Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 3
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 47 Guinness fyrir að hafa hoppað á sér- stakri hopp-mottu (trampoline) í tólf stundir samtals. Prestur hefði haldið áfram hoppinu eftir tólf tímana, hefði ekki vöðvi í kálfa hans bilað og þar með sett punkt aftan við þetta hopp. Klöfsjö mun trúlega vera í Jamta- landi - án þess að það komi málinu sérstaklega við. En Breiðsíðunefndin hefur sent prestinum póstkort og boðið honum aðild að nefndinni. Jafnframt því höfum við spurt hann hvort hann hafi verið hempuklæddur meðan á hoppinu stóð. Hafi svo ver- ið finnst okkur að gildi metsins vaxi. Annars er það í sjálfu sér met hverju Metabók Guinness hefur komið til leiðar - af heimskupörum og uppátækjum eigum við við. Svíar rækta vín í Frakklandi Svíar eiga jafnerfitt og íslendingar með að rækta og búa til vín í landi sínu. Þeir flytja inn allt áfengt utan ölið sem þeir setja í andlit sitt. Rétt eins og við hér. Þeir eru með einka- sölu sem heitir „Vin och Spritcentra- len“ og nú hefur þetta ríkisfyrirtæki einmitt keypt sinn fyrsta búgarð á erlendri fold. Búgarðurinn er á frönsku Rivierunni og á að nota hann til að mennta starfsmenn sænsku einkasölunnar i vínsmökk- un. Kaupverði búgarðsins hefur verið haldið leyndu. En búgarðurinn mælist 11,5 hekt- arar og er skammt frá bænum Draguignan sem er 36 km frá strönd- inni og áttatíu km frá Cannes. Búgarðurinn heitir Christiane Rad- iga og vínið þaðan þykir frábært og hefur hlotið margvísleg verðlaun. Einkasalan í Svíþjóð hefur 900 manns í þjónustu sinni. Ætlunin er að hafa jafnan um 30 á námskeiði á franska búgarðinum. Svíar kaupa um 50% af þeim vínum sem þeir drekka frá Frakklandi og því skiljan- legt að þeir kaupi fræðslusetur í Frans. Ameríkanar og Japanir hafa keypt sér vínbúgarða í Frakklandi, einkum i hinum þekktu vínhéruðum Bordeaux, Borgogne og Beaujolais. Og Danir eiga þarna tugi hektara. Ævintýri fyrir börn og fullorðna Labbakútur er lítill strákur. Hann er ekki epli og ekki sítróna því að hún er svo súr. Labbakútur er aldrei súr. Hann er alltaf kátur og hress og á heima hjá mömmu sinni í litlu þorpi þar sem allir vinna í fiski nema bakarinn og kaupmaðurinn og skósmiðurinn. í einu húsinu í þorpinu á póstur- inn heima. Hann vinnur ekki í fiski því að hann er einkennilegur ná- ungi og einkennilegir náungar vinna aldrei í fiski svo vitað sé. Labbakútur vinnur ekki neitt en samt gerir hann ýmislegt. Á hverj- um morgni vaknar hann í litla rúminu sínu og á hverju kvöldi sofnar hann í því. Stundum dreym- ir hann undarlega drauma á nóttunni en þó dreymir hann oftar á daginn því að það finnst honum miklu skemmtilegra. Mamma Labbakúts fer snemma í vinnuna en áður en hún leggur af stað eldar hún hafragraut handa Labbakúti sem hann á að borða svo að hann verði stór og sterkur. Labbakútur er búinn að borða hafragraut að minnsta kosti hundrað sinnum og hann skilur ekkert í því hvers vegna hann er ekki stærri og sterkari en raun ber vitni. Stundum heldur hann að mamma sín sé bara að plata en þá segir mamma að hann verði að vera þol- inmóður því að það verði enginn stór og sterkur allt í einu. Svo var það einn morguninn að Labbakútur ákvað að borða hafra- grautinn sinn afskaplega þolin- móður og þá gerðist dálítið skrýtið. Þegar hann setti síðustu skeiðina upp í sig breyttist hann í ljón. - Húrra, urraði Labbakútur og hljóp út á götu þar sem kona BENEDIKT AXELSSON bankastjórans var á morgungöngu með hundinn sinn. Kona bankastjórans er afskap- lega fín frú og þess vegna hljóp hún aldrei heldur gekk á miðri götunni og horfði upp í himininn. En þegar Labbakútur kom urrandi út úr húsinu sínu gleymdi kona banka- stjórans hvað hún var fín og tók á sprett heim til kennslukonunnar. - Hvað er eiginlega um að vera? spurði kennslukonan því að hún hafði aldrei heyrt neinn öskra jafn- hátt og kona bankastjórans gerði. - Ljón, Ijón, skrækti kona bankastjórans, - það er ljón að elta mig. - Almáttugur minn, sagði kennslukonan og signdi sig í bak og fyrir. Það ætlar að éta mig, hrópaði kona bankastjórans. - Guði sé lof, sagði kennslukon- an alveg óvart því að hún var svo fegin að ljónið ætlaði ekki að éta hana. - Við verðum að kalla í slökkvi- liðið, galaði kona bankastjórans. Á meðan kona bankastjórans var að reyna að hringja í slökkviliðið og kennslukonan að reyna að ímynda sér hvað það ætti að gera í málinu hljóp Labbakútur öskrandi niður götuna í þorpinu. Hann ætlaði ekkert að éta konu bankastjórans þótt hann hefði get- að það, hann hafði bara ekki lyst á henni, og hann hafði heldur ekki lyst á kaupmanninum sem stóð fyr- ir utan búðina sína og beið eftir viðskiptavinunum. En þegar hann sá Labbakút hætti hann að bíða og hljóp æpandi inn i búðina sína og faldi sig undir búðarborðinu. - Það eru bara allir hræddir við mig, hugsaði Labbakútur um leið og hann sá póstinn koma fyrir hornið á húsi skósmiðsins. Hann var að bera út reikninga og taskan hans var svo þung að hann var að sligast undan henni. - Er þetta ekki Labbakútur? spurði pósturinn þegar hann kom að búð kaupmannsins. - Urr, urr, sagði Labbakútur og þóttist ætla að þíta póstinn. - Láttu ekki svona, sagði póstur- inn. - Komdu heldur með mér á vit ævintýranna og pósturinn stakk svo mörgum reikningum upp í Labbakút að hann gat hvorki urrað né bitið. Eftir viku halda þeir félagamir á vit ævintýranna. Kveðja Ben. Ax. Hnignun vestrænnar lýðræðishefðar Það er fátt illþolanlegra, þegar líður að kosningabaráttu, en mað- urinn, sem tekur sínar þegnlegu skyldur alvarlega. - Ég get ekki greitt neinum þess- ara lista atkvæði mitt að óathug- uðu máli, segir hinn góði þegn, alvarlegur í bragði. - Okkar ást- kæra lýðræðishefð byggist á því, að hver þegn greiði atkvæði, fús og frjáls, að vandlega athuguðu máli, hafandi haft góðan aðgang að öllum upplýsingum, sem máli skipta. Sá maður, sem mætir á kjör- stað illa undirbúinn, hafandi á engan hátt hugleitt, eða rannsakað málflutning hinna ýmsu írambjóð- enda, sá maður er líklegur til þess að greiða atkvæði sitt samkvæmt fordómum sínum, eða jafnvel að skila auðu, eða skrifa ferskeytlu á kjörseðilinn. Með því sýnir hann sig í því, að vera slæmur þjóðfé- lagsþegn, og ég er tilbúinn að halda þvi fram hvar sem er, og hvenær sem er, að sá maður grafi enn frem- ur undan stoðum hinnar vestrænu lýðræðishefðar, og sé þannig ís- lendingum, og reyndar heims- byggðinni allri, hættulegri en Kaddafi! Hinn góði þegn tekur skyldur sínar alvarlega, og leitar sér upp- lýsinga um dægurmálin, íjárhags- stöðu borgarinnar, ísbjarnarmálið, Ölfusvatnskaupin og þar fram eftir götunum. Hann ber síðan saman málflutning frambjóðenda um þessi mál, vegur og metur rök þeirra og úrræði og íhugar allar hliðar mál- anna. Þrem vikum fyrir kosningar tek- ur hann sér frí úr vinnu fram að kjördegi, vegna þess að það er kre- íjandi starf að vera gegn þjóðfé- lagsþegn, og yfirmaður hans hafði reyndar kvartað yfir því, að hann sinnti ekki starfi sínu, en læsi þess stað áróðurspésa stjórnmálaflok- kanna. Þegar þegninn gegni lenti í úr- taki fyrir skoðanakönnun, svaraði hann öllum spurningum á þann veg að hann væri óákveðinn, þar sem hann hefði ekki enn haft tíma til þess að gera upp hug sinn í þessu máli. Hann spurði kærulausan frænda sinn hvernig hann færi að því að ákeða hvern hann ætlaði að styðja í kosningunum. - Ég nota vínflösku til þess! Ég teikna stóran hring á pappírsörk Hyldýpið Olafur B. Guðnason og set listabókstafina við ytra borð hingsins. Síðan legg ég flöskuna á hliðina í miðju hringsins og sný henni hratt. Svo kýs ég listabók- stafinn sem stúturinn bendir á þegar flaskan stöðvast. Áður not- aði ég Úllen dúllen doff aðferðina en menn, sem voru fljótir að reikna í huganum, gátu þá reiknað út hvar ég myndi enda, eftir því hvar ég byrjaði, svo ég hætti við það. - Landráðamaður, fussar hinn gegni þegn og strunsar burtu. Það var svo fyrir tveim dögum að þessi fyrirmyndarþegn kom inn á kaffihús þar sem kunningjar hans sátu, og tilkynnti þeim að hann hefði ákveðið að láta fordóma sína ráða ferðinni og hætta að hugsa um málið. - Þetta er auðvitað helsti veik- leiki hins vestræna lýðræðiskerfis. sagði hann og settist niður hjá fé- lögum sínum. - Það er ætlast til þess að menn greiði atkvæði eftir sinni bestu samvisku, eftir ná- kvæma umhugsun. En það er of tímafrekt að taka málefnalega af- stöðu, og tefur menn frá fram- leiðslustörfunum. Og þess vegna greiða menn atkvæði eftir fordóm- um sínum sem hlýtur að leiða til hruns, fyrr eða síðar. En er á með- - Og hvaða fordómar ráða þínu atkvæði? spurði einn sessunau- tanna. - Ég er ráðinn í því að kjósa engan þann mann sem tekur sér orðin „atvinnutækifæri" og „öld- runarþjónusta" í munn. Það eru ljót orð og fara illa í munni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.