Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Side 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. Menning Menning Menning Menning Aufúsugestir Tónleikar Marianne Eklöf og Stefans Bojsten i Norræna húsinu 29. apríl. Á efnisskrá: Ljóösöngvar og pianóverk eftin Miklos Maros, Wilhelm Stenhammar, Hans Eklund, Wilhelm Peterson Berger, Þorkel Sigurbjömsson, Fréderic Chopin og Xavier Montsalvatge. Norræna húsið og Norræna fé- lagið fengu hingað góða gesti úr Svíaríki, sem héldu tónleika í Norræna húsinu eftir að hafa flutt list sína Norðlendingum um helg- ina. Hér voru á ferðinni mezzo- sopransöngkonan Marianne Eklöf og píanóleikarinn Stefan Bojsten. Fyrri hluti efaisskrár þeirra var alsænskur og eftir tónskáld þessar- ar aldar. Reyndar er Miklos Maros fæddur í Ungverjalandi, en Svíar eru löngu búnir að sænska hann og eftir hann voru fyrstu söngv- amir, Þrjú lítil japönsk vorljóð. Það var falleg vorstemmning í söngvum Marosar, sem minnkaði ekki við að heyra vorsöngva stelks, tjalds og hettumáfe í bakgrunni. Tíðum vanmetinn risi Næst komu þrír söngvar Wil- helms Stenhammars, á köflum hádramatísk nýrómantík. Al- mennt held ég að menn geri sér ekki grein fyrir því hve fljótt Sten- hammar tileinkaði sér nýjustu strauma sunnan úr Mið-Evrópu á sinni tíð. Sjálfstæði sínu hélt hann þó - tíðum vanmetinn risi í norr- ænni tónlist aldamótanna og fyrsta fjórðungs þessarar aldar. Eftir píanóinnskot komu þrír söngvar Wilhelms Petersons-Bergers, ljúf-. legir og góð dæmi um það sem gerði hann að svo ástsælu tón- skáldi með þjóð sinni. Hafði drjúgt gaman af Píanóinnskot Stefans Bojsten á fyrri hluta tónleikanna var Tocc- ata e Adagio eftir Hans Eklund - út af fyrir sig áheyrileg músík en fremur horft til píanótæknilegra sjónarmiða við samningu hennar en tónsmíðalegra og eyma hugs- anlegra áheyrenda. En mikið held ég að sé gaman fyrir fiman pían- ista að geysast í gegnum þetta. Á seinni hluta tónleikanna lék Boj- Tónlist EYJÓLFUR MELSTED sten Chopin með miklum bravúr og tilþrifúm - kannski ekki alveg við skap hreintrúarmanna í chop- insku og með fullmiklu „showi“ til að þóknast íhaldssömum áhey- rendum. En undirritaður játar að hafa haft drjúgt gaman af. í öðru Ijósi Söngva Þorkels Sigurbjömsson- ar við ljóð Jóns úr Vör sá maður Stefan Bojsten. í nýju ljósi við flutning Marianne Eklöf og Stefans Bojsten. Hér komu fínu drættimir og angur- værð tónlistarinnar mjög sterkt fram þar sem textinn skipti ekki svo miklu máli. Þó skal tekið fram að meðferð Marianne Eklöf á ís- lenskum texta var hreint til fyrir- myndar. Sumir af þessum söngvum em hreinustu perlur, til dæmis sú einfalda trúarjátning í ljóðsöngn- um „Fátæk koná'. Lokaverkefai, eftir Chopin innskot, vom Fimm negrasöngvar, um Kúbu áður en si breyttist í yes eftir argentínska tónskáldið Xavier Montsalvatge. Þetta vom gullfalleg lög þar sem Marianne Eklöf. meðal annars mátti greina skyld- leika við Karl okkar Otto Runólfe- son úr fjarlægð. En Hápunkturinn vom óneitanlega Söngvar Þorkels. Þar fóra saman vel gerð músík við góða ljóðlist og söngur og píanó- leikur af bestu gerð. Marianne Eklöf hefar eina af þessum úrvalsröddum sem allir kennarar vildu skapað hafa og hún hefur „músíkalítet" til að nýta sér hana til fulls. Með henni lék pían- isti sem væri ugglaust dæmdur fæddur meðleikari ef menn tryðu á slík fyrirbæri. Sem sagt miklir aufúsugestir í Norræna húsinu. EM Armót Sumargleði Sinfóníunnar Tónleikar Árneskörsins, Samkórs Selfoss og Árnesingakórsins i Reykjavík i Lang- holtskirkju 26. april. Stjórnendur: Loftur S. Loftsson, Helgi E. Kristjánsson og Hlín Torfadóttír. Pianóleikari: Vignir Þór Stefánsson. í Langholtskirkju fór fram þriggja kóra stefaa á laugardag. Kóramir höfðu reyndar komið saman til tónleika og samsöngva áður fyrir austan fjall. Allir tengj- ast þeir Ámesþingi. Tveir koma að austan og sá þriðji starfar und- ir hatti Ámesingafélagsins í Reykjavík. Fyrstur söng Ámeskórinn. í honum er aðallega söngfólk úr Gnúpverjahreppi en fáeinir Tungnamenn munu slæðast með. Við hér á mölinni höfum fengið að heyra í Ámeskómum öðm hverju, þegar hann hefur verið gestur höfuðborgarkóra, þótt ekki þurfi gestaboð til að hann eigi er- indi á söngpalla höfuðborgarinnar. Ámeskórinn söng meðal annars nýlegan lagaflokk eftir söngstjó- rann, við Dýravísur eftir Friðrik Guðna Þórleifsson. Ég hef lengi dáðst að því hvemig Loftur S. Loftsson fer að því að halda úti svo góðum kór í dreifðri byggð og söngur kórsins á umræddum tón- leikum breytti því áliti ekki. Samkór Selfoss syngur létt og nokkuð laglega undir stjóm Helga E. Kristjánssonar. Þótt hann velji sér létt og skemmtileg viðfangsefai verður söngurinn aldrei billegur og í nokkrum lögum naut kórinn ágætis meðleiks ungs píanista, Vignis Þórs Stefánssonar. í kóm- um em hins vegar til einstaklingar sem láta sönggleðina (eða söng- frekjuna) ná ofúrtökum á sér og skera sig í gegnum kórinn án þess að hafa raddgæði til að standa undir slíku. Ámesingakórinn í Reykjavík held ég að menn líti frekar á sem huggulegt tómstundagaman en kór með metnað og (yrir slíka kóra er fall þörf. Yngra fólk virðist mér hafa bæst í raðir hans síðan ég heyrði í honum síðast og hann nýtur stjómar ömggs og góðs söngstjóra. Þar situr það í fyrirr- úmi að hafa ánægju af því sem verið er að gera. Að lokum sungu kóramir þrír saman svo að úr varð allstór, hljómmikill kór líkt og verður í fljótinu eftir að komið er niður fýrir ármót síðustu þverárinnar. EM Fjölskyldutónlelkar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabiói á sumardaginn tyrsta. Stjórnandi: Pálf Pampichler Pálsson. Kynnir: Þórhallur Sigurösson. Etnisskrá: Gioacchino Rossini: Skjórinn þjófótti; Aram Katschaturian: Dans rósa- meyjanna og Sverðdans úr Gajaneh ballettinum; Paul Dukas; Lærisveinn galdrameistarans; Sergei Prokofief: Pétur og úlfurinn. Um langt skeið hefur Sinfóníu- hljómsveitin sinnt yngstu áheyr- endunum með margvíslegum hætti. Mest hefur það verið í formi skólatónleika sem ýmist hafa verið haldnir í skólunum eða þá að unga fólkinu hefur verið boðið í tón- leikahús. Nú fagnaði hljómsveitin okkar sumri með því að bjóða til fjölskyldutónleika sem auðvitað vom fyrst og fremst ætlaðir eyrum yngri kynslóðarinnar. Það dróst að tónleikamir gætu hafist vegna þess hve þétt tónleik- um hafði verið raðað á húsið en bömin em ekki eins óþolinmóð og margir vilja halda fram og sýndu, held ég, minni óánægju en fall- orðnir í þessu tilviki. Og það mega þeir eiga að þeir vom fljótir að stilla upp fyrir hljómsveitina og út af fyrir sig ekki svo vitlaust að leyfa áheyrendum að hafa, þó ekki væri nema örlítil, kynni af þeim umfangsmikla undirbúningi sem einir tónleikar krefjast. Að koma fram við börn eins og vitsmunaverur Það ríkti gleði og léttur andi á þessum sumarfagnaði hljómsveit- arinnar okkar og það sem ánægju- legast var - hún lagði sig fram um að leika eins og á hverjum öðrum tónleikum. Leikur hennar var samt ekkert afbragð. Jafhmargt henti einstaka hljóðfæraleikara og annars. En hún sýndi bömunum, sem komin vom til að hlýða á leik hennar, þá virðingu að spila eins og hún væri að spila fyrir hverja aðra kröfaharða áheyrendur. Það kom nefhilega í ljós, þegar af- hentir vom vinningar í sætahapj> drætti, að bömin, sem við tóku, vom flest í tónlistamámi og bám því á sinn hátt skynbragð á hvem- ig leikið væri. Á sama hátt kom kynnirinn, Þórhallur Sigurðsson leikari, fram við bömin eins og vitsmunaverur. Því geri ég þetta hér að umtalsefhi að því miður er framkoma af þessu tagi undan- tekning, í stað reglu, þegar bömum er boðið að njóta listviðburða af því sem við köllum alvarlegra tagi. Til að ala upp kröfuharða áheyrendur framtíðarinnar Það er fyrst og fremst vegna þeirra atriða, sem að framan get- ur, að ég sé ástæðu til að hrópa húrra fyrir þessum sumartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands. Með þeim lagði hún fram skerf til að ala upp kröfaharða neytendur listar hennar í framtíðinni, neyt- endur sem taka það fyrir sjálfeagð- an hlut að hún skili sínu besta á hverjum tónleikum. Svona tón- leikar em bara því miður allt of sjaldgæfir. Einir á ári er ekki nóg. Það skyldi stjóm hljómsveitarinn- ar hafa í huga við skipulagningu næsta starfsárs og min vegna mætti gjaman greiða miðaverð á þeim niður á kostnað annarra þátta. EM - Stríðið hefur engan tíma fyrir manneskjur - Ekkert stríð Höfundur: Tilman Röhrig Þýðandi: Þorvaldur Kristinsson Útgefandi: Forlagið Árið 1984 hlaut hin nafatoguðu Þýsku barna- og unglingabókaverð- laun ungur Þjóðverji að nafai Tilman Röhrig. Bókin sem hann hlaut verð- launin fyrir var Ekkert strið sem Forlagið gaf út fyrir síðustu áramót í þýðingu Þorvaldar Kristinssonar. Sagan gerist þegar 23 ár em liðin af 30 ára stríðinu sem hófet í Bæheimi 1618 og hafði hvílíkar hörmungar í för með sér að Þjóðverjum og Austurrík- ismönnum fækkaði næstum um helming. Eins og segir í eftirmála þýð- andans, Til lesenda, var þessi fjöldi fallinna ekki nærri allur fómarlömb hermanna heldur dó fólk í milljóna- tali úr hungri og farsóttum. Land- búnaður lagðist að mestu af og hungraðir leiguhermenn, sem margir vom ótíndir glæpamenn, rændu þorp og sveitir miskunnarlaust, nauðguðu konum oe stúlkubömum. misþvrmdu og myrtu af ótrúlegri grimmd. Öllu þessu lýsir höfandurinn miskunnar- laust og hlífir ekki lesandanum. Skelfing - hungur Jockel, 15 ára, er hetja bókarinnar og er íjölskylda hans í brennidepli. Amma, faðir, móðir, sem gengur í gegnum sína 12. fæðingu í bókinni, og systkini sem þó em aðeins fimm á lífi. Lífebarátta þessarar íjölskyldu og þorpsbúa allra er ótrúleg og raunar ólýsanleg nema höfundi á borð við Tilman Röhrig. Það er engu líkara en hann hafi sjálfur verið staddur í þorp- inu Eggebusch árið 1641 og horft með eigin augum á kvöl og niðurlægingu fólksins, svo lifandi og átakanlegar em lýsingar hans. Böm og fallorðnir skríða um skógana í leit að einhverju ætilegu, fólk veiðir mýs, rottur og smáfagla, blóðmjólkar skinhoraðar geitur og jaíhvel er tæpt á mannáti. Magnvana móðir elur vesælt bam og lætur hin bömin sín skipta á milb sín fóeturfitunni ufan af nvfæddu svstkini sínu. Óttinn, skelfingin og hungrið sverfa æ fastar að en sjálfebjargarvið- leitni mannsins heldur lengi í honum lífinu. Það sem okkur virðist ómögu- legt verður mögulegt ef um lífið er að tefla. Barátta vamarlauss fólksins við ofureflið er hatrömm og foreldrar beita Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir öllum hugsanlegum brögðum við að verja afkvæmi sín, þrátt fyrir það fækkar fólkinu í Eggebusch jafat og þétt en grimmilegust og mannskæðust er lokaárásin á þorpið þegar það er nær því jafaað við jörðu. Þrátt fyrir allt Eins og áður segir er aðalpersóna sögunnar 15 ára drengur, Jockel Hann berst hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu og systkina sinna og þrátt fynr eymd og ólýsanlega þjáningu lætur ástin á sér kræla í ungu brjósti. Þrátt fyrir allt er lifið þess virði að berjast fyrir því og það gera hinar fáu hræður sem eftir lifa í Eggebusch í lok sögunn- ar, Jockel með hina þráðu Katrínu sér við hlið sem honum hefur tekist að bjarga úr ijúkandi rústum. Sögulegar unglingasögur Mikil hreyfing virðist nú vera í þá átt að skrifa sögulegar skáldsögur fyr- ir böm og unglinga og fara höfandar gjaman langt aftur í tímann í leit að söguefai. Osjálfrátt vöknuðu þær spumingar við lestur þessarar bókar hvaða erindi þetta efai ætti til nútí- maunglinga og hvort ekki sé hætta á að slíkur hrottaskapur og eymd brjóti niður siðgæðisvitund og sjálfevirðingu unglinga. Svör við þessum spuming- um fast í ágætum eftirmála Þorvaldar Kristinssonar, fær hann hér með rós í hnannagatið fyrir hann. Eftirmálinn eykur tvímælalaust mjög á gildi bók- arinnar. Þar segir m.a. að Tilman Röhrig hafi bent á að sagan sé nk. andsvar við mddaskap þeirrar sjón- varps- og videomenningar sem mótar ungt fólk á Vesturlöndum. „ - Þess vegna er hér verið að segja sögu þeirra sem raunverulega þjást í styrjöldum og gleymast yfirleitt í æsifréttum og ofbeldismyndum." (bls. 111). Þorvaldur endar (á sömu bls.) eftirmála sinn á eftirfarándi orðum sem ég vil gera að mínum um leið og ég leyfi mér að benda á að þessi bók væri áreiðanlega holl skólalesning með útskýringum og leiðsögn en stendur að sjálfeögðu fyrir sínu ein og óstudd. „Það er trú margra - meðal annarra höfundar þessarar bókar að í sameiningu getum við breytt gangi sögunnar með því að upplýsa sem flesta um ógnir vígbúnað- ar og styrjalda. Þess vegna lýsir Tilman Röhrig stríðinu á þann hátt að enginn getur setið hlutlaus - heldur ekki böm og unglingar." HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.