Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 21
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 21 Grínisti sem nærist á Reagan Grínistinn Mark Russell í Wash- ington D.C. heldur því fram að 535 húmoristar skrifi fyrir sig brandar- ana sem hafa gert hann að ókrýndum konungi hinnar pólitísku hæðni. Þessir skrifarar eða hugmyndagjaf- ar, segir Russell, eru hinir 435 meðlimir fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings og þeir 100 sem sitja í Öldungadeildinni. Og svo eru það auðvitað forsetarn- ir sem hafa komið og farið í þau 25 ár sem liðið hafa frá því John F. Kennedy flutti í Hvíta húsið þar til röðin kom að Ronald Reagan. „Enginn forsetanna hefur valdið mér vonbrigðum," segir Mark Russ- ell, sem er 53 ára og hóf sinn grínista- feril á sjötta áratugnum. Hann ryður úr sér fyndnum setningum og smá- sögum, leikur undir á píanó og hefur stundað þessa iðju alla tíð. Ferill hans hófst á litlum píanóbar í næsta nágrenni við Bandaríkjaþing og hélt svo áfram í tuttugu ár á Shoreham- hótelinu. Nú er Russell bókaður út um öll Bandaríkin og er með hálf- tíma þátt í sjónvarpi reglulega. Ku klux klan hefur ekki húmor Russell segir að áður fyrr hafi menn tekið því verr en nú þegar grín- ast var með þá og þeirra hugmyndir. „Ég man eftir því að ég var ein- hverju sinni að segja brandara á kostnað Klu klux klan í Bandaríkj- unum. Einhver úr því félagi var þá staddur á bamum og réðst á mig, reyndi að kyrkja mig. Það hefur eng- inn stjórnmálamaður reynt ennþá, enda vilja þeir flestir láta fólk standa í þeirri trú að þeir hafi kímnigáfu." Russell segist hafa orðið ákaflega hryggur þegar Nixcm sagði af sér. „Þá varð ég aftur að fara að skrifa mína brandara," sagði hann grafal- varlegur. Russell segir að Reagan og öll hans fjölskylda sjái sér fyrir efni í brand- ara. „Það hefur verið skemmtilegt hér í Washington Reagan-tímann,“ segir Russell. „Reagan er frábært aðhlátursefni. Ég kalla hann alltaf Ronnie Rambo.“ Russell segist sjálf- ur vera óháður í pólitík. „Ég er ruglaður og ósjálfstæður og er til sölu.“ -Reuter. KINfATTSPYRIMUSKÓLI VÍKIIMGS Fyrsta námskeiðið hefst 9. júní. Hvert námskeið mun standa í tvær vikur, tvær klukkustundir á dag. Markmið skólans er að kenna undirstöðuatriði í knattspymu og fá þátttakendur til að kynnast hver öðrum. Margt annað en knattspyma verður þó til skemmtunar. M.a. keppni milli skóla í knattþrautum og kappleikir. Boðið er upp á skemmtiferð í tívolíið með verulegum afslætti. Þá mimu þekktir knatt- spymumexm koma í heimsókn á hverju námskeiði. Haldið verður lokahóf eftir hvert námskeið þar sem veitingar verða á boðstólum og þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjöl. Þeir duglegustu verða einnig verðlaimaðir sérstaklega. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þeir Einar Ein- arsson og Ólafur Ólafsson íþróttakennarar. Skráning í símum 32385 (Einar) og 33894 (Ólafur) á kvöldin. VfrbmMks'M Innritun föstudag 6. júní kl. 14-17 í Víkingsheimilinu. Námskeiðsgjald er kr. 1.000,- Allir eru velkomnir jafnt stúlkur sem drengir á aldrin- um 5-14 ára. SUMARHÚS Af sérstökum ástæðum er þetta óvenjuglæsilega orlofshús til sölu. Húsið getur verið tilbúið til flutnings á næstu vikum við verksmiðjudyr. Svefnloft er yfir hálfu húsinu. Húsið er 382 að grunnfleti og er allt klætt að innan með grenipanel. Húsið er til sýiiis við verksmiðjudyr. Athugið að enn er mögulegt að skoða 50 m2 sýningarhús okkar á planinu hjá KÁ á Selfossi. SAMTflKÍR HUSEININGAR LJ Gagnheiði 1, 800 Selfossi, sími 99-2333. VEGAGERÐiN ^ -------w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í klæðingar á Suðurlandi. (Magn 136.000 ferm.) Verki skal lokið 15. september 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir ki. 14.00 þann 16. júní 1986. UTBOÐ Vegamálastjóri. FRÆÐSLUSTJÓRI NORÐURLANDSUMDÆMIS VESTRA, KVENNASKÓLANUM - 540 - BLÖNDUÓSI SlMI 95-4369. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar á fræðsluskrif- stofu. Skrifstofustjóri. Starfssvið: sjá um daglegan rekstur og fjárreiður, launa- og rekstrarmál skóla, uppgjörs- og bókhaldsmál, vinna að uppbyggingu kennslu- gagnamiðstöðvar fræðsluumdæmisins. Reynsla af stjórnunarstörfum við skóla eða sambærileg störf nauðsynleg. Sérkennslufulltrúi. Starfssvið: Annast stuðnings- og sérkennslumálefni í umdæminu, umsjón, ráðgjöf og eftirlit í samvinnu við sálfræðinga og aðra sérfræðinga sem starfa að kennslumálum. Ritari/bókhaldari: Um er að ræða hlutastarf eða heilt starf sem tekur til ritvinnnslu, bókhalds, símavörslu og skjalavörslu. Góð vélritunarkunnátta og reynsla af almennum skrifstofustörfum nauðsynleg. Sérkennara/talkennara: í bígerð er stofnun sérdeildar á Blönduósi fyrir börn með sértæka námsörðugleika og vantar þar sérkennara til starfa. Einnig vantar sér- kennara, bæði við einstaka skóla og sem ráðgefandi aðila við skóla í umdæminu. Upplýsingar um ofangreind störf, aðstöðu og hús- næðismál, veitir fræðslustjóri í síma 95-4369, 95-4209 og eftir skrifstofutíma 95-4249. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra, Guðmundur Ingi Leifsson. Seljum í dag Saab 900 GL árg. 1982, 4ra dyra, Saab 99 GLS árg. 1978, 5 dyra, rauður, ekinn 63 þús. km, bein- rauður, beinskiptur, 4ra gira, ekinn skiptur, 4ra gira. Verðkr. 315þús. 157 þús. km. Verð kr. 150 þús. Saab 900 GLI árg. 1982, 4ra dyra, hvitur, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 43 þús. km, mjög fallegur bill. Verð kr. 360 þús. grár, beinskiptur, 4ra gira með yfirgir, ekinn 100 þús. km, mjög góður og fallegur, á mjög góðu verði og kjörum, skipti á ódýrari bil möguleg. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. TÖGGUR HF. UMBOO FYRIR SAAB OC SEAT Bíldshöfða 16, símar681530-83104.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.