Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 7
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
7
RÚSSAR
að drekka
sig 1 hel
Rússar hafa alltaf drukkið - drukk-
ið mikið og illa. Trúlega er sú
staðhæfing sönn. En alkóhólismi í
Sovétríkjunum hefur hreiðst svo út
síðustu áratugi að jafna má við far-
sótt - reyndar farsótt sem engin
dæmi eru um áður eða annars staðar.
Gerð hefur verið af opinberri hálfu
skýrsla um drykkjuskap Sovétborg-
ara. Yfirvöld þekkja vel til innihalds
þeirrar skýrslu en hún hefur ekki
fengist birt opinberlega. Embættis-
manni einum, manni á miðjum aldri
og lækni að mennt, einum þeirra sem
unnu þessa skýrslu, varð svo mikið
um þær staðreyndir sem við blöstu
þegar niðurstöður lágu fyrir, að hann
steinhætti að drekka, bragðar hvorki
vodka, vín né bjór. Skýrslan hermir
einfaldlega að Sovétmenn séu í þann
veginn að drekka sig í hel.
Gorbatsjov berst gegn drykkj-
unni
Gorbatsjov sagði nýlega í opinberri
ræðu að framleiðsla á vodka og
sterkari vínum hefði „í raun minnk-
að um helming".
Áætlað er að fjöldi alkóhólista í
Sovétríkjunum sé um 20 milljón
manns. Og alkóhólisti telst þá ein-
vörðungu sá sem að jafnaði neytir
áfengis. íbúar Sovétríkjanna eru 280
milljónir talsins, þannig að drykkju-
mennirnir eru nærri 7% íbúanna.
í meðaltalssamfélagi í Sovétríkjun-
um drekka íbúarnir 11 lítra af
vinanda á ári. Það er heimsmet. En
það heimsmet slá menn þó rækilega
i sumum þorpum og bæjum víða um
hið víðlenda ríki. í bæ einum þar sem
búa 3000 manns eru 30 verslanir.
Vodka er selt í þeim öllum. Það er
jafnvel selt í vefnaðarvöruverslun-
inni. Hvert mannsbarn í bænum
drekkur úr 375 flöskum á ári. Það
merkir 70 lítra af vínanda á ári - ef
við gefum okkur að þessar flöskur
séu hálfflöskur. En það eru þær ekki
nærri allar.
Ekki að undra að Gorbatsjov og
fleiri ábyrgir hafí áhyggjur.
500% aukning
Vitað er að áfengisneysla jókst gíf-
urlega í Sovétríkjunum á árunum
milli 1960 og 1980. „Þessi ár jókst
áfengisneysla um meira en 500%,“
segir Fjodor Uglov - læknir, prófess-
or og félagi í vísindaakademíunni -
í viðtali við tímaritið „Litteraturnaja
Utjoba" fyrr á þessu ári. Uglov stud-
dist áreiðanlega við upplýsingar úr
ofannefndri skýrslu, enda mun hann
vera einn höfunda hennar. Það sem
áður var þjóðfélagslegt vandamál í
Sovétríkjunum breyttist á sjöunda
og áttunda áratugnum í félagslegt
stórslys.
Uglov nefnir í viðtalinu atriði sem
hljóta að fá hvern mann til að hugsa
sig um tvisvar: Árið 1983 þjáðust 3,
5% allra nýfæddra barna af „fávita-
hætti (debiliteti) á alvarlegu stigi.“
Árið 1960 létust 7% allra ungbarna
sem fæddust í Sovétríkjunum. Nú
hefur sú tala hækkað í 10%. Hvergi
L* imw
alla vikuna
í þróuðum löndum, sem svo eru
nefnd, er ungbarnadauði eins mikill.
Og hvergi í iðnríkjum er meðalaldur
karla eins lágur. Uglov reiknaði fast-
lega með því að þetta ástand myndi
hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir
þjóðir Sovétríkjanna, andleg áhrif
sem líkamleg.
Konur auka drykkjuna
Meðalaldur alkóhólista í Sovét
hefur lækkað um 5-7 ár síðustu 10
árin. Konur drekka æ meira og börn
og unglingar drekka æ meira. 90%
alkóhólistanna hófu sinn drykkju-
feril áður en 15 ára aldri var náð.
Og heil 30% byrjuðu að drekka áður
en þeir voru orðnir 10 ára.
Það eru engar áætlanir uppi um
að „þurrka" Sovétríkin. En það hef-
ur verið dregið úr framleiðslu á
áfengi - og fólki gert erfiðara fyrir
með að kaupa vodka, vín og bjór. Og
í sumum ríkjum er uppi áróður fyrir
því að fólk hætti að þamba vodka,
en neyti heldur kampavíns og ann-
arra léttra vina. Vínframleiðendur
eiga nefnilega hagsmuna að gæta í
Sovétríkjunum - eins og annars stað-
-GG
SUMARTILBOÐ FLUGUEIÐA
FLUG, BILL OG WALCHSEE
•Cr.17280-
Dæmi um verð og möguteika:
2 fullorðnir og 2 börn, 2—11 ára, í 2 vikur. Flug báðar leiðir
um Luxemborg, bílaleigubíll í B flokki allan tímann og íbúð á
íbúðahótelinu llgerhof, aðeins 17.280 kr. Verð á aukaviku með
öllu; 4.579 kr. per mann. Verð miðað við verðtímabilið 3—17
júlí.
. . . Og það eru fleiri möguleikar
Við bjóðum einnig sumarhús í sumarleyfisparadís Biersdorf
og í Zell Am See.
Takmarkaður sætafjöldi og brottfarardagar.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
MÖGULEIKARNIR EIGA SÉR ENGIN LANDAMÆRI.
FLUGLEIÐIR
Upplýsingasími: 25100
NYTT SMMANUMER FMIA S. JUNM
69 55 00
HF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
ÚSA/SÍA