Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 19 Rokkspildan Hálft í hvoru - á leið i langferð. Hálft í hvoru leggur upp í langferð á mánudaginn. Tilgangurinn er að kynna Götumynd sveitarinnar jafn- framt því að lýsa í tónum þeirri tónlist sem á götunni er að fmna. Ferð þessi er einnig farin í tilefni af fimm ára afmæli sveitarinnar. Tónleikarnir í ferðinni verða alls 13 og verður farið vítt og breitt um landið. Landsbyggðarfólki til glöggvunar skal nú birtur listi yfir tónleikastaði ásamt dagsetningum. 9. júní Hótel Stykkishólmur 10. júní Dalabúð 11. júní Félagsheimilið Hvamm- stanga 12. júní Fellsborg, Skagaströnd 13. júní HótelBlöndós 14. júní Hótel Mælifell, Sauðárkróki 15. júni Félagsheimilið Húsavík lG.júní Mikligarður, Vopnafirði 17. júní Herðubreið, Seyðisfirði 18. júní Valaskjálf, Egilsstöðum 19. júní Félagslundur Reyðarfirði 20. júní FélagsheimiliðStöðvarfirði 21. júní Hótel Höfn, Hornafirði Eins og sést er hér um mikla yfir- ferð að ræða. En mikið skal til mikils vinna og allt lagt í sölurnar til að Götumyndin komi sem best út. Von- andi að alræmdir vegir Vegagerðar- innar verði sveitinni enginn þrándur götu. Safaríkt og meyrt • • • A ð gritta úti á góðri stund er orðinn ómissandi hluti af íslenskri sumarsælu. Kjöt afíslensku fjallalambi er jafn ómissandi hluti afgritt- máltíð enda hœfir það bæði umhverfinu og matseldinni - meyrt, safaríkt og svo þetta sérstaka bragð sem aðeins íslensktfjattalamb hefur eftir að hafa nærst á ómenguðum vittigróðri liðlangt sumarið. Það er lítið mál að matreiða vel heppnaða grillmáltíð þegar kjötið af íslenska fjallalambinu er annars vegar. Raunar er það bráðskemmtilegt! Best er að þíða kjötið í ísskápnum 3-4 dögum fyrir notkun til að tryggja að það bráðni í munni veislugesta. Griilmeistarinn þarf líka að stilla sig um að stinga í kjötið á grillinu, þó vissulega sé það freistandi, því þá er hætt við að safinn renni úr því. Það er líka óhætt fyrir kappann að spara sterka kryddið. Hér er það háfjallabragðið sem gildir. Margir nota bara salt og pipar en hvítlaukur, blóðberg (timian), rosmarin, milt sinnep, mynta eða steinselja henta einnig vel í mörgum tilvikum. Meistarinn sér svo um að smjörpensla kjötið, (það er svo gott) og þegar hann veifar kokkahúfunni er eins gott að vera snöggur með diskinn. íslenska lambakjötið er nefiúlega fljótt að hverfa jafnvel af stærstu grilhim. Þá er bara að grilia meira! K jöt affjattalambi er auðvelt að geymafrosið (ódýr- ast keypt í heilum og hálfum skrokkum) og hægt að nýta nánast attan skrokkinn í gritt- mat-læri, lundir, hrygg, hvers konar sneiðar nú eða skrokkinn í heilu lagi, t.d. þegar um hópa eraðræða. | Meðlæti með grittuðu kjöti af i íslensku fjattalambi ætti að vera einfalt og látlaust. Glóðaðar kartöflureru vinsælar, einnig kartöflusalat, glóðaðir tómatar, ananas, epli, bananar, grœn- meti og kryddsmjör. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.