Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
5
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Spurt á
Fáskrúðsfirði:
Hverju spáir þú um úrslit
kosninganna á
Fáskrúðsfirði?
Gunnar Skarphéðinsson rafveitu-
stjóri:
- Alþýðubandalagið heldur sínum
þremur mönnum og óháða framboðið
kemur engum manni inn.
Trausti Gestsson verkamaður:
- Ég get engan veginn gert mér
grein fyrir því hvernig þetta fer, er
lítill áhugamaður um pólitík.
Páll Óskarsson verkamaður:
- Ég held að Alþýðubandalagið
sigri í þessum kosningum og að það
nái hreinum meirililuta i hrepps-
nefnd.
Stefanía Ingólfsdóttir fiskverkunar-
kona:
- Ég vona bara að Sjálfstæðisflokk-
urinn komi vel út úr þessum kosn-
ingum.
Guðný Þorvaldsdóttir húsmóðir:
- Ég geri ráð fyrir að þetta verði
óbreytt en vona þó að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni á.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir fisk-
verkunarkona:
- Ég er ósköp lítið inni í pólitík.
Ég spái því þó að óháðir nái inn ein-
um manni.
Fjórir
Fjórir listar eru í framboði á Fá-
skrúðsfirði, sem heitir reyndar, strangt
til tekið, Búðir. Nýr listi hefur bæst í
hópinn frá síðustu kosningum, listi
óháðra. Hugsanlegt er að þessi listi
verði til þess að riðla núverandi fylgi
flokkanna.
Framsóknarflokkur á tvo fulltrúa í
hreppsnefridinni, Alþýðubandalag 3 og
Sjálfstæðisflokkur 2. Framsókn og
Alþýðubandalag mynda meirihluta í
hreppsnefndinni. Sjálfstæðismenn una
hag sínum illa og vilja gjaman fá að
ráða meiru. Æðsta ósk þeirra er að
komast í meirihluta.
Annars eru hreppsnefndarmenn
ekki mjög ósammála um hvað þarf að
gera. Þeir vilja allir að gert verði
meira fyrir aldraða, byggð verði smá-
Fáskruðsfjörður:
listar í framboði
bátahöfii og slitlagi komið á götur Á Fáskrúðsfirði búa um 780 manns. skrá og kjörsókn var um 92 prósent.
bæjarins svo eitthvað sé nefiit. í síðustu kosningum voru 442 á kjör- . -APH
Fákrúðsfjörður.
Óháðir:
Er á móti
þessum
flokka-
framboðum
„Ég er andvígur þessum flokka-
fi-amboðum í litlum byggðarlögum.
Hér þurfa menn ekki að vera að rífast
um landsmálapólitíkina og því óþarfi
að blanda þessu við flokkapólitík,“
segir Einkur Stefánsson, efsti maður
á lista óháðra. Eiríkur hafhaði í þriðja
sæti í prófkjöri Alþýðubandalagsins.
Hann var ekki sáttur við það og bauð
þess í stað fram nýjan lista.
„Ég er einnig á móti því að gefa út
stefnuskrá fyrir kosningar. Það er ein-
ungis kosningabrella og hefur enga
þýðingu. Hér eru mörg verkefhi sem
þarf að taka á. Mér er það reyndar
mikið kappsmál að það verði gert
meira fyrir aldraða. Þá á ég við að
þeim verði veitt meiri aðstoð. Það
mætti hugsa sér að farið yrði heim til
gamla fólksins og lóðir þeirra slegnar
SjáHstæðisflokkur:
Viljum fá að
ráða meiru
Sjálfstæðismenn á Fáskrúðsfirði eru
ekki sáttir við að sitja einir í minni-
hluta hreppsnefndarinnar og vilja að
breyting verði á þessu í kosningunum.
„ Að sjálfsögðu stefhum við að því
að ná inn þremur mönnum og fá ein-
hverju ráðið næstu fjögur árin,“ segir
Sigurður Þorgeirsson, annar maður á
lista Sjálfstæðisflokksins, og leynir því
ekki að flokkurinn vill sitja í meiri-
hluta næsta kjörtímabil.
„Við viljum að fjármál bæjarins
verði tekin fastari tökum. Lausafjár-
staðan er ákaflega slæm þessa stund-
ina. Annars er ekki mikill ágreiningur
um forgangsmálin héma. Það eru allir
sammála um að það þarf að bæta
gatnakerfið og koma upp smábátahöfn
héma svo eitthvað sé nefnt.
-APH
Eiríkur Stefánsson, er á móti flokka-
pólitik.
og hús þeirra máluð svo eitthvað sé
nefnt," segir Eiríkur, sem segist vera
bjartsýnn á að koma inn tveimur
mönnum - a.m.k. einum manni í
hreppsnefnd. -APH
Sigurður Þorgeirsson, Sjálfstæðis-
fiokki, sættir sig ekki við að flokkur
hans sitji í minnihluta.
Alþýðubandalagið:
Úrslitin
tvísýn
„Vegna tilkomu nýs framboðs gætu
úrslitin orðið tvísýn í þessum kosning-
um,“ sagði efsti maður á lista Al-
þýðubandalagsins, Björgvin Baldurs-
son. Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn mynda núver-
andi meirihluta í hreppsnefhdinni með
fimm fulltrúa til samans. I minnhlut-
anum situr Sjálfstæðisflokkurinn með
tvo fulltrúa.
„Við höfum verið að keppast við að
ljúka við byggingu dvalarheimilis fyrir
aldraða og að því loknu verður hafist
handa við byggingu hjúkrunarheimil-
is. Þá verða framkvæmdir við smá-
bátahöfnina boðnar út í sumar. Auk
þessara verkefiia eru fjölmörg önnur
sem bíða.“ -APH
Framsóknarflokkur:
Varanlegt slit-
lag á allar
götur 1990
Lars Gunnarsson, efsti maður á lista
Framsóknarflokksins, segir að meiri-
hlutasamstarfið við Alþýðubandalagið
hafi gengið vel þetta kjörtímabil. Ur-
slit kosninganna verði síðan að leiða
í ljós hvort þetta samstarf heldur
áfram.
„Við stefhum að því að hér verði
komið varanlegt slitlag á allar götur
fyrir 1990. Einnig að byggt verði
íþróttahús og lokið við gerð smábáta-
hafhar,“segir Lars.
Hann segir að ýms mál séu í deigl-
unni. Atvinnulífið sé einhæft og það
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins
1. Björgvin Baldursson verkstjóri
2. Sigurður Jónss. símstöðvarstj.
3. Rut Gunnþórsdóttir húsmóðir
4. Páll Óskarsson vinnuvélastjóri
5. Valbjöm Pálss. iðnverkam.
6. Þórormur Óskarss. verkam.
7. Þórunn Ólafsdóttir húsmóðir
8. Hjördís Ágústdóttir verkakona
9. Valur Þórarinsson verkamaður
10. Ivar Gunnarsson verkamaður
11. Ragnhildur Jónsdóttir verkak.
12. Guðlaugur Kristinss. verkam.
13. Gunnþór Guðjónss. verkam.
14. Þorsteinn Bjarnas. húsasmíðam.
Framboðslisti Framsóknarfé-
lagsins
1. Lars Gunnarss. múrarameist.
2. Guðmundur Þorsteinss. yfirk.
3. Arnfríður Guðjónsdóttirkennari
4. Steinn Jónass. bifvélavirkjam.
5. Elsa Guðjónsd. verslunarm.
6. Kjartan Reyniss. skrifstofum.
7. Sigríður Jónsdóttir húsmóðir
8. Guðni Elíss. bifvélavm.
9. Hulda Stefánsdóttir verkakona
10. Sigurður Óskarsson nemi
11. Haukur Jónsson vélvirki
12. Jóhannes Sigurðss. verkam.
13. Ólafur Gunnarsson stýrimaður
14. Sölvi Ólason trésmiður
Úrslit 1982
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna á Fáskrúðsfirði
1982 urðu þessi:
Atkvæði Fulltrúar
Framsóknarflokkur(B) 142 2
Sjálfstæðisflokkur(D) 106 2
Alþýðubandalag(G) 148 3
í hreppsnefnd voru kjörnir eftirtaldir:
Lars Guðmundsson(B), Guðmundur Þorsteinsson(B),
Albert Kemp(D), Sigurður Þorgeirsson(D), Björgvin Bald-
ursson(G), Gunnar Skarphéðinsson(G) og Þórun Ólafs-
dóttir(G).
Björgvin Baldursson, Alþýðubanda-
lagi- DV-myndir KAE
Lars Gunnarsson, Framsóknarflokki,
vill auðvelda mönnum að koma upp
iðnfyrirtækjum.
verði að auðvelda mönnum að setja
upp iðnað, sem það vilja. Einnig legg-
ur Lars áherslu á að gera þurfi átak
í umhverfismálum bæjarins. -APH
Framboðslisti óháðra
1. Eiríkur Stefánss. verkam.
2. Birgir Kristmundss. verkam.
3. Vignir Hjelm verkamaður
4. Óðinn Magnason verkam.
5. Ingólfur Hjaltas. vélvirki
6. Guðný Sigmundsd. verkak.
7. Grétar Arnþórss. verkstj.
8. Ingvar Sverriss. sjómaður
9. Benedikt Sverriss. stýrim.
10. Jón Káras. sjómaður
11. Agnar Sveinss. útgerðarm.
12. Lúðvík Daníelss. iðverkam.
13. Sigurbjörg Kristmundsd. húsm.
14. Þórarinn Bjarnas. á Borg, elsti
íbúi Fáskrúðsfjarðar.
Framboðslisti Sjálfstæðisfé-
lagsins
1. Albert Kemp skipaeftirlitsm.
2. Sigurður Þorgeirss. afgreiðslum.
3. Ægir Kristinss. bifreiðastj.
4. Sævar Sigurðsson húsasmíðam.
5. Ama S.D. Christiansen bæjargj.
6. Guðný Björg Þorvaldsd. verkak.
7. Agnar Jónss. vélvirkjam.
8. Dóra Gunnarsdóttir húsm.
9. Ævar Ingi Agnarss. verkstj.
10. Hallgrímur Bergss. skrifstj.
11. Arnar Ingas. verslunarm.
12. Rúnar Þór Hallss. vélvirkjam.
13. Björgvin Gunnarss. verkam.
14. Hafsteinn Skaftas. stýrim.