Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 13 íslendingar leita upprunans Áhugafólk um keltneska menningu og írland, og þar með flest það sem írskt er, ætla í sumar að efna til hóp- ferðar til írlands. Ferðast verður um hin svokölluðu „keltnesku" svæði, Aran-eyjar, Galway og Donegal þar sem enn er töluð keltneska eða írska - þjóðlög sungin með „kórréttum“ írskum hætti og fólk á kreiki sem kann að stafsetja að fomum hætti. Ferð þessi er skipulögð í samráði við írska ferðamálaráðið. Þátttak- endum gefst þannig kostur á að kynnast fomirskri menningu, kirkju- og sjálfstæðismálum. Einnig verður lögð áhersla á það í ferðinni að hlusta á mikið af írskri tónlist. íslenskt áhugafólk um írska menn- ingu býður hverjum sem vill að fara í þessa för til írlands. Talsmaður fé- lagsins, Sigmar B. Hauksson, sagði DV að félagsskapurinn væri reyndar alfarið menningarlegs eðlis - en snef- ill af pólitík fylgir með. Þeir sem vilja rekja uppmna sinn í átt til Kelta fremur en Skandínava eru stundum að velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að stofna til ríkjasambands milli frlands, Færeyja og Islands. „Og,“ sagði Sigmar „í félaginu er fólk sem hefur áhuga á fornri þjóðmenningu íra, kirkjulegum málefnum og líka þeir sem hafa fyrst og fremst áhuga á að drekka írskan bjór.“ Þeir sem áhuga hafa á fyrirhugaðri Irlands- ferð em velkomnir á kynningarfund sem haldinn verður í veitingahúsinu Duus á morgun, sunnudag 8. júni, kl. 17.00. -GG Davy Byrnes, kráin fræga. Þar ætla Sigmar B. og ferðafélagar að fá sér ölglas i sumar. Rafhlöður - kvikasilfrið úr þeim er skaðvaldur I náttúmnni. Rafhlöður mikill mengunar- valdur Kvikasilfur er þungmálmur sem viðkvæm náttúra má ekki mengast af. Málmurinn er talinn það eitur sem hvað erfiðast er að berjast gegn - en hann er m.a. ákaflega algengvur í rafhlöðum sem fólk fleygir frá sér. í Sviþjóð telja umhverfisverndar- menn og yfirvöld nú að mikil hætta sé farin að stafa af kvikasilfri í raf- hlöðum sem lendir á öskuhaugum eða í sorpeyðingarstöðvum. Þess vegna hafa menn í Svíþjóð hafið alls- herjar herferð til að safna inn gömlum rafhlöðum. Ekki er enn ákveðið með hverju móti staðið verður að herferðinni - en hitt er ljóst að það verða raf- hlöðuframleiðendur og rafhlöðusal- ar sem verða látnir borga kostnaðinn við herferðina. 70% af því kvikasilfri sem ausið er út í náttúruna er úr rafhlöðum - en rafhlöðusmiðir eru ekki á því að það komi þeim við hvað verður um kvikasilfrið. f Svíþjóð áætla menn að úr rafhlöðunum berist árlega 6 tonn af kvikasilfri. Yfirvöld hafa sett sér það markmið að minnka mengun- ina þannig að hún verði ekki nema 1,5 tonn. kkylduhí« íjolsw erdabtU ing«btU vúavbíu .^sAnn Það er bókstaflega hægt að gera allt í E 10 í E 10 eru þrjár sætaraðir. Sætin má leggja mjög haglega niður og er þá hægt að flytja ógrynnin öll með E 10. Fjórhjóladrifið kemur þér nánast hvert sem er, hvemig sem viðrar. Sýnum E 10 laugardag og sunnudag kl. 14-17. Verð kr. 378.000,- Aktu ekki út 1 óvissuna - aktu á SUBARU. iH INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.