Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 14
14
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986.
Nýtt leik-
hús fyrir
,,svaninn“
Opnað hefur verið nýtt leikhús í
fæðingarbæ Williams Shakespeare,
Stratford við ána Avon. í þessu nýja
leikhúsi er ætlunin að sýna sviðsverk
frá Elísabetartímanum með sams
konar sviðsbúnaði og á þeirri tíð
tíðkaðist. Fyrir er í Stratford sér-
stakt Shakespeareleikhús þar sem
allri tækni nútímans er beitt við sýn-
ingar á verkum hins fræga meistara.
I nýja leikhúsinu er ekki ætlunin
að sýna einvörðungu verk eftir Sha-
kespeare heldur fremur ýms minna
þekkt verk þessa tímabils eftir höf-
unda sem staðið hafa í skugga hans.
Tilgangurinn með rekstri þessa leik-
húss er m.a. sá að auka skilning
nútímamanna á hugsunarhætti Sha-
kespeares og hans samtíðar. Það var
ónefridur, bandarískur auðmaður
sem gaf fé í styrktarsjóð sem mun
standa á bak við reksturinn á leik-
húsinu.
Nýja húsið hannaði arkitekt frá
Stratford, Michael Reardon. Hann
sótti fyrirmyndir m.a. til Globeleik-
hússins í London þar sem verk
Shakespeares voru fyrst færð á svið.
Og nafnið fær leikhúsið frá Ben
Jonsson, þeim sem kallaði Shakespe-
are „svaninn sæta af Avon-á“.
Sviðið mun ná langt fram í áhorf-
endarýmið - en áhorfendur sitja á
þrjá vegu að sviðinu. Innréttingin
er úr brenndri furu og rauðaviði.
Shakespeareleikhúsið í Stratford
hefur löngum mátt sæta gagnrýni
fyrir útlit og innréttingu. En hinum
nýja „svani“ hefur verið sérlega vel
tekið og hrósað fyrir smekklegar
innréttingar. Times í London sagði
að Svanurinn væri „einstætt verk-
færi til að töfra fram hina elísabet-
önsku kómedíu.“ Guardian sagði:
„Svanurinn er eitt fárra, jákvæðra
tilfella í annars hnignandi leik-
húsmenningu okkar.“
Byggt á rústum gamals leik-
húss
Svanurinn var byggður á grunni
eldra leikhúss sem byggt var til að
minnast 300 ára ártíðar Shakespear-
es. Það afmæli var 1864, en leikhúsið
var þó ekki fullbúið fyrr en 1888. Það
brann svo til grunna í miklum elds-
voða árið 1926. Sex árum seinna var
tekið í notkun nýtt leikhús þar á
árbakkanum - byggt í venjulegum
bíóhúsastíl. Það hús hefur gegnum
< árin verið heiftarlega gagnrýnt fyrir
að vera hannað af smekkleysi og
I skorti á ímyndunarafli - og því alls
| ekki við hæfi að sýna þar verk sjálfs
meistarans.
Menn létu sig lengi dreyma um að
byggja raunverulegt minningarleik-
hús um Shakespeare á rústum þess
sem brann. Þeir draumar urðu svo
að veruleika þegar auðugur Kani
kom í venjulega túristaferð til Strat-
ford. Sá góði maður fór á síðdegis-
sýningu í Shakespeareleikhúsinu frá
1932. Á leiðinni úr leikhúsinu lenti
hann í hellidembu og leitaði skjóls í
nærliggjandi Shakespearesafni. Þar
inni rak hann augun í líkan af því
leikhúsi sem menn langaði til að
byggja - og ákvað að fjármagna þá
byggingu.
„Loksins getum við gert það sem
við höfum þráð árum saman að fá
að gera,“ sagði Trevor Nunn, stjórn-
andi RSC (Royal Shakespeare
Company).
Hin óþekktu verk samtíma-
mannanna
„Við getum kannað það sem verk
Shakespeares hafa að geyma með því
z . að sýna verk samtímamanna hans -
sum hver sjaldan eða aldrei sett á
svið. Þau leikrit höfðu áhrif á hann
- og reyndar stundum sagt að hann
hefði skrifað sum þeirra að hluta,“
C sagði Nunn - og bætti við: „Ég trúi
því staðfastlega að til séu 150 leikrit
frá tíma Shakespeares sem hafi ekki
séð dagsins ljós mjög lengi.“
Svanurinn mun hefja sína starf-
semi með sýningum á The Two Noble
Kinsmen sem talið er að Shakespeare
hafi skrifað í samvinnu 'við John
Fletcher, Every Man In His Humour
eftir Ben JonSon, The Rover eftir
Aphra Behn og The Fair Maid Of
The West eftir Thomas Heywood.
-GG
Fylgist með hvenær bifreiðin kemur í byggðalagið
BRunBBároaiiGisutniK
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
• •
SLOKKVIBIFREID
ED FULLKOMNUM BUNADI
A FERD UM LANDID
Brunavarnaátak ‘86 byggist á samstarfi Brunabótafélagsins, Store-
brand í Noregi, Landssambands slökkviliðsmanna og Brunamálastofn-
unar ríkisins.
Þetta átak felst m.a. í því að slökkvibifreið með fullkomnum búnaði
verður ekið til flestra slökkviliða í landinu á tímabilinu 4. júní til 17.
júlí. Efint verður til æfinga, sýninga og ffæðslufunda víða um land. ,
STADREYNDIR SÝNA AD BRUNAVARNIR BORGA SIG
Gildir það jafnt um einstaklinga sem samfélagið. Þess vegna hvetjum
við hvern og einn til að vera á verði gagnvart eldsupptökum.