Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Síða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 15 SjáHstæðismenn vantreysta frjálsum félagasamtökum Nýlega birtust tvær kjallaragreinar í DV, báðar skrifaðar frá sjónarhóli þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta vegna starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Annars vegar var um ungan viðskiptavin stofiiunarinnar að ræða, Halldóru Jónsdóttur, nem- anda í 9. bekk Hlíðaskóla, og hins vegar Áma Guðmundsson, forstöðu- mann Ársels, sem er ein af félagsmið- stöðvum Reykjavíkurborgar. Bæði lýstu þau yfir óánægju sinni með skrif undirritaðs um íþrótta- og æskulýðsmál í höfuðborginni, en í þeim hefur komið fram hörð gagn- rýni á eyðslu- og útþenslustefriu Æskulýðsráðs, sem því miður hefior orðið á kostnað íþróttastarfs og ann- arrar starfsemi frjálsra félagasam- taka í borginni. Er þá að sjálfsögðu miðað við það héildaríjármagn, sem Reykjavíkurborg ver til æskulýðs- mála og skiptingu þess. Fjármagnið myndi nýtast betur Það er á misskilningi byggt, ef þetta ágæta fólk heldur, að undirrit- aður vilji láta loka félagsmiðstöðv- um Reykjavíkurborgar. Ég hef einungis bent á, að æskulýðsstarf- semi í Reykjavík væri betur komin í höndum frjálsra félagasamtaka en launaðra starfsmanna Æskulýðsr- áðs, nema að óverulegu leyti. Það er bjargföst skoðun mín, að fengju þessi félagasamtök helftina af því fjármagni, sem Æskulýðsráð fær til sinna þarfa í dag, myndi fjármagnið nýtast miklu betur en það gerir, t.d. með því, að íþróttafélögin og önnur frjáls félagasamtök yfirtækju rekst- ur þessara félagsmiðstöðva fyrir borgina með miklu minni tilkostnaði en nú er, vegna þess að þau geta nýtt sér sjálfboðaliða í ríkum mæli. Fjármagnið, sem þannig sparaðist, kæmi sem aukning til hefðbundins íþróttastarfs og annarrar skyldrar starfsemi. Að sama skapi mætti hugsa sér, að íþróttahreyfingin yfir- tæki rekstur sumra íþróttamann- virkja á vegum Reykjavíkurborgar til að ná fram spamaði, sem nýta mætti til að aðstoða íþróttafélögin við rekstur þeirra, sem er býsna þungur og j aðrar víða við gj aldþrot. Þúsundir vinnufúsra handa bíða verkefna Það væri skiljanlegt, að Reykja- víkurborg ræki jafriöfluga stofnun og Æskulýðsráð óneitanlega er, ef félagslíf í borginni væri steindautt. En svo er ekki, því að þúsundir vinnufusra handa í hinum ýmsu fé- lögum eru reiðubúnar til starfa í enn ríkari mæli en nú er, ef þeim væri sköpuð aðstaða til þess. Þá er ekki einungis verið að tala um iþrótta- hreyfinguna, skátana, bindindis- hreyíinguna, KFUM- og K eða skák- og bridge-menn, heldur jafnvel fé- lagasamtök eins og Lions og Kiwanis. Má í því sambandi minna á átak Lions-manna gegn vímu- og fíkniefhaneyzlu unglinga. Af hverju talar Reykjavíkurborg ekki meira við slíka aðila og kannar, hvort þeir vilji taka að sér einstök verkefhi á félagssviði, hvort sem það væri í þágu unga eða gamla fólksins? Æskulýðsráð í núverandi mynd á hins vegar að leggja niður, en það gæti hins vegar fylgzt með starfsem- inni í félagsmiðstöðvunum og gripið inn í, ef með þyrfti. Kröfugerð i fyrirrúmi Mér er til efs, að það sé hollt fyrir Kjallarinn ALFREÐ ÞORSTEINSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR OG 2. MAÐUR Á BORGARSTJÓRNARLISTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS unglinga að fá allt rétt upp í hend- umar, eins og nú tíðkast allt of mikið hjá Æskulýðsráði. Það skapar virð- ingarleysi fyrir verðmætum, sem liggja að baki. Mér fannst líka tónn- inn hjá ungu stúlkunni, sem skrifaði kjallaragreinina, vera í þeim dúr. Kröfugerðin situr í fyrirrúmi. Krafizt er fleiri félagsmiðstöðva og æsku- lýðshalla, án þess að nokkuð sé lagt á móti. Auðvitað er það svo, að ein- hveijir unglingar hafa ekki áhuga á íþróttum eða skyldri starfsemi, og ber að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra. En það er tæplega réttlætan- legt, að sá hópur eigi að hafa forgang umfram aðra hópa, eins og nú á sér stað. Fjárhagsáætlunin talar sínu máli Samkvæmt þeirri æskulýðsstefiiu, sem framfylgt er af sjálfstæðismönn- um í borgarstjóm í dag, em íþróttir og starfsemi annarra félagasamtaka flokkaðar sem 2. flokks æskulýðs- starfsemi fyrir aftan hið borgarrekna Æskulýðsráð. Það sjá menn bezt með því að glugga í tölur í fjárhagsáætl- un borgrinnar og bera þær saman. Þar kemur í ljós, að veittar em 50- 60 milljónir króna til reksturs Æsku- lýðsráðs, en sambærilegar tölur til íþróttahreyfingarinnar em á bilinu 15-20 milljónir króna, þegar Reykja- víkurborg er búin að hirða til baka 7 milljónir króna, sem íþróttafélögin verða að gjalda fyrir leigu á íþrótta- sölum borgarinnar. Þessi stefna sjálfstæðismanna er bæði röng og varhugaverð. Hún er röng vegna þess, að kannanir sýna, að hafi böm og unghngar tækifæri og aðstöðu til að stunda íþróttir, kjósa langflestir að gera það. Þar af leiðandi ættu íþróttir að hafa for- gang, þegar fjármagni er úthlutað til æskulýðsmála, en ekki öfugt. Með þetta í huga má segja, að núverandi borgarstjómarmeirihluti sjálfstæð- ismanna sýni ótrúlegt skeytingar- leysi gagnvart bömum og ungling- um í stærsta hverfi Reykjavíkur, Breiðholtinu, þar sem nú búa 25 þúsund manns, en í Breiðholtshverf- unum er starfsemi íþróttafélaganna Leiknis og ÍR á algerum brauðfótum vegna fjárskorts. Þar af leiðandi fara þúsundir bama og unglinga í Breið- holtshverfum á mis við íþróttastarf- ið, og verður sá skaði seint bættur. I komandi borgarstjómarkosningum leggur Framsóknarflokkurinn til, að gert verði sérstakt átak til að kippa þessum málum í liðinn. Vímu- og fíkniefnaneyzlan Spyrja má, hvers vegna við fram- sóknarmenn leggjum slíkt ofurkapp á íþróttamálin. Ástæður fyrir þvf em margar, m.a. sú, að fólk skilur betur nú en áður, hvaða gildi íþróttir hafa gagnvart heilsufari. Þess vegna vilj- um við stuðla almennt að auknu íþróttastarfi og styðja jafnframt myndarlega við okkar afreksfólk. En íþróttir hafa líka verulega þýð- ingu sem forvamarstarf í baráttunni gegn vímu- og fíkniefiianezlu imgl- inga. Það hafa kannanir sýnt ótvír- ætt. Þess vegna er það fullkomið ábyrgðarleysi af hálfii Sjálfstæðis- flokksins að láta þennan málaflokk sitja á hakanum. Kolrangar áherzlur Ég get verið sammála þeim sjónar- miðum, sem fram koma í máh þeirra Halldóru Jónsdóttur og Áma Guð- mundssonar í kjallaragreinum þeirra, að auka þurfi heildarframlög til æskulýðsmála. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að miðað við samanlagt fjármagn, sem nú fer til þessa málaflokks, þá em áherzlumar kolrangar, frjálsu félagasamtökun- um í óhag. Það er síðan skoðanaágreiningur milli framsóknarmanna og þeirra sjálfstæðismanna, sem nú ráða í borgarstjóm, hvort treysta eigi fé- lagasamtökum til að yfirtaka sem mest af starfi Æskulýðsráðs. Fram- sóknarmenn telja, að félagasamtok- um sé vel treystandi til að reka þá starfsemi að mestu leyti og gera það með þeim hætti, að hún verði bæði ódýrari og markvissari. Sjálfetæðis- flokkurirm hefur því miður villzt eitthvað af leið í þessu máli, og er vonandi, að Davíð hressist. Alfreð Þorsteinsson. „Mér er til efs, að það sé hollt fyrir ungl- inga að fá allt rétt upp í hendumar, eins og nú tíðkast allt of mikið hjá Æskulýðsr- áði. Það skapar virðingarleysi fyrir verðmætum sem liggja að baki.“ Lögverndun - hagsmunir dreifbýlis Alþingi íslendinga lauk störfum um sumarmálin. Þetta er eitt skemmsta þing sem haldið hefur verið um ára- bil. Ástæðumar fyrir því að þingi er slitið svo fljótt eru sagðar þær að sveitarstjómarkosningar erú fram- undan. Ekki verður nú í fljótu bili séð hvers vegna nauðsynlegt er að flýta þingstörfum svo mjög þótt kjósa eigi nýjar sveitarstjómir í maílok. Það hlýtur að vera um- hugsunarefni hvemig vinnubrögð- um Alþingis er háttað undir þinglok og með hverjum hætti afgreiðsla fer fram á lögum sem þjóðin á síðan að búa við. Þess munu ófá dæmi að þingmálum sé kastað inn í sali þings skömmu fyrir þingslit og þau keyrð í gegn án nokkurrar umræðu. Það gerðist einnig nú. Önnur dæmi em um mál sem liggja fyrir þingi vikum og mánuðum saman án nokkurrar umfiöllunnar en em svo í þinglok drifin fram og afgreidd án þess að hafa fengið nokkra umíjöllun að ráði. Þekkingarleysi - hættuleg við- horf Eitt af þeim málum, sem Alþingi afgreiddi sem lög nú á síðustu dögum þingsins, var frumvarp um lögvemd- un á starfeheiti kennara og starfe- réttindum. Það mál fékk skemmri skím í umíjöllun. Engu að síður var eftirtektarvert hvemig sú umræða var. Þeir sem töluðu gegn frum- varpinu viðhöfðu málflutning sem lengi mun í minnum hafður. Vissu- lega er gott að hann er á pappír festur. Þessar umræður sýndu svo Kjallarinn KÁRIARNÓRSSON SKÓLASTJÓRI að ekki varð um villst að þessir aðil- ar byggja viðhorf sín á samfélags- gerð sem var á íslandi fyrir hálfri öld. Svo gersamlega vom þeir ger- sneyddir því að hafa einhverja hugmynd um í hveiju nútíma skóla- starf felst. Þeir standa enn í þeirri meiningu að í skólunum hafi fátt eitt tekið breytingum eða eigi að breytast þótt þjóðfélagið hafi tekið heljarstökk. Hún er inerkileg þessi blinda sem slær þingmenn, sem og rejmdar marga aðra, þegar að þvi kemur að ræða breytingar á skólum. Þó hljóta þessir menn að rekast á það daglega að til að geta leyst úr málum þarf nýja þekkingu og ekki dugir að beita til þess sömu aðferð- um og hægt var að gera þegar þeir vom böm. En þeim er fyrirmunað að skilja að þetta sama lögmál gildir einnig um skólann. Þeir standa líka frammi fyrir því að til að geta unnið sérhæfð störf verða menn að kunna til verka. Menn fá ekki dómaraembætti nema hafa lokið lögfræðiprófi. Það breytir ekki því að ýmsir geta verið lög- fróðir, þeir sem á slíku hafa áhuga og gætu vafalaust dæmt í ýmsum málum. En hræddur er ég um að skjólstæðingum mörgum þætti það ansi klént. Margir hafa læknis- hendur, eins og það er kallað, þegar menn em natnir við sjúka. En varla held ég þeir yrðu settir yfir sjúkra- hús. Og fleiri dæmi mætti taka. Mér finnst eins og það hafi komið upp í umræðu að leyfi til að hefja búskap, þ.e. fá búmark, yrði framvegis ekki veitt nema viðkomandi hefði mennt- un frá búnaðarskóla. Sem óðast er verið að fella niður allar undan- þágur frá skipstjóm og vélstjóm því menn sáu í hvert glapræði stefridi. En með kennslu finnst alþingis- mönnum, sumum hverjum, gilda allt annað. Þegar leggja á grunninn að framtíð einstaklingsins og þá um leið þjóðfélagsins, skiptir ekki máli að kunna til verka, skólastarf geti hver sem er annast, það hafi alltaf verið þannig. Satt að segja gekk svo fram af mér þekkingarleysi þessara manna og skilningsleysi á skólastarfi að mér aldeilis blöskraði. Mér var hugsað til þess ef þekking þeirra og viðhorf í öðrum málun, sem þingheimur fjallar um, væri viðlíka þá væri ekki merkilegt þótt ýmislegt færi úrskeið- is hjá þessari þjóð. En vissulega vona ég að svo sé ekki. Hemill á þróun skólastarfs Það kom í ljós að ýmsir fulltrúar dreifbýlisins vom á móti því að um- rætt frumvarp næði fram að ganga. Þeim virðist ekki vera ljóst að skól- ar þar búa við erfiðasta aðstöðu til að fá fólk menntað til kennslu. Þeim virðist heldur ekki vera ljóst hve mikill hemill það er á alla þróun í skólamálum að þessir skólar margir hveijir verða að skipta árlega um stóran hluta sinna starfemanna. Ég geri ráð fyrir að þessir þingmenn kæri sig ekki um að skólar í þeirra kjördæmi geti ekki fylgt þeirri þróun sem óhjákvæmilega hlýtur að eiga sér stað. En vita þeir að kennarar, sem hlotið hafa starfemenntun og vinna við þau skilyrði að taka á hverju ári við stórum hópi af fólki sem ekki kann til starfa, em að gef- ast upp af þessum sökum. Þeir em að gefast upp á því að bjarga skóla- starfi fyrir þetta fólk sem kemur aðeins fyrir einn vetur. Lögin um lögvemdun kennara- starfe koma dreifbýlinu fyrst og fremst til góða. Þegar ekki verður lengur hægt að ráða hvem sem er til starfa við kennslu í skólum úti á landi fara fyfirvöld, bæði ríkisvald og sveitarsfjómir, fyrst að taka við sér. Það er eina vonin til að fá fólk til kennslu sem kann til starfa. Því fyrr sem dreifbýlið áttar sig á því að lögvemdunin er þeirra hagsmuna- mál umfram allt, því fyrr er von til að einhveijar úrbætur verði. Núver- andi ástand er banvænt fyrir skóla- starfið í landinu. Kári Amórsson. „Lögin um lögyerndun kennarastarfsins koma dreifbýlinu fyrst og fremst til góða. Þegar ekki verður hægt að ráða hvem sem er til starfa við kennslu í skólum úti á landi fara yfirvöld, bæði ríkisvald og sveit- arstjórnir, fyrst að taka við sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.