Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Qupperneq 36
36
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviósljós
Ólyginn
sagði ...
Madonna
og eiginmaður hennar, Sean
Penn, eru ekki vinsælustu
hjónakornin i sjóbisnessnum.
Þau hafa orðið sér úti um
óvini allt frá Hong Kong tii
London samfara kvikmynda-
tökunum á myndinni Shang-
hai Surprise og svo hávær
urðu átökin við pressuna að
framleiðandinn og Bítillinn
George Harrison flaug til
Hong Kong og stillti til friðar.
Nú gengur parið undir nafninu
Eiturpennarnir innan press-
unnar og ófáir þeirrar stéttar
myndu gefa mikið fyrir aö
kreista hressilega úr hjónun-
um fyllingarnar.
George Hamiiton
brosir hringinn eftir að hafa
nælt i Liz Taylor. Til þess að
vinna hylli leikkonunnar þurfti
hann að ýta aftur fyrir sig hin-
um tuttugu og sjö ára gamla
Michael Jackson sem var þá-
verandi elskhugi hinnar
hressu Taylor. Kanarnir anda
léttara núna því Hamilton er
þó ekki nema átta áruhi yngri
en Liz - Jackson vantar hins
vegar tuttugu og sjö ár til við-
bótar til aldursjöfnunar. Parið
Hamilton og Taylor Ijómar af
hamingju og kunnugir segja
frúna komna í heilsukúr sem
heilsufrikið Hamilton hannar
af sinni heimsþekktu ná-
kvæmnl.
Ronald Reagan
má gæta skapsmunanna þetta
vorið segja stjörnuspámenn
og vara vatnsbera eins og for-
setann við því að missa sjónar
á jaröbundnum málefnum. Og
svo verða væntanlega vand-
ræði með illa hegðun náinna
ættingja um miðjan mai, að
sögn fræðinganna. Ekki gott
útlit hjá þeim gamla - skyldi
dóttirin Patti vera með aöra
elskulega frásögn af heimills-
erjunum i Hvíta húsinu i
burðarliðnum?
Gamlir Tímajaxlar kætast
Allmörg gömul Tímahjörtu kætt-
ust saman í Þingholti nú fyrir
skömmu - og höfðu gilda ástæðu til
gleðinnar. Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur náði sumsé þeim merka
áfanga að telja sex tugi til fortíðar
og af því tilefni söfnuðust saman
fyrrum samstarfsmenn hans af Tím-
anum til þess að fagna með afmælis-
barninu. Hófið var haldið að
frumkvæði Fríðu Björnsdóttur, Kára
Jónassonar og Magnúsar Bjarn-
freðssonar - öll fyrrum blaðamenn á
Tímanum - og boðsgestir voru Ind-
riði sjálfur og eiginkonan, Þórunn
Friðriksdóttir. Meðfylgjandi DV-
myndir tók svo Gunnar V. Andrésson
sem að sjálfsögðu er fyrrum frétta-
ljósmyndari á málgagni framsóknar-
manna - Tímanum.
Ræður fyrir minni afmælisbarnsins Indriða og fyrirbænir um langlífi til handa málgagninu eru beinlínis nauðsyn á
slíkri stundu. Þarna er Kristján Benediktsson borgarfulltrúi og fyrrum framkvæmdastjóri Tímans í miðri tölu en til
hliðar eru Tómas Árnason, einnig fyrrum framkvæmdastjóri Tímans, eiginkona hans Þóra Kristín Eiríksdóttir, Ey-
steinn Jónsson, fyrrum formaður blaðstjórnar Timans, og eiginkona hans, Sólveig Eyjólfsdóttir, og Kári Jónasson
ásamt eiginkonunni, Ragnhildi Valdimarsdóttur.
Einu sinni var - á Tímanum! Sigurður Hreiðar, ritstjóri Urvals, Eysteinn
Jónsson, fyrrverandi ráðherra, og afmælisbarnið, Indriði G. Þorsteinsson rit-
höfundur.
Fyrrum blaðamannagengi framsóknarmálgagns - Jón Hákon Magnússon
fréttamaður, Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður, Kristján Bersi Olafsson
skólastjóri og Sólveig Jónsdóttir blaðamaður.
Þrenningin Guðjón Einarsson fréttaljósmyndari, Indriði G. Þorsteinsson og Og önnur þrenna - Kári Jónasson fréttamaður, Björn P. Guðmundsson laga-
Alfreð Þorsteinsson forstjóri. prófessor og Eysteinn Jónsson.
John Zaccharo
er í þann mund að jarða pólitískan frama móður sinnar, Gerald-
ine Ferraro. Hann hefur selt sjálfan sig í kókauglýsingum oftar
en einu sinni, notað nafn móðurinnar i þeim öllum, komið á
framfæri erfiðum yfirlýsingum frá eigin bijósti um hin ýmsu .
málefni og svo mætti lengi telja. En steininn tók þó úr nú fyrir
skömmu þegar kappinn var tekinn fyrir kókaínneyslu og í Ijós
kom að hann hafði stundað yfirgripsmikla sölustarfsemi á duft-
inu. Hann var þekktur í kunningjahópnum undir nafninu
Lyfi afræðingurinn og nú eru nánustu vinir þessa ágæta apótek-
ara unnvörpum að safnast bak við lás og slá.
Béatrice
- hin nýja B.B.
Frá Gizuri í. Helgasyni, fréttaritara DV í Zurich:
Ný Brigitte Bardot er komin fram í kvikmyndaheiminum. Hér er um
að ræða frönsku leikkonuna Béatrice Dalle og þykir hún sérstaklega
kynæsandi, með sama „stút“-munninn og B.B. og aðrar línur líkamans
í 100% lagi.
Leikkonan, sem er 21 árs gömul, hefur nú nýverið lokið við fyrstu kvik-
myndina sem heitir „37 Grad Le Matin“ og sýndi þar að hún hefur
ýmislegt annað til brunns að bera en kyntöfrana. Næsta mynd er í sjón-
máli. Það er af einkalífinu að segja, að Béatrice er gift listmálara - a.m.k.
í bili.