Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Stjórnmál
Stjórnmál
Skoðanakönnun DV:
Stjórnmál
Stjórnmál
Hvaðan kemur fylgi
ríkisstjórnannnar?
Fylgi ríkisstjómarinnar og fylgi
stjómarflokkanna fer ekki alveg sam-
an samkvæmt skoðanakönnun DV.
Sama fólkið var spurt, hvort það væri
fylgjandi eða andvígt ríkisstjóminni
og hvaða lista það mundi kjósa í þing-
kosningum. Þannig má við samanburð
fara nærri um, hvemig stuðningsmenn
hinna einstöku lista skiptast í afstöðu
til ríkisstjómarinnar.
Niðurstöður eru, að yfirgnæfandi
meirihluti stuðningsfólks Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks styður einnig
ríkisstjóm þessara flokka. Af sjálf-
stæðismönnum styðja um 89 prósent
stjómina og um 87 prósent af fram--
sóknarmönnum. En fólk frá stjómar-
andstöðuflokkunum á það líka til að
styðja þessa ríkisstjóm um þessar
mundir. Þannig reynast 40 prósent
þeirra, sem segjast kjósa Bandalag
jafnaðarmanna, styðja stjómina, auk
um 16 prósenta alþýðuflokksmanna,
15 prósent stuðningsfólks Kvennalista
og jafnvel 8 prósent alþýðubandalags-
manna. Athuga ber, að í könnuninni
er þama ekki um marga að ræða.
Og hvað um andstöðuna við ríkis-
stjómina? Alþýðubandalagsmenn em
nokkuð einarðir í andstöðu. 86 prósent
þeirra segjast andvígir ríkisstjóminni.
Um 73 prósent alþýðuflokksmanna
em andvígir stjóminni, 50 prósent
stuðningsmanna Bandalags jafnaðar-
manna og 63 prósent stuðnigsmanna
Kvennalista. Lítilsháttar andstaða er
meðal sjálfstæðismanna.
Þá ber nokkuð á þvi, að framsóknar-
menn segist óákveðnir í afstöðu til
stjómarinnar.
Sama gidir um stuðningsmenn
Kvennalista. - Sjá nánar í meðfylgj-
andi töflum.
Af þeim hópi, sem segist óákveðinn
um afetöðu í þingkosningum, styðja
um 28 prósent stjómina, um 17 prósent
em henni andvígir og rúmur helming-
ur af þessum hópi er einnig óákveðinn
í afetöðu til stjómarinnar eða svarar
ekki þeirri spumingu. -HH
Fylgi rikisstjórnarinnar kemur
úr eftirfarandi áttum miðað
við, hvað menn ætla að kjósa
í þingkosningum (sjá með-
fylgjandi ,,köku“)
Frá Alþýðuflokki 2,6%
Frá Framsókn 22%
Frá Bandalagi jafnaðarm .1,5%
Frá Sjálfstæðisflokki 42,5%
Frá Alþýðubandalagi 1,5%
Frá Kvennalista 1,5%
Frá óákveðnum 28,4%
Ríkisstjórnarkakan. - Þessi kaka sýnir, hvernig fylgi rikisstjómarinnar er Núverandi ríkisstjórn ásamt forseta fslands.
hlutfallslega samsett, miðað við afstöðu fólks i þingkosningum.
Stuðningsmenn hinna ýmsu
lista í þingkosningum skipt-
ust sem hér segir í afstöðu til
ríkísstjórnarinnar samkvæmt
skoðanakönnuninni:
Stuðningsmenn Alþýðuflokks-
ins:
Fylgjandi stjórninni 15,9%
Andvígir 72,7%
Óákveðnir 9,1%
Svara ekki 2,3%
Stuðningsmenn Framsóknar-
flokksins:
Fylgjandi stjórninni 86,8%
Óákveðnir 13,2%
Stuðningsmenn Bandalags
jafnaðarmanna:
Fylgjandi stjórninni 40%
Andvígir 50%
Óákveðnir 10%
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins:
Fylgjandi stjórninni 89,1%
Andvígir 3,1%
Óákveðnir 7%
Svara ekki 0,8%
Stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins:
Fylgjandi stjórninni 8%
Andvígir 86%
Óákveðnir 4%
Svara ekki 2%
Stuðningsmenn Kvennalist-
ans:
Fylgjandi stjórninni 14,8%
Andvígir 63%
Óákveðnir 22,2%
Óákveðnir um afstöðu í þing-
kosningum eða svöruðu ekki
spurningu um þingkosningar
skiptast þannig:
Fylgjandi stjórninni 27,8%
Andvígir 17,2%
Óákveðnir eða
svara ekki 54,9%
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
Fáum
Svíar telja að átta þúsund manns í
nágrannalöndunum muni sýkjast af
bænvænu krabbameini vegna geisl-
unar frá Sovét. Varla bregður
herrunum í Kreml stórt við þær
fréttir. Mannslífið hefur ekki verið
haft í svo miklum metum austur
þar. En hvað verður nú um kröfuna
um kjamorkuvopnalaus Norður-
lönd? Eflaust verður hún borin fram
af enn meiri krafti en áður, enda sjá
allir heilvita Svíar, að ef engin
kjamavopn em á Norðurlöndum þá
er engin hætta á styijöld eða geislun
- eða hvað? Óbeint kjamorkustríð
er nú komið á það stig að það verður
að líta á málið alveg frá nýrri hlið.
Nú hlýtur það að komast í tísku að
láta leka. Þegar vindar snúa til aust-
urs gætu Svíar til dæmis hótað
Gorbatsjov þvi að nú komi upp leki
hjá þeim ef hann vilji ekki gera hitt
eða þetta. Og Gorbi fer allur í kerfi
og biður um að ekki verði látið leka
því hann muni nú leita allra ráða til
að finna Wallenberg - lífs eða liðinn.
Allavega er mglið i alheimsmálun-
um orðið slíkt að þetta gæti þess
vegna orðið næsta mál á dagskrá.
En ef við virðum fyrir okkur
ástandið í stærra samhengi þá kem-
ur í ljós að með kjamorkulekanum
annars vegar krabbi og hins vegar
ofbeldi. Fyrir daga geislimarinnar
hans Gorba vom ferðamálafrömuðir
á Norðurlöndum vongóðir um að
Kanar myndu telja sér óhætt að
sækja í norður í sumar. Gaddafi
mundi aðeins drepa í Suður-Evrópu
og Bretlandi. En Gorbi sá við þeim
leka og lét leka. Og nú þorir enginn
meðalgreindur Kani - en af þeim er
töluvert til þótt ótrúlegt sé - að fara
til Norðurlanda eða Þýskalands því
þar muni allt morandi i banvænum
geislum sem valda krabba.
Nú er því úr vöndu að ráða því
Kaninn bar með sér morð fjár að
vestan. En sem fyrr segir er bann
skíthræddur við ofbeldi, enda ekki
vanur því úr sínu heimalandi að þar
séu menn beittir ofbeldi, nema því
aðeins að þeir neiti að borga Maf-
íunni það sem Mafíunni ber, en slíkt
gerir enginn heiðarlegur maður.
Þeir sem ekki standa skil á sinu til
Guðfeðranna eiga auðvitað ekki von
á góðu, en það er þeim sjálfum að
kenna og þar er ekki um ofbeldi að
ræða eins og hjá Gaddanum í Líbýu
og hans glæpalýð. Að vísu hefur það
komið fram í fréttum að Kaninn telji
ísland ennþá sæmilega öruggt, en
enginn skyldi treysta á landafræði-
kunnáttu þeirra westanmanna. Því
hafa Sovétarar komið stærra höggi
á efhahag Norðurlanda en þá óraði
fyrir í upphafi. Nú þorir Kaninn
nefnilega alls ekki að túristast til
Skandinavíu. Það er tvennt sem
hinn venjulegi Kani óttast mest, fyr-
ir utan kommúnistana. Það er
kann svo að fara að við missum
vænan spón úr aski okkar á ferða-
mannatímanum i sumar og getum
skrifað það á reikning þeirra félaga
Gadda og Gorba.
En þá verðum við auðvitað að fara
fram á skaðabætur ekki síður en í
Rainbowmálinu. Hætt er við að það
verði þó ekki síður þungsótt en
skipamálið og óvíst með öllu að Gor-
bi taki það einu sinni í mál að ræða
við okkur. Og varla fer hann að bjóða
okkur rússneska ferðamenn í stað-
inn. Engin hætta á því, enda yrði þar
um slæm býtti að ræða, því hætt er
við að skotsilfur austanmanna sé af
skomum skammti, nema inn opin-
bera embættismenn sé að ræða. Það
eina sem gæti komið okkur á kortið
sem öruggt og hreint land væri ef
þeir Gorbi og Reagan fengjust til að
halda með sér fund í Reykjavík. Þar
með myndu þeir sýna fram á að hér
væri ekkert að óttast, hvorki af völd-
um Gaddafis né geislunar og við
sýndum enn einu sinni og sönnuðum
að maður er hvergi öruggari en ein-
mitt á íslandi.
Þessu er svona varpað fram til
umhugsunar fyrir Steingrím og
Matthias Á. Einarsbróður.
Dagfari.
Reagan og Gorba til íslands