Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Síða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fiillra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru
■ verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafhvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hveiju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársQórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtum Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun ev
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri
sparisjóðanna eru með innstæðu bundna
óverðtiyggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn-
vöxtum og 15,2% ársávöxtun.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna óg fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í maí 1986 er 1432 stig
en var í mars 1428 stig, í febrúar 1396 og jan-
úar 1364 stig. í apríl var hún 1425 stig. Miðað
er við gmnninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á gmnni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 -10.05. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM ■h i
SJA sérlista ll 33 mínií 3l 13 ll íl
INNLÁN ÓVERÐTRYGGD
SPARISJÖÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán. uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10,0 10.0 12.0 10.0
12mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0
SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10,0 8.0 9.0 10,0 9.0
Sp.Gmán.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4,0 3.0 3.0 3.0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25
Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.5 10.0 10.0 11.5 9.5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 35 3.5 3,5 3.5 3.5 3.5
Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 7.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGG0 ALMENNIRViXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15,25 15,25 15.25 15,25
VIÐSKIPTAViXLAR 3} (forvextir) kge 19.5 kge 19,5 kge kge kge kge
ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15,5 15,5 15.5 15,5 15,5 15.5 15,5 1S.5
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9,0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLSt)
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur-
þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%,
bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta-
skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim
bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.
Viðskipti
Viðskipti
Viðskipti
Einingahúsafyrirtækin klóra í bakkann:
Byggja sumar
bústaði
Islensk einingahúsaíyrirtæki smíða
nú aðallega sumarbústaði en ekki
íbúðarhús vegna þess mikla samdrátt-
ar sem orðið hefur í byggingariðnaði
á undanfómum mánuðum. Aðilar í
þessum rekstri, sem DV hafði samband
við, vom þó vongóðir um að brátt
yrði aftur farið að smíða íbúðarhús.
Salan á einingahúsum væri i takt við
fasteignamarkaðinn yfirleitt og hann
ætti eftir að lifna við með nýju hús-
næðislánunum.
Sumarbústaðir
Knútur Jónsson, skrifstofustjóri hjá
Húseiningum hf. á Siglufirði, sagði að
lítið væri af samningum um smíði á
- ekki íbúðartiús
íbúðarhúsum. Verið væri að smíða
sumarbústaði í staðinn. Fyrirtækið
heíði þreifað fyrir sér með útflutning
á einingahúsum og væm viðræður í
gangi við bæði Grænlendinga og Fær-
eyinga. Taldi Knútur viðræðumar við
Grænlendinga vænlegar til árangurs.
Hvað innlendan markað snerti þá
væm menn vongóðir að úr rættist
fljótlega. “Við erum tilbúnir í slaginn
ef þetta fer í gang aftur,“ sagði Knút-
ur JÓnsson.
Hjá Húseiningum störfúðu 30 manns
í fyrra en nú vinna þar 12 manns.
Lítið að gera
Guðmundur Sigurðsson hjá S.G. ein-
ingahúsum á Selfossi sagði að lítið
væri að gera. Aðeins hefðu verið af-
greidd tíu einingahús á þessu ári sem
væri mikill samdráttur. Fyrirtækið
legði þvi miklu meiri áherslu á að
smíða sumarbústaði.
Minni innflutningur
Undanfarin ár hefur líka dregið
vemlega úr innflutningi á einingahús-
um. Hámarki náði þessi innflutningur
árið 1982 en það ár vom flutt inn ein-
ingahús að verðmæti 88 milljónir
króna á verðlagi ársins 1985. Verð-
mæti innflutningsins á árinu 1985 var
hins vegar aðeins um 5,2 milljónir
króna. -EH
Það er orðið sjaldséð að sjá menn vinna við að setja upp einingahús. Þessa dagana er verið að hlaða múrsteini utan á
einingahús sem nýlega var sett upp við Jöldugróf í Reykjavik.
Benetton blómstrar
Á meðan setið er á rökstólum um
hvaða ráðstafanir eigi að gera til a,ð
bjarga íslenska ullariðnaðinum
blómstrar Benetton, ítalska ullarfyrir-
tækið. Fyrirtækið hefur á fáum árum
slegið í gegn í flestum löndum heims
með ullarfatnaði sínum. Jókst hagn-
aður fyrirtækisins um 140% á síðasta
ári. Hagnaður fyrirtækisins í fyrra var
64 milljónir dollara eða 2688 milljónir
króna. Til samanburðar má nefria að
tekjur Islendinga af útflutningi á ull-
arvörum í fyrra voru 1100 milljónir.
Heildarvelta Benetton nam 587 millj-
ónum dollara í fyrra sem er rúmlega
24 milljarðar íslenskra króna.
Benetton ullarkeðjan var upphaf-
lega var lítið fjölskyldufyrirtæki en
rekur nú verslanir í 57 löndum. 60%
af veltu fyrirtækisins verða til utan
Ítalíu. Úr ullinni framleiðir Benetton
alls konar ullarvörur svo sem peysur,
kjóla, trefla, og húfur, allt vörur í
skærum litum og mynstrum sam-
kvæmt nýjustu tísku.
Nú er stefnt er að því að setja Ben-
etton ullarvörur á markað í Kína, árs verði í kringum 67 milljónir doll-
Indlandi og í Austur-Evrópu. Fyrir- ara og tekjur 660 milljónir dollara.
tækið reiknar með að hagnaður þessa -EH
Benetton ullarkeðjan teygir anga sina til íslands. Þijár Benetton búðir eru starf-
andi í Reykjavík.