Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 2
i DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir íslenska flugumferðarþjónustan: Aga-, þjálfunar- og stjómunarvandamál Niöurstaða bandan'sks sérfrœöings um ísiensku flugumf ertarb jónustuna: Helstu niðurstöður úttektar Davids L. Anderson, séríræðings bandarísku flugmálastjómarinnar, á íslensku flugumferðarþjónustunni vom birtar í DV fyrir ári. Fyrirsögn aðalfréttar DV laugardaginn 11. maí 1985 var: Skortur á aga er vandamálið. David L. Anderson dvaldi á íslandi í vikutíma. Var hann fyrst fræddur um fluguniferðarþjónustuna af yfir- mönnum flugmálastjómar en fékk siðan að kynna sér þjónustuna af eig- in raun. Áður en hann hélt af landi brott kynnti hann Pétri Einarssyni flug- málastjóra helstu niðurstöður sínar. Sökum alvarlegra veikinda tókst hon- um ekki að ljúka endanlegri skýrslu. Tveir starfsmenn flugmálastjómar Bandaríkjanna gerðu skýrsluna og byggðu hana á minnisblöðum Ander- sons og endursögn, að því er fram kemur formála íslenskrar þýðingar á skýrslunni. Auk skorts á viðhlítandi aga nefriir skýrslan stjómunar- og þjálfunar- vandamál. Fjölgun kerfismistaka undanfarin ár megi rekja til aga- og þjálfunarvandamála. Hluta af vand- fyrír ,rssáwíiáí«sti íio*- i «■ • skwtur viítwtbrt osr MrfrxHsgt þsstíisíMs Qin- «<JittofJ<íf»srM)!jar( I, ArócíSco, Á'JryáS, kys í »MvjtrínírJ*ría>l. Aidtntai tfSlH írfcjRjr «.«- síofwöyrþíWassrwr i Jgxmífr : «Sa;<i?«>U3J. fHtmníka (llsgimif Nj.'íS fr*tu »Sst»e fee&s# ............... ................... Cwrt ear ttó fyrtr »« D#v‘4 Ar4*«o» »k£U>4t sijnriu slcnl > jwáStr. tójjö jýjJíanufiKÓt Ffo«- u41»<JVKír «■ ítfnítu (htfrto cir> y<gt« »u>iuf»lí AftScrwœ. Aður «v AaiJuffOft Nrí a< istott Syr.r jí»X<*3*í» fewm ; ' • ' ■" vlríú: fljgwf-ie-rti>r{>j!wf>i<Un á Wfífi SKiífcfíNW ií»ö>f« ■ ■ .■--....■■. >jJaiajíuff!«r »«rt ADetóíagta t( sktetot l *f5» 4 •J>xkuu6 «« AnðwA-r. «.ydr fyfir At4««f> W »6 *t}ift>f>r»U' þítfúríW >f« $fórt*j(í> txrtfcjr <« í;Gí$í >r& wr«fó«í í þetfS }•«« 8c«aa>}ert«rJ(f4?»ií>itifwc, Kvxtti '■ jftírrðenrtfónú' JT>« rA&»T 3í •»liít þctrr* ríyk*r, ai&r f V-imfíttkfóííþirt Mur t*rtþ fstxt iífí: ‘ Kttiarwíw f ji ■ " OVi&!}>6>WSlfiW»'< Aðalfrétt DV fyrir ári þegar fyrst var sagt frá úttekt Andersons. anum megi rekja til tilviljanakennds eðlis borgaraflugs og herflugs. Ekki sé. til að dreifa stöðluðum starfsreglum handa varðstjórum til að framfylgja né aðferðum hrint í fram- kvæmd af þeim. Flugumferðarstjórar búi sér þess vegna til sínar eigin regl- ur og telji hver um sig að sín aðferð sé hin rétta við að stjóma flugumferð, að því er segir í skýrslunni. -KMU Flugmálastjóri telur vandann fólginn í félagi fíugumferðarstjóra; Ráðast gegn öllum betrumbótum Tillögur um skipulagsbreytingar, sem em í skýrslu, byggðri á úttekt Davids L. Anderson, þjálfunar- og hæfnisstjóra bandarísku flugmála- stjómarinnar, em, að sögn Péturs Einarssonar flugmálastjóra, nánast nákvæmlega þær sömu og þær skipu- lagsbreytingar sem íslenska flugmála- stjórnin framkvæmdi um síðustu áramót. „Vandamálin em enn fyrir hendi í dag. En það er til kerfi til að mæta þeim, til að minnka þau og í rauninni útiloka þau með tímanum," sagði Pét> ur Einarsson. „Það em sífelldar betrumbætur. En til þess þarf auðvitað vilja hjá stéttar- félagi flugumferðarstjóra. Það hefur hins vegar kosið þá stöðu að vera mjög hart og óbilgjamt stéttarfélag, sagt bara nei við hverju sem er, og í því hafa erfiðleikamir verið fólgnir. Skipulagsbreytingamar um síðustu áramót vom einmitt til að koma í veg fyrir óvissu í stjómun, til þess að negla niður stjómunina, nákvæmnisvinnu- brögð og öguð vinnubrögð. En félag flugumferðarstjóra, þá eins og áður, réðst af miklu afli gegn öllum betrum- bótum á flugumferðarþjónustunni. Þetta er búið að vera 30 ára styrj- öld. Fiugumferðaratvikin hafa alltaf verið að gerast. Þetta atvik nú er ekki afleiðing af skipulagsbreytingum. Þessar skipu- lagsbreytingar em að ganga í gegn núna. Vinnubrögð í flugumferðar- þjónustunni hafa stórbatnað. Það er allt annað andrúmsloft og vinnumór- all. Menn mæta fyrr og vinna nokkum veginn út sinn tíma og framfylgja nokkurn veginn því sem fyrir þá er lagt. Og það er nokkuð annað en var fyrir áramót. Við erum að tengjast Stokksnesrad- amum, væntanlega eftir ár. Ennfrem- ur emm við með í áætlun sjálfvirkt tölvukerfi sem aðvarar um missi að- skilnaðar. Við höfum lagt inn beiðni til Alþjóðaflugmálastofiiunarinnar um að fá að koma því upp á næstu fjórum árum. Við bíðum eftir samþykki henn- ar fyrir þeirri fjárfestingu," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri. -KMU Breyttur opnunartími í Reykjavík Sú breyting verður á afgreiðslutíma verslana í Reykjavík að frá og með deginum í dag og fram til 1. september verður lokað á laugardögum. Þessar breytingar á opnunartíma em í sam- ræmi við reglugerð frá 1983 þar sem kveðið er á um takmarkanir á af- greiðslutíma. Kaupmannasamtök íslands og Verslunarfélag Reykjavíkur hafa þó gert með sér samkomulag þess efhis að á fimmtudögum og föstudögum verður heimilt að hafa opið fram yfir venjulegan opnunartíma, eða til kl. 20.00 á fimmtudögum og til kl. 21.00 á föstudögum. Margar hverfaverslanir og smærri verslanir munu þó áfram verða opnar á laugardögum. -S.Konn. DV-fnynd PK Undrið mikla? Það skeði i fyrrakvöld í Rozxý. Vunderfoolz komu fram og framreiddu fyrír gesti sannkallaða undratónlist sem á næstunni verður kynnt víðar.Hljómsveitin er skipuð Magnúsi Jónssyni, hljómborð, Mick Pollock, söngur og gítar, Úlfar Úlfarsson, tromm- ur, Eyjólfur Jóhannsson, gítar, Hlynur Höskuldsson, bassi og Hanna Stína Hjálmtýsdóttir, söngur. Mick Pollock heldur senn til Bandaríkjanna með upptökur. Þegar er ákveðið að eitt laga sveitarinnar komi þar út á safnplötu. Hvort áheyrendur urðu vitni að undrinu mikla í Roxzý skal ekki fullyrt en þeir áheyrendur sem sátu risu úr sætum af fögnuði. Hinir stóðu sem fastast. Ekki gagnrýni heldur skrtkast - segir Ólafur Laufdal „Eyjólfur Melsted ætti að skammast sín fyrir lygar um Broadway og sví- virðingar um reyndustu hljóðmenn landsins," sagði Olafúr Laufdal veit- ingamaður er hann var inntur álits á óvenju harðorðri gagnrýni tónlistar- gagnrýnanda DV um tónleika banda- ríska djasspíanistans Herbies Hancock á Listahátíð. „Skammastu þín, Listahátíð," var fyrirsögn gagmýni Eyjólfs Melsted. Eyjólfur lýkur lofsorði á leik Herbies Hancock en finnur aðstæðum flest til foráttu. Lýkur hann gagnrýni sinni á svofelldan hátt: „Þama seldi Listahá- tíð sig Ólafi Laufdal. En allir vita hvað þær stúlkur, sem selja sig, eru kallaðar... Skammastu þín, Listahátíð, fyrir að koma svona fram við unnend- ur góðs jassleiks." Ólafur Laufdal veitingamaður segir að þessi gagmýni sé vart svaraverð en bendir á að Listahátíð hafi fengið afiiot af Broadway fyrir þrenna tón- leika að kostnaðarlausu. „Herbie Hancock lagði ríka áherslu á að engar veitingar yrðu bomar fram á meðan harrn léki og því fannst okkur sjálf- sagt að tilkynna gestum það. Hancock kom ekki í húsið fyrr en kortér í 10 þannig að það er fáránlegt að kenna Broadway um að tónleikam- ir hafi hafist seint. Hvað varðar gagnrýni Eyjólfs á hljómburðinn vil ég taka fram að hljóðmennimir vom einhverjir reyndustu fagmenn á ís- landi, þeirra á meðal Sigurður Bjóla. Það lýsir gagnrýnandanum að hann skuli kalla þá „aulabárða" og „fávit- andi um helstu reglur hljóðmögnun- ar“. Gagnrýni Eyjólfs á hávaða í húsinu, úr uppþvottavél og fleim, vísa ég alfarið á bug. Hún hreinlega stenst ekki. Hver einasti gestur fékk gott sæti, þeir sem ekki fengu borð fengu bólstraða færanlega stóla. Gagnrýn- andinn minnist varla á tónleikana, svo mikið er honum niðri fyrir að níða niður Broadway. Ég held að hann ætti að snúa sér að einhveiju öðm. Þetta er ekki gagnrýni heldur skítkast sem enginn getur tekið mark á,“ sagði Ólafúr Laufdal. -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.