Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Qupperneq 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1986.
Spurningin
Hve lengi þurfa
leigjendur að bíða?
Konráð Friðfiimsson skrifar:
Nú styttist óðfluga í næstu kosning-
ar með tilheyrandi loforðum og yfir-
lýsingum. Margt hefur eflaust verið
gert gott á því kjörtímabili sem nú er
senn á enda runnið. Þó hefði mátt
gera betur nú sem oft áður.
Einn er sá málaflokkur sem að mestu
hefúr legið í salti eins og stundum er
sagt. Það eru svonefnd leigjendamál.
Þar situr allt við sama. Ekkert, ná-
kvæmlega ekkert hefúr þar verið gert
til úrbóta og ríkir þar því sama örygg-
isleysið og verið hefur enda lítill
skilningur í þjóðfélaginu á þörfúm
þessa hóps sem þó er allfjölmennur.
Verra er þó að enn hefur Búseti
ekki fest sig í sessi og er því enn sem
komið er aðeins fjarlægur draumur
með sínar fjölmörgu íbúðir og trygga
húsnæði. Hve lengi enn við leigjendur
þrnfúm að bíða veit ég ekki. Það vita
hins vegar alþingismennimir og þá
um leið stjómarliðamir. Við munum
það í næstu kosningum.
Hjá þeim er fatt um svör þegar svo
stórt er spurt. En leigjendur bíða
spenntir eftir því að þeim háu herrum
þóknist að taka málið í sínar hendur
sem að mínu mati er löngu orðið tíma-
hært að fái sanngjama umræðu og
afgreiðslu. Á það hefur á hinn hóginn
mikið vantað því enn er það stefhan
að hver og einn eigi sinn húskofa sjálf-
ur. Allt annað er talið rugl og fjar-
stæða af mörgum.
Stefnan er að láta fólk kaupa eða
flakka um með bú sitt á bakinu ævina
á enda. Þessari stefiiu þarf að breyta.
Hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum
fengust þessar upplýsingar:
einir aðstoð?
Brynja Birgisdóttir nemi: Já, ég fæ
núna að kjósa í fýrsta sinn. Ég er
þó ekki búin að ákveða enn hvað ég
kýs.
Hrafnhildur Þórsteinsdóttir, vinnur
hjá Lyfjaverslun rikisins: 0, ég veit
það ekki. Og þó, kannski þetta fari
að verða spennandi hvað úr hverju.
Ert þú farin(n) að hlakka
til kosninga?
Oddný Árnadóttir, vinnur á skrif-
stofu: Ég hef lítið hugsað um það.
Ég er nýkomin frá útlöndum og hef
ekki haft tíma til að setja mig inn í
málin.
Ég vil fá að vita hvers vegna ekki
er hægt að skrá bifreiðamar eftir sölu-
ári og hvers vegna umboðið vill ekki
veita afslátt. Þegar bifreið er skráð
ári eldri en hún er í raun og vem
lækkar það endursöluverð hennar.
Hörður Óskarsson, starfsmaður
UMFI: Já, ég hugsa að þær verði
nokkuð spennandi. Það á ýmislegt
eftir að koma í Ijós þega nær líður.
Hjá bifreiðaeftirlitinu fengust þessar
upplýsingar:
Skráningarár nýrra bifreiða er sett í
skráningarskírteinin. Hins vegar er
það verksmiðjan sem gefur upp fram-
leiðsluárið og við höfum ekki rétt til
að breyta því.
Viðskiptaaðilar okkar erlendis hafa
ekki viljað gefa okkur afslátt vegna
þessa og benda á að breytingar á gengi
dollara, sem við greiðum þeim með,
hafi þegar lækkað verð bifreiðanna.
Þessar bifreiðar em framleiddar eftir
mitt síðasta ár. Aðrir íramleiðendur
Hilmar er ósáttur við að fá ekki Löduna sem hann kaupir í ár skráða sem ár gerð 1986.
skrá bifreiðar firamleiddar eftir það ur á móti við áramót. Þeir hafa ekki ekki heldur þótt vitað sé að annað
sem næstu árgerð. Rússamir miða aft- viljað breyta þessu og bifreiöaeftirlitið gildi um aðrar tegundir.
Helga skrifar:
Er það virkilega rétt, sem altalað er,
að þeir einir sem em svo óheppnir að
vera alkóhólistar, dópistar eða eiga
við geðræn vandamál að stríða eigi
von um aðstoð Félagsmálastofnunar?
Einstæð móðir, sem er að reyna að
halda bömum sínum, borga skuldir,
húsaleigu, rafmagn, hita, síma, mat
og bamaheimili af 20 þúsimd króna
launum á hins vegar enga von um
aðstoð.
Getur það verið að þegar hringt er
í stofnunina á þessum klukkutíma sem
símatíminn er annan hvem dag og
þessum háu herrum sagt að hvorki sé
til mjólkurdropi né matarbiti á heimil-
inu þá sé viðkomandi beðinn að bíða
í þijár vikur?
Og þegar vikumar þrjár em liðnar
og móðirin einstæða búin að kyngja
öllu stolti og sjálfsvirðingu þá er því
svarað að málið verði athugað eftir
þrjár vikur. Og þá hafði ekki unnist
tími til að athuga málið og móðirin
beðin að bíða í tvær vikur. Og þá reyn-
ist viðkomandi félagsráðgjafi vera
veikur og enginn við vinnu fyrir hann.
Og þá byrjar píslarsaga aftur.
1 millitíðinni hafa skuldimar og
vandræðin aukist. Sjálfsvirðingin öll
farin út í veður og vind og auðveld-
asta leiðin frá öllu er að hella sér út
í áfengisdrykkju og lyfjaát. Þarf fólk
virkilega að gera það fyrst til að eiga
von um aðstoð?
Geir Gunnarsson alþingismaður: Já,
þetta verður spennandi, í það
minnsta í Hafnarfirði. Þar er úr nógu
að velja.
Félagsmálastofnun:
Fá dvykkjusjúklingar
og dópistar
Þórður Hilmarsson lögreglumaður:
Ekkert sérstaklega. Eg hef lítinn
áhuga á kosningunum enda lítil von
um breytingar.
Helga hefúr sitthvað við þjónustu Félagsmálastofnunar að athuga.
Leikum ekki
meiri fffl
en við eram
Jón Jóhannsson hringdi:
Ég vil mótmæla sóun fjármuna
vegna þátttöku íslands í söngva-
keppni sjónvarpsstöðva. Hér í
bænum ganga sögur um milljóna
eyðslu í þessa vitleysu.
Þessa peninga hefði mátt nota til
þarfari hluta. Það vantar 650 þúsund
í rekstur Kvennaathvarfsins. Hefði
ekki verið nær að leggja eitthvað til
þess? Það vita allir sem vilja að
vandi kvennanna sem þangað leita
er mikill.
Og hvað um gamla fólkið? Væri
ekki nær að aðstoða það og gleyma
þessari söngvakeppni eftirleiðis?
Við ættum ekki að gera okkur að
meiri fíflum en við erum. Ég hef séð
færari skemmtikrafta en þennan Icy-
hóp. Jafiigáfuð þjóð og við erum eig-
um ekki að bjóða nágrannaþjóðun-
um upp á þetta.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Hvað eru nýju Lódurnar gamlar?
Hilmar hringdi:
Margir þeir sem keypt hafa bifreiðar
hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum
í vor hafa lent í því að þessar bifreiðar
fast ekki skráðar nema sem árgerð
1985 þótt þær séu keyptar á þessu ári.
Þessar bifreiðar eru úr sendingu sem
þeir hjá umboðinu segja að hafi ekki
borist fyrr en á þessu ári þótt þær
hafi verið framleiddar í fyrra. Bifreiða-
eftirlitið neitar að skrá þessar bifreiðar
á það ár sem þær eru seldar.
Umboðið hefur boðið að endurgreiða
þessar bifreiðar þeim sem það vilja en
neita að veita afslátt eins og mörg
önnur umboð hafa gert þegar svona
stendur á.