Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Qupperneq 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Frjélst. óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verö í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Stjórnarfylgið á toppi
Fylgi ríkisstjórnarinnar er með því mesta, sem það
hefur verið, samkvæmt skoðanakönnun DV. Þó var það
enn meira snemma á kjörtímabilinu. Fylgi ríkisstjórna
samkvæmt skoðanakönnunum fer mikið eftir því, hvaða
vonir fólk gerir sér um efnahagsmálin. Landsmenn hafa
árum saman verið langþreyttir á slæmri stöðu þeirra
mála. Þótt sjórnmálamenn haldi stundum, að almenn-
ingur sé fáfróður, er augljóst af könnunum, að almenn-
ingur gerir sér nokkuð góða grein fyrir því, hvert stefnir
í efnahagsmálum. Menn hafa í aðalatriðum skilið böl
óðaverðbólgu, hvernig hún lamar framtak og minnkar
tekjur þjóðarinnar. Mönnum er í stórum dráttum ljóst,
að í ógöngur stefnir með erlendri skuldabyrði og hinni
miklu greiðslubyrði af erlendum lánum. Fólk áttar sig
nokkuð vel á, hvernig landsfeðurnir hafa sólundað verð-
mætum þjóðarinnar og misnotað þau tækifæri, sem
góðæri hafa skapað. Stjórnmálamenn mega vita, að
þetta eru einhver helztu umræðuefni, þegar fólk kemur
saman. Mönnum sýnist sitt hvað um flokka og lista, en
sá hópur, sem er á nokkurri hreyfingu í stjórnmálum
og ræður úrslitum um sveiflur, vegur og metur ástand
efnahagsmála umfram annað, þegar tekin er afstaða til I
ríkisstjórna.
í könnuninni nú segjast um tveir þriðju þeirra, sem
taka afstöðu, vera fylgjandi ríkisstjórninni. Þessi tala
hefur ekki verið hærri síðan í maí 1984. Ríkisstjórnin
má vel við una. Fylgi flokkanna, sem að henni standa,
var innan við 60 prósent í síðustu þingkosningum. Hitt
er rétt, að ríkisstjórnin á þetta mikla fylgi ekki fyllilega
skilið. Fylgisáukningin er afleiðing kjarasamninganna
og efnahagsráðstafananna, sem þeim fylgdu. Allt í einu
fór að rofa til. Verðbólgan hjaðnaði. Vonir standa til,
að verðbólga verði innan við tíu prósent í ár, hin
minnsta í hálfan annan áratug. Fólk þakkar ríkisstjórn-
inni þetta. Það virðist gleymast, að þessu valda þeir
kjarasamningar, sem Alþýðusamband og Vinnuveit-
endasamband gerðu í Garðastræti. Þessir aðilar
vinnumarkaðarins sendu ríkisstjórninni pakka, sem
hún samþykkti. Áður hafði ríkisstjórnin boðið fram
smærri pakka. Auðvitað má þakka stjórninni, að hún
hafnaði ekki tilmælunum frá Garðastræti. Stjórnin
hafði allt að vinna með því að taka þeim vel, og nú
uppsker hún í fylgi, einkum Framsóknarflokkurinn, af
því að hann hefur forsætisráðherrann.
Athyglisvert er, hversu fylgi ríkisstjórnarinnar hefur
í sögu hennar farið eftir kjarasamningum. Ríkisstjómin
upplifði sína hveitibrauðsdaga eins og aðrar ríkisstjórn-
ir. Hún naut þess, að almenningur fagnaði lokum
stjórnarkreppu. Fylgi stjórnarinnar var svipað og nú í
október 1983. Ríkisstjórnin hafði gripið til aðgerða til
að koma verðbólgunni niður. Fólk þoldi kjaraskerð-
ingu, og flestir sættu sig við hana. Kjarasamningar
voru gerðir snemma árs 1984. Þeir voru hófsamlegir.
Samningamenn bundu traust við ríkisstjórnina. En síð-
an brást stjórnin. Framhald aðgerðanna var ekkert. í
odda skarst haustið 1984, sem var bæði sök stjórnar og
launþegahreyfingar. Stjórnin komst í minnihluta.
Því minnihlutaskeiði lýkur nú - að minnsta kosti í
bili. Enn eru það kjarasamningar og aðgerðir þeim
tengdar, sem valda. Ríkisstjórnin var knúin til að taka
á málum - að sumu leyti nauðug viljug.
Haukur Helgason.
Framfarir og ferskleika í
stað stöðnunar og þreytu
Það er líf og íjör í bæjarmálapóli-
tíkinni í Hafriarfiðri. Þar sem
umræður um þróun og stöðu mála í
einstökum sveitarfélögum eru af
skomum skammti í stóm dagblöð-
unum, er sjónum einkum beint að
ástandinu í höfuðborginni, þá ætla
ég að fjalla örlítið um stöðuna í
Hafnarfirðinum nú þegar u.þ.b.
mánuður er til kosninga.
Já, það er ekki ofsögum sagt að
það er líf í Firðinum fyrir bæjar-
stjómarkosningamar. Þegar þessar
línur em ritaðar em þegar komnir
fram sjö framboðslistar og jafnvel
er von á einum til viðbótar. En hvort
heldur framboðslistamir verða sjö
eða átta, þá er sýnt að ný framboð
koma fram á sjónarsviðið á sama
tíma og sumir þeirra flokka, sem
áður buðu fram, em í sárum og ekki
til stórræða.
Þeir flokkar sem bjóða fram í
Hafnarfirði em Alþýðuflokkurinn,
sem einn flokka viðhafði opið próf-
kjör um skipan efstu sæta á listan-
um, Alþýðubandalag, Framsóknar-
flokkur, Sjálfstæðisflokkur, Óháðir
borgarar, Kvennalisti, sérframboð
Einars Mathiesen o.fl., en Einar hef-
ur um tólf ára skeið setið í bæjar-
stjóm fyrir hönd Sjálfstæðisflokk-
inn.
Klofningur og skyndiframboð
Það er því klofhingur innan Sjálft-
æðisflokksins. Foringjar flokksins
ákváðu að ýta Einari Mathiesen út
af framboðslistanum, neituðu óskum
hans um prófkjör og vildu hvorki sjá
hann né heyra. Og svar Einars, sem
er bróðir Matthíasar Á. Mathiesen
utanríkisráðherra, var að bjóða fram
eigin lista, sem hann nefhir Frjálst
framboð. Ekki liggur beinlínis fyrir
að um málefnaágreining sé að ræða
milli Einars og gömlu félaganna í
Sjálfstæðisflokknum, heldur eiga
deilumar rætur i persónulegri tog-
streitu milli einstaklinga; foringja
Sjálfstæðisflokksins og Einars. Það
er hins vegar sýnt að framboð Ein-
ars mun reka fleyg í Sjálfstæðis-
flokkinn, en hann hafði á yfirstand-
andi kjörtímabili fimm bæjarfull-
trúa, reyndar rétt skreið sá fimmti
inn á örfáum atkvæðum í síðustu
kosningum. Það er því fyrirsjáanlegt
að Sjálfstæðisflokkurinn verður í
sárum í kosningabaráttunni og gæti
allt eins tapað tveimur bæjarfulltrú-
um. Almennt er þó talið ósennilegt
að Einar nái sjálfur kjöri í kosning-
unum.
Staða Kvennalistans í Hafnarfirði
er óljós, enda liggur ekki fyrir á
þeirri stundu sem þetta er skrifað
hvaða mál það em sem listinn ber
einkum fyrir brjósti. Það er aðeins
fyrirliggjandi að boðið er fram.
Flestir telja þó sennilegt að Kvenna-
listinn fari nálægt því að fá mann
kjörinn.
Framsóknarflokkurinn í Hafnar-
firði er hverfandi. Það er mat manna
að nú með fráhvarfi Markúsar Á.
Einarssonar úr forystusveit flokks-
ins þurfi kraftaverk til að flokkurinn
haldi sæti sínu í bæjarstjóm.
Hjá Alþýðubandalaginu er allt
með svipuðu sniði og fyrr, en sóknar-
möguleikar þess em ekki fyrir hendi
- hvorki framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins né málílutningur grundvall-
ar möguleika á neinni sigursókn í
kosningunum.
Hvað framboð Óháðra borgara
áhrærir, þá hefur það framboð sl.
tuttugu ár haft umtalsvert fylgi í
Hafnarfirði. Hins vegar hefur lang-
varandi samstarf við Sjálfstæðis-
GUÐMUNDUR ÁRNI
STEFÁNSSON
BÆJARFULLTRÚI ALÞÝÐU-
FLOKKSINS í HAFNARFIRÐI
flokkinn í bæjarstjóm smám saman
dregið úr sérkennum framboðsins
og baráttuþreki liðsmanna, auk þess
sem aðalhvatamaður framboðsins,
Ámi Gunnlaugsson, hefur dregið sig
æ meir í hlé hin síðari ár. Hann
skipar nú þriðja sæti listans, sem
lokar fyrir alla möguleika á því að
hann setjist í bæjarstjóm að aflokn-
um kosningunum í lok maí. Er það
hlutlægt mat manna að Óháðir borg-
arar tapi öðrum af tveimur bæjar-
fulltrúum sínum.
Jafnaðarmenn í sókn
Jafhaðarmenn í Hafnarfirði vant-
aði aðeins örfá atkvæði i síðustu
kosningum til að fá þrjá menn
kjöma í bæjarstjóm. Það er sóknar-
hugur í hafrifirskum jafiiaðarmönn-
um og spá manna, hvar í flokki sem
þeir standa, er sú að Alþýðuflokkur-
inn muni bæta verulega við sig í
kosningunum 31. maí næstkomandi
og hljóta a.m.k. þijá bæjarfulltrúa
kjöma. Flokkurinn var sá eini í
Hafnarfirði sem gaf almennum
stuðningsmönnum sínum kost á því
að ákvarða skipan fimm efstu sæta
listans. í þriðja sæti listans, baráttu-
sætinu, er Ingvar Viktorsson, sem
er flestum Hafnfirðingum að góðu
kunnur sem kennari, forstöðumaður
Vinnuskólans og ötull baráttumaður
í hafnfirskri íþróttahreyfingu.
Sterk málefnastaða
Alþýðuflokkurinn hefur haldið
uppi harðri en málefhalegri stjómar-
andstöðu í bæjarstjóm Hafnarfjarð-
ar á yfirstandandi kjörtímabili. Og
það hefur verið djúp gjá á milli við-
horfa meiri- og minnihluta í fjöl-
mörgum grundvallarmúlum sem
bæjarstjómin hefur tekið á. Jafnað-
armenn hafa t.a.m. viljað taka
heilsugæslumálin fastari tökum og
lögðu til að umtalsverðu fiármagni
yrði veitt til heilsugæslunnar á Sól-
vangssvæði, sem nú er í byggingu,
þannig að unnt yrði að ýta því máli
hratt áfram. Fyrir því var enginn
áhugj hjá Sjálfstæðisflokknum og
fylgifiskum hans. Sama hefur verið
uppi á teningnum, hvað varðar
íþróttamálin; jafnaðarmenn vildu
leggja til fiármagn til byggingar nýs
íþróttahúss, en Sjálfstæðisflokkur-
inn felldi tillögur þar um. Og svipað
var um tillögur í æskulýðsmálum,
dagvistarmálum og málefnum aldr-
aðra.
Alþýðuflokkurinn hefur einnig
gefið atvinnumálunum góðan gaum
og lagði til að stofriaður yrði At-
vinnumálasjóður, sem hefði það
hlutverk að styðja við ný atvinnu-
fyrirtæki sem vildu hasla sér völl í
bænum. Þetta gæti bærinn gert með
lánafyrirgreiðslu eða jafhvel hlut-
deild í viðkomandi fyrirtækjum um
skamman tíma, auk lipurðar varð-
andi innheimtu opinberra gjalda.
Hvernig nýtast atkvæði best?
Á þessum vettvangi gefst ekki rúm
til að fara ofan í saumana á þeim
stóru málum sem á Hafnfirðingum
brenna, en hitt er ljóst að timi er til
þess kominn að áhrifa jafnaðar-
manna fari að gæta í ríkari mæli á
stjóm bæjarmálanna. Núverandi
meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Óháðra borgara er þreyttur og rúinn
þreki eftir langvarandi stjómarsetu.
Nýju framboðin, sem komin em fram
á sjónarsviðið, em blöðmr sem
springa, því málefnagrundvöllur er
veikur að baki þeim. Og Framsókn
og Alþýðubandalag hafa ekkert nýtt
fram að færa. Og með þessari ein-
foldu útilokunaraðferð geta hafn-
firskir kjósendur nálgast þau
sannindi að Alþýðuflokkurinn sé
valkostur sá er vert sé að staldra
við. Framboðslisti flokksins er sterk-
ur, þar sem ungt fólk og konur em
áberandi í efri sætum listans og
hæfileg blanda er af nýju fólki og
reyndu fólki í bæjarmálunum. En
ekki síður er málefnastaða jafnaðar-
manna góð. Alþýðuflokkurinn er
sannarlega í sókn í Firðinum og at-
kvæði honum veitt nýtast til fulls
til hagsbóta fyrir Hafhfirðinga. Velj-
um framfarir og ferskleika í bæjar-
stjóm Hafharfiarðár í stað þreytu
og stöðnunar. Vörumst möguleika-
lítil sérframboð. Og þá er svarið
einfalt: Valið er Alþýðuflokkurinn -
listi jafhaðarmanna.
Guðmundur Ámi Stefánsson
„En hvort heldur framboðslistarnir verða sjö eða átta, þá er sýnt að
ný framboð koma fram á sjónarsviðið á sama tíma og sumir þeirra
flokka, sem áður buðu fram, eru í sárum og ekki til stórræðanna.“
„Ekki liggur beinlínir fyrir að um mál-
efnaágreining sé að ræða milli Einars og
gömlu félaganna í Sjálfstæðisflokknum,
heldur eiga deilurnar rætur í persónulegri
togstreitu milli einstaklinga; foringja
Sjálfstæðisflokksins og Einars.“