
um vegna mikils frosts í Englandi.
-fros
kominn
Viggó Sigurðsson.
-ogRosskemur
tilValsmanna
í næstu viku
Gordon Lee, þjálfari KR-liðsins, er
kominn til landsins og byrjaður að
stjórna æfingum KR-liðsins af fullum
krafti. KR-hópurinn er óbreyttur frá **■
því sl. keppnistimabil. Tveir nýir leik-
menn æfa með þeim, Þróttarinn
Loftur Ólafsson og Argentínumaður-
inn Marcelo Houseman.
Ian Ross, þjálfari Valsmanna, er
væntanlegur til Reykjavikur í næstu
viku. Nokkrar breytingar hafa orðið
á Valsliðinu frá sl. keppnistímabili.
Guðmundur Þorbjörnsson er farinn
til Baden á Sviss og Sævar Jónsson
til Brann í Noregi. Heimir Karlsson
fór til ÍR og Kristinn Björnsson til
Stjörnunnar. Þá hefur Grímur Sæ- f
mundsen ákveðið að leggja skóna á
hilluna.
Nýir leikmenn i herbúðum Vals-
manna eru Sigurður Sveinbjörnsson
(FH), Hilmar Árnason (Fylki),
Ámundi Sigmundsson (Víkingi), Sig-
urjón Kristjánsson (Keflavík) og
Ársæll Kristjánsson (Þrótti). Það er
ekki endanlega búið að ganga frá
félagaskiptum þeirra Sigurjóns og
Ársæls. -SOS
Guðbjöm og
Ámiæfa
meo pram
Skagamennirnir Guðbjörn
Tryggvason og Árni Sveinsson hafa
æft af fullum krafti með Framliðinu
að undanförnu. Þeir félagar hafa
ekki hug á að ganga í raðir Framara
heldur hafa þeir fengið leyfi hjá Ás-
geiri Eliassyni, þjálfara Fram, til að
æfa með Framliðinu. Guðbjörn og
ÁrnierubúsettiríReykjavik. -SOS
Einartil
Leiknis
Framarinn Einar Björnsson hefur
gerst þjálfari og leikmaður með
Leikni frá Fáskrúðsfirði. Hann tekur
við starfi Óskars Ingimundarsonar
semfertilÓlafsfiarðar. -SOS
Marokkómað-
urinn bestur
Marokkómaðurinn Said Aouita
hlaut á þriðjudaginn Jesse Owens
verðlaunin í frjálsum íþróttum fyrir
bcstu afrek í frjálsum íþróttum árið
1985. *
Aouita, scm sigraði i 5.000 metra
hlaupi á ólv mpiuleikunum i Los
Angeles og setti tvö heimsmet á síð-
asta ári auk fleiri afreka á hlaupa-
brautinni, hlaut 25 stig en í næstu
sætum urðu þeir Steve Cram, lang-
hlaupari frá Englandi, og sovéski
stangarstökkvarinn Sergei Bubka
með21stig. -SK.