Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 4
48
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
Auðbjörg lætur fara vel um sig - eða þannig!
Sigrún - farin að dotta í sætinu, enda langt á milli Danmerkur og Júgóslavíu.
íj ólubláun
Reisan er hafin! Draumurinn er orðinn
að veruleika. Ólíkt flestum öðrum stór-
um draumum var þessum virkilega hrint
í framkvæmd.
7. apríl sáum við, hetjurnar, Holland
fyrir stafni og ákváðum að ganga þar á
land. Hálfgrænar útlits vögguðum við
niður landganginn með yfirfulla og alltof
þunga bakpoka sem gerðu það að verkum
að enn erfiðara var að halda jafnvæginu
en ella; svo ekki sé nú minnst á sjórið-
una sem hrjáði okkur. - Við bitum á
jaxlinn og reyndum að halda virðingu
okkar eins og sönnum víkingum bar!!
Holland tók ekki á móti okkur í sinni
fegurstu mynd. Við höfðum dottið niður
á það kaldasta vor sem komið hefur í
Evrópu í mörg ár. Lopapeysan og úlpan,
sem mömmurnar kröfðust að yrðu með
í ferðinni, urðu óaðskiljanlegur partur
af okkur. Þvílík flatneskja! Hvar er
Esjan? Hvar er Skarðsheiðin?.. .í íjólu-
bláum draumum heima á íslandi. Krítísk
augu ferðamannsins litu Rotterdam ekki
hýru auga í þessu grámyglulega veðri.
Túlípanarnir frægu og gróðrarparadís
Hollands létu lítið á sér kræla í nepj-
unni. - Rotterdam lumaði þó á ýmsu
athyglisverðu. Hún hefur að geyma
margvíslegan framúrstefiiuarkitektúr,
t.d. hin sérkennilegu teningslaga hús í
einu af úthverfum Rotterdam, Blaac.
Þessi hús eru eins og teningar í laginu
og eru á 3 hæðum, hver íbúð 1 teningur.
í þeim er enginn réttur veggur, glugg-
arnir rísa annaðhvort skáhallt upp í loft
eða niður í gólf, svo maður á það á hættu
að detta niður á götu opni maður óvænt.
Þessi hús eru því ekki hentug fyrir fyöl-
skyldufólk, enda býr þarna einungis ungt
fólk og listamenn.
Lektufólkið er annar athyglisverður
hlutur í Rotterdam... og reyndar á fleiri
stöðum Hollands. Lekturnar eru langir,
flatir bátar sem sjá um flutning ýmiss
varnings milli staða í Hollandi. Jafn-
framt því að vera flutningstæki eru
lektumar heimili fólksins. Það býr í lekt-
unum allt sitt líf og börnin taka við af
foreldrunum. Þetta er í rauninni alveg
sérþjóðflokkur, svipað og t.d. sígaunar,
fólkið giftist nær alltaf innbyrðis því
þeir sem eru ekki aldir upp við þetta líf
eiga erfitt með að venjast því. Þar sem
lekturnar eru einnig heimili eru þær
hannaðar eftir þörfum fólksins. Sérpallur
er fyrir fjölskyldubílinn, sem er allt frá
litlum Fiat upp í Mercedes Benz. Þvottur
blaktir á snúrum uppi á þaki og smábörn
eru að leik á afgirtum leikvöllum í einu
horninu og blóm og blúndugardínur og
jafnvel köttur eru á dekkinu. Rekstur
lektanna er skipulagður, konan er stýri-
maðurinn, karlinn í vélinni og stálpaðri
börnin gegna hlutverki hásetanna. -
Þetta fólk gegnir mikilvægu hlutverki í
flutningum í Hollandi, svo mikilvægu
reyndar að Hitler sá sér hag í því á sínum
tíma að láta það með öllu afskiptalaust!!
Við fengum okkur fullsaddar af þok-
unni og flatneskjunni í Hollandi, höfðum
frétt að næsti hóll væri Himmelbjerget í
Danmörku.... En eftir 12 tíma lestarferð
var áhuginn fyrir himinháa fjallinu far-
inn veg allar veraldar, enda ekki ein
þúfa sjáanleg. Einhvem tímann á átt-
undu stund lestarferðarinnar kom inn í
klefann til okkar dönsk nunna og settist
í einu horninu. Tveim stundum síðar
vorum við stöllurnar farnar að syngja
íslenska ættjarðarsöngva og kveðast á
til að stytta okkur stundir. Við vorum
orðnar vantrúaðar á speki eins og „hug-
urinn ber mann hálfa leið“. Nunnan lét
sér hvergi bregða, enda ekki að spyrja
að áralangri þjálfun hugans. í Frede-
ricia, þar sem skipt skyldi um lest, fannst
okkur tími til kominn að láta reyna á 8
ára dönskunám okkar og áræddum að
ávarpa nunnuna með stuttu og laggóðu;
„Farvel“. Við fengum meira að segja
svar... Jæja, við getum allavega gert
okkur skiljanlegar á dönsku! Leiðin lá
til Odense. Við brutumst gegnum 7 vagna
með bakpokana... En enginn laus klefi.
Loks fundum við einn vagn, allan út-
límdan í skærgulum miðum sem á stóð
„Stillekupé"... hvað sem það nú þýddi...
og við snöruðumst inn í einn klefann.
Neeeeiii, viti menn, hún hér! Nunnan,
fyrrum klefafélagi vor, var þá þarna
komin. En eitthvað hefur umburðarlynd-
ið verið farið að gefa sig, því er við
komum þama blaðskellandi inn benti
hún óþolinmóð á gulu límmiðana og
sagði okkur að „ti stille“!! Hún hefur
sjálfsagt óttast frekari rímnakveð-
skap... Baunarnir hafa aldrei kunnað
gott að meta!
Eftir 3 daga dvöl í Óðinsvéum og enga
sól ákváðum við að halda til Kaup-
mannahafnar. Þar var kalt! Við ákváð-
um nú samt að gefa Koben sjens að bæta
ráð sitt og færa okkur sól og fengum
okkur næturgistingu. En lengi getur
vont versnað. Daginn eftir var komið
hlandveður með skítkasti (rok og
slydda). Getur þetta verið? Hreint óþol-
andi ástand! Við höfðum ekki séð til sólar
frá komu okkar til meginlandsins. Úr
þessu skyldi bætt og það ekki seinna en
strax! - Við ákváðum að leggja út í
óveðrið til að kaupa miða með næstu
lest sem færi suður á bóginn. Sökum stór-
kostlegs galla á strætókerfi Kaupmanna-
hafnarbúa biðum við hátt á annan tíma
eftir vagninum, í grenjandi roki og rign-
ingu, illa haldnar af nefrennsli, með
kaldar tær og lopna putta. Ferðahugur-
inn mikli var að drukknun kominn. Hvar
er mamma? En strætó kom... og það
stytti upp. Og með lestrarmiðann í hönd-
unum, örugga tryggingu út úr landinu,
var stefnan tekin niður Strikið. Þar lent-
um við beint inni í miðju uppþoti, okkur
til skelfingar. Grímuklæddir menn höfðu
kastað reyksprengju og grjóti að Americ-
an Express skrifstofunni á Strikinu. Til
allrar hamingju slasaðist enginn og
skemmdir urðu minniháttar á skrifstof-
unni. Þetta uppþot fylgdi í kjölfar
aðgerða Bandaríkjamanna í Líbýu. Við
boluðum okkirr út úr mannþrönginni,
endafýsti okkur ekki að flækjast í illdeil-
um líðandi stundar. Við erum nú einu
sinni í fríi!! En Adam var ekki lengi í
Paradís. Varla höfðum við gengið fyrir
horn er okkur alsaklausum var sópað inn
í mótmælagöngu sem fór þar hjá í þessu.
Göngunni var stefnt til bandaríska
sendiráðsins. Ja hérna, ekki nóg með það
að við séum að drukknun komnar vegna
slagveðurs, heldur er hér einnig óverandi
fyrir ólátum! Við komumst við illan leik
niður á brautarstöð og haldið var í suð-
urátt.
„Tveir dagar í lest“, hugsuðum við ör-
væntingarfullar. En fátt er svo með öllu
illt að ei boði gott, sagði skáldið. 1
Munchen barst okkur nýr og áhugaverð-
ur félagsskapur. Stór, skeggjaður,
júgóslavneskur rumur. Hann tróðst inn
í klefann klyfjaður töskum, pokum og
pinklum af öllum stærðum og gerðum.
Við nánari kynni kom í ljós að hann var
„bisnessmaður" hinn mesti, svartamark-
Heimsreisukonur
lagöar upp
Auðbjörg Haraldsdóttir og Sigrún Jakobsdóttir eru lagðar upp í heimsreisu.
Þær urðu stúdentar úr MS í fyrra. Þá ákváðu þær að láta frekara nám bíða
um sinn - eða réttar sagt: þær ákváðu að reyna að komast eftir því hvort
eitthvað væri hægt að læra af heiminum; og til að svo megi verða þarf mað-
ur vitanlega að skoða hann.
Þær bjuggu sig undir heimsreisuna með því að vinna hörðum höndum: í
veiðikofa, við ræstingar, í fiski, á veitingahúsi og reyndar víöar. Farcureyririnn
var samviskusamlega lagður inn á bankareikning, kringum 200 þúsund krón-
ur auk farseðils - og svo var lagt í hann.
Þær ætla sér að búa og ferðast eins ódýrt og unnt er; og sitja stundum á
kaffihúsum í borgum, fara í gegnum dagbækur sínar og hugsa til lesenda
DV sem eiga að fá að fylgjast með för þeirra.
Og við bíðum eftir frekari skrifum frá Auðbjörgu og Sigiúnu.
Góða ferð, stelpur!