Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. 51 Einn gagnrýnenda, Jurgen Schildt, sagði í Aftonbladet: - Það eru for- réttindi á því herrans ári 1985 að fá að sjá svona sýningu...í Svíþjóð er Bergman mestur...spurningin er bara hvað starfsbræður hans gera í mál- inu...kannski menn bregðist við eins og Napóleon sem vildi, með tilliti til eigin hæðar, lækka meðallengd Fransmanna um þrjá sentímetra... Leikhúsmaður frá blautu barnsbeini Sá leikhópur sem til Reykjavíkur kemur frá Dramaten i Stokkhólmi samanstendur ekki af neinum auk- visum. Leikarar, leiktjaldamálari og leikstjóri eru öll margreynd í leik- hús- og kvikmyndavinnu. Og höf- undurinn, sjálfur August Strindberg, er raunar hiklaust talinn mestur sænskra höfunda. En hvað sem frægð og færni alls um skuggamyndavél. Svo færði hann upp sýningar, bjó til leikrit úr þeim sögum sem hann las eða voru lesnar fyrir hann. „Ég notaði leikbók- menntir heimsins. Ég setti upp För Lukku-Péturs og Meistara Ólaf - oft eitthvað eftir Strindberg. En verkin þurftu helst að vera sviptingasöm svo að maður gæti alltaf verið að skipta um sviðsmyndir og lýsingu “ Yngsti leikhússtjórinn Ingmar Bergman varð leikhússtjóri kornungur, langyngstur þeirra manna á Norðurlöndum sem þann starfa hafa lagt fyrir sig, 23 ára. (Sveinn Einarsson var reyndar meðal þeirra yngstu á sinni tíð, aðeins 27 ára þegar hann réðst til L.R.) Berg- man réðst til Borgarleikhússins í Hálsingborg og starfaði þar í tvö ár (1944-46). A þessum árum var það mun „merkilegra" að verða leik- allt sem hægt var að vita um tækni- legu málin. „Það tók mig reyndar mörg ár,“ segir Bergman. „Ég var ekki svo næmur á þessa hluti framan af.“ Og á þar við þá tækni sem að kvikmynd- um lýtur. Fyrstu kvikmyndaárin vann Berg- man mest með kvikmyndatökumanni sem Gunnar Fischer nefndist. En upp úr samstarfi þeirra slitnaði eftir því sem Bergman varð öruggari. Honum fannst Fischer of tvístígandi. Þá kom Sven Nykvist til sögunnar. Og Berg- man og Nykvist urðu síðan meira eða minna samstiga á leiðinni til heims- frægðar. Spurningin mikla Bergman hefur stundum lýst æsku sinni í húsi prestsins. Hann hefur sagt að hann hafi lifað í vemduðu umhverfi, umhverfi sem hafi verið stöðum; að hluta á sviðinu og að hluta innra með áhorfendum. Berg- man reynir oft að gefa til kynna þannig að áhorfandinn geti fundið á sér það sem síðar mun gerast. Þann- ig vill hann draga áhorfandann inn í leikinn. Uppsetning Bergmans á Don Juan eftir Moliére í Stokkhólmi 1955 varð fræg: í fyrstu senunni lét hann Don Juan staulast um álappalegan á nátt- serk, klóra sér í sköllóttu höfði, bera sig upp undan flónum áður en þjónn hans dró á hann herklæðin og hár- kolluna og óásjálegur kúluvambi breyttist í riddara sem eltist við púkalegar vinnukonur úr sveit. Fjölþætt verkefnaval Bergman hefur jafnan valið sér leikstjómarverkefni úr ýmsum átt- um, svo sem reyndar algengt er mpðal góðra leikstjóra, en verk hann jafnan ömggur undir handarj- aðri hans. Ein hinna þekktari mynda Berg- mans, Persona, var nýlega á dagskrá íslenska sjónvarpsins. Þar leika þær báðar, Bibi Andersson og Liv Ull- man, þær tvær leikkonur sem Bergman var hvað hrifnastur af. 1 einu atriðanna er Bibi að segja Liv sögu af kynlífsævintýri með tveimur fjórtán ára piltum. „Fólk getur fært alla sína tilfinningu á einn stað eða í einn líkamshluta. Leikarar geta þetta öðrum fremur,“ sagði Berg- man. „Maður getur einbeitt sér þannig að öll manns tilfinning verði í vinstri hendi, hægri rasskinn eða bara einhvers staðar. Ég bað Liv að færa alla sína tilfinningu i varirnar. Þess vegna eru myndirnar af henni úr þessum atriðum svo eftirminnileg- ar.“ Þess vegna er sagan svo eftir- minnileg. Peter Stormare (Jean) og Marie Göranzon (Julie i Frö- ken Júlíu undir stjórn Ingmar Bergman. þessa fólks líður, þá er það ljóst að það er leikstjórinn, Ingmar Bergman, sem ber kunnasta nafnið í þessum hópi - að minnsta kosti hefur frægð hans farið víðast. Höfundurinn, Au- gust Strindberg, er þó vitanlega hin stóra stjama í kompaníinu - en er- fitt er um vik að borga flugmiðann fyrir hann til íslands, því Strindberg lést 1912. Bergman er leikstjóri, Gunilla Palmstierna-Weiss gerði leiktjöld og búninga og í aðalhlutverkum eru þau Marie Göranzon, Peter Stormare og Gerthi Kulle. Ingmar Bergman er þekktur út um heim sem kvikmyndaleikstjóri. En i raun og veru á hann ekki síður heima í leikhúsi en á bak við kvikmynda- tökuvél. Og margir telja hann reyndar merkari leikhúsmann en kvikmyndaleikstjóra. En hvernig sem því er farið, þá er hitt víst, að Ingmar Bergman hefur hugsað um leiklist í einhverju formi frá blautu barnsbeini. Hann er prestssonur, ólst upp í Uppsölum og á Östermalm (efnamannahverfi í Stokkhólmi). Kannski hefur hið kirkjulega ritúal, sem án efa hefur verið allt um kring í bernsku hans, kveikt í honum leik- listarbakteríuna. Hann var að minnsta kosti snemma búinn að koma sér upp brúðuleikhúsi og fljót- lega tókst honum að verða sér úti hússtjóri í Svíþjóð en nú er. Þá voru ekki málsmetandi leikhús nema í stærstu borgunum, Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö - og Hálsingborg. Strax í Hálsingborg löðuðust að Bergman sumir þeirra leikara sem síðan störfuðu með honum, bæði i öðrum leikhúsum og í kvikmyndum. Fyrsta kvikmyndin sem Bergman leikstýrði var Kris (Kreppa). Sú mynd var frumsýnd 1945. „Slæm mynd,“ sagði Bergman. „Ég var í Hálsingborg...framleiðandinn kom í heimsókn. Hann hafði keypt réttinn að dönsku leikriti...þetta var fyrsta flokks vændi (publikhoreri) - útilok- að að kalla það annað: þú færð að gera kvikmynd ef þú gerir mynd eft- ir þessu (danska leikriti). Ég sagði: Ég geri hvaða skít sem vera skal, bara ef ég fæ að gera kvikmynd." Með tæknidellu Jafnt leikhús- sem kvikmynda- menn hafa til þess tekið að framan af ferli sínum hafi Bergman verið á kafi i tæknilegum málum leikhúss og filmu. í leikhúsinu prófaði hann allt sem laut að lýsingu, hljóði og öðrum slíkum ytri atriðum i sýningu. Og hann vann frá upphafi náið með hönnuði sviðsmyndar. Sama var uppi á teningnum þegar hann fór að gera kvikmyndir. Hann varð að fá að vita eins og bjargfast hið ytra en ákaflega óöruggt hið innra. Það er reyndar það borgaralega, siðavanda samfélag sem hann lýsir svo. „Ég var einn og án félaga og vaknaði ekki andlega fyrr en um tvítugt. Þeir sem ég um- gekkst af mínum jafnöldrum voru eins.“ Bergman minnist þess ekki að full- orðið fólk hafi talað við hann, ekki meira en nauðsyn krafði - og hann flúði inn í heim ævintýra og sagna, heim leikhúss og kvikmynda. „Ég var vitlaus í bíó.“ Þegar Bergman rifjar upp bernsku sína verður manni ósjálfrátt hugsað til nýjustu kvikmyndar hans og svanasöngsins á hvíta tjaldinu,að hans eigin sögn: „Fanny og Alexand- er“. Þegar svo Bergman tekur að „vakna til lífsins - um það leyti sem ég kom í háskólann," horfði hann á heiminn spurnaraugum. Og í sviðsvinnunni hefur hann haldið áfram að spyrja og gefa hluti til kynna. Bergman er einmitt sá sem byrjar með spurningu, öll hans af- staða er spyrjandi - jafnframt því sem hann reynir með spurningunni að vekja áhorfandann með því „að gefa til kynna.“ Leikurinn á sviðinu stefnir að því að fá áhorfandann til að skynja sam- band milli einstaklinganna á svið- inu: Leikurinn fer fram á tveimur Strindbergs hafa löngum verið hans uppáhald - og áreiðanlega óhætt að nefna Fröken Júlíu þar með, þótt hann sjálfur hafi nýverið tekið fram að honum félli best að setja upp „Draumleik". En hvert svo sem verk- efnið er, og hver sem höfundurinn er. þá segir Bergman að hann setji ekki upp neitt leikverk nema því aðeins að hann viti eða geti gert sér grein fyrir hvers vegna verkið hafi verið skrifað. „Þekki ég vilja höfund- arins, get ég hvatt leikarana til dáða þannig að við verðum' samferða að markinu." Leikstjóri ekki nauðsynlegur Bergman hefur sagt að til þess að búa til leiksýningu þurfi þrennt: Efni (texta), leikara og áhorfendur. Leik- stjórinn er þannig að hans mati ekki nein nauðsyn. Enda er leikstjórn stundum það atriðið sem spillir fyrir leikurunum - sé leikstjórinn ekki starfi sínu vaxinn. Og einmitt þess vegna verður leikstjórinn þýðingar- mikilk hann verður að vinna þannig að nærvera hans verði nauðsynleg, að vinna hans hjálpi leikurunum fremur en að hefta þá. Þeir leikarar sem hafa starfað með Ingmar Berg- man segja einmitt að styrkur hans felist meðal annars í því að hann hafi sterka tilfinningu fyrir hverjum og einum og að leikaranum finnist Setningin sem Peter Weiss fann Bergman starfaði um hríð við borg- arleikhúsið í Múnchen. Þar setti hann meðal annars Fröken Júlíu á svið. Hann fékk hið þekkta skáld Peter Weiss til að þýða verkið - en þeir Bergman og Weiss þekktust vel. Weiss bjó í Stokkhólmi frá því í striðslok til dauðadags. (Gunilla Palmstierna-Weiss, sviðshönnuður- inn í væntanlegri sýningu á Fröken Júlíu, er ekkja Peter Weiss.) Þegar Weiss fór að kanna texta Strindbergs fann hann handrit þar sem Strind- berg hafði strikað út einhverjar setningar. Þessar setningar tók Weiss upp í þýðingu sína og Bergman lét þær standa. Þær breyta innihaldi verksins nokkuð: Fröken Júlía verð- ur eldri. Hún hefur verið svikin, er reyndar orðin örvæntingarfull og bitur og kemur í þannig ástandi ofan úr sínum fínu herbergjum niður til þjónustufólksins, fólks sem hún hef- ur naumast tekið eftir áður. Hún hittir fyrir Jean hestasvein og upp hefst stéttabarátta: samfarir yfir- stéttarkonunnar og þjónsins tákna stéttabaráttu. „Frábær sýning,“ sögðu flestir um þessa uppfærslu meistara Bergmans. En eftir er að sjá hvernig íslenskir leikhúsáhugamenn taka Fröken Júl- íu þegar hún kemur hingað. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.