Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Side 6
Gytmif
50
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
„Eg
hræddist
hlutverkid1 ‘
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir... 2 70 22
Við birtum... Það ber árangurl
ER SMAAUGLYSINGABLADID
Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11.
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Frjalst,óháð dagblað
Úr kvikmyndinni Agnes, barn guðs. Meg Tilly í hlutverki ungu nunn-
unnar (fyrir miðju) kemur úr réttarsal með abbadísinni sem Anne
Bancroft (til hœgri) leikur.
Fyrir firrnn árum var Meg Tilly
að dansa ballett í New York. Svo
fluttist hún til Hollywood þar
sem hún vakti vorulega athygli
fyrir leik sinn í aukahlutverkum
í Tex og The Big Chill en hún lék
einnig í Psycho II og Impulse.
Síðasta mynd hennar er svo Ag-
nes of God (Agnes, barn guðs.)
Sennilega erfiðasta
hlutverkið
í viðtali, sem nýlega var tekið
við Meg Tilly, sagði hún: „Agnes
er sennilega erfiðasta hlutverk
sem ég leik á ævinni.“ Það má
hins vegar segja að það hafi verið
tilviljun að hún fékk það en um
það segir hún sjálf: „Ég átti að
leika í Amadeus og hafði fimm
sinnum verið reynd í hlutverki
Konstönsu. Svo tilkynnti Milos
Foreman mér að ég hefði fengið
hlutverkið og það gladdi mig að
sjálfsögðu mikið. Eftir að ég lauk
við að leika í Thc Big Chill hélt
ég því til Tékkóslóvakíu þar sem
við æfðum í fimm vikur. Nokkr-
um dögum áður en takan þar átti
að hefjast var ég að spila fótbolta
en var þá svo óheppin að detta
og slíta sinar í fætinum á mér.
Ég varð að gangast undir upp-
skurð og Milos varð að fá aðra
leikkonu í hlutverkið"
Var þó ef til
vilf fyrir bestu
Þetta var þó ef til vill Tilly fyr-
ir bestu því að á meðan hún var
í Tékkóslóvakíu benti leikarinn
Tom Hulce henni á að reyna að
fá hlutverk Agnesar í leikritinu
Agnes, barn guðs. „Reyndar
sagði Hulce að ég væri fædd til
að leika hana,“ segir Tilly. Þegar
hún kom aftur heim las hún það
að til stæði að kvikmynda sög-
una. „Það lá ekki einu sinni fyrir
handrit ennþá,“ segir hún, „en
ég bað umboðsmanninn minn um
að útvega mér viðtal við Nonnan
Jewison sem átti að leikstýra
myndinni. Ég veit ekki hvað þeim
fannst um mig þótt ég væri búin
að læra hluta úr leikritinu utan
að því að ég var ólétt þegar þetta
var. Ég lét þá hins vegar ekki í
friði því að ég ætlaði ekki að láta
áhugaleysi verða mér að falli.
Reyndar hræddist ég þó hlut-
verkið því að það er svo ílókið
og það eru svo margar hliðar á
persónunni. Þó fannst mér það
gefa mér alveg sérsrakt tæki-
færi.“
Byrjaði í ballett
Meg Tilly kynntist dansi þegar
hún var górtán ára en þótt hún
byrjaði seint að dansa tókst
henni að vinna til styrks. 17 ára
fluttist hún frá vesturströnd
Kanada, þar sem hún ólst upp,
til New York, þar sem hún hélt
áfram námi hjá Madame Petronai
Darvash og Melissu Hayden, en
jafnframt dansaði hún með
Connecticutballettinum og
Throne Dance Theatre. Hún varð
svo að hætta dansi er maður sem
dansaði á móti henni meiddi hana
illa í baki.
19 ára til
Los Angeles
Tilly var 19 ára er hún fluttist
til Los Angeles og brátt fór hún
að leika á sviði og í sjónvarps-
þáttum. Af þeim síðarnefndu má
nefna Hill Street Blues og The
Trouble with Grandpa. Síðan
tóku kvikmyndirnar við.
„Fjórum mánuðum áður en ég
byrjaði að leika í Agnes, barn
guðs, eignaðist ég svo dóttur,"
segir Tilly. (Maður hennar er
leikstjóri). „Mig langaði til að
kynnast lifi nunnunnar svo að
ég heimsótti klaustur og talaði
við nunnur. Ég kynntist ekki
bara því, hve einangruðu lífi þær
lifa heldur hvemig þær öðlast
meiri trú og hver er uppspretta
gleðinnar í lífi þeirra. Agnes er
þó alls ekki dæmigerð nunna og
því varð ég að búa mig sérstak-
lega undir að fara með hlutverk-
ið. Og það hefur haft meiri álirif
á mig en öll önnur hlutverk sem
ég hef leikið.“
Þrjár frægar
leikkonur
í myndinni leika tvær aðrar
frægar leikkonur, þær Anne
Bancroft og Jane Fonda, en leik-
ritið, sem myndin er byggð á, er
eftir John Pielmeier. Myndin
verður sýnd í Reykjavík um
hvítasunnuna.
ÁSG tók saman.