Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Page 16
60
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
Sérstæð sakamál
Tilræðismenn
írska fríríkinu
Andiitsmynd af OHiggins var komið fyrir á þinghúsinu til
minningar um hann. Hann sagði eitt sinn í einkaviðtali: „Eng-
inn sem hefur unnið þau störf sem ég hef unnið getur búist
við að verða langlífur.
Sunnudaginn 10. júlí 1927, er friður
hafði aðeins ríkt í írska fríríkinu í
tæp flögur ár, var varaforsetinn,
Kevin ÖHiggins, skotinn til bana er
hann var á leið til kirkju.
Banamenn forsetans fundust ekki
og opinberlega hefur aldrei tekist að
upplýsa málið, sem er enn til um-
ræðu. Tilgátur hafa þó verið settar
fram og hér á eftir verður sagt frá
atburðinum og þeim sem ýmsum þyk-
ir líklegast að hafi komið við sögu.
Miskunnarlaus atlaga
Ofliggins var á leið til kirkju í
Dublin að morgni sunnudagsins 10.
júlí en þegar hann kom gangandi að
homi Crossbreiðgötu og Boot-
erstownbreiðgötu stökk skyndilega
maður út úr gráum bíl, sem stóð þar
hjá. Maðurinn skaut á varaforsetann
úr skammbyssu.
Ofliggins reyndi að komast í skjól
hjá stóru húsi þarna hjá en byssu-
maðurinn elti hann og hélt áfram
skothríðinni. Varaforsetinn féll en
þá stukku tveir menn til viðbótar út
úr bílnum. Þeir hlupu að varaforset-
anum og tóku að skjóta á hann en
nokkmm augnablikum síðar hlupu
þremenningamir inn í bílinn og óku
á brott á miklum hraða.
Átta kúlur
Varaforsetinn lést ekki strax en
hann var illa særður eftir að hafa
orðið fyrir átta kúlum. Farið var með
hann í sjúkrahús en þar lést hann
síðar þennan dag.
Ofiiggins var talinn einn hæfasti
og áhrifamesti stjómmálamaður í
landinu á þessum tíma og meðal
þeirra sem höfðu það álit á honum
var David Lloyd George. Ofliggins
var ekki aðeins varaforseti heldur
gegndi hann einnig tveimur ráð-
herraembættum; var dómsmálaráð-
herra og utanríkisráðherra.
Forseti landsins, William T. Cos-
grave, og ríkisstjómin gerðu þegar í
stað ráðstafanir til að reyna að hafa
uppi á morðingjunum og innan
skamms fóm hópar vopnaðra her-
manna um götur Dublin. Fjöldi fólks
varð að gera grein fyrir ferðum sín-
um og lögregluþjónar og leynilög-
reglumenn tóku að fylgjast með
ferðum fólks á járnbrautarstöðvum
og í höfnum landsins.
IRA-menn handteknir
Brátt var farið að handtaka ýmsa
menn sem vitað var að gegndu leið-
togastörfum í IRA, írska lýðveldis-
hernum. Níu þeirra voru yfirheyrðir
en allir héldu þeir því fram að IRA
stæði ekki að baki morðinu á Ofligg-
ins. Ekki tókst yfirvöldunum heldur
að færa neinar sönnur á að svo hefði
verið. Lýðveldishreyfingin var
sundmð á þessum tíma enda hafði
hún ekki náð sér eftir átökin miklu
í borgarastyrjöldinni 1922-1923. Þá
hafði Eamon de Valera og þúsundir
íylgismanna hans sagt skilið við
stjómmálaarm hennar, Sinn Fein,
og stofnað nýjan lýðveldisflokk,
Fianna Feil.
Handtökumar leiddu til þess að
nokkrum klukkustundum eftir
morðið gaf IRA út yfirlýsingu þar
sem því var haldið fram að samtökin
bæru enga ábyrgð á dauða varafor-
setans. De Valera gaf einnig út
yfirlýsingu þar sem hann sagðist viss
um að engin samtök lýðveldissinna
hefðu staðið að verknaðinum.
Óljós lýsing
Lögreglan reyndi að fá lýsingu á
byssumönnunum þremur. Margir
höfðu verið á leið til kirkju á þeirri
stundu er skotið var á Ofliggins en
þó hafði aðeins einn maður, Eoin
McNeill prófessor, séð atburðinn
nógu vel til að geta talist raunveru-
legt vitni. Hann hljóp varaforsetan-
um til hjálpar þar sém hann lá
særður á götunni og um leið hlupu
mennirnir þrír fram hjá honum.
Hann hafði þó verið í svo miklu
uppnámi eftir það sem hann hafði séð
að hann gat ekki gefið góða lýsingu
á þremenningunum. Kona ein hafði
hins vegar séð mennina þrjá er þeir
fóru út úr bílnum, sem hafði verið
fjögurra manna Morris Crowley,
grár að lit. Kvað hún tvo þeirra hafa
verið í rykfrökkum og með hatt en
sagði þriðja manninn hafa verið í
bláum fötum og með hatt.
Bíllinn finnst
Aðeins liðu nokkrar klukkustundir
þar til bíllinn fannst. Var þá komið
í ljós að þremur bílum af þessari gerð
hefði verið stolið í Dublin um nótt-
ina. Einn þeirra hafði verið í eigu
kafteins nokkurs og reyndist hann
vera sá sem notaður hafði verið en
hann var með fölsku númeri er hann
fannst í útborginni Milltown um þrjá
kílómetra frá þeim stað þar sem ráð-
ist hafði verið á varaforsetann.
Ný lagasetning
Ríkisstjómin beitti sér nú fyrir
nýrri löggjöf um öryggismál, og
fékkst hún samþykkt á þingi. Jafn-
framt var hafin áköf leit að morðingj-
um Ofliggins. Allt kom þó fyrir ekki.
Þeir sem lýst höfðu þeirri trú sinni
að málið yrði senn upplýst reyndust
ekki sannspáir og allt fram til ársins
1932 stóð rannsókn þess yfir en það
ár tapaði Cosgrave í kosningum og
de Valera tók við.
Brást lífvörður?
Kevin Ofliggins hafði lengi gert sér
grein fyrir því að reynt kynni að
verða að ráða hann af dögum því að
hann fékkst við ýmis af erfiðustu
málum ríkisstjórnarinnar. Þess
vegna hafði hann haft sérstakan líf-
vörð, leynilögreglumann að nafni
Brian OGrady, en þennan sunnudag
hafði Ofliggins þó verið einn síns
liðs er hann gekk til kirkju. Ýmsum
þótti þetta grunsamlegt og fannst
það vart geta verið einleikið að
OGrady skyldi ekki hafa verið með
varaforsetanum á þeirri stundu er
þrír menn biðu þess að ráða hann
af dögum. OGrady neitaði hins vegar
að hafa nokkuð um málið vitað og
fram hafa komið tvær skýringar á
fjarveru hans. Önnur er sú að
Ofiiggins hafi sent hann heim eftir
bænabók sem hann hafði gleymt en
hin er sú að varaforsetinn hafi sent
OGrady til að reka fyrir sig erindi
hálftíma áður en hann hafi haldið
að heiman þennan morgun.
Kenning Liams O Flaherty
Ýmsar kenningar hafa komið fram
á liðnum áratugum, og ári eftir morð-
ið gaf rithöfundurinn Liam Of’la-
herty út bókina The Assassin
(Tilræðismaðurinn). Bókin er
spennusaga með stjórnmálaívafi og
er augljóst að hún er byggð á at-
burðunum árið áður. Bókin kom
aftur út á sjötta áratugnum og þá
var Oflaherty spurður að því hvort
hann vissi hver morðingi varaforset-
ans væri. „Já, það veit ég,“ sagði
hann. „Einn mannanna, sem skaut
hann, var um tíma lífvörður minn.“
Of’laherty var um tíma mjög vinstri-
sinnaður og barðist þá fyrir
kommúnískri byltingu; það var árið
1922, og að lokinni borgarastyrjöld-
inni flúði hann til London. Um tíma
óttaðist hann um líf sitt en sneri sér
svo að ritstörfum og varð síðan
heimsþekktur fyrir skrif sín í The
Informer.
Var upplausn markmiðið?
í bókinni segir OFlaherty frá þrem-
ur mönnum, sem hafa sett sér það
markmið að koma á upplausn í Frí-
ríkinu. Einn þeirra er maður sem
hefur verið rekinn úr IRA fyrir að
vilja koma á miklu vandræðaástandi
í Bretlandi með því að myrða stjóm-
málamenn og verkalýðsleiðtoga, en
það hafði hann viljað láta gera í alls-
herjarverkfallinu 1926. Hugmynd
hans er sú að þessari aðferð mætti
beita með miklum árangri á írlandi.
Telur hann best að ráða fyrst af dög-
um valdamesta mann Fríríkisins en
drepa síðan frammámann í röðum
lýðveldissinna. Þannig yrði talið að
á móti morði hefði komið hefnd. „Þá
er fjandinn laus,“ er hann látinn
segja. Ýmsir telja að Of’laherty hafi
í rauninni skýrt málið með þessari
bók sinni og þótt aðrar skýringar
hafi komið fram er þessi ef til vill sú
sennilegasta.
Kenning Tims Pats Coogan
William T. Cosgrave forseti og
samráðherrar Ofliggins eru aldrei
sagðir hafa viðurkennt að yfirlýsing
IRA um að samtökin bæru ekki
William T. Cosgrave, forseti
Fríríkisins, kemur af fundi í
bústað breska forsætisráð-
herrans, Downingstræti 10.
f«r. WPHUT. JTI Y (I tmtt.
XI II, h II V IX O'HIfKi LXS
Ml UUVAIVÁ).
SJIOT IIV TffRKK ASSASSJXS ON WAY TOj
M ASS AT IÍOoTKHSTOM X.
**i m\u; i \ i; tijkmt
wjtl maoj; w jiu.i: i,yjx<. mouiau.y
w<m xoi.o <íx i ui iu>Ai>sim-;.
I KBVÍH OHKKAHS, íW O tW
[\> j f • Xí tr.u* M.r-. vfMr-? ím Jwts-s. # *«4 Mm>*t**' f«r AMmr*>
tw ítm y #■*?*. h*4 tw ttnAm* *x*é Ur
h-** m ki* hmtxm .*# H* w*#
*■yx.ytij*'* hf* ■**#? pa M*m *t dmé *-í
«. 4 S í*#t *mt**m$,
m COBC8A VJtS MESSA C£~
JC*r**** ttfa&á ífaf* *m. fat* U? M***.
Xfam. VtW mœxmé <xt tfa*.
fah* W«n» évmm faf tW aé
\m tfaj* faýytf:•# M <%#t fiw* mté »*$*#**»! mwéiaá «41
W #tm**ít*L*í h.** **<>trwfa pmwffa wifa í
f*a imfat,#*. | .....|
O'H'4$fn*. m h** &#*mi\*** fa** í.! X JTfc-lLV í jx Vit ITIÍ f,X í/* tV .O “S. í
tW p»tfa hl*.*.*"4 faf Ciðiáfíifa C vtöfm artíö fámMÍfa. Am&fam \ —
í'fav fa#* ■'■■ *W **«.«* *■.. fft fa faiiH.'faíMM
Th* Uwfa ptsypU m»f <**i tfaM tW ********* * 'fanMtt. wkU mot | ■*»> ** «**.*••,:•««» -/ í-»» «*.«*.•«* 'hUHÍ&T'faM..
#< ■'. ■<’*'"& m ■ ■■ ■ f f f }■■ ■■* ys/ci& t ry *<■■* w4í W. *** ** • f "y'’; "'U**"' " *
f r'fa* f'ófav <?**,mpfa ■.•.f tW íwf V-.*r P<#*ié*mi, ♦W faf trw.wTm?».**C*U .# ví*#i ov <*■***tmttxfa.
&#*****,, mu* ht* fÁmt. W mfaknkmt* m.$fa fa ft&ttfam «4 \ ********
tfa* fw faií*?•# *('/.& cú ifa* fomivím f * *.
tm, Utft tMtft. iuví*
*m t , M WO
AM
'Wf-KiAl ACCOVNT OF TH£ MUKDEK
K yfw'Am fa/ * M«I'fam.ttaM w«* *fafa#v, m tfa* C,*t% <
* mfafai.. 1 Vr/r -m» wimmmtt&to ** W wWr* ifam m/Mm ••
'**'**■ '*'#■%&. fa* t'faM ■'■: • fS4 $famifa: M*i"f mwnw* tfa**
*/,yim '■ *,/ w* % é*w*'A i *',/m ^ fatim kew:k H/,mé fat *t*Uwn H wm ■ ■■
wfapwé Uf ifacm w*n. ífa* < *x w** p*t k*4 W Hfa:w*w*lx*wn Arw#***.,, *&*&*■■*. ''
’?*, w&fa CVv** Arfattm,
f w* m*?f w*?m m ftW Twn pf m#*> wciwél'
> i}m <d ?fa*m wf&éMtd fax ifa* 'ífax-m wfam* W **w Mx.X*
Hfgpw* wrnnm <fa*wn Crm* Á*»n<a* U* wm Mm* *.t hmAmffamwK r
famm fat wfamfc M.M *,m, 1'W ifarm mm <m Mr. **•
* iwm/4 ífa* wmwt* mto farmme.. '■-*
Ht'. mwm tfa* rtmá mA ifa* ímmét i'
(#, /■/<&*.*■&#. \fa* f*i*# <fi w’Wiwr $mmi* i*
IW íWr-r m*n ifa.tn Mt fafm, W. ■*** <í**d, wtd mmfa
*** ***■ ÍI M>#**»♦ *»**#<£ m* <‘Á fai* hmtuiU Wyfatíf ** W l»f <m tfa*....
■twmi Tfa* ifazm m*n, '% mmmfa'éiáfat rmn bmk 'm faim *má *mfaÍ
mé ww tfat’Á *t, M< CW* fadfati ptmAnMá ém. M tkmm*fa f *
* " , wAÁfaw bmm jmíwná ifa*. W4* W* t.W famwt ífa* tfawé \ ■
" mmm at rmms
nttmtm ttt .*
Forsíða The Irish Times 11. júlí 1927.