Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 13
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986. 57 Vísnaþáttur Vísnaþáttur Vísnaþáttur Vísnaþáttur Sunnlendinga sigur vís... Heilir og sælir, lesendur góðir. Ég byrja þáttinn með tveimur vís- um eftir Sigurð Jónsson frá Brún í Svartárdal, vísurnar kallar hann Sjálfslýsingar. Sumir hafa bakfísk bæði og bein í nefí. En ég er eins og oflangt kvæði ort í kvefí. Þungan fíakkar þrautastig þrýtur blakka reiðar. Leggur hnakk á sjálfan sig síðan pjakkar heiðar. í þingveislu árið 1937 voru kveðnar eftirfarandi vísur. Gísli Sveinsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga, kvað. Sunnlendinga sigur vís sig mun ávallt herða. þeir sem búa yst við ís undirlægjur verða. Jón Pálmason á Akri svaraði. Brekkur sækja aldrei á þótt yfírlæti kunni. Sunnlendingar sveima á sálarfíatneskjunni. Hermann Jónasson kvað. Sunnlendinga sé ég hóp sem til lítils dugar. Þegar Drottinn þessa skóp þá var hann annars hugar. Eiríkur Einarsson frá Hæli svar- aði. Norðlingur með kvæða kjassi kann frá mörgu að segja. En sunnanmenn á sínum rassi sitja og kunna að þegja. Á þinginu 1938, er rætt var frum- varp um húsmæðraskóla, sagði Bjarni Bjarnason, annar þingmaður Sunnlendinga, að kenna þyrfti stúlk- unum meðferð ungbarna og það ekki einungis fæddra, heldur líka ófæddra. Um þetta var kveðið. Kvennaskólum öllum á eftir kröfu Bjarna. Meyjar skulu fræðslu fá um fyrstu myndun barna. Gegn kísilskán og öðrum óhrein- indum Fyrir vaska, baðker, sturtubotna, flísar, salernisskálar o.fl. HREINSIR (nuddi) íslenskar leiðbein- ingar Fæst í flestum verslunum sem selja ræstivörur í REYKJAVÍK, KÓPAVOGI, GARÐABÆ, HAFNAR- FIRÐI, á AKRANESI, HELLU, HVOLSVELLI, SELFOSSI, HÚSAVÍK svo og á öllum bensínstöðvum ESSO. Hreinlætisþjónustan hf. s. 27490 Skilyrði þó er hér eitt um þá menntun kvenna. Ef að fræðslan verður veitt vill hann sjálfur kenna. Haustið 1940 mætti Skúli Guð- mundsson, þingmaður Vestur-Hún- vetninga, til þings með yfirskegg, en Skúli gekk ævinlega berhöfðaður. Þá kvað Bjami Ásgeirsson, þing- maður Mýramanna. Skúli yrði alþjóð hjá í æði háu mati. Efhann skipti í skyndi á skeggi og höfuðfati. Skúli svaraði: Bjarni af ýmsum öðrum ber en illa líkar konum. Þessi galli að það er ekkert skegg á honum. Ekki veit ég um höfund að næstu vísu en hún skýrir sig sjálf og gæti sjálfsagt átt við í dag alveg jafnt og þegar hún var kveðin. Man ég svona brækur best blásnar í rjáfri hanga. Nú hafa þær á þingi sést þóst vera menn og ganga. Næst koma tvær vísur eftir K.N. VfSAÐ ÚR VINNU Góður, betri, bestur, burtu voru reknir, illur, verri, verstur, voru aftur teknir. MANNLÝSING Þú ert sveitarsvívirðing, sótugi eldhúsraftur. Aftan og framan, allt í kring ekkert nema kjaftur. Jónas Jónsson frá Hofdölum kvað. Kuldahlátur hafa má hryggð ei látast bera. Þó að bjáti eitthvað á eg mun kátur vera. Og Kolbeinn Högnason úr Kolla- firði kvað. Sárast raun þá síst ég met silfir mitt að þrjóti. Þegar best mér lífíð lét lék ég mér að grjóti. Stephan G. Stephansson kvað. Hlæjum þrótt í líf og ljóð lúa þótt vér höfum. Kemur nóttin næðisgóð nógu fíjótt í gröfum. Jón Thoroddsen kvað. Sá er aldrei elskar vín óð né fagran svanna. Hann er alla ævi sín andstyggð góðra manna. Ekki telja einstæðar mæður sig fá neitt alltof mikið úr úr trygginga- kerfinu en þó hefur einhver kveðið þessa frómu ósk. Þó að Anna grett og grá gamni sér að vonum. Eiginmann hún ætti að fá út úr tryggingonum. Halldóra B. Bjömsson kvað. Oft eru í glösum íongin fá freistingin á hvers manns vegi. Margur drykki meira vín myndi hann eftir næsta degi. Og svo er ófeðmð vísa. Þegar drengi vantar vín virðist genginn hagur, Þyrstir engan, þróttur dvín þrauta lengist dagur. Ekki veit ég heldur um höfund að næstu vísum. Margri fípast folda-Gná fagran svip þótt kynni. Hefur gripið öfugt á auðnu skipstjóm sinni. Ég tek ekki í nefíð og tygg ekki skro og tott’ekki pípuna mjóu. Enfæmérá pela og fylli mig svo í félagi við hana Gróu. Páll Ólafsson skáld kvað. Égdrekknú svona um dagognótt með degi hverjum rúman pott. Og þó það öðrum þyki Ijótt þykir þér það skratti gott. Skuldimar mig þungar þjá en það er bót í máli. Að kútinn láta allir á orðalaust frá Páli. Og að lokum þessi eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli. Og í svipan álög hrynja ómar strengur hreinn og skær. Vængjagripin vaxa og dynja veginn enginn bannað fær. Verið þið sæl að sinni. Stefán Jóhannesson Kleifum Gilsfirði Dalasýslu. IMýtt hefti á blaðsölustöðum nuna. VERÐ KR. 160 Skop .................................. 2 Hversvegnamennberjakonursínar ........ 3 Hvað þýða draumarnir? ............... 9 Góð ráð til tölvunotenda ............. 15 Kossinn <jg saga hans ............... 17 Einntilatlöguviðsjóræningja .......... 22 Rugluð Rúmenia Ceausescus ............ 29 Ótrúlegt en satt: Skórinnsemkonrúrheiðskírulofti ....... 35 Fórnarlambið ......................... 38 Siglingará þurru landi ............... 41 Hugsuníorðum ......................... 46 Hvað þýða draumamir? Bls. 9 Kossiim og saga hans Bls. 17 Siglinqar á þurru landi Bls. 41 Syndin er að breytast Bls. 68 VEGNA MENN BERTA KQNtÍR SINAR Bls. 3 Helstu trúarbrögð heims: Gyðingdómur ........................... 48 Úrvalsljóð ............................ 66 Syndin er að breytast ................. 68 Völúndarhús ........................... 76 Postojna -Arnarhellarnirundursamlegu ........... 77 Ungafólkiðog umferðin ................. 85 Kolefni: Efni sem líkaminn hafnarekki .......... 88 Framliðnirviljaendurnýjast ...........

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.