Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 18
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 18 Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Súper- stjömur ísumar- búðum „Lítil tippi lengjast mest. Lítil tippi endast best“ syng- ur Eggert Þorleifsson og skekur sig fram í tóman sal. Þetta er ekki titillag kvik- myndar um Pan-hópinn né heldur kynning á leðjuslag. Eggert er einfaldlega að uppörva limstuttan karl- mann sem meira að segja verður að þola háðsglósur frá móður sinni. Þessi söngur er liður í Far- aldri sem senn gengur yfir landið. Hér er ekki verið að kynda undir kynóra eða kynna hjálpartæki ástarlífs- ins. Öðru nær. Eggert er ásamt öðrum að æfa leik og söng í sal félagsheimilsins að Borg í Grímsnesi. Þetta eru súpersfjörnur í sumar- búðum. Sumarbúðir eða vinnubúðir? Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunnarsson, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifs, Helga Möll- er, Pétur Hjaltested og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta sljörnur á Islandi. Þau eru kjarninn í Faraldri. „Við komum hingað til að geta æft í friði og ró,“ út- skýrir Pálmi. „Samheldnin eykst og mórallinn í hópnum verður mun betri. Við erum eiginlega að stilla okkur saman.“ Sumarbúðir eru ef til vill rangnefni. Vinnubúðir væri nærri lagi enda æft nánast linnulaust allan daginn. Fyrir hvað? „Við ætlum okkur að fara um landið í sumar og spila fyrir landsmenn,“ segir Ei- ríkur Hauksson. „Þessar æfingar hér miðast að því að við verðum í sem bestu formi þegar slagurinn byij- ar. Við höfum notað vikuna vel og það verður forvitni- legt að sjá hver viðbrögðin verða á ballinu í kvöld.“ Mikið rétt. Fyrsti dansleik- urinn verður í kvöld og ekki verður einungis um ball að ræða. Með menn eins og Eggert Þorleifsson er ómögulegt annað en að slá á létta strengi. Ekki er held- ur nóg með að hann and- skotist á sviðum félgasheim- ila. Hann fer einnig með stórt hlutverk á væntanlegri plötu Faraldurshópsins. „Platan kemur út um miðj- an mánuðinn,“ heldur Eiríkur áfram. „Þetta er fjögura laga plata með tveim lögum eftir Magnús Eiríks. og einu eftir Eggert. Lagið hans er nefnilega í tveimur útgáfum. Annars vegar er um að ræða hreint einstakan frumflutning hans á laginu um þann stutta. Hins vegar er það sama lag svo flutt í endanlegri útgáfu með hlj ómsveitinni." Sumarhús Silia Á milli æfinga hafa svo menn slappað af í gömlum sumarbústað Silla mínus Valda í Grímsnesinu. Frá- bær staður og þar hefur mannskapurinn safnað næg- um kröftum til að takast á við verkefnin sem framund- an eru. Menn eru ólmir í að leggja upp. „Það er alltaf jafngamanr að þessu,“ segir Pálmi og brosir. „Við erum með nýtt og gamalt efni og reynum eftir fremsta megni að gera þetta eftirminnilegt. Það á vonandi eftir að takast.“ -ÞJV Meö lifiö i lúkunum. Jens Hansson kannar handstyrk Eggerts Þorleifssonar. Þrír Faraldrar í léttri sveiflu. ' , DV-myndir G.Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.