Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 2
46 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Fegurðar- samkeppni ekkna í Lop Buri í Thaílandi (nafn lands- ins þýðir eins og allir vita Teland) héldu menn um daginn fegurðarsam- keppni fyrir ekkjur. Breiðsíðunefnd- in valdi eina ekkjuna sér til handa og mun sú væntanleg á fund nefndar- innar bráðum. Fegurðarsamkeppni er annars ákaflega vinsæl íþrótt í Telandi, en þessi fegurðarkeppni meðal ekkna var hin fyrsta sinnar tegundar. Sigurvegari var 23 ára gömul ekkja eftir orrustuflugmann. Sú heitir Vittaya Thanupan og þykjumst við vita að maður hennar heitinn fagni í gröf sinni. - Ég held að ég ætli ekki að gifta mig oftar, sagði Vittaya að fengnum sigri. - Það er mun þægilegra í öllu tilliti að búa einn. Jafnframt því að menn kusu feg- urstu ekkjuna völdu menn smartasta skallann í héraðinu. Þrettán sköll- óttir menn tóku þátt í þeirri keppni. Sigurvegari var hinn fertugi lögre- gluforingi Somkid Meepradab. Sá góði herra skýrði frá því að hann hefði verið bersköllóttur frá því árið 1971 og kynni því bara vel. Bjór og bolti Vinni Danmörk ekki gullverðlaun- in í heimsmeistarakeppninni í knattspymu sem nú fer fram í Mex- íkó þá geta Danir huggað sig með „VM-guld“ eða HM-gulli á íslensku. VM-guld er nafnið á sterkum bjór með tequilabragði sem bmgghúsið á Láland-Falstri hefur bruggað í tilefni keppninnar i Mexíkó. Danir taka auðvitað virkan þátt í HM-keppninni. Fæstir komust þeir til Mexíkó en fylgjast af þeim mun meiri áhuga með sendingum sjón- varpsins. Og eins og fyrri daginn koma þeir sér í stemmningu með því að sötra ókjör af öli. Hingað til hafa menn getað gengið inn á krár í Dan- mörku og fengið sér einn „grænan“. Grænn er sá bjór sem hvað lengst hefir verið merktur grænum miða og kemur frá Carlsberg. í tilefni HM- keppninnar hefur Carlsberg nú lagt þennan græna miða á hilluna en tek- ið upp á því að merkja flöskur sínar með litum danska landsliðsins, þ.e. rauðu og hvítu. 87 ára valkyrja Vera Tucker, 87 ára gömul, var úti meiraen Shakespeare ogiosen Viðtal við Örn Árnason leikara ogspaugara Landnemaráhjólum Greinumgamlabíla Hjónaböndsemendast að ganga á austanverðri Manhatt- an-eyju í New York þegar maður nokkur á reiðhjóli geystist þar hjá og reyndi að rífa af henni axlartösk- una. Reyndar tókst manninum sinn ljóti verknaður en Vera Tucker barði hann á móti með regnhlífinni sinni þannig að hann flaug af hjólinu. Svo kom þarna að maður sem gat haldið þrjótnum föstum þangað til löggan kom. - Ég hefði ekki viljað vera í sporum þessa þjófs, sagði maðurinn þegar New York Times spurði hvemig hann hefði brugðist við. Regnhlífm var í klessu eftir barsmíðina. Vera Tucker var reyndar túristi í N.Y. þennan dag. Hún býr í London og er komin heim til sín til að slappa af. Sögufrægur demantur Sagt er að khedívinn af Egypta- landi (Breiðsíðunefndin er að láta kanna það hvað khedívi er), Ismail Pascha hafi gefið keisarafrú Evgeníu í Frakklandi stóran, gulan demant þegar Suesskurðurinn var opnaður formlega árið 1869. Khev-demanturinn hefur nú verið seldur. Christie’s í Genf annaðist söluna. Einhver ónefndur einkasafn- ari keypti demantinn fyrir um tólf milljónir króna. Hefði ekki einhver bjálfi látið slípa steininn á alla kanta hefði hann ver- ið miklu meira virði. En þá hefði víst ekki kjaftur haft ráð á að kaupa hann. Konurnar komust ekki á pólinn Frönsku og kanadísku konurnar, sem lögðu upp í leiðangur á Norður- pólinn, urðu að gefast upp eftir 49 daga ferð. Konumar ætluðu að verða fyrstar kynsystra sinna til að standa á Pólskepnunni og lögðu upp á skíð- um. Reyndar gerðu þær tvær tilraun- ir til að komast á Pólinn, en ísrek kom í bæði skiptin í veg fyrir að þær kæmust alla leið. Þær hafa nú hætt við frekari tilraunir til að komast á Pólinn en telja eigi að síður að starf þeirra hafi ekki verið fyrir gýg unnið. Vandræða- börn með erfðagalla Vísindamenn þykjast hafa komist að því núna að svonefnd vandræða- böm hafi í mörgum tilfellum fæðst með „galla“ í genum sínum. Fræð- ingamir, sem að þessu hafa stárfað, em frá Fíladelfíu og þar hafa þeir látið boð út ganga um „Sex chromo- some abnormality" kallað SCA. Fræðingarnir störfuðu í „The nat- ional jewish centre for immunology and respiratoru medicine" í Denver í Colorado. Þeir segja að eitt barn af hverjum fjögur hundmð fæðist með galla sem valdi hegðunarvanda- málum og tornæmi. Vísindamennirnir sögðu á lækna- ráðstefnu að börn með þennan galla litu almennt eins út og venjuleg börn. Þessi Denver-rannsókn náði til 40. 000 bama sem fæddust á árunum 1964 til 1974. SCA fannst í 47 bömum og svipaði öllum nokkuð saman. Gallinn er í krómósómum sem ákvarða kynferði barnanna. Stúlkur hafa yfirleitt engin „X“ krómosóm, en drengir hafa bæði „X“ og „Y“. Böm með SCA em yfirleitt með of mörg krómósóm eða of fá. Vísindamennimir fullyrtu að upp- götvun þeirra gæti orðið aðstand- endum barna með SCA til hjálpar við að búa sig undir að mæta erfið- leikum samfara því að ala upp slíkt bam. Prestur sem hoppar Mikael Bennsten heitir prestur einn í bænum Klöfsjö í Svíþjóð sem brátt fær nafn sitt prentað í Metabók

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.