Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Brynjólfur Símonarson lést 23. apríl
sl. Hann fæddist í Hábæ á Miðnesi
15. nóvember 1889. Brynjólfur fluttist
til Hafnarfjarðar árið 1924 og bjó þar
alla tíð síðan. Hann stundaði bæði
sjómennsku og landvinnu jöfnum
höndum, lengst af í frystihúsinu á
Mölum. Útför hans verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15.
Knútur Ragnarsson lést 26. apríl sl.
Hann fæddist 18. júlí 1925 á Vatn-
eyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans
voru Sigurbjörg Magnúsdóttir og
Ragnar Kristjánsson. Knútur réðst
til Olíufélagsins hf. 1949 og vann hjá
því fyrirtæki alla tíð. Lengst af sínum
starfstíma hjá Olíufélaginu hf. var
hann bifreiðarstjóri en hin síðari ár
skrifstofumaður á dreifingarskrif-
stofu félagsins á Gelgjutanga.
Knútur giftist Ágústu Sigurðardótt-
Knúts verður gerð frá Dómkirkjunni
í dag kl. 13.30.
Robert D. Boulter lést 28. apríl sl.
Hann fæddist í Lincoln, Nebraska i
Bandaríkjunum 4. febrúar 1926.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Brúarenda v/Starhaga, þingl. eign Péturs Einarssonar,
fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík,
Guðm. Ingva Sigurðssonar hrl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl., Björns Ól. Hall-
grímss. hdl., Útvegsbanka islands, Róberts Á. Hreiðarssonar hdl., Helga V.
Jónssonar hrl. og Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstudag 9. maí 1986
kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 13., 22. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á jörð-
inni Sléttu, Reyðarfirði, þingl. eign Sigurðar Baldurssonar, fer fram skv. kröfu
Innheimtustofunnar sf. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 11.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 113., 22. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á Bleiks-
árhlíð 61, Eskifirði, miðhæð, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar, fer fram skv.
kröfu Landsbanka íslands, Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Ólafs Gústafssonar
hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 10.
Bæjarfógetinn á Eskrfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 13., 22. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
Sævarenda 2, Stöðvarfirði (sildarverksmiðju), þingl. eign Hraðfrystihúss
Stöðvarfjarðar hf„ fer fram skv. kröfu Jóns Ólafssonar hrl. og Björns Jósefs
Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 13.30.
___________________Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 13„ 22. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á Banka-
stræti 1, Stöðvarfirði (hraðfrystihúsi), þingl. eign Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar
hf„ fer fram skv. kröfu Björns Jósefs Amviðarsonar hdl. og Tryggingarstofnun-
ar ríkisins á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 13.
___________________Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 129., 133. og 139. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
Búðavegi 18, Fáskrúðsfirði (HrauniJ, þingl. eign Hafnarsjóðs Búðakauptúns,
fer fram skv. kröfu Fiskveiðasjóðs Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13.
maí 1986 kl. 11.
______________________Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 13„ 22. og 25. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1986 á Skóla-
brekku 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Birgis Kristmundssonar, fer fram skv. kröfu
Iðnaðarbanka íslands hf. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 10.30.
___________________Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 13„ 22. og 25. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1986 á Hlíðar-
götu 15, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Jens P. Jensen, fer fram samkvæmt kröfu
AsgeirsThoroddsen hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. maí 1986 kl. 10.
___________________Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Hann giftist Þórunni Jónsdóttur árið
1955 og bjuggu þau í Louisville,
Kentucky, þar sem Þórunn stundaði
tónlistarnám. Árið 1966 fluttust þau
til Islands og hafa búið hér síðan.
Þau eignuðust fjóra syni. Robert
starfaði við námsráðgjöf í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna, við
Fulbright-stofnunina, Toefl-prófin og
fl. Útför hans verður gerð írá Hall-
grímskirkju í dag kl. 13.30.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir 8. mai (fimmtudag).
1) KL. 9, Skarðsheiði (Heiðarhorn
1053 m). Verð kr. 600.
2) Kl. 11, Sölvafjara-Stokkseyri-
Knarrarósviti.
Æskilegt að hafa stígvél með og ílát
fyrir söl. Verð kr. 550.
Helgarferð í Þórsmörk 9.-11. maí.
Léttar gönguferðir. Gist í Skag-
fjörðsskála. farmiðasala og upplýs-
ingar á skrifstofunni, Öldugötu 3.
Dagsferðir sunnudag 11. maí.
1) Kl. 10, fuglaskoðunarferð á Suður-
nesjum og víðar. Æskilegt að hafa
sjónauka og fuglabók. Þátttakendur
fá afhentan lista með nöfnum þeirra
fugla sem væntanlega sjást í ferð-
inni. Verð kr. 500.
2) Kl. 13, Vífilsfell (655 m). Verð kr.
350.
Sunnudag 18. maí (hvítasunnudag).
Kl. 13, Strandarkirkja - Hveragerði.
Verð kr. 550.
Mánudag 19. maí.
Kl. 13, Höskuldarvellir-Keilir.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna. Farmiðar seldir við bíl.
Tónlist
Tónleikar í Roxy
Fimmtudaginn 8. maí halda Björn
Thoroddsen og hljómsveit hans tón-
leika í Roxý. Hljómsveitina skipa
auk Björns þeir Jóhann Ásmundson,
bassa, Þórir Baldursson, hljómborð,
og Steingrímur Óli Sigurðarson,
trommur. Tónleikamir hefjast kl. 22.
Tónlistin sem leikin verður er svo-
kölluð jassfunk tónlist.
Fyrirsætukeppni á vorhátíð
Útsýnar á Broadway
Ungfrú og herra Útsýn 86 verða val-
in á vorfagnaði Útsýnar, sem haldinn
verður í Broadway í kvöld. Húsið
verður opnað kl. 20 en hátíðakvöld-
verður hefst kl. 20.45. Meðan á
honum stendur verða fjölbreytt sýn-
ingar- og skemmtiatriði í gangi.
Kynnt verða úrslit í spurningaleik
Útsýnar í sjónvarpsauglýsingum og
verðlaun afhent: Sólarlandaferð með
Útsýn fyrir alla fjölskylduna. Hinn
sprellfjörugi og sívinsæli Ómar
Ragnarsson fer á kostum með ný-
justu gamanmálin. Auk þess verður
ferðabingó með 3 stórvinningum og
dans til kl. 03. Stórhljómsveit Gunn-
ars Þórðarsonar leikur. Allir sem
komast í úrslit í ungfrú og herra
Útsýn hreppa sólarlandaferð með
Útsýn í verðlaun. Á vorfagnaðinum
munu einnig útskrifast rúmlega 60
nýir ferðatæknar sem undanfarið
hafa tekið þátt í ferðamálanámskeiði
Útsýnar.
Ljóða- og óperutónleikar
í Njarðvikurkirkju
Fimmtudaginn 8. maí halda þau Árni
Sighvatsson barftónsöngvari og
Þóra Fríða Sæmundsdóttir, ljóða- og
óperutónleika í samvinnu við Tón-
listarfélag Keflavíkur og nágrenni. Á
efnisskrá verða ljóð eftir íslenska og
erlenda höfunda svo og aríur úr
óperum. Tónleikarnir verða haldnir
í Njarðvíkurkirkju og hefjast kl. 16.
Árni lauk 8. stigs prófi frá Söngskól-
anum í Reykjavík og var síðan við
söngnám á Ítalíu í rúm tvö ár. I vet-
ur hefur hann verið kennari við
Tónlistarskóla Keflavíkur. Þóra
Fríða stundaði nám við Tónlistar-
skólann x Reykjavík. Framhaldsnám
stundaði hún í Þýskalandi, m.a. var
hún við nám í ljóðaundirleik við tón-
listarháskólann i Stuttgart.
Ymislegt
Frá Sálarrannsóknafélaginu
í Hafnarfirði
Fundur verður fimmtudaginn 8. maí
nk. í Góðtemplarahúsinu og hefst kl.
20.30. Dagskrá annast Guðmundur
Einarsson, Snorri Jónsson og Sveinn
Ólafsson. Þá munu þau Hlíf Kára-
dóttir og Sverrir Guðmundsson
syngja við undirleik Ragnheiðar
Skúladóttur. Kaffiveitingar.
Samtök Svarfdælinga
í Reykjavík
efna til fjölskyldukaffis fyrir félags-
menn og gesti í Múlabæ, Ármúla 34,
á uppstigningardag, 8. maí nk., og
hefst kl. 14.30. Svarfdælingum 60 ára
og eldri sérstaklega boðið.
Átthagafélag Strandamanna
í Reykjavík
er með kaffiboð fyrir eldri Stranda-
menn í Domus Medica fimmtudaginn
8. maí kl. 15. Aðalfundur félagsins
er á sama stað 15. maí kl. 20.30.
Prestur segir frá ferð
sinni til Sovétríkjanna
Fimmtudaginn 8. maí, uppstigning-
ardag, kl. 16 flytur séra Rögnvaldur
Finnbogason, sóknarprestur á
Staðastað, erindi í húsakynnum MÍR
að Vatnsstíg 10 um ferð sína og konu
sinnar, Kristínar Thorlacius, til Sovr
étríkjanna í marsmánuði sl. Meðan
á dvölinni í Sovétríkjunum stóð voru
hjónin gestir Sambands sovéskra
vináttufélaga og rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar og þau ferðuðust
nokkuð um landið. Séra Rögnvaldur
hefur lagt stund á rannsóknir í
kirkjusögu um langt skéið og nú hin
síðari ár einkum fengist við sögu
austurkirkjunnar og þá sérstaklega
listsögu hennar og helgisiði. Hann
sýnir litskyggnur sem þau hjón tóku
á ferðalagi sínu. Aðgangur að fyrir-
lestrinum að Vatnsstíg 10 er öllum
heimill.
Kvennadeild
Skagfirðingafélagsins
verður með boð fyrir eldri Skagfirð-
inga í félagsheimili sínu, Drangey,
Síðumúla 35, á uppstigningardag, 8.
maí. Hefst það kl. 14. Ræðumaður
verður Jón R. Hjálmarsson fræðslu-
stjóri og söngfélagið Drangey
syngur. Þeir sem óska eftir akstri
hringi í síma 685540.
Safnaðarfélag
Asprestakalls
býður eldra fólki í sókninni upp á
kaffi eftir miessu á uppstigningardag
(degi aldraðra). Þeir sem óska eftir
því að verða sóttir, hringi í síma
84035 milli kl. 11 og 12 sama dag.
Umsjónarfélag einhverfra
barna
verður með basar og kaffisölu á upp-
stigningardag á Hallveigarstöðum.
Húsið verður opnað kl. 11. Styðjið
þarft málefni og gerið góð kaup.
Umboðsmann
vantar á Breiðdalsvík. Uppl. gefur Geirlaug í
síma 5662 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Umboðsmann
vantar á Vopnafjörð. Upplýsingar gefur Laufey
í síma 3195 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Afmæli
80
Aðalheiður Konráðsdóttir frá Sauð-
árkróki til heimilis að Hátúni 10 B.
Hún verður stödd á heimili sonar
síns og tengdadóttur að Njörvasundi
3 í dag.
85 ára afmæli á í dag, 7. maí, Finn-
bogi Helgason bóndi að Sólvöllum í
Mosfellssveit. Finnbogi dvelur um
þessar mundir á Heilsuhæli NLFÍ í
Hveragerði.
90 ára er í dag, 7. maí, Friðrik Arna-
son, fyrrverandi hreppstjóri á Eski-
firði. Kona hans var Elínborg
Þorláksdóttir, en hún lést fyrir all-
mörgum árum. Börn þeirra voru 9
og eru 8 þeirra á lífi. Friðrik gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum á Eskifirði
og var t.d. hreppstjóri í 40 ár, eða frá
1934 til 1974, þegar Eskifjörður hlaut
kaupstaðarréttindi. Árið 1976 var
Friðrik gerður að heiðursborgara á
Eskifirði og er hann eini Eskfirðing-
urinn sem hlotnast hefur sá heiður.
Friðrik tekur á móti gestum í Félags-
heimilinu Valhöll í dag frá kl. 17.
Leiðrétting
I frétt blaðsins af framboðsmálum í
Bessastaðahreppi í gær var haft eftir
Erlu Jónsdóttur að hún byggist við
að fleiri fylgdu Einari Ólafssyni í sér-
framboð. Þar átti að standa að hún
byggist ekki við að aðrir fylgdu hon-
um. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.