Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
59
Gömul kona, lítil vexti og mögur,
litaraftið slæmt, en hrukkur engar
né hörkudrættir í svipnum, gekk
léttum skrefum upp fjallstíg einn.
Hún var í síðri kápu, hafði fellinga-
húfu á höfði og hélt á bænabók, og
það voru teinungar af ilmandi la-
vendel í samanbrotnum trafaklút
hennar. Hún átti heima í skála hátt
uppi í fjöllunum, þar sem allur skóg-
ur var horfinn. Skálinn stóð við
jaðarinn á breiðum jökli, en í jöklin-
um áttu upptök sín jökulár milli
snævi þaktra hnúka og fossuðu þær
og beljuðu niður gil og gljúfur dal-
anna. Gamla konan bjó alein í
skálanum, þar eð hún var fallin að
frændum.
Það var sunnudagur og hún hafði
hlýtt messu. En þrátt fyrir pílagríms-
göngu sína var henni síst léttara í
skapi. Hún var hnuggin. Presturinn
hafði prédikað um dauðann og sálir
hinna útskúfuðu og ræðan hafði haft
rík áhrif á hana. Hún hafði þá allt í
einu minnst sagna, sem hún hafði
heyrt sagðar í bernsku, um fjölda
glataðra sálna er reikuðu um í ævar-
andi kulda hæðanna fyrir ofan
bústað hennar. Húm minntist sögu
eftir sögu um flökkusálir þessar á
jöklinum, óþreytandi skugga, hrjáða
af nöprum, næðandi kólgum öræf-
anna. Mikill ótti við fjöllin náði
tökum á henni og henni fannst skál-
inn sinn litli standa iskyggilega
nærri þeim. Hvað gat ekki komið
fyrir ef hinir ósýnilegu þar efra stigu
niður af jöklinum? Engin hræða var
henni til fulltingis ef í hart færi.
Þegar hún hugsaði um einsemd sina
jók það angur hennar og hún varð
hugarvíli að bráð. Það var ekkert
sældarbrauð að búa svo fjarri
mannabyggð, fannst henni.
Síðan tók hún að tala við sjálfa
sig. Slíkt hafði orðið að vana hjá
henni þarna uppi í einveru og ein-
angrun fjallanna. „Agneta gamla,“
sagði hún, „þú situr þarna ein uppi
í skála þínum og spinnur og spinnur.
Þú verður að stríða og strita hverja
stund dagsins til þess að verða ekki
hungurmorða. En er nokkur sál sælli
fyrir það áð þú ert ofan jarðar? Þú
kynnir að vera þörf ef eitthvert
skyldmenna þinna væri enn á lífi og
þú ættir heima lengra niður frá, nær
þorpinu. Orbirgð þín er svo mikil að
þú hefur ekki efni á að hafa hund
né kött. Ættirðu heima nær þorpinu
kynnirðu að geta hýst beiningamann
öðru hverju. Þú átt ekki að eiga
heima svo fjarri þjóðveginum. Ef þú
gætir gefið þyrstum umrenningi
svaladrykk þá kæmist þú að raun
um að þú yrðir einhverjum að liði í
þessum heimi og værir ekki alls ve-
söl.“
Hún stundi og hugsaði með sér að
bændakonurnar, sem gáfu henni hör
til þess að spinna, myndu ekki einu
sinni harma það þótt hún legði upp
laupana. Vissulega hafði hún reynt
að inna verk sitt vel og samvisku-
samlega af hendi, en líklega voru þó
margar konur er gátu gert hörspuna
betri skil.
Hún tók að gráta er hún leiddi
hugann að því að prestinn, er hafði
séð hana sitja í sæti sínu við messur
í sóknarkirkjunni árum saman, gilti
ef til vill einu hvort hún sæist þar
eða ekki. „Öllum stendur á sama
hvort ég er lífs eða liðin,“ sagði Agn-
eta, „ég er þegar samfrosta ísnum,
verð brátt kalin á hjarta. Betur að
einhver þyrfti mín með.“ Hún teygði
höndina í átt til himins og sagði:
„Finni ég engan, er ég get verið ein-
hvers virði, þá læt ég hér fyrirber-
ast.“ I þeim svifum kom hávaxinn
munkur, alvarlegur í bragði, niður
stíginn móti henni. Hann veitti þvi
athygli að eitthvað háði konu þess-
ari og hann fylgdi henni því áleiðis
og hún sagði honum allt af létta um
armæðu sína. Hún sagði að ef drott-
inn sendi henni ekki einhverja sál
til þess að lifa fyrir, þá væri hún
áþekk ólánsömu verunum er reikuðu
eftir jöklinum. „Guð hefur vissulega
bænheyrt þig,“ mælti munkurinn.
„Sérðu ekki að guð er vanmáttugur
þarna uppi,“ andæfði Agneta gamla
hástöfum. „Það er ekkert hérna
nema köld, tóm auðn.“ Þau klifu
hærra og hærra, þangað sem mosi
þakti klettasnasir brekknanna og
fjalljurtir með loðnum blöðum uxu
við jaðar götuslóðans sem þau
þræddu. Og þá kom munkurinn auga
á skála Agnetu undir jökulbrúninni.
„Nú-ú. Er það þarna sem þú hefst
við?“ spurði munkurinn. „Þá ertu
Agneta gamla
eftir Selmu Lagerlöf
ekki einmana. Þú hefur nóga félaga.
Sjáðu bara.“ Að svo mæltu rétti hann
vinstri armlegg sinn yfir höfuð gömlu
konunnar og skipaði henni að horfa
til fjallsins. En Agneta gamla skalf
einungis og lokaði augunum - af
hræðslu. „Ef eitthvað er að sjá þama
uppi þá vildi ég helst losna við það.
Nógu vont er ástandið fyrir hérna
uppi í bringunum." „Jæja,“ sagði
munkurinn, „ég held þá leiðar
minnar. Ég efast um að þú fáir annað
tækifæri til að sjá slíka sjón.“
Forvitni gömlu konunnar var vak-
in við orð þessi og hún opnaði augun
og starði undir vinstri armi hans á
snævi þakið fjallið. í fyrstu sá hún
ekkert óvenjulegt. En ekki leið á
löngu áður en hún greindi eitthvað
hvítt hreyfast á snjónum. Og síðan
sá hún að það sem hún hafði talið
vera mistur og þoku og ljósbláa
skugga vom í raun og veru hópar
glataðra sálna.
Litla, gamla Agneta stóð þarna og
skalf eins og lauf í vindi. Þetta var
einmitt það sem henni hafði verið
sagt í bernsku. Hinir dauðu, sem
hlutu ekki hinstu smurningu, reik-
uðu þarna uppi í ævarandi kulda og
þoldu ómældar píslir. Og þegar hún
horfði þangað enn tók hún eftir að
flestir þeirra voru vafðir í eitthvað
langt og hvítt, en allir voru þeir ber-
fættir og berhöfðaðir. Þeir vom
óteljandi og alltaf bættust fleiri og
fleiri við meðan hún starði. Sumir
þeirra voru hofmannlegir í göngulagi
og hreyknir, en aðrir gengu svo létti-
lega sem þeir stigju dans á ísbreiðun-
um; en Agneta gamla veitti því
athygli að fætur þeirra allra vom
skornir af hvössum brúnum íssins
og það blæddi úr hverri und. Hún sá
líka að þeir þrýstu sér sífellt hver
að öðrum, líkt og til þess að hlýja
sér ofurlítið, en héldu því nær tafar-
laust áfram einmana göngu sinni
skelfingu lostnir af nákuldanum er
lagði af samferðafólkinu. Mátt hefði
ætla að kuldinn, sem ríkti á fjallinu,
stafaði frá fólkinu á helgöngunni og
það væri orsök þess að snjórinn
bráðnaði ekki og að þokan var svo
nístandi köld og bitur.
Síðan tók Agneta gamla eftir því
að ekki voru allar hinna glötuðu
sálna á hreyfingu, heldur stóðu kyrr-
ar, líkt og læstar í klakadróma og
þær litu út fyrir að hafa hímt þannig
árum saman og aðeins efri hluti
þeirra var sýnilegur ofan hjarnsins,
þar sem þær voru því nær grafnar.
Því lengur sem hin aldna starði, því
rólegri varð hún. Ótti hennar hvarf
og hún hafði nú ríka samúð með öll-
um þessum hrelldu sálum er þola
máttu ævarandi píslir og hvergi
fundu hvíldarstað fyrir vesalings
blæðandi fætuma. Þær hristust og
skulfu af kulda - hinum hræðilega
bitra, nístandi og óbærilega kulda.
Meðal hinna hrjáðu var margt
ungt fólk, en ekkert æskufjör var í
svip þess og það var grátt í gegn af
kulda. Það virtist stundum bregða á
leik en leikur þess var fjörlaus. Það
hriðskalf og í göngulagi voru jafnt
piltar sem stúlkur eins og gamal-
menni og þau virtust leita að hvöss-
ustu ísmolunum til þess að stikla á.
Þá kippti munkurinn hendinni að sér
og Agneta gamla sá nú ekkert annað
en nakta, isi þakta auðnina. Stöku
ferlegar ísblakkir gat að líta hér og
þar, en í þeim voru ekki sjáanlegar
frosnar afturgöngur og hið bláa blik
á jöklinum kom ekki frá líkömum
greyptum í ísinn. Nokkur skafrenn-
ingur var þar uppi. Eigi að síður var
hún þess fullviss að það sem hún
hafði greint gegnum hringinn var
enginn heilaspuni og hún mælti við
munkinn: „Er leyfilegt að gera nokk-
uð fyrir þessar ógæfusömu sálir?"
Hann svaraði: „Hvenær hefur drott-
inn neitað hinum réttlátu að
aumkast yfir hrakfallabálka og gera
þeim eitthvað til þægðar?" Að svo
mæltu hvarf hann brott, hélt niður
stíginn og Agneta gamla hraðaði sér
til skála síns. Hún gekk inn, settist
og var hugsi. Allt liðlangt kvöldið
velti hún því fyrir sér hvað hún gæti
gert til þess að hjálpa hinum ógæfu-
sömu, villuráfandi sálum á jöklinum.
Hún hafði engan tíma til þess að
hugsa um það hve hún sjálf var ein-
mana. Næsta morgun hélt hún niður
til þorpsins. Hún brosti með sjálfri
sér og farg ellinnar virtist vera henni
léttbærara; og þegar hún hélt sem
leið lá niður brattann, talaði hún við
Selma Lagerlöf.
sjálfa sig: „Hina dauðu gildir einu
um rjóðar kinnar og fislétt fótatak.
Þeir biðja aðeins um vott af samúð,
en æskan hugsar ekki út í það. Hvar
myndu sálir hinna framliðnu finna
hæli frá hinum takmarkalausa kulda
dauðans ef gamla fólkið hér á jörðu
hefði ekki ríka samúð með þeim?“
Hún keypti stórt knippi af kertum
í aðalbúðinni í þorpinu og pantaði
hestburð af viði hjá bónda einum, en
til þess að borga þetta allt varð hún
að taka helmingi meira af hör en hún
var vön heim með sér til þess að
spinna.
Þegar kvölda tók og hún var kom-
in aftur heilu og höldnu. í skálann
sinn, þá þuldi hún ótal bænir og
reyndi að herða upp hugann með þvi
að kyrja sálma, en þrátt fyrir það gat
hún með engu móti verið í essinu
sínu. Eigi að síður hindraði það ekki
að hún gæti komið því í verk sem
hún æskti. Hún bjó um rúm sitt í
innra enda skálans en á hlóðimar í
ytri herbergiskytrunni lagði hún
fullt fang sitt af viði og kveikti upp
eld. Hún setti tvö kerti í stjaka í
gluggann og tendraði ljós á þeim,
opnaði útidyrahurðina og lét hana
standa upp á gátt. Því næst gekk
Agneta gamla til hvílu.
Hún lá í myrkrinu og hlustaði.
Jú, vissulega greindi hún fótatak.
Einhverjir virtust renna sér fót-
skriðu niður af jöklinum, einhverjir
stundu og læddust haltrandi kring-
um skálann og þorðu ekki að ganga
inn. Þetta var Agnetu gömlu ofraun.
Hún vissi ekki hverju þetta sætti,
rauk upp úr rúminu, þaut fram í ytra
herbergið, skellti hurðinni aftur og
læsti henni. Hún var furðu lostin.
Hún heyrði þungar stunur fyrir utan
skálann og skjögrandi fótatak, líkt
og þar væri stigið sárfættum blæð-
andi fótum. Þeir virtust halda lengra
og lengra burt í átt til jökulsins. Hún
greindi einnig kveinstafi er brátt
hljóðnuðu. Þegar þetta allt var af-
staðið var Agneta gamla býsna
miður sin.
„Skelfing ertu kjarklaus, klaufinn
þinn,“ sagði hún við sjálfa sig. „Eld-
urinn mun kulna og kertin brenna
upp til agna, og í þetta fór drjúgur
skildingur. Fer kannski allt forgörð-
um hjá þér vegna þess að þú ert
raggeit?“
Hún rauk aftur fram úr rúminu.
Hún skalf af hræðslu og það glömr-
uðu í henni tennurnar. Hún hélt fram
í ytra herbergið og opnaði útidyra-
hurðina upp á gátt. Síðan lagðist hún
fyrir og beið þess er verða vildi. Agn-
eta var ekki lengur skelfd. Hún
óttaðist það eitt að hún kynni að
hafa fælt fólkið burt, er úti reikaði,
og að það myndi ekki reyna að koma
öðru sinni. Því næst tók hún að kalla
á fólkið í myrkrinu rétt eins og hún
var vön að kalla á kindurnar sínar
þegar hún var smalastúlka. „Litlu
hvítu lömbin mín í fjöllunum, komið
þið niður hæðirnar, komið litlu lömb,
komið, komið, komið.“ Þá var eins
og sterkur vindur kæmi frá hnúk
fjallsms og stöðvaðist við skálann.
Gamla konan heyrði ekkert fótatak,
ekkert andvarp, en aðeins ýlfrið í
vindinum. Hann knúði skálann
hennar. En hún þóttist heyra vind-
inn hvísla: „Þey, þey. Hræðið það
ekki né fælið frá.“ Hún fann, án þess
að sjá það, að ytra herbergið var
troðfullt og veggirnir voru því nær
að bresta af þrýstingi. Og þá varð
Agneta gamla hamingjusöm og á-
nægð og hún spennti greipar og
sofnaði samstundis. Þegar dagur
rann hélt hún að þetta allt væri
draumur, því að allt var nákvæmlega
eins og vant var í ytra herberginu.
Eldurinn var kulnaður og kertin
einnig útbrunnin. Það var ekki einu
sinni tólgardropi eftir í kertastjök-
unum.
Svo lengi sem Agnetu gömlu entist
aldur reyndi hún að gera hinum dánu
til þægðar á þennan sama hátt. Allan
liðlangan daginn lagði hún hart að
sér við spuna til þess að hafa tök á
því að láta eld loga á arni hverja
nótt í ytra herberginu og loga þar
einnig á kertum. Og hún var ham-
ingjusöm, þar eð hún komst að raun
um að einhverjir þörfnuðust umönn-
unar hennar.
‘ Sunriudag einn var því veitt at-
hygli að sætið hennar í sóknarkirkj-
unni var autt. Nokkrir menn úr
þorpinu skunduðu þá upp í skálann
til þess að aðgæta hvort nokkuð ,
háði henni. Þeir fundu hana örenda,
og þeir færðu líkið niður til þorpsins
til greftrunar þar.
Næsta sunnudag var hún jörðuð
en mjög fátt fólk fylgdi henni til graf-
ar. Og þessar fáu hræður voru ekkert
daprar í bragði. í þeim svifum er fara
átti að sökkva kistunni ofan í gröfina
kom þar aðvífandi hávaxinn munk-
ur, alvarlegur í bragði, og er hann
staðnæmdist á grafarbarminum
benti hann á snævi þakið fjallið þar
fyrir ofan. Og þeir sem stóðu hjá
gröfinni sáu allt fjallið í rósalitum
bjarma og handan bjarmans líkfylgd
úr litlum gulum logum líkt og þeim
er leggur af kertum. Líkfylgdin hélt
í ótal bugðum um snjóflákana. Litlu
gulu logarnir voru jafnmargir og
kertin höfðu verið sem gamla konan
keypti og brenndi til sáluhjálpar hin-
um ógæfusömu reikendum á jöklin-
um.
Þá mælti fólkið: „Lof sé drottni.
Agneta átti engan að til þess að
syrgja hana hér niðri en henni varð
þess auðið að finna vini þarna uppi
í auðninni miklu á fjöllunum."
Einar Guðmundsson íslenskaði
VIKAN
AUGLÝSINGADEILD
Þverhohi 11, sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
selst jafnt og þétt, í dreifbýli og þéttbýli.
Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýs-
ing í VIKUNNI skilar sér.
VIKAN
Símiim er
27022