Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Page 3
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
47
Hitt og þetta
en þó aðallega leyninúmer
BENEDIKT AXELSSON
Það er erfitt að ímynda sér hvaða
stefnu líf Egils Skallagrímssonar
hefði tekið ef hann hefði verið með
vasana fulla af kjamorkusprengj-
um forðum í stað sverðsins sem
hann dröslaðist með alla daga og
notaði ekki aldeilis til að stanga
úr tönnunum á sér eins og þeir
gætu borið um sem hann hjó í herð-
ar niður ef haft væri viðtal við þá
í útvarpi og sjónvarpi, en eins og
komið er fyrir þeim gætu þeir verið
í báðum þessum fjölmiðlum sam-
tímis ef því væri að skipta.
Trúlega hefði þó móðir hans
mælt að gefa skyldi honum kafbát
svo að hann gæti farið að sprengja
mann og annan en samkvæmt ör-
uggum heimildum er kjarnorkan
orðin svo ómerkilegt fyrirbæri að
þegar mesta slys sögunnar varð
ekki alls fyrir löngu fyrir austan
létust samtals tveir og átján voru
fluttir á slysavarðstofuna.
Og nú er vorið komið með birtu
og yl og hreinsunarviku í tilefni
afmælisins sem á að halda hátiðlegt
hvað sem hver segir í allt sumar
því að borgin okkar verður ekki tvö
hundruð ára nema einu sinni þótt
kvenfólk verði tuttugu og fimm ára
oft enda er það í sjálfur sér ágætur
aldur.
Að sjálfsögðu verður margt til
skemmtunar og þar að auki eigum
við að borða tvö hundruð metra
langa tertu, sem verður vonandi
talsvert yngri en borgin okkar, og
svo eiga menn að semja lag. Ég
hélt reyndar að búið væri að semja
nóg af lögum, í bili að minnsta
kosti, en það er víst einhver mis-
skilningur.
Plast
En ég ætlaði hvorki að tala um
a fmæli né slys í þessum þætti held-
ur það nýjasta í bankakerfinu ef
undan er skilinn hornsteinn seðla-
bankahússins, nefnilega plastkort-
in sem eru þeirrar náttúru að þau
fá þar til gerðar maskínur til að
gubba úr sér þúsundköllum í
metratali ef þeim er stungið í þar
til gerða rauf.
Fyrir skömmu gerði ég mér ferð
í bankann minn til að kaupa ávís-
anahefti, sem mig vantar raunar
afar sjaldan vegna skorts á inn-
stæðu, og var ég ekki fyrr búinn
að afhenda ungri dömu miða þess
efnis en hún tilkynnti mér að ég
væri ekki enn kominn með banka-
kort eða eins og hún orðaði það: -
Benedikt, þú ert ekki enn kominn
með bankakort.
Ég taldi mig af augljósum ástæð-
um lítið hafa við svona kort að
gera en tók þó við því þegar daman
sagði mér að þetta væri framtíðin,
kostaði ekki neitt og þar að auki
fengi ég tíu síðna bækling um það
hvernig nota ætti kortið í kaup-
bæti.
Auk alls þessa fékk ég leyninúm-
er i lokuðu umslagi sem ég opnaði
í einrúmi þegar ég kom heim og
fannst mér satt að segja afar spenn-
andi að ég einn skyldi þekkja þetta
númer.
Og núna er þetta orðið enn meira
spennandi því að frá og með gær-
deginum þekkir enginn númerið.
A fyrstu síðu bæklingsins er
mönnum ráðlagt að kynna sér
notkun hraðbankans áður en þeir
fara að gera nokkuð annað og eru
leiðbeiningamar mjög ítarlegar.
Fyrst á ég að setja bankakortið
inn og velja síðan aðgerð með blá-
um tökkum, ef ég ætla að taka út
sný ég mér að grænu tökkunum,
slæ inn úttektarupphæð og ýti síð-
an á afgreiða og að vörmu spori
byrjar maskínan að æla úr sér seðl-
unum.
Síðar í hæklingnum stendur stór-
um stöfum: Takið bankakortið.
Takið kvittunina. Takið seðlana.
- Heldur þessi maskínufjandi að
maður sé hálfviti, hugsaði ég - og
sé hingað kominn hér um hil í þeim
eina tilgangi að láta læsa sig inni.
- Það er mikið að það skuli ekki
standa þama líka vinsamlegast
skiljið maskínuna eftir ef þið kom-
ist héðan út á annað borð.
Ekki eins einfalt
Þótt það virðist tiltölulega ein-
falt að taka út peningana sína í
hraðbanka vandast málið ef maður
ætlar til dæmis að greiða gíróseðil
af eigin reikningi því að þá á að
velja aðgerð, bláir takkar, velja
reikning til greiðslu, velja úttekt-
arreikning, grænir takkar, slá inn
upphæð og ýta á afgreiða, taka
umslag úr sérstakri skúffu, setja
greiðslu í umslagið, setja umslagið
í innleggshólfið sem opnast núna,
taka bankakortið (kemur það enn),
taka kvittun og geyma hana til
samanburðar við reikningsyfirlit
síðar.
Ég er ákveðinn í að greiða aldrei
gíróseðil af eigin reikningi en hins
vegar er ég að hugsa um að reyna
að taka út fimm hundruð krónurn-
ar mínar á morgun þótt ég verði
kannski lengi að þvi vegna þess
hvað númerið mitt er orðið leyni-
legt.
Kveðja
Ben.Ax.
Krókurinn
°g
keldan
Hann stirðnar í framsætinu við
hlið bílstjórans, lætur ekki mikið á
því bera, en þó nóg til þess að bíl-
stjórinn taki eftir því. Höfuðið
færist ögn aftar um leið og hann
teygir úr hálsinum, fóturinn er rek-
inn af nokkru afli í gólfið, eins og
til þess að hjálpa til við að bremsa,
og augun víkka snögglega.
Sumir bílstjórar eru svo harðger-
ir að þeir látast ekki taka eftir
svona tilgerð en aka áfram eins og
ekkert hafi ískorist. Þá verður far-
þeginn, sem þekkir betri leið, að
auka við leikþáttinn til þess að
draga til sín athyglina. Yfirleitt
gerir hann það með því að strekkja
á vörunum, í eins konar óhugnan-
legri brosgrettu, svo glittir í
tennurnar, og draga síðan andann
snöggt án þess að opna munninn
frekar þannig að loftið vælir í tann-
bilunum.
Það þarf aldeilis óvenjulega þol-
góða bílstjóra til þess að þola þessa
hegðun og flestir eru veiklundaðir
og asnast til þess að spyrja hvort
eitthvað sé að?
Nei, segir farþeginn, sem þekkir
betri leið, og slakar á svo hann síg-
ur niður í sætinu þegar markmið-
inu er náð. - Nei, það er ekkert að,
en ég ætlaði bara að komast heim
fyrir kvöldmat, ég lofaði konunni
því.
Bílstjórinn skilur ekki alveg
hvað farþeginn á við því klukkan
er íjögur. - Það verður varla
.vandamál, segir hann hughrey-
standi. - Við teppumst varla vegna
snjókomu í þessu veðri, bætir hann
við og bendir út í vorið.
- Það þarf nú ekki snjókomu til
þess að teppast hér í borginni, seg-
ir farþeginn, sem þekkir betri leið,
og verður skyndilega reiðilegur á
svip. Andartak situr hann með
samanbitnar varir en fær að lokum
ekki orða bundist, snýr sér að bíl-
stjóranum og kveður nú skýrt að.
- Veistu það ekki maður að þú
lendir á verstu umferðarljósum í
bænum með því að fara þessa leið?
Þau eru svo undarlega stillt að það
myndast alltaf margra kílómetra
biðraðir við ljósin. Og svo eru
næstu ljós þar á undan reyndar
biluð svo það hljóta að vera lög-
regluþjónar að stýra umferðinni og
það er þar með sjálfgefið að þar er
allt komið í öngþveiti.
Hann snýr sér snögglega frá bíl-
stjóranum og stynur mæðulega,
eins og maður sem er að gera sitt
besta til þess að umbera grimmileg
örlög sem hann á ekki skilið.
- Verst að þú ert ekki með bíl-
síma, segir hann allt í einu. - Þá
gæti ég hringt heim og sagt kon-
unni að gleyma kvöldmatnum en
hafa tilbúinn góðan morgunmat.
Það er gjarnan þegar þarna er
komið sögu að bílstjórinn leikur
af sér í bræði sinni og um leið og
hann kemur að afturenda biðraðar-
Hyldýpið
r /
Ólafur B. Guðnason
innar við vondu umferðarljósin
snýr hann sér að farþeganum og
spyr reiðilega hvaða leið hann
hefði svo sem átt að fara frekar?
- Það eru svo ótalmargar, bless-
aður vertu, segir farþeginn, glaður
í bragði. - Við hefðum getað farið
upp til hægri áður en við komum
að ljósunum áðan og farið eftir litla
stígnum þar fyrir ofan og komist
þannig framhjá þeim ljósum. Síðan
hefðum við getað komist framhjá
þessum hnút hérna með því að
sneiða niður brekkuna hérna hin-
um megin og fara í gegnum íbúðar-
hverfið þarna...
Það er erfitt fyrir bílstjórann að
þurfa að sitja aðgerðalaus undir
þessari löngu og heimskulegu tölu.
Það er honum líka mikil freisting
að benda farþeganum á að leiðimar
sem hann er að útlista útheimta
það flestar að keyrt sé í öfuga átt
eftir einstefnugötum, ekið sé gegn-
un. húsgarða og eftir göngustígum
í almenningsgörðum. En erfiðast
verður þetta líf hílstjóranum þegar
farþeginn lýkur móli sínu, horfir
hugsandi og örlítið sigri hrósandi
fram fyrir sig og bætir svo við eftir
stutta þögn: - Já, það er oft betri
krókur en kelda.