Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Qupperneq 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAl 1986. 11 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt á Reyðarfirði: Hverju spáir þú um úrslit kosning- anna á Reyðarfirði? Stefán Kristinsson verkamaður: - Þetta verður sjálfsajjt svipað og i síðustu kosningum. Eg á ekki von á að þetta breytist mikið. -v Siggerður Pétursdóttir, starfar við niðurlagningu síldar: - Það er mjög erfitt að spá. Ég hef trú á því að það verði myndaður nýr meirihluti. Þórir Gislason verkamaður: - Það hafa orðið miklar breytingar á list- unum og þeim hefur fækkað. Það bendir flest til þess að myndaður verði svipaður meirihluti og síðast, sem var hræðslubandalag gegn Al- þýðubandalaginu. Jóhann Þorsteinsson verkstjóri: Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn fái einn, Alþýðubandalagið þrjá, Óháðir tvo og Frjáls framboð einn. Mér þyk- ir líklegt að Alþýðubandalagið og Frjálst framboð myndi meirihluta. Anna Björnsdóttir verkakona: - Ég hef ekkert spáð í þetta. Ætli þetta verði ekki eins og venjulega. Guðjón Sigmundsson verkstjóri: - Á von á því að það verði ekki miklar breytingar. Ef þær verða þá verða þær í rétta átt. Reyðarfjórður: Bíða enn eftir Kísil- málmverksmiðjunni Reyðfirðingar bíða enn eftir að kísil- málmverksmiðja verði reist í nágrenni við bæinn. Það gerðu þeir reyndar líka þegar sveitarstjómarkosningar fóm fram síðast. Þessi þrotlausa og von- litla bið heíur farið mjög í taugamar á bæjarbúum. Nú hafa þeim enn einu sinni verið gefhar vonir. Viðræður em í gangi og allt virðist vera að smella saman. Ef allt gengur að óskum heíj- ast framkvæmdir við byggingu verk-' smiðjunnar næsta vor. Ef þessi verksmiðja verður að vem- leika er óhætt að fullyrða að hún eigi eftir að setja mark sitt á lífið á Reyðar- firði. I fyrstu má búast við miklum fjölda starfsmanna sem munu vinna við framkvæmdimar. Þessir menn munu að líkindum fæstir setjast að á Reyðarfirði. Síðar, þegar verksmiðjan tekur til starfa, munu fastir starfs- menn setjast að á Reyðarfirði eða Eskifirði. Margir spá því að þessi verk- smiðja eigi eftir að taka vinnuafl frá þeim atvinnugreinum sem þegar em á þessum stöðum. Það er mál sem sveit- arstjómimar verða að láta til sín taka og undirbúa komu verksmiðjunnar. -APH Alþýðubandalagið: Búið að draga okkur á asnaeyrunum „Ég er ekkert bjartsýnni nú en áður á að þessi verksmiðja verði að vem- leika. Það er búið að draga okkur svo lengi á asnaeyrunum og vegna þessa máls höfum við verið sniðgengnir í fjárveitingu. Þess vegna hefur þessi bið komið okkur afar illa,“ sagði Þor- valdur Jónsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið situr nú í minni- hluta og hefur þrjá menn í hrepps- nefnd. í síðustu kosningum bætti það við sig einum manni. „Við stefrium að því að komast í meirihluta," segir Þorvaldur en vill engu spá um það, með hverjum það gæti orðið. Hann segir að eitt af for- gangsverkefnunum sé að byggja íbúðir fyrir aldraða, bæta gatnakerfið og sinna betur æskulýðsmálum. -APH Frjálst framboð: Undirbúum komu verksmiðjunnar Þorvaldur Aðalsteinsson Frjálst framboð er að finna á Reyð- arfirði eins og i Hafharfirði. Framboð- ið er til komið vegna ágreinings innan Sjálfstæðisflokksins á staðnum. Þor- valdur Aðalsteinsson, efsti maður á listanum, vildi að efht yrði til próf- kjörs. Það hlaut ekki hljómgrunn innan Sjálfstæðisfélagsins og óháða listans sem ákvað að bjóða fram með Sjálfstæðimönnum. Einnig settu þeir óháðu það skilyrði að Þorvaldur yrði ekki í efsta sæti D-listans. „Það er ekki rétt að vera með stór- yrtar yfirlýsingar rétt fyrir kosningar. Við munum leggja áherslu á undir- búning kísilmálmverksmiðjunnar. Einnig eru fjölmörg verkefni sem þarf að ráðast í og ljúka. Við stefnum með- al annars að því að ljúka við byggingu heilsugæslustöðvar," segir Þorvaldur, sem snaraði fram lista Frjáls framboðs á síðustu stundu. -APH Óháðir borgarar: Listinn nýtur mikillar hylli Nýr listi býður fram á Reyðarfirði, listi Óháðra borgara. Listinn samanst- endur af framsóknarmönnum og öðrum óháða listanum sem bauð fram í síðustu kosningum. Þessir tveir listar fengu einn mann hvor í hreppsnefnd- ina síðast. „Út úr þessu komu mörg dauð at- kvæði svo við ákváðum að bjóða fram sameiginlegan lista. Þessi listi nýtur mikillar hylli og það ríkir friður um hann,“ segir Jón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og annar maður á lista Óháðra borgara. „Við leggjum mikla áherslu á að Kísilmálmverksmiðjan rísi hér og telj- um það vera aðalkosningamálið. Það hefur verið langvarandi stöðnun í fólksfjölgun hér og að okkar mati er verksmiðjan eini valkosturinn sem getur breytt þvi og aukið atvinnu hér.“ -APH Jón Guðmundsson Sjálfstæðismenn: Má ekki gleyma þeim öldruðu „Við munum vera vel vakandi yfir því sem fylgir kísilmálmverksmiðjunni og beita okkur af krafti í sambandi við alla viðbótaruppbyggingu vegna hennar,“ segir efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, Hilmar Sigurjónsson. „En allt uppistandið vegna verk- smiðjunnar má ekki verða til þess að við gleymum gamla fólkinu. Það bíða okkar mörg verkefhi til að bæta stöðu aldraðra. Einnig viljum við breytta stefhu gagnvart unga fólkinu. Það hefur ekki verið unnið nógu mikið að málefhum þeirra ungu og öldnu hér.“ -APH Hitmar Siguijónsson Úrsiit 1982 Fimm listar voru i tramboöi á Reyðarfiröi 1982. Úrsllt uröu þessi: Atkvæöi Framsóknarflokkur(B) Siálfstæðisflokkur(D) Alþýðubandalag(G) Óháöir kjósendur(K) Framfarasinnar(M) 60 71 123 67 65 Fulltrúar 1 1 3 1 1 Alþýöubandalag situr i mlnnihluta og hinir listarnir mynduðu meirihluta þetta kjörtimabil. i hreppsnefnd voru kjörnir: Elnar Baldursson(Ð), Þorvaldur Aóatsteinsson (D), Ámi Ragnarsson (G), Þorvaldur Jónsson (G), Jósefína Ólafsdóttir (G), Sigfús Guölaugsson (K) og Hallfriður Bjarnadóttir (M). Framboðslistar D-listi - SjáHstæðisflokkur 1. Hilmar Sigurjónsson 2. Sigurbjörg Hjaltadóttir 3. Ásmundur Asmundsson 4. Þorgrímur Jörgensson 5. Jóhanna Hallgrímsdóttir 6. Bryndís Ingvarsdóttir 7. Þorsteinn Þórhallsson 8. Jórunn Sigurbjönisdóttir 9. Gústaf ómarsson 10. Helga Hauksdóttir 11. Páll Elísson 12. Hreinn Sigmarsson 13. Bóas Jónasson 14. Jónas Jónsson F-Iisti - Óháðir borgarar 1. Sigfus Þ. Guðlaugsson 2. Jón Guðmundsson 3. Einar Baldursson 4. Ásthildur Jóhannsdóttir 5. Bjöm Egilsson 6. Guðný Kjartansdóttir 7. Sigurbjöm Marinósson 8. Guðmundur F. Þorsteinsson 9. Rúnar Halldórsson 10. Bjami Garðarsson 11. Ríkharður Einarsson 12. Sæmundur Valtýsson 13. Anna. A. Frímannsdóttir 14. Guðjón Þórarinsson Framboð til sýslunefhdar: aðalm. Jón Guðmundsson, varam. Jón Vigfusson. G-listi - Alþýðubandalagið 1. Þorvaldur Jónsson 2. Helga Aðalsteinsdóttir 3. Ámi Ragnarsson 4. Sveinn Jónsson 5. Ómar Ingvarsson 6. Unnur Ölversdóttir 7. Stefán Eiríksson 8. Þórhildur Björnsdóttir 9. Sigmar Metúsalemsson 10. Helga Björk Helgadóttir 11. Rúnar Olsen 12. Skúh Birgisson 13. Anna Jóna Ármannsdóttir 14. Jósefína Ólafedóttir H-listi - Frjálst framboð 1. Þorvaldur Aðalsteinsson 2. Bryndís Steinþórsdóttir 3. Kristín Guðjónsdóttir 4. Amar Valdimarsson 5. Benedikt Brunsted 6. Ema Amþórsdóttir 7. Jóhann P. Halldórsson 8. Stefán Ámi Guðmundsson 9. Sverrir Benediktsson 10. Kristinn Briem Kosningar ‘86 Arnar Páll Hauksson á Reyöarfiröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.