Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 25
I DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Skákskóli Botvinniks og Kasparovs: Ábyigðartilfinning gagnvart hveni skák Eftir sjö ára hlé hafa verið teknar upp að nýju kennslustundir í hinum fræga skákskóla Botvinniks. Ásamt hinum 75 ára skáksnillingi tók Garrí Kasparov, 13. heimsmeistarinn í skák og fyrrverandi nemandi hans, þátt í því að koma skólanum á fót að nýju. Árið .1938 fæddist sú hugmynd hjá Botvinnik að koma á skóla fyrir unga skákáhugamenn, þegar hann tók eftir Mark Taimanov, flinkum skákmanni, á fyrirlestrum og kennslustundum í Úngherjahöllinni í Leníngrad. Botvinnik segir að aðal- hugmyndin hafi verið fólgin í þvi að láta ungum og efinilegum skákmönn- um í té einkakennslu, en einnig áttu að vera þarna nokkur efhileg böm og þjálfarar þeirra. Um skeið var Mark Dvoretski aðstoðarmaður Botvinniks, en hann er nú þjálfari Artúrs Júsupovs. „Verkefhi skóla- stjóra við svona skóla er ekki að kenna bömunum að tefla,“ segir Botvinnik, „það geta þjálfaramir gert. Það á að venja unga skákmenn á ábyrgðartilfinningu gagnvart hverri skák, sálfræðilega festu í íþróttinni." Heimsmeistarinn fyrrverandi gat hmndið hugmynd sinni í fram- kvæmd um miðjan sjötta áratuginn, þegar hann dró sig í hlé og hætti að taka þátt í mótum. Tvisvar á ári, í skólafríum, safnaði hann saman 15-20 efnilegum krökkum frá ýmsum landshlutum, sem vakið höfðu eftir- tekt á mótum. Venjulega var skólinn í Moskvu, stundum í Orljonok- sumarbúðunum við strönd Svarta- hafs. Þar á milli fengu þau verkefni, hvert eftir getu. Öll útgjöld í þessu sambandi voru greidd af Alþýðusam- bandinu. Það hafa ekki allir nemendur Botvinniks orðið góðir skákmenn, þó að þangað hafi alltaf verið safriað efhilegustu krökkun- um. Meðal frægra nemenda hans má nefha Karpov, Júsupov og Balas- hov. Það kom fyrir að meistarinn batt vonir við einhvem af hinum ungu nemendum sínum en þær brugðust. Þegar meistarinn var búinn að hitta Garrí Kasparov, sem þá var 13 ára, veitti hann honum þegar meiri at- hygli en hinum. Alexander Nikitin, þjálfari Kasparovs, sem á sínum tíma var aðstoðarmaður Botvinniks, minnist þess hversu blíður stór- meistarinn var á svipinn þegar Kasparov taldi í einum hvelli upp leikbrigðin í einni skák. Venjulega var meistarinn þurr á manninn. „Ekki svona hratt, Garrí, ég er ekki eins snöggur og þú.“ Á fyrsta blaðamannafundinum, sem heimsmeistarinn hélt áður en hann var sæmdur lárviðarsveignum, lýsti hann yfir að eitt meginverkefni hans væri að opna skákskóla Bot- vinniks að nýju. „Það er skylda mín gagnvart sovéskum skákskóla, sem ól mig upp.“ Botvinnik bætti við: „Aðeins Garrí getur tekið þátt í að koma skólanum á fót á ný. Hann verður arfur hans.“ í apríl fór fram fyrsta kennslu- stundin í skákskóla Botvinniks og Kasparovs. Það var á hvíldarheimili fyrir utan Moskvu, sem ber nafhið Pestovo. Fréttamaðm- APN ræddi við heimsmeistarann af þessu tilefiii. - Er verðandi heimsmeistari á meðal nemenda skólans? „Ég þori engu að spá eftir fyrsta fund okkar. Ég verð ef til vill djarf- ari í næsta skipti, en við hittumst aftur í nóvember. Við Botvinnik er- um ánægðir með þann undirbúning sem hömin hafa. Ég ætla að nefria tvö nöfii bama sem stóðu sig vel. Það er Ainur Sofieva, Sovétmeistari í skák meðal stúlkna, en hún er frá borginni Kakhi í Azerbajdzhan, og Konstantín Sakejev, 12 ára, frá Len- íngrad.“ - Hversu mörg böm komu í skól- ann? Hvaðan vom þau? „Það vom níu drengir og fjórar stúlkur. Þau mega ekki vera komin yfir 16 ára aldur. Það vom niður- stöður móta innanlands undanfarin tvö ár, þar á meðal af unglingameist- aramótunum. Ég held að mjög efnilegt fólk hafi verið saman komið í Pestovo. Börnih vom frá Bakú, Vilnjus, Moskvu, Tbílísí, Omsk, Vor- onezh, Kharkov, Tiraspol - fiá öllum landshomum." - Hafa átt sér stað einhveijar breytingar á kennsluaðferðum sam- anborið við þann tíma þegar þér vomð nemandi þar? „Engar. Allt er eins og áður, en nú em það tveir sem kenna í einu í stað eins manns áður. Bömin sýndu sínar skákir, sem vom skýrðar í sameiningu. Síðan tefldu þau hvert við annað og einnig var farið yfir þær skákir. Svo tefldi ég tvisvar fjöl- tefli við þau. Við fórum yfir þær skákir og við Botvinnik höfinn þegar glögga hugmynd um þau mistök sem hver og einn gerir. í samræmi við það lét ég hvem og einn fá heima- verkefni.“ - Vinna þau nú sjálfstætt í hálft ár? „Þau vinna með þjálfurum sínum, en ég hef eftirlit með þeim. Á tveggja mánaða fresti eiga nemendur skól- ans að senda mér nákvæma skýrslu yfir það sem þeir hafa gert.“ - Hvað stóð skólinn lengi og hvemig var dagskráin í Pestovo? „Skólinn var í tíu daga. Á morgn- ana urðu allir að fara í leikfimi undir bem lofti, síðan vom kennslustundir i 3-4 klukkustundir og aftur á kvöld- in i tvær klst. Skóli Botvinniks er óhugsandi án íþróttaiðkana. Bömin fóm á degi hverjum í fótholta og ég tók nokkrum sinnum þátt í því. Vax- andi kynslóð skákmanna er hraustir krakkar, sem em oft mjög sterklega byggðir.“ Vitali Melik-Karamov, APN 25 Garðeigendur, athugið: Stórkostleg verðlækkun Pinus mugo mughus DVERGFURA - BERGFURA Verð frá kr. 280-480,- Magnafsláttur Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, sími 994388. ÚRVALS NOTAÐIR Árg. Km Kr. Opel Ascona GLS fastback 1985 5.000 480.000,- Toyota F 8 manna d. 1984 136.000 590.000,- Honda Civic sjálfsk. 1981 87.000 190.000,- Mazda 329 5 gira 1982 76.000 340.000,- Ch. pickup yfirb. 1979 600.000,- Opel Rekord4d. 1978 125.000 160.000,- Lada1600 1980 82.000 85.000,- Opel Corsa luxus 1984 16.000 265.000,- Ch. Citation m/vökvast. 1980 60.000 240.000,- Mazda 626 2000 1982 52.000 255.000,- Ford Fairmont Dekar 1978 59.000 190.000,- Ch. Chevette 1979 33.000 m 135.000,- IsuzuTrooperbensin 1981 86.000 450.000,- Daihatsu Charade runab. 1980 45.000 140.000,- IsuzuTrooperturfa., disil 1984 74.000 690.000,- VWGolf 1978 95.000 115.000,- Austin Allegro, st. 1979 75.000 95.000,- Opel Kadett Berl. 1981 43.000 200.000,- Opel Corsa GL, 3ja d. 1985 6.000 295.000,- Volvo 244 DL 1978 110.000 190.000 Opel Kadett 1300 1985 6.000 360.000,- Opel Ascona, 4. d. 1977 99.000 130.000,- Ford Bronco, 6 cyl. 1981 66.000 650.000,- Mazda 323 1981 55.000 175.000,- Dodge Omni, sjálfsk. 1980 70.000 230.000,- Isuzu Trooper LS, bensín 1984 23.000 795.000,- Fiat Ritmo 65 1981 64.000 150.000,- Opið laugardaga kl. 13-17. Sími 39810 (bein lína). BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 EIGUM ALLT SEM PRÝTT GETUR GARÐINN Úrvals garðplöntur | Sumarblóm Tré og runnar Garðyrkjuáhöld Grasfræ V—] Fjölær blóm Rósir Blómaker Áburður LOÐVÍÐIR er tilvalinn í steinhæðir. Við mælum með BLÁTOPP í limgerði Úrval LIMGERÐISPLANTA. Opið öll kvöld til kl. 21. Gróórarstöóin S j GARÐSHORN S5 Suðurítííð 35 • Fossvoqi • Sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.