Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 13
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. \__________________________57^ Nýr kókaínfaraldur í Bandaríkjunum: „Crack“ - nýr skelfingarvaldur Neytendur kalla það gjarna „guð- inn“ í byrjun en bölva því síðan sem satan sjálfum. Skelfilegar sögur eru ó kreiki um afleiðingar neyslu á þessu nýja kókainefni sem nefnt hef- ur verið „crack“. Eiginkona læknis eins seldi ungbarn sitt til að komast yfir skammt. Ungur verkamaður hef- ur svarið það að hann hafi verið til í að drepa áttræðan mann til að nálg- ast þetta efni. „Crack“ er sérlega öflugt kókaín og hefur þegar skotið yfirvöldum víða um Bandaríkin skelk í bringu. Menn óttast það jafnvel að nú verði ekki hægt að spoma við þeirri öldu vandræða sem menn sjá fyrir að muni ganga yfir bandarískar borgir. Fórnarlömb cracksins eru oft tán- ingar sem laðast hafa að þeim glæsi- og glitheimi sem stundum virðist vera kringum kókaínið. En svo lenda þessir unglingar á crackskammti og þar með er brautin lögð. Þeir vita jafnvel ekki hvað það var sem lagði þá í rúst. „Ég hef fylgst með eiturlyfjaneyt- endum árum saman og aldrei fyrr vitað til þess að efni gæti hrundið fólki svo gjörsamlega fram á brún hengiflugs. Ég er ekki að tala um heróín eða LSD - ég á við crack," segir Debra Goldberg Carfora sem stjórnar meðferðarheimili fyrir eit- urlyfjasjúklinga. „Þetta eitur er ógnvænlegt og það lítur ekki vel út með lækningu við því.“ Fyirum heróínneytandi, sem bragðaði crack, segir: „Það náði strax tökum á mér. Ég er hræddur um unglingana. Ég veit að þeir standast ekki þetta efni.“ Crack er kókaínefni sem hægt er að reykja. Það hefur fengist í New York en er nú farið að berast til annarra borga. í Bandaríkjunum reikna menn með að það verði fljót- lega komið vítt og breitt um landið - út um allar þorpagrundir - og að þá verði hægt að tala um faraldur. Svo langt hafa menn aldrei gengið áður við að lýsa afleiðingum eitur- töku. „Algert brjálæði“ Eiturlyfjaneytendur, fólk vant heróíni og kókaíni, en hefur bragðað crackið, segir að það verði altekið „algeru brjálæði" og að löngtmin í efnið verði slík að ekkert muni hindra það í að ná i efnið: ekki morð, engin tegund venjulegra afbrota. Carfora, sem vitnað var til hér að ofan, skýrir frá einu tfifelli: læknis- frúin sem seldi kornabam sitt til að komast yfir crackskammt fyrir 500 dollara. Maður hennar komst í málið og nú sætir hún óbyrgð fyrir dóm- stóli. Crack er hreinsað kókaín. Það er selt í skömmtum í venjulegri pillu- stærð og er ætlast til að menn reyki það fremur en að anda því að sér gegnum nefið. Kókaínneytendur, þeir sem hafa haft kókaíninntöku sér til skemmtunar af og til, hafa lengi velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt að hreinsa efnið þannig að áhrif þess yrðu enn meiri en hingað til. Og nú hafa markaðsöflin komið með þetta efhi - og græða; á því er enginn vafi. Menn breyta kókaíni sem kostar 1200 dollara á götunni í New York í 2400 dollara skammt með því að nota sérstaka bökunaraðferð og blanda í efnið sóda og vatni. Hver skammtur ódýr Aðferðin drýgir efnið verulega og með því að steypa smátöflur er hægt að selja hvern skammt á 75 eða 100 dollara. Og crackið verður á stund- inni ákaflega eftirsótt af neytendum. En áhrifin láta ekki á sér standa. Aðeins örfáum sekúndum eftir að neytandinn hefur sogið að sér reykinn verður miðtaugakerfið fyrir öflugri „árás“. Áhrifin vara ekki lengi - ekki nema í tvær mínútur, en eru þeim mun kröftugri. Venju- legt kókaín sem sogið er í nös er tíu mínútur að ná sínum áhrifum og þau áhrif vara í um tuttugu mínútur. Afleiðingar hins hreinsaða kókaíns eru hins vegar skýrari en „venju- legs“ kókaíns. Þunglyndi fylgir fljótlega í kjölfar fyrsta skammtsins - og þar með verða menn fyrr háðir efninu. „Maður prófar þetta einu sinni, eyðir síðan jafnvel þúsundum dollara í að ná fyrstu áhrifunum aft- ur. En þau koma aldrei," sagði eiturlyfj aney tandi sem hafði prófað crack. „í fyrstu líður manni stórkost- lega. Skömmu síðar líður manni eins og skít undir skóhæl. Ég eyddi fimm dögum í að reykja crack. Ekkert annað. Bara crack í fimm daga. Eng- inn matur. Enginn svefn. Engin tilfinning. Þetta ævintýri kostaði mig nokkur þúsund dollara. Og veistu - mér leið ekki sérlega vel.“ Sérfræðingar óttast nú að þekktar aðferðir til að fá fólk af eituráti dugi ekki gegn hreinsuðu kókaíni. Og að þær skemmdir sem efnið valdi á taugakerfi notenda séu í raun ólækn- anlegar, einkum þegar unglingar eru annars vegar. Neytendur koma sjálfviljugir í meðferð Þeir sem prófað hafa crack eru nú farnir að gefa sig fram sjálfviljugir og óska eftir læknismeðferð. En sjúkrarúm eru hvergi nærri nógu mörg. Hið hreinsaða kókaín veldur mönnum margföldum áhyggjum mið- að við heróín og hið venjulega kókaín: glæpaalda fylgir jafnan í kjölfar nýs eiturs á markaði og lög- reglan er sem fyrr vanbúin að bregðast við. Síðdegisblöðin í New York og öðrum bandarískum stór- borgum þenja nú fyrirsagnaletur sitt sem mest þau mega: „Crack-árás“ æpir af forsíðunum svo að segja dag- lega. Og neytendur eru leiddir fram og látnir vitna. Og segja svo sem ekkert annað en það sem venjulegt fólk hefúr löngum vitað: Við eitur- fárinu er aðeins eitt svar - að taka ekki inn eiturlyf. -John Cotter/Reuter. KYNNINGAfifjONUSTAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.